Morgunblaðið - 28.11.2008, Side 16
16 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2008
J ó l a s ö f n u n
Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur
er hafin
Oft var þörf en nú er nauðsyn
Þeir sem vilja leggja nefndinni lið vinsamlega
hafið samband á skrifstofutíma í síma 551 4349
eða á netfangið maedur@simnet.is.
Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning
nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119.
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur,
Hátúni 12b.
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
TÆPLEGA 50 starfsmenn hafa í
þessari viku verið við störf á vegum
Ístaks á svæði Hraunaveitna, en
flestir voru starfsmennirnir um 350
síðsumars. Flestir hætta störfum á
þessu svæði um mánaðamótin, en
innan við tíu manns verða þá eftir
við lokafrágang.
Miðað er við að búið verði að
ganga frá búðunum og flytja búnað
og tæki af svæðinu um miðja næstu
viku. Þá verða ljósin slökkt og vinnu-
búðum lokað að sinni, en verkinu
verður síðan lokið næsta sumar.
Auk þess að ganga frá fyrir vet-
urinn hefur efni verið flutt í Keldu-
árstíflu og Grjótárstíflu. Þá hefur
verið unnið við rafmagnsbúnað við
Jökulsárgöng.
Flytja 80 þúsund rúmmetra
af efni í Hafrahvammagljúfri
Frá mánaðamótum og fram undir
jól munu hátt í 30 manns vinna á
vegum Ístaks við undirbúning stíflu-
gerðar í Hafrahvammagljúfri.
„Þessi stífla verður í gljúfrinu fram-
an við stóru stífluna,“ segir Reynir
Viðarsson, yfirverkfræðingur hjá Ís-
taki.
„Stór fylla í bergveggnum féll nið-
ur í gljúfrið og einnig var efni
sprengt í berginu. Verkefni okkar
manna fram að jólum er að flytja
efnið, alls um 80 þúsund rúmmetra,
niður fyrir væntanlega stíflu, sem á
að byggja næsta sumar,“ segir
Reynir.
Farið er með tæki niður vinnuveg
í stóru stíflunni og svo eftir þjón-
ustugöngum í berginu og út í gljúfr-
ið. Þegar vatn kemur á yfirfalli yfir
stóru stífluna er mikið afl á því og á
minni stíflan í gljúfrinu að taka við
þessu vatni. Þannig myndast pollur
neðan stóru stíflu, sem virkar eins
og höggdeyfir þegar vatnið fellur af
miklum krafti í botn gljúfursins, að
sögn Reynis.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti,
sem nefnd er eftir Guðríði Þor-
bjarnadóttur, verður vígð 7. desem-
ber næstkomandi. Iðnaðarmenn eru
nú að leggja lokahönd á frágang
kirkjunnar fyrir vígsluna.
Tveir garðar ramma inn kirkju-
skipið og munu þeir heita Geisli og
Lilja eftir fornum helgikvæðum frá
12. og 14. öld. Altarið kemur fyrir
framan gluggann sem sést á mynd-
inni. Fyrir utan hann verður alt-
arisgarðurinn Geisli og verður hann
einn sinnar tegundar hér á landi.
Garðurinn verður til áhorfs en ekki
til að ganga um, þrívíð og síbreytileg
altaristafla, eins og segir á heima-
síðu kirkjunnar. Þá verður innigarð-
urinn Lilja tengdur safnaðarsölum.
Garðar í
Guðríðar-
kirkju
Morgunblaðið/Valdís Thor
VONSKUVEÐUR var á vinnusvæði starfsmanna Ístaks við Hraunaveitur í
gær. Sigurður Sverrir Gunnarsson sagði í samtali við Morgunblaðið að veg-
urinn úr búðunum við Ufsarveitur að vinnusvæðinu hefði lokast í gærmorg-
un og þá hefði verið sjálfhætt fyrir hádegið. „Þetta var alveg orðið glóru-
laust, jafnvel hættulegt,“ sagði Sigurður Sverrir. Þá var bæði ofankoma og
snjókoma. Hann sagði að sumir gætu unnið í frágangi á ýmiss konar papp-
írum, aðrir gripu í spil og horfðu á sjónvarpið.
