Morgunblaðið - 28.11.2008, Side 52

Morgunblaðið - 28.11.2008, Side 52
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2008 ÞRJÁR mjög ólíkar kvikmyndir verða frumsýndar í íslenskum kvik- myndahúsum í kvöld. Zack & Miri Make a Porno Hér er á ferðinni nýjasta kvik- mynd Kevins Smith sem áður hefur fært okkur myndir á borð við Clerks, Dogma og Chasing Amy. Zack & Miri Make a Porno fjallar í stuttu Madagascar: Escape 2 Africa Í þessu framhaldi af teiknimynd- inni Madagascar frá 2005 hafa dýra- garðsvinirnir gefist upp á dvölinni á eyjunni Madagaskar úti fyrir aust- urströnd Afríku. Mörgæsirnar snjöllu taka sig til og með ótrúlegri fimi koma þær gamalli rellu, sem brotlenti á eyjunni fyrir langa- löngu, í flugfært ástand. Stefnan er tekin á Central Park í New York en eins og við get- um ímyndað okkur kemur eitt og annað upp á á leiðinni. Vélin brot- lendir í dimmustu frumskógum Afr- íku þar sem dýrin komast í fyrsta sinn í kynni við sína eigin dýrateg- und. Metacritic 61/100 Variety 70/100 New York Times 50/100 Religulous Græna ljósið sýnir heimild- armyndina Religulous, þar sem Larry Charles, leikstjóri Borat gerir hinn þekkta grínista Bill Maher út af örkinni til að kryfja trúarbrögð heimsins. Eins og við má búast þeg- ar þessir tveir menn leiða saman hesta sína þá er útkoman bráðfynd- in, hárbeitt og væntanlega í augum margra langt fyrir utan öll velsæm- ismörk. Larry Charles og Bill Ma- her hafa sýnt áður að þeim er ekkert heilagt og sanna það vel hér. Metacritic 56/100 Rolling Stone 75/100 Variety 70/100 Dýr, klám og trúgirni Dýrvitlaus „Villidýrin“ komast í hann krappann í dimmustu frumskógum Afríku. máli um félagana Zack og Miri sem ákveða að bjarga fjárhagnum með því að búa til klámmynd. Þegar á hólminn er komið komast þau í raun um að tilfinningar þeirra hvors til annars liggja dýpra en þau héldu í upphafi. Á meðal leikenda er Seth Rogen og Elizabeth Banks. Metacritic 56/100 Variety 70/100 Empire 60/100 Fyndin Elizabeth Banks og Seth Ro- gen leika aðalhlutverkin í nýjustu mynd Kevins Smith. Jesú? Sjónvarpsmaðurinn Bill Ma- her fer ótroðnar slóðir í heimild- armyndinni Religulous. FRUMSÝNINGAR»

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.