Morgunblaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 18
18 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2008 EINS og undanfarin ár mun Dalvík- urbær senda jólatré til vinarbæjar síns á Grænlandi, Ittoqqortoormiit. Auk þess munu Soroptimistasystur á Akureyri gefa jólagjafir til allra barna í þorpinu, tíu ára og yngri. Flugfélag Íslands sér um að koma öllum varningnum til Constable po- int flugvallar þar sem tekið verður á móti honum. Þorpið er nyrsta byggð á austur- strönd Grænlands með um 600 íbúa. Fólkið þar býr við stöðuga fátækt enda fá atvinnutækifæri, segir í til- kynningu. Áætlað er að tréð komist á leiðarenda fyrir 1. sunnudag í að- ventu og verði þá kveikt á því. Jólatré frá Dalvík Eftir Örn Þórarinsson Fljót | Nýverið var því fagnað í Fljótum að 120 ár eru liðin síðan Barðskirkja var vígð. Kirkjan er timburbygging sem tekur um 100 manns í sæti, en fordyr voru smíð- aðar við allmörgum árum síðar. Kirkjan er nú í góðu ásigkomulagi jafnt utan sem innan. Barð hefur verið kirkjustaður í margar aldir og þar sátu prestar allt til ársins 1966 að sóknin var lögð undir Hofsósprestakall. Síðasti prestur á Barði var séra Guðmundur Bene- diktsson sem þar þjónaði í 33 ár. Hátíðarguðsþjónusta var í kirkj- unni sl. sunnudag. Þar voru mætt- ir vígslubiskup séra Jón Að- alsteinn Baldvinsson og þrír af þeim prestum sem þjónað hafa við kirkjuna á síðustu árum, auk þess séra Gunnar Jóhannssson sókn- arprestur Í Hofsós- og Hólapresta- kalli og séra Hjörtur Pálsson sem verður afleysingaprestur í stað Gunnars næstu vikur. Að lokinni athöfn í kirkjunni var kaffi- samsæti í félagsheimilinu Ketilási. Þar flutti Pálmi Rögnvaldsson á Hofsósi hátíðarrræðu og Jón Þor- steinn Reynisson lék á harm- onikku. Kirkjunni bárust bóka- gjafir frá Héraðsnefnd Skagafjarðarprófastsdæmis og fyrrverandi sóknarbarni og pen- ingagjöf frá Kvenfélaginu Fram- tíðinni af þessu tilefni. Fagnað 120 ára afmæli Barðskirkju í Fljótum Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Hátíðlegt Þau voru við hátíðarguðsþjónustuna: F.v: Sr. Ragnheiður Jóns- dóttir, sr. Gunnar Jóhannesson, sr. Gísli Gunnarsson og sr. Gísli Kolbeins. Á MORGUN, laugardag kl. 17, verða ljósin á Hamborgartrénu tendruð niðri á Miðbakka í fertug- asta og þriðja sinn. Eins og öll und- anfarin ár er það félagsskapurinn „Wikingerrunde-Hamburger Ge- schellschaft“ sem stendur fyrir at- burðinum. Við athöfnina mun Karl Ülrich Müller sendiherra Þýskalands af- henda tréð auk þess sem boðið verður upp á tónlistaratriði og heitt súkkulaði og meðlæti í Listasafni Íslands. Árleg afhending trésins er þakk- lætisvottur til íslenskra sjómanna fyrir matargjafir til þýskra barna í Hamborg sem þeir af myndarskap færðu stríðshrjáðum börnum eftir síðari heimstyrjöld. Jólatré frá Hamborg Á UMFERÐARÞINGI sem haldið var á miðvikudag á Grand hótel Reykja- vík, voru samþykktar ályktanir þar sem skorað var á stjórnvöld að víkja ekki frá gildandi samgönguáætlun þrátt fyrir slæmar efnahagshorfur. Þá var einnig samþykkt ályktun um að lækka beri leyfilegt áfengismagn í blóði við akstur úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill. „Í því árferði sem nú ríkir hvetur Umferðarþing til þess að stjórnvöld víki ekki frá umfangi gildandi samgönguáætlunar. Við val verkefna verði öryggi, arðsemi og ávinningur framkvæmdanna höfð í forgrunni. Aukin vegagerð þar sem umferðaröryggi er haft að leiðarljósi hefur jákvæð áhrif á samfélagið í heild. Það sýnir reynsla annarra ríkja, sem brugðist hafa þannig við efnahagserfiðleikum og með því snúið vörn í sókn.