Bankablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 9

Bankablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 9
ER JAFNRETTIIÞINUM BANKA? Ef svo er ekki hvað er þá til úrbóta auglýst er. En karlarnir sækja um og hreppa þar með launahæstu störfin. En af hverju sækja konur ekki um þessar stöður? Jú, í flestum tilfellum er það vegna þess að á þeim hvíla mestöll heimilisstörfin og það eru þær sem þurfa að sækja börnin úr gæslu og annast þau þegar heim er komið. Þær treysta sér því hreinlega ekki til að axla meiri ábyrgð né meiri vinnu. Þær þurfa yfirleitt að velja á milli starfsframa annars vegar og heimilis og barna hins vegar, en karlmennirnir ekki. Úrbóta í jafnréttismálum er því vissulega þörf, og hvað varðar launa- mismuninn milli kynjanna í sambæri- legum störfum, þá ættu yfirmenn bankans að taka á því máli strax, því þar er misréttið hróplegt og má bara ekki viðgangast lengur. Hvað varðar stöðuveitingar, verða úrbæturnar kannski flóknari og taka lengri tíma. Það þarf að leggja áherslu á að fá konur til „að herða sig upp” í að sækja um þær stöður sem auglýstar eru og þær eru gjaldgengar í. En þá þarf líka að gera þessum konum kleift að gegna þessum störfum svo vel fari. Á konu sem vinnur fullan vinnudag utan heimilis, má ekki hvíla mestöll ábyrgð á uppeldi barna og heimilis- haldi, heldur verður þar að koma til skipting á milli hjóna. Ef ekki, verður ástandið óbreytt, og sá mikli launamismunur sem við- gengst milli kynja í dag, verður áfram. Takmarkið hlýtur því að vera, að allir hafi sömu möguleika á að sinna því starfi sem þeir kjósa og umfram allt að konur og karlar hafi sömu laun fyrir sömu vinnu. Óttar Rúnar Emu og Svavarsson: Já, eða allavega virðist mér að svo sé. Nú nýlega kannaði jafnréttisnefnd hvernig staðið væri að nýráðningum og stöðuveitingum innan SPRON. Upp- lýsingar starfsmannastjóra gáfu ekki til kynna að um mismunun kynjanna væri að ræða. Þessi niðurstaða (þ. e. í jafnréttis- nefnd) kom okkur, engan veginn á óvart því við höfum ekki tekið eftir neinu misrétti milli kynja hér í stofnuninni. Sendum öllum bankastarfsmönmm okkarbestu iSfÉMjr jóla- og nýjársóskir /'S íÆ ■'V.ASO"’ SEÐLABANKI ISLANDS

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.