Morgunblaðið - 28.11.2008, Qupperneq 41
telpan sín, held stundum að hann hafi
ekki fattað að ég var ekki litla stelpan
hans, heldur ung stúlka sem vildi fá
smá frjálsræði og hitta vinkonurnar
og koma stundum seint heim á kvöld-
in. Mamma og pabbi voru stundum
pínu ströng, en í dag þá held ég bara
að ég hafi haft gott af því að fá strangt
uppeldi.
Mér er sérstaklega minnisstæður
17 ára afmælisdagurinn minn, eða
réttara sagt kvöldið, þá var ég með
smá partí niðri í herbergi, þar á meðal
var Þórarinn, núverandi maðurinn
minn. Hann bauð mér í bíltúr seinna
um kvöldið, þegar hann var að skila
mér aftur heim, klukkan varla mikið
meira en 12-1, þá beið pabbi úti á plani
eftir stelpunni sinni. Þarna var pabba
rétt lýst, vildi bara vernda litlu stelp-
una sína. Síðan kom sú stund að ég
gekk með fyrra barnið mitt, þá var nú
hann pabbi minn ekki kátur, fannst nú
ekki hægt að ég væri barnshafandi
svona ung, næstum 19 ára.
Þegar Rúnar Örn fæddist þá tókst
honum fljótlega að bræða afa sinn og
voru þeir mestu mátar alla tíð. Það
sem var pabba heilagt voru bílarnir
hans eins og blessaður Land Rover-
inn. Ég tók bílprófið þarna um sum-
arið ófrísk að Rúnari Erni og varð
mamma að stelast til að lána mér bíl-
inn, því hann treysti mér ekki til að
keyra þennan dýrgrip. Það voru nú
ófá skiptin sem við gistum með þau
Rúnar Örn og Rakel Ösp á Kársnes-
brautinni hjá pabba og mömmu á
þeim árum sem við bjuggum á Höfn.
Þau systkinin voru dugleg að plata afa
sinn til að gera ýmislegt fyrir sig og
gátu alltaf vafið honum um fingur sér.
Takk fyrir allt, hvíl í friði.
Þín dóttir,
Guðmunda.
Elsku pabbi minn, þín á eftir að
verða sárt saknað. Við erum ekki al-
veg búin að ná þessu enn þá, að þú
sért í alvörunni farin.
Þegar mamma hringdi í mig þessa
nótt og sagði mér að þú hefðir verið að
fara brotnaði ég niður ásamt konu
minni. Okkur langaði svo að koma til
þín og var ég búinn að vera að reyna
að safna í mig kjarki til þess. En þar
sem ég vissi hvað beið mín langaði mig
ekki að horfast í augu við það. En
pabbi, ég var búinn að ákveða það
samt að koma til þín um helgina. En
ég missti af þér, pabbi minn, enda
hugsaði ég: Af hverju fór ég ekki fyrr?
Svona er litla hjartað í mér.
Ég var hræddur við að missa þig .
En núna veit ég að þú ert kominn til
allra vina þinna og litla bróður og for-
eldra. En þetta er samt sárt því ég vil
hafa þig líka.
Ég verð að læra að lifa með það í
huga að pabbi minn sem gaf mér svo
mikið til að njóta í lífinu mun gera það
á öðrum stað núna.
Ég er ánægður að þú fékkst að
njóta barnanna minna og ég gat gift
mig á meðan þú varst á meðal okkar
hér. Ég er líka ánægður að Brynja
mín sem þú áttir svo mikið í og Aníta
gátu komið og kvatt þig áður en þú
ákvaðst að fara.
Takk fyrir allt sem þú hefur hjálpað
mér með og allt sem þú gerðir fyrir
mig.
Takk fyrir mig, elsku pabbi, ég
gleymi þér aldrei
Með ljóðinu hér að neðan langar
mig að kveðja þig og verður það von-
andi spilað fyrir þig, pabbi minn.
