Bankablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 26
26
Öryggismál
Þorsteinn Magnússon, skólastjóri:
Oryggismálaráðstefna Bankama
Á síðari árum hefur öryggismálum á
vinnustöðum sífellt verið meiri
gaumur gefinn. Sem betur fer, þá hafa
bankastofnanir verið hér á landi
nokkuð öruggir vinnustaðir og vonandi
verður svo áfram. Samt er það svo, að
störf í banka verða stöðugt fjölbreytt-
ari og tæknin sem notuð er stöðugt
flóknari, þannig að hættan á hvers
kyns mistökum og óhöppum er meiri
en áður.
Bankablaðið mun að þessu sinni
f jalla nokkuð um þessi mál. Við birtum
m.a. viðamikla grein eftir Þorstein
Magnússon, skólastjóra Bankamanna-
skólans, en skólinn gekkst einmitt
fyrir Öryggisráðstefnu nú í haust. Við
tókum einnig örstutt viðtöl við tvo ráð-
stefnugesti. Þá birtum við einnig viðtal
við Baldur Ágústsson, forstjóra ör-
yggisþjónustunnar Vara.
Við vonumst til, að þessi umfjöllun
blaðsins um þessi mál opni augu les-
enda fyrir mikilvægi þessa máls.
Aðdragandi:
Það hefur lengi verið liður í starfi
skólans að halda ráðstefnur fyrir yfir-
menn í bankakerfinu, og hafa haust-
Þorsteinn Magnússon, skólastjóri
ráðstefnur skólans með útibússtjórum
eða skrifstofustjórum dreifbýlisins
verið mjög vel sóttar og heppnast
ágætlega, þó öryggismál hafi þar
sjaldnast verið tekin til meðferðar.
Fyrir nokkrum árum hélt skólinn sér-
námskeið fyrir umsjónarmenn og öku-
menn bankanna um ýmis öryggisatriði
í störfum þeirra, sem þótti takast svo
vel, að stöðugt hefur verið þrýstingur á
skólann um frekari aðgerðir á því
sviði.
Fyrir áeggjan SÍB-manna var
ákveðið að halda nú sérstaka öryggis-
málaráðstefnu með þeim yfirmönnum
bankanna hér, sem hafa sérstaklega
með öryggismál að gera, s.s. aðal-
gjaldkerum, starfsmannastjórum,
skipulagsstjórum og öryggisvörðum
eða öryggisnefndum. Kveikjan að
þessu var sú umræða sem okkar menn í
norrænu samstarfi bankamanna hafa
blandast inn í um öryggismál á Norð-
urlöndum, aðallega um bankarán og
ofbeldi, sem þar fer mjög í vöxt.
Alls tóku um 60 bankamenn þátt í
ráðstefnunni, sem stóð í tvo daga og
var haldin í Félagsheimilinu á Seltjarn-
arnesi.
Efni:
Ráðstefnan byggðist annars vegar á
fyrirlestrum 6 framsögumanna og hins
vegar á fyrirspurnum og athugasemd-
um þátttakenda.
Sýndar voru sjónvarpsmyndir og
bæklingar og gögn afhent.
Hér fer á eftir úrdráttur úr fyrir-
lestrunum.
Þátttakendur á ráðstefnu Bankamannaskólans um öryggismál.