Kristilegt stúdentablað - 01.12.1959, Side 4

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1959, Side 4
Dr. theol. Martti Simojki, Finnlandi: Ég trúi á Jesúm Krist i. trúi á Jesúm Krist.“ Þessi orð eru tekin úr postullegu trúarjátningunni. Játningum kirkjunnar hefir verið líkt við herfána, sem einu sinni hlakti yfir þeim stað, þar sem stríðskirkja Krists, — ecclesia militans, Iiáði baráttu fyrir tilveru sinni. Þetta gefur oss rétta mj'nd með til- liti til þess, að játningar kirkjunnar liafa í raun og veru orðið til þess að vernda og verja liina kritnu trú. Þetta á við, bæði er vér liugsum um þrjár hinar sameiginlegu játningar kirkjunnar, — postullegu, Níkeu- og Aþanasíusar-játninguna — og játningarrit vorrar eigin, lúthersku kirkju, og meðal þeirra þekkjum vér öll Fræði Lúthers hin minni. Játningar kirkjunnar eru í raun og veru lierfánar, sem hafa safnað saman lýð Krists til baráttu fyrir vorri helgustu trú. En þessi lík- ing er villandi, ef vér hugsum oss herfána, sem geymd'r eru í gömlum kirkjum og söfnum og núlifandi kynslóð skoðar með forvitni og áhuga, en þeir hafa ekki lengur neitt teljandi liagnýtt gihli fyri hana. Þannig er því ekki farið með játningar kirkj- unnar. Þær eru ekki neins konar safngripir. Þær hafa gildi einnig fyrir nútímamenn. Þær tengja oss baráttu Drottins Jesú sjálfs og hinna fyrstu lærisveina. Vér skulum nú rannsaka hið sameiginlega efni vort með þvi að leita svars við tveim spurningum: 1) Hvað er fólgið í þessari trú? Og 2) hvernig er liægt að öðlast þessa trú? Að síðustu vil ég leggja fram nokkur sjónarmið á því, livaða gildi þessi trú hefir fyrir oss í reyndinni. II. Hvað er þá fólgið í játningunni: „Ég trúi á Jes- úm Krist?“ 1. Fyrst ber að gefa því gaum, að þetta orðalag ákvarðar nákvæmlega inniliald hinnar kristnu trú- ar og dregur merkjalínu milli liennar og allrar annarrar trúrækni. Það er engum efa undirorpið, að trúarbrögðin eru almennt mannlegt fyrirbæri. Sérhver maður er trúhneigður á sinn liátt. „Der Mensch hatt immer Gott, entweder Gott oder Ahgott,“ (Mað- urinn hefir alltaf einhvern guð, annað hvort Guð eða hjáguð), sagði Lúther. Ekki einu sinni þau sltoðunakerfi, sem hoðað hafa hástöfum: „Trúar- brögðin eru ópium fyrir fólkið“, eru nein undan- tekning i þvi efni. Fyrir tuttugu árum talaði einn af gestum vorum til stúdentanna í Helsingfors um efnið: „Á Kristur eða Lenin að verða drottnari heimsins?" Það, sem vér höfum komizt að raun um i Evrópu, og sérstaklega það, sem nú er að gerast meðal hinna lituðu kynþátta Asíu og Afríku, sýnir tvíæmlalaust, að ekki er aðeins um fjárhags- lega og stjórnmálalega sigurvinninga að ræða, lieldur um baráttu, sem hin nýju trúarbrögð heyja um mennina. Eða liugsum um sálgrennslunina (psykoanalys- en), sem hefir Iireiðzt út eins og vakningarhreyf- ing úl um hinn menntaða lieim, allt frá þriðja tug aldarinnar. Einnig hún hefur sínar trúarlegu spurningar. Meinið er hið siðferðilega umhverfi mannsins, sérstaklega hið kristna siðgæði. Björg- unin er fólgin í því að losna undan valdi þessa um- hverfis, er maðurinn ofurselur sig því að fullnægja hvötum sínum. Drottnunargirnin og kynhvötin eru þættir í játningum hinna grimuklædda trúar- hragða nútímans. Guðir nútímatrúarbragðanna eru: ofurmenni þjóðernisstefnunnar, — svo sem Hitler eða einhver annar einræðisherra, — og al- þjóða kynlifsmennið (sexualmánniskan), — segj- um kvikmyndastjarnan, — og eru myndir þeirra dýrkaðar af áhangendum þeirra. Ég ætla ekki að víkja að öðrum trúarlegum fyrirhærum á vorum tímum, svo sem guðspeki, mannspeki, andatrú eða öðrum líkum gervitrúar- 4 KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ

x

Kristilegt stúdentablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.