Ég kvíði mikið fyrir föstudeginum,
ég reyni að vera sterkur en það verður
erfitt. Mamma mín er sterkasta
manneskja sem ég veit um, henni mun
ég eiga þakkarskuld að gjalda alla
mína ævi fyrir það að hafa getað ann-
ast þig vel og allan tímann sem þú
varst veikur og þangað til þú vildir
fara, og nú er dóttir mín Katrín Ýr
komin í faðm afa síns og er ég ánægð-
ur með að hún sé í góðum höndum þar
sem ég veit hversu góður maður þú
varst og ert, enda þykir öllum sem þig
þekkja vænt um þig. Elsku pabbi, ég
sakna þín og mun alltaf gera
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Þinn sonur,
Daníel Gunnar.
Elsku Ingimundur minn. Mikið er
þetta sárt oft þetta líf og að þurfa að
kveðja þá sem eru manni kærastir
eins og þú varst og ert.
Þegar konan þín Kristrún hringdi í
Daníel og sagði honum að þú hefðir
verið að kveðja og ég heyrði son þinn
brotna niður vissi ég hvað klukkan
sló. Ég hugsaði nei ég trúi því ekki.
Við vorum búin að ákveða að koma til
þín þessa helgi. Guð hvað þetta er
sárt. En maður getur þó huggað sig
við að þér líður betur og ert kominn
til foreldra og vina og dóttur okkar
Daníels. Þar fékk hún sko góðan afa
til að njóta þar sem þú varst og ert
gull af manni.
Þú varst alltaf að gefa af þér. Það
fór engin svangur frá þér. Og alltaf
áttir þú til nýlagað kaffi, þú varst
góður í að laga gott kaffi. Ég man
þegar við komum til þín upp á Landa-
kot þá var það fyrsta sem þú bauðst
upp á kaffi. Já, þú gleymdir ekki
svona hlutum, nei, nei, ekki hann
Ingi. Eins var rosalega gaman að
fara með þig á rúntinn þegar við
Daníel fórum með þig mundir þú sko
hvar Esjan var og ýmislegt annað,
það var bara gaman.
Mér er annað svo minnisstætt, það
var þegar þú varst kominn á Sóltún.
Þegar ég sat með þér frammi á með-
an þú varst að borða og fá þér kaffi
var verið að spila geisladisk með
Hauki Morthens. Við sátum þarna í
rólegheitum og þú varst búinn að
ljúka við kaffið og haldið þið ekki að
Ingi minn hafi farið að syngja með.
Já, þetta lag kunni Ingi, þetta var svo
sætt að ég gleymi þessu aldrei.
Ingi minn. Börnin mín og við öll
eigum eftir að sakna þín sárt. Afi Ingi
hefur alltaf verið ofarlega í huga
barnanna minna enda er sonur minn
Daníel Ingi stoltur af því að vera líka
nafni þinn með að heita líka Ingi. Mig
langar að þakka þér fyrir öll árin og
öll árin sem þú passaðir Brynju Kar-
en og Anítu Sonju. Í þessum stelpum
áttir þú mikið og svo má ekki gleyma
Týru þinni. Þennan hund áttir bara
þú enda hugsaðir þú svo vel um hana
og gerðir allt fyrir hana. Það voru
ekki fáir rúntarnir hjá ykkur Týru og
í ísbúðina enda góður maður sem þú
varst, Ingi minn. Það er mér bara
heiður að vera tengdadóttir þín. Og
að þú hafir verið meðal okkar þegar
við Daníel giftum okkur þó svo að þú
hafir ekki verið viðstaddur. En þá
varstu í huga okkar, Ingi minn. Eins
að við höfum getað átt öll okkar börn
á meðan þú varst meðal okkar.
Ég gæti skrifað endalaust um þig
það er svo margt að segja frá en það
verður að fá að bíða þangað til við
mælum okkur mót síðar. Þú lagar
handa mér gott kaffi eins og þú varst
vanur að gera og ert örugglega að
hella upp á núna. Enda gull af manni
eins og ég hef sagt áður.
