Morgunblaðið - 28.11.2008, Síða 18
18 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2008
EINS og undanfarin ár mun Dalvík-
urbær senda jólatré til vinarbæjar
síns á Grænlandi, Ittoqqortoormiit.
Auk þess munu Soroptimistasystur
á Akureyri gefa jólagjafir til allra
barna í þorpinu, tíu ára og yngri.
Flugfélag Íslands sér um að koma
öllum varningnum til Constable po-
int flugvallar þar sem tekið verður
á móti honum.
Þorpið er nyrsta byggð á austur-
strönd Grænlands með um 600 íbúa.
Fólkið þar býr við stöðuga fátækt
enda fá atvinnutækifæri, segir í til-
kynningu. Áætlað er að tréð komist
á leiðarenda fyrir 1. sunnudag í að-
ventu og verði þá kveikt á því.
Jólatré frá Dalvík
Eftir Örn Þórarinsson
Fljót | Nýverið var því fagnað í
Fljótum að 120 ár eru liðin síðan
Barðskirkja var vígð. Kirkjan er
timburbygging sem tekur um 100
manns í sæti, en fordyr voru smíð-
aðar við allmörgum árum síðar.
Kirkjan er nú í góðu ásigkomulagi
jafnt utan sem innan. Barð hefur
verið kirkjustaður í margar aldir
og þar sátu prestar allt til ársins
1966 að sóknin var lögð undir
Hofsósprestakall. Síðasti prestur á
Barði var séra Guðmundur Bene-
diktsson sem þar þjónaði í 33 ár.
Hátíðarguðsþjónusta var í kirkj-
unni sl. sunnudag. Þar voru mætt-
ir vígslubiskup séra Jón Að-
alsteinn Baldvinsson og þrír af
þeim prestum sem þjónað hafa við
kirkjuna á síðustu árum, auk þess
séra Gunnar Jóhannssson sókn-
arprestur Í Hofsós- og Hólapresta-
kalli og séra Hjörtur Pálsson sem
verður afleysingaprestur í stað
Gunnars næstu vikur. Að lokinni
athöfn í kirkjunni var kaffi-
samsæti í félagsheimilinu Ketilási.
Þar flutti Pálmi Rögnvaldsson á
Hofsósi hátíðarrræðu og Jón Þor-
steinn Reynisson lék á harm-
onikku. Kirkjunni bárust bóka-
gjafir frá Héraðsnefnd
Skagafjarðarprófastsdæmis og
fyrrverandi sóknarbarni og pen-
ingagjöf frá Kvenfélaginu Fram-
tíðinni af þessu tilefni.
Fagnað 120 ára afmæli
Barðskirkju í Fljótum
Morgunblaðið/Örn Þórarinsson
Hátíðlegt Þau voru við hátíðarguðsþjónustuna: F.v: Sr. Ragnheiður Jóns-
dóttir, sr. Gunnar Jóhannesson, sr. Gísli Gunnarsson og sr. Gísli Kolbeins.
Á MORGUN, laugardag kl. 17,
verða ljósin á Hamborgartrénu
tendruð niðri á Miðbakka í fertug-
asta og þriðja sinn. Eins og öll und-
anfarin ár er það félagsskapurinn
„Wikingerrunde-Hamburger Ge-
schellschaft“ sem stendur fyrir at-
burðinum.
Við athöfnina mun Karl Ülrich
Müller sendiherra Þýskalands af-
henda tréð auk þess sem boðið
verður upp á tónlistaratriði og heitt
súkkulaði og meðlæti í Listasafni
Íslands.
Árleg afhending trésins er þakk-
lætisvottur til íslenskra sjómanna
fyrir matargjafir til þýskra barna í
Hamborg sem þeir af myndarskap
færðu stríðshrjáðum börnum eftir
síðari heimstyrjöld.
Jólatré frá
Hamborg
Á UMFERÐARÞINGI sem haldið var á miðvikudag á Grand hótel Reykja-
vík, voru samþykktar ályktanir þar sem skorað var á stjórnvöld að víkja
ekki frá gildandi samgönguáætlun þrátt fyrir slæmar efnahagshorfur. Þá
var einnig samþykkt ályktun um að lækka beri leyfilegt áfengismagn í
blóði við akstur úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill.
„Í því árferði sem nú ríkir hvetur Umferðarþing til þess að stjórnvöld
víki ekki frá umfangi gildandi samgönguáætlunar. Við val verkefna verði
öryggi, arðsemi og ávinningur framkvæmdanna höfð í forgrunni. Aukin
vegagerð þar sem umferðaröryggi er haft að leiðarljósi hefur jákvæð áhrif
á samfélagið í heild. Það sýnir reynsla annarra ríkja, sem brugðist hafa
þannig við efnahagserfiðleikum og með því snúið vörn í sókn.“ Segir í
ályktun.