“ Segir í ályktun. Ekki verði vikið frá gildandi samgönguáætlun INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir ut- anríkisráðherra sendi í fyrradag árnaðaróskir til Grænlendinga í til- efni af niðurstöðu þjóðaratkvæða- greiðslunnar um aukna sjálfstjórn. Í bréfi sem hún sendi óskaði hún grænlensku þjóðinni velfarnaðar og hagsældar. Íslendingar sjái fram á aukin tengsl þjóðanna á komandi árum með greiðari samgöngum, auknum viðskiptum og nánara sam- starfi um málefni norðurslóða. Vænta megi mikils af sterkari stöðu Grænlands á alþjóðavettvangi. Óskar Grænlend- ingum hagsældar STUTT Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur og Þórð Snæ Júlíusson SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ ætl- ar að skoða sölu á fyrirtækjunum Skífunni og BT-verslunum. Þessu svaraði Páll Gunnar Pálsson, for- stjóri eftirlitsins, spurður hvort fyrirtækin hafi verið seld með fyr- irvara um samþykki eftirlitsins. „Þetta er eitt af því sem við munum skoða og fylgja því eftir hvernig þetta var framkvæmt. Við munum grennslast fyrir um hvern- ig þessir samningar eru og hvort það þurfi að bera þá undir okkur.“ Segja má að Samkeppniseft- irlitið hafi verið með annan fótinn inni í félögunum vegna ráðandi stöðu þeirra á smásölu- og heild- sölumarkaði með tónlist, myndir og tölvuleiki. Dómur féll í október í Hæstarétti þar sem Árdegi var gert að greiða 65 milljónir fyrir samninga við Baug og Hagkaup árin 2001 til 2004 um sölu á varn- ingi þess í hlutfalli við markaðs- hlutdeild auk sérstakra afslátt- arkjara. Árdegi átti Skífuna en seldi Senu í lok október. Sena var ásamt EFG ehf. afþreyingarhluti fjöl- miðlafyrirtækisins 365 og breytti um nafn nú á dögunum, heitir nú Íslensk afþreying. Fjölmiðlahluti 365 var þá skilinn frá í nýtt félag sem Jón Ásgeir Jóhannesson á. Ís- lensk afþreying er í meirihlutaeigu ýmissa félaga Jóns Ásgeirs. Sverrir Berg Steinarsson og Ragnhildur Anna Jónsdóttir, kona hans, áttu Árdegi sem er komið í þrot. Þau keyptu Dag Group 2006 og sameinuðu Árdegi. Fyrir hafði Dagur Group selt Senu til Dags- brúnar, félags í eigu Jóns Ásgeirs. Helgi Jóhannesson hæstarétt- arlögmaður er skiptastjóri þess sem og dótturfélaganna BT- verslana, tölvuverkstæðisins Nörd ehf. og Incuro. Magnús Skúlason er skiptastjóri Nordex, sem rak verslanirnar Noa Noa og NEXT. Tilboðið lá fyrir Hagar keyptu vörumerki, vörulager og þá viðskiptavild sem fylgir BT-keðjunni af þrotabúi BT- verslana. Helgi segir að tilboðið hafi legið fyrir þegar hann tók við sem skiptastjóri. Hann hafi sam- þykkt það eftir að hafa rætt við aðra sem sýndu verslunum eða varningi þeirra áhuga, gegn sam- þykki samkeppnisyfirvalda. „Til- boð Haga var búinu hagstæðast: Hæst í krónum talið og flestir starfsmennirnir sem þeir yf- irtóku.“ Helstu kröfuhafar í búið eru Landsbankinn og raftækjaversl- unarkeðja Árdegis í Danmörku; Merlin, sem er gjaldþrota. Kallað hefur verið eftir kröfum í búið í Lögbirtingablaðinu. Landsbankinn hefur ekki fallist á sölu BT til Haga. BT undir eftirliti  Samkeppniseftirlitið ætlar að grennslast fyrir um sölu BT- verslana til Haga  Lýst er eftir kröfum í þrotabú Árdegis Fræga BT-músin Hagar hafa keypt vörumerki, vörulager og þá við- skiptavild sem fylgir BT-keðjunni af þrotabúi BT-verslana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.