Ég mun sakna þín. Ég mun sakna
þess að spjalla við þig, ég mun aldrei
gleyma því, Ingi, þegar Rúna fór í
saumaklúbbinn hringdirðu alltaf í
mig til að spjalla eftir að þið fluttuð í
Fannborgina. Mér þykir vænt um að
þú hafir alltaf slegið á þráðinn til mín.
Takk fyrir það, Ingi minn.
Guð veri með þér.
Þín tengdadóttir,
María Antonía Jónasdóttir.
Fleiri minningargreinar um Ingi-
mund Guðmundsson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Minningar 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2008
V i n n i n g a s k r á
30.útdráttur 27. nóvember 2008
A ð a l v i n n i n g u r
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
5 1 3 5 6
V i n n i n g u r
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur
2 0 3 6 9 3 4 2 8 1 5 1 2 3 3 7 4 5 1 1
Vi n n i n g u r
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
3727 17823 22644 44175 44647 69516
7869 18972 26422 44621 50435 70485
V i n n i n g u r
Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur)
1 0 4 4 1 2 1 1 4 2 3 5 4 9 3 2 5 8 4 4 0 4 0 4 5 0 6 0 8 6 0 8 0 6 7 2 7 2 4
1 4 8 5 1 3 0 6 9 2 4 0 4 9 3 3 4 8 7 4 0 8 9 5 5 2 0 2 3 6 1 3 1 2 7 4 0 7 7
1 7 4 7 1 5 3 1 4 2 4 3 2 3 3 4 2 3 6 4 1 1 3 2 5 2 2 5 9 6 1 5 8 9 7 4 3 1 4
3 6 7 9 1 5 5 4 4 2 4 3 6 3 3 4 8 6 9 4 1 2 5 7 5 2 2 8 8 6 3 2 8 3 7 5 1 3 2
4 6 7 0 1 5 7 5 3 2 5 3 4 9 3 6 8 5 4 4 3 4 2 6 5 2 6 2 5 6 3 4 7 6 7 5 5 0 1
4 8 1 1 1 7 5 2 9 2 7 0 5 0 3 6 9 9 4 4 4 7 7 9 5 2 8 3 9 6 3 8 8 6 7 5 7 3 5
4 8 3 7 1 8 6 4 6 2 7 8 5 4 3 7 3 6 6 4 4 8 8 8 5 3 9 5 0 6 4 5 4 6 7 6 1 0 3
5 0 2 1 1 8 8 4 0 2 9 9 9 3 3 7 3 7 5 4 6 0 2 8 5 4 7 8 8 6 5 4 9 5 7 7 2 8 4
7 2 2 3 1 9 6 0 7 3 0 9 4 2 3 7 4 9 2 4 6 3 1 6 5 5 5 5 5 6 8 0 7 0 7 8 2 4 2
7 8 4 2 1 9 7 5 8 3 0 9 4 8 3 7 5 0 3 4 6 6 5 0 5 5 5 6 0 7 0 0 6 9
1 0 2 5 5 2 1 9 4 4 3 1 6 5 2 3 7 5 4 2 4 7 9 1 2 5 6 6 4 6 7 1 2 7 2
1 0 4 8 8 2 3 1 0 1 3 2 1 0 7 3 9 4 0 6 4 8 3 5 4 5 9 3 4 0 7 1 3 1 3
1 0 7 1 9 2 3 2 4 3 3 2 5 5 2 4 0 2 7 1 4 8 5 8 8 6 0 1 8 0 7 2 2 1 3
V i n n i n g u r
Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur)
227 8310 16785 23415 30067 39680 47950 56786 62795 69819
263 8399 16980 23487 30141 40559 48035 57158 63205 69891
436 9581 17359 23971 30174 40602 48141 57230 63218 70019
936 9783 17439 24091 30306 40742 48373 57461 63397 70326
999 9837 17549 24361 30865 41109 48713 57545 63544 70573
1057 10309 17625 24372 30901 41380 49098 58110 63792 70838
1121 10408 18104 24470 31275 41646 49295 58123 63851 70886
1370 10561 18303 24533 31437 41932 49363 58139 64219 71119
1381 10805 18470 24536 31800 42015 49705 58251 64221 71466
1413 11274 18709 24663 31947 42426 50077 58477 65271 71931
2164 11474 19137 25222 31958 42519 50542 58566 65516 72191