Ekki verði vikið frá gildandi
samgönguáætlun
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir ut-
anríkisráðherra sendi í fyrradag
árnaðaróskir til Grænlendinga í til-
efni af niðurstöðu þjóðaratkvæða-
greiðslunnar um aukna sjálfstjórn.
Í bréfi sem hún sendi óskaði hún
grænlensku þjóðinni velfarnaðar
og hagsældar. Íslendingar sjái fram
á aukin tengsl þjóðanna á komandi
árum með greiðari samgöngum,
auknum viðskiptum og nánara sam-
starfi um málefni norðurslóða.
Vænta megi mikils af sterkari stöðu
Grænlands á alþjóðavettvangi.
Óskar Grænlend-
ingum hagsældar
STUTT
Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur
og Þórð Snæ Júlíusson
SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ ætl-
ar að skoða sölu á fyrirtækjunum
Skífunni og BT-verslunum. Þessu
svaraði Páll Gunnar Pálsson, for-
stjóri eftirlitsins, spurður hvort
fyrirtækin hafi verið seld með fyr-
irvara um samþykki eftirlitsins.
„Þetta er eitt af því sem við
munum skoða og fylgja því eftir
hvernig þetta var framkvæmt. Við
munum grennslast fyrir um hvern-
ig þessir samningar eru og hvort
það þurfi að bera þá undir okkur.“
Segja má að Samkeppniseft-
irlitið hafi verið með annan fótinn
inni í félögunum vegna ráðandi
stöðu þeirra á smásölu- og heild-
sölumarkaði með tónlist, myndir
og tölvuleiki. Dómur féll í október
í Hæstarétti þar sem Árdegi var
gert að greiða 65 milljónir fyrir
samninga við Baug og Hagkaup
árin 2001 til 2004 um sölu á varn-
ingi þess í hlutfalli við markaðs-
hlutdeild auk sérstakra afslátt-
arkjara.
Árdegi átti Skífuna en seldi
Senu í lok október. Sena var ásamt
EFG ehf. afþreyingarhluti fjöl-
miðlafyrirtækisins 365 og breytti
um nafn nú á dögunum, heitir nú
Íslensk afþreying. Fjölmiðlahluti
365 var þá skilinn frá í nýtt félag
sem Jón Ásgeir Jóhannesson á. Ís-
lensk afþreying er í meirihlutaeigu
ýmissa félaga Jóns Ásgeirs.
Sverrir Berg Steinarsson og
Ragnhildur Anna Jónsdóttir, kona
hans, áttu Árdegi sem er komið í
þrot. Þau keyptu Dag Group 2006
og sameinuðu Árdegi. Fyrir hafði
Dagur Group selt Senu til Dags-
brúnar, félags í eigu Jóns Ásgeirs.
Helgi Jóhannesson hæstarétt-
arlögmaður er skiptastjóri þess
sem og dótturfélaganna BT-
verslana, tölvuverkstæðisins Nörd
ehf. og Incuro. Magnús Skúlason
er skiptastjóri Nordex, sem rak
verslanirnar Noa Noa og NEXT.
Tilboðið lá fyrir
Hagar keyptu vörumerki,
vörulager og þá viðskiptavild sem
fylgir BT-keðjunni af þrotabúi BT-
verslana. Helgi segir að tilboðið
hafi legið fyrir þegar hann tók við
sem skiptastjóri. Hann hafi sam-
þykkt það eftir að hafa rætt við
aðra sem sýndu verslunum eða
varningi þeirra áhuga, gegn sam-
þykki samkeppnisyfirvalda. „Til-
boð Haga var búinu hagstæðast:
Hæst í krónum talið og flestir
starfsmennirnir sem þeir yf-
irtóku.“
Helstu kröfuhafar í búið eru
Landsbankinn og raftækjaversl-
unarkeðja Árdegis í Danmörku;
Merlin, sem er gjaldþrota. Kallað
hefur verið eftir kröfum í búið í
Lögbirtingablaðinu. Landsbankinn
hefur ekki fallist á sölu BT til
Haga.
BT undir eftirliti
Samkeppniseftirlitið ætlar að grennslast fyrir um sölu BT-
verslana til Haga Lýst er eftir kröfum í þrotabú Árdegis
Fræga BT-músin Hagar hafa keypt
vörumerki, vörulager og þá við-
skiptavild sem fylgir BT-keðjunni af
þrotabúi BT-verslana.