Morgunblaðið - 28.11.2008, Qupperneq 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2008
ÞAÐ eru mikil mistök að leggja niður morgunleikfim-
ina á Rás 1, að mati Gunnars Guðmundssonar
lungnalæknis. Hann telur að af því verði enginn
sparnaður fyrir þjóðfélagið því af þessu hljótist auk-
inn kostnaður fyrir heilbrigðiskerfið.
„Mikið af mínum skjólstæðingum er eldra fólk sem
þarf mjög á hreyfingu að halda. Það hefur fengið
hana í gegnum morgunleikfimina sem hefur haldið
mörgum gangandi,“ sagði Gunnar. Hann sagði marga
eiga bágt með að fara í sjúkraþjálfun, í líkamsrækt
eða íþróttahús. Í þeim hópi er t.d. eldra fólk og ör-
yrkjar sem hafa notað morgunleikfimina. Nú þegar
þrengi að fjárhag almennings muni fólk enn síður
leita hreyfingar sem það þarf að borga sérstaklega
fyrir.
„Ef fólk hættir að fá þessa hreyfingu þá mun það
þurfa að fá meiri lyf og meiri heilbrigðisþjónustu,“
sagði Gunnar. „Líkamsþjálfun, eins og morg-
unleikfimin, er nauðsynleg þeim sem eru með hvers
kyns langvinna sjúkdóma. Ég fæst mest við þá sem
eru með lungnasjúkdóma, til dæmis astma og lungna-
teppu. Ég veit að margir af mínum skjólstæðingum
hafa notfært sér morgunleikfimina. Það hefur sýnt
sig hjá þeim sem eru lungnaveikir að hæfileg líkams-
hreyfing hjálpar við að minnka lyfjanotkun og halda
fólki frá spítalainnlögn“ Fólk hafði samband við
Gunnar í gær þegar fréttist að leggja ætti morg-
unleikfimina niður. Margir voru leiðir og spurðu hvað
þeir ættu að gera nú, að sögn Gunnars.
gudni@mbl.is
Mistök að hætta morgunleikfimi
VEGLEGT 104 síðna jólablað
fylgir Morgunblaðinu í dag. Blað-
ið kemur nú út í 22. sinn og verð-
ur glæsilegra og fjölbreyttara
með hverju árinu. Uppskriftir
eru sem fyrr áberandi í blaðinu,
m.a. að réttum sem fylgt hafa
sömu fjölskyldunum lengi. Þá er í
blaðinu að finna fjölda skemmti-
legra viðtala, m.a. við Skota sem
finnst jólin hér á landi hátíðlegri
en þau skosku.
Jólin 2008
Jól 2008
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Þjálfun Margir stunda morgunleikfimi við útvarps-
tækin sem ekki geta æft utan heimilis.
ÓSLÓARTRÉÐ, gjöf norsku höfuðborgarinnar
til Reykjavíkur, hefur lengi verið boðberi jólahá-
tíðarinnar í íslenska höfuðstaðnum.
Gjöfin er löngu orðin ómissandi þáttur í jóla-
haldinu og eiga ófáir æskuminningar frá þeim
fögnuði sem það vekur í barnssálinni að sjá
kveikt á ljósum fagurskreytts trésins. Ljósaserí-
ur voru settar á tréð í gærkvöldi og óðum styttist
í að ljósin verði tendruð, enn á ný.
Morgunblaðið/Golli
Gamall boðberi jólanna klæddur í búning hátíðarinnar
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt-
ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur
gag@mbl.is
BANKARÁÐ Nýja Landsbankans
féllst ekki á tillögu Kaldbaks um
kaupin á TM, að því er fram kemur
í tölvupósti frá bankanum til blaðs-
ins í gærkvöldi.
Sala TM til Kaldbaks var sam-
þykkt á hluthafafundi Stoða og
beið samþykkis bankaráðs Lands-
bankans og Fjármálaeftirlitsins.
Telur einhverja
vitleysu í gangi
Gunnlaugur Sævar Gunlaugsson
fór fyrir tilboði óstofnaðs félags
Guðbjargar Matthíasdóttur, en
hún og fjölskyldan áttu TM á und-
an Stoðum. „Ég skil nú hvorki upp
né niður í þessu máli. Kaldbakur
lagði ekki fram tilboð heldur
bauðst til þess að taka yfir skuldir
sem Stoðir skulda inn í Lands-
banka. Svo var lýst yfir áhuga á að
semja um að þær yrðu skornar nið-
ur. Ég skil ekki að hægt sé að taka
slíku tilboði, það væri einhver vit-
leysa og málið allt hið undarleg-
asta,“ segir Gunnlaugur.
Verið að selja stóra ríkiseign
Lektor í hagfræði við Columbia-
háskóla í New York, Jón Steins-
son, gagnrýnir harðlega starfs-
aðferðir við sölu TM. Fjárfestar
sitji ekki allir við sama borð í
þessu máli. „Eða var TM auglýst
til sölu? Var haldið uppboð? Var
öllum áhugasömum aðilum boðið
að kynna sér efnahag fyrirtæk-
isins?“
Hann bendir á að Nýi Lands-
bankinn sé eign ríkisins. Eignir
hans séu því einnig eignir ríkisins.
„Hér er því í raun verið að selja
stóra eign sem er ígildi ríkiseignar
án þess að það sé gert eftir skýrum
leikreglum. Slíkt má ekki gerast.“
Jón segir stjórnir bankanna á
ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Fráleitt
sé að svona stór eignasala eigi sér
stað án þess að ríkisstjórnin sam-
þykki hana formlega. „Ráðherrar
eiga ekki að geta vísað ábyrgð á
þessu máli á undirmenn sína í
stjórnum bankanna og einfaldlega
sagt að þessar ákvarðanir séu
teknar á „viðskiptalegum for-
sendum“.“ Skattgreiðendur eigi
kröfu á ráðherra ríkisstjórnarinnar
að þeir tryggi að eignir ríkisins séu
seldar eftir viðurkenndum aðferð-
um. „Ég hef verulegar áhyggjur af
því að skattgreiðendur sitji eftir
með sárt ennið í þessu máli.“
Starfsmenn leituðu til Eyja
Viðskiptaráðherra boðaði í gær
að hann hygðist leggja til að
starfshópur viðskipta-, forsætis- og
fjármálaráðuneytisins yrði stofn-
aður um eignasölurnar í bönk-
unum.
Sagt er að tilboð Guðbjargar
hafi numið 30 milljörðum króna.
„Þar var tiltekin fjárhæð og svo
fyrirvarar við henni,“ segir Gunn-
laugur. „Fjölskyldan rak félagið
árum saman […]. Við höfum fundið
fyrir áhuga starfsmanna á því að
við kæmum að félaginu aftur.“
Selja á TM sem ríkiseign
Jón Steinsson segir að ráðherrar eigi
ekki að fela sig á bak við undirmenn
Morgunblaðið/Golli
Landsbankinn hvítmálaður Það er í höndum starfsmanna Landsbankans
og FME hvort Kaldbakur fær að taka skuldir TM yfir og eignast félagið.
Í HNOTSKURN
dddsaaavv» Þorsteinn Már Baldvins-son fer fyrir Kaldbaki.
Hann var stjórnarformaður í
Glitni sem Stoðir áttu ráðandi
hlut í.
»Tvö tilboð bárust Stoðum íTM. Skuldayfirtaka Kald-
baks og tilboð félags Guð-
bjargar Matthíasdóttur.
»Jón Steinsson leggur til aðríkisstjórnin ráði virt er-
lent fjármálafyrirtæki til að
selja eignir í útboðum.