Starfsmenn við Hraunaveitur eru flestir Íslendingar og Pólverjar. Vel
viðraði í nóvember til starfa uppi á reginöræfum, þar til að hann brast á með
harða vetur í gær. „Hér hefur ekki verið snjóþungt undanfarið,“ sagði Sig-
urður Sverrir í gær. „Þetta var eiginlega þannig að sömu snjókornin fuku
fram og til baka, en þó hafði safnast snjór að vinnubúðunum.“
Október var hins vegar erfiðari og þá komu tíu dagar sem tæpast var
vinnuveður. Skrifað er um veðrið á karahnjukar.is og þar segir m.a. í lok
október: „Veturinn kemur því grimmur til leiks núna strax í októbermánuði
með tilheyrandi „messufalli“ … Starfsmenn í vinnubúðum þurftu bæði að
moka sig út og inn úr húsum.“
Ýmis dýr sjást á ferli eystra eins og sjá má á heimasíðunni: „Of mikið er að
segja að hvunndagskostur sé að sjá refi á ferli á virkjunarslóðum austan
Snæfells. Slíka gesti hefur samt borið oft þar fyrir augu í vetur … Dýrið var
með blóð á framfótum, hugsanlega eftir rjúpnaveislu. Nóg er nefnilega af
rjúpunni eystra um þessar mundir.“ Daginn eftir varð vart við hreindýrskálf
á þessum slóðum, krafsandi í snjóinn til að ná sér í eitthvað ætilegt.
Glórulaust við Ufsarveitu
KIRKJUÞING 2008 kemur saman í
dag eftir fjögurra vikna þinghlé.
Þinghlé var gert til að gefa færi á
umræðum um frumvarp til nýrra
þjóðkirkjulaga. Frumvarpið var
samið af kirkjulaganefnd, skipaðri af
kirkjuráði árið 2007. Frumvarpið
var rætt í fyrri umræðu Kirkjuþings
2008 og samþykkt að vísa málinu til
löggjafarnefndar þingsins. Ákveðið
var að fresta síðari umræðu á
kirkjuþingi svo að frumvarpsdrögin
ásamt greinargerð geti fengið um-
fjöllun heima í héraði samkvæmt
nánari ákvörðun prófasta og héraðs-
nefnda í hverju prófastsdæmi, svo
og hjá Prestafélagi Íslands, Djákna-
félagi Íslands og Leikmannaráði.
Frumvarpið ásamt meðfylgjandi
athugasemdum er aðgengilegt á vef
kirkjunnar á slóðinni
http://www.kirkjan.is/stjornsysla
Frumvarp
um ný þjóð-
kirkjulög
Ljósmynd/Sigurður Sverrir Gunnarsson
Frágangur Kappklæddir undir vinnugallanum hafa starfsmenn Ístaks tekið saman á vinnusvæðunum síðustu daga
og undirbúið að yfirgefa Ufsarbúðir. Þar verður ekki líf aftur fyrr en næsta sumar er framkvæmdir hefjast á ný.
Lokað við Hrauna-
veitur fram á vor
Hópur starfsmanna Ístaks vinnur við undirbúning að
gerð minni stíflu í Hafrahvammagljúfri fram undir jól
Í GÆR undirrituðu Kristín Ingólfs-
dóttir, rektor Háskóla Íslands, og
Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri
Símans, samstarfssamning til
þriggja ára. Hann felur í sér um-
fangsmikið samstarf, m.a. á sviði
rannsókna og nýsköpunar. Samning-
urinn er afrakstur viðræðna sem
byggðust á ákveðinni aðferðafræði
þar sem kortlagðir voru snertifletir í
starfsemi þessara aðila, með ávinn-
ing beggja að leiðarljósi. Síminn er
fyrsta íslenska fyrirtækið sem Há-
skólinn gerir samning við undir
merkjum þessarar aðferðafræði,
segir í tilkynningu.
Alls eru skilgreind 12 verkefni í
samningnum sem aðilar hyggjast
koma til framkvæmda á næstu
þremur árum, m.a. verður rannsókn-
arsamstarf aukið.
Þá hefur Síminn ákveðið að styðja
Afreks- og hvatningarsjóð stúdenta
Háskóla Íslands en sá sjóður styrkir
nemendur sem sýnt hafa afburðaár-
angur í námi.
Skapandi samstarf um
rannsóknir og nýsköpun