2610 11902 19155 25223 32132 42876 50615 58795 65615 72741
2912 12102 19304 25396 32937 42965 50767 58934 65664 73104
2922 12408 19569 25686 33060 43127 50892 59070 65693 73213
3030 12421 19727 26025 33330 43353 51114 59577 65880 73505
3070 12581 19746 26122 33696 43413 51287 59659 65942 73864
3104 12680 19967 26247 33879 43558 51360 59704 66500 74249
3169 12795 19975 26272 33886 43952 51469 59890 66559 74266
3401 12893 20049 26287 33928 43953 52975 60054 66601 74299
3860 13202 20473 26333 34589 44435 53040 60172 66842 74377
3977 13283 20918 26407 34705 44496 53171 60181 66955 74729
4060 13395 20957 26656 34859 44709 53180 60265 67177 75328
4063 13449 21017 26665 34965 44818 53486 60317 67203 75454
4421 13627 21194 27021 35535 44850 53549 60432 67215 75924
5030 13659 21596 27402 36161 45142 53618 60607 67447 76130
5055 13688 21606 27605 36407 45191 53646 60795 67493 76359
5271 13783 22049 27892 36508 45478 53651 60804 67619 76361
5466 13947 22095 28082 36660 45574 53733 61038 67679 76459
5806 14063 22201 28273 36920 45954 53743 61170 67769 76986
6185 14336 22272 28479 37017 46219 54228 61218 67918 77003
6186 14734 22311 28736 37293 46279 54387 61277 67989 77404
6228 14974 22427 28813 37352 46405 54397 61318 68381 77581
6418 15151 22490 29114 37538 46569 54446 61512 68539 77764
6906 15297 22511 29171 37834 46649 54518 61521 68580 77776
7070 15604 22582 29177 38005 46763 54854 61545 68699 77813
7498 15780 22664 29208 38096 46823 54948 61675 68744 78057
7577 16139 22798 29659 38165 47249 55324 61832 68818 78667
7905 16398 22952 29808 38312 47683 55829 61859 69052 78861
8086 16452 23296 29933 38871 47795 56300 62180 69412 79603
8199 16622 23347 29948 39227 47816 56326 62354 69553 79707
Næstu útdrættir fara fram 4. des, 11. des, 18. des, 23. des 2008 & 2. jan 2009
Heimasíða á Interneti: www.das.is
Það er mikill harmur þegar fólk í
blóma lífsins kveður þennan heim.
Við hjónin kynntumst Kidda fyrir
nokkrum árum þegar dóttir okkar
heillaðist af þessum glaðværa og
opna dreng og hann fór að venja kom-
ur sínar á heimili okkar. Kiddi var
alltaf jákvæður og velviljaður og það
var ekki annað hægt en að láta sér
líka vel við hann. Stundum kom hann
með Sunnu dóttur sína og var gaman
að fylgjast með því hversu natinn
hann var við hana og hversu mikið
honum var í mun að standa sig, enda
var Sunna mjög hrifin af pabba sín-
um.
Það er orðið þó nokkuð um liðið síð-
an við sáum Kidda síðast en ekki
renndum við í grun að við ættum ekki
eftir að hitta hann aftur.
Við sendum Sunnu, systkinum
hans, móður og öðrum aðstandend-
um okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Hvíl í friði, kæri vinur.
Sesselja og Ólafur.
Á mánudaginn (17. nóv.) fékk ég
þær hræðilegu fréttir að góður vinur
minn, Kristinn Ísfeld Andreasen (f.
1981), hafði látist þá um helgina.
Honum var ég svo lánsamur að kynn-
ast þegar ég fékk vinnu hjá Fram-
kvæmdasviði Reykjavíkurborgar
(Miklatúni) og vorum við oft saman í
flokki þar og unnum hin margvísleg-
ustu störf saman.
Ég var ekki búinn að þekkja Kidda
nema í nokkrar vikur þegar tilfinn-
ingin var orðin þannig að mér fannst
eins og ég hefði alltaf þekkt hann.
Auðvitað átti hann eins og flestir sína
góðu og slæmu daga, en þegar ég
hugsa til hans eru fyrstu minningarn-
ar sem koma upp í hugann ætíð um
þann fjöruga, opna, skemmtilega og
uppátækjasama húmorista sem hann
að jafnaði var. Ég kann ekki á því
skýringu, en eins ólíka fortíð og við
áttum okkur og eins ólíkar persónur
og við vorum, þá áttum við vel saman
og við gátum treyst hvor öðrum full-
komlega, líka fyrir leyndarmálum og
persónulegum vandamálum. Við átt-
um ákveðna eiginleika sameiginlega
þó æska okkar hafi verið gjörólík.
Báðir gátum við verið haldnir svo-
litlum athyglisbresti suma dagana,
svo vægt sé til orða tekið, sem gat
gert vinnudagana ansi skrautlega
stundum, kannski sérstaklega ef við
vorum að vinna einir saman, en það
var nú alltaf hægt að hlæja að því eft-
irá! Hitt var það að geðið átti það til
að hrella okkur stundum en það fór
nú samt ekki bara í dýfu, heldur líka
upp, sem betur fer.
Þeir eru mjög fáir vinnufélagarnir
sem ég hef um ævina tengst það
sterkum böndum að ég hafi heimsótt
þá utan vinnutíma eða skroppið út á
lífið með þeim (utan alls vinnustaða-
djamms), en þú varst einn af þeim
Kiddi, þó það hafi reyndar verið allt
of fá skipti. Þú stappaðir í mig stálinu
oftar en einu sinni þegar ég átti mína
slæmu daga, þú reyndir meira að
segja að hjálpa mér með stelpur eitt
sinn.
Kiddi, ég kveð þig með söknuði,
það hryggir mig að þú hafir farið svo
snemma en gleður mig innilega að
hafa kynnst þér. Nú færðu ró og frið.
Guðmundur Björn Sigurðsson.
Kiddi minn, ekki hélt ég að þinn
tími væri kominn, þér var alltaf um-
hugað um mig. Stundum komst þú og
sóttir mig svo að við gætum farið og
gert eitthvað skemmtilegt saman. Ég
á eftir að sakna þín svo mikið. Takk
fyrir allar góðu stundirnar og ég veit
að þú átt eftir að vaka yfir okkur öll-
um.
Þar til við sjáumst aftur, kæri
bróðir minn.
Drottinn gefi þér góðan frið,
gleðji þig líknar hendur,
leiði þig hátt á hærra svið
himneskir leiðbeinendur.
(Guðlaugur Sigurðsson.)
Blessuð sé minning þín.
Þinn elskandi bróðir,
Magnús
✝
Elskulegur eiginmaður minn, okkar kæri faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNAR HJALTESTED,
Sæviðarsundi 11,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut að morgni
fimmtudagsins 27. nóvember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Gyða Þorsteinsdóttir,
Halla Hjaltested, Guðjón Þór Guðjónsson,
Lóa S. Hjaltested, Sigurgeir Sigurðsson,
Erlingur Hjaltested, Birna K. Sigurðardóttir,
Helga Hjaltested, Elvar J. Ingason
og afabörnin.