Morgunblaðið - 28.11.2008, Síða 53

Morgunblaðið - 28.11.2008, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2008 BANDARÍSKA R&B söng- konan Beyoncé Knowles er þessa dagana á þönum út um allan heim við kynningu á nýj- ustu breiðskífu sinni I Am ... Sasha Fierce. Platan er þriðja sóló-plata söngkonunnar en fyrir hefur hún sent frá sér Dangero- usly in Love (2003) og B’Day (2006). Beyoncé er eins og flestir vita fyrrverandi aðalsöngkona stúlknasveitarinnar Destiny’s Child sem naut gríðarlegra vin- sælda í lok tíunda áratugarins en sveitin hafði selt meira en 50 milljónir platna áður en hún lagði upp laupana. Beyoncé er í dag án efa ein þekktasta og vinsæl- asta söngkona heims og líklega er Madonna eini kventónlistarmað- urinn sem stenst henni snúninginn þegar kemur að alheimsvinsældum. Auk tónlistarinnar hefur Beyonce reynt fyrir sér á leiksviðinu og hlaut meðal annars tilnefningu til Golden Globe verðlaunanna fyrir leik sinn í kvikmyndinni Dreamgirls. Beyoncé var á þriðjudaginn tón- listargestur morgunþáttarins Today Show þar sem hún kom fram í þess- um níðþrönga samfestingi sem vakti óneitanlega athygli heimspress- unnar. hoskuldur@mbl.is Beltið bráðnauðsynlegt FREGNIR herma að bandaríska söngkonan Britney Spears misnoti laxerolíu og kasti upp eftir hverja máltíð. Að und- anförnu hefur Britney þótt líta betur en hún hefur gert um langt skeið, og í viðtölum hefur hún þakkað þann árangur góðu mataræði og reglulegri hreyfingu. Nú hefur hins vegar einn lífvarða hennar sagt að hún þjáist af lystarstoli. „Hún borðar mest á skyndibita- staðnum Taco Bell, og skolar matn- um niður með Red Bull-orkudrykk. Svo kastar hún upp eftir hverja mál- tíð, hvort sem hún er heima hjá sér eða á veitingastöðum, og hún er ekk- ert að reyna að fela það. Nánustu ættingjar hennar og vinir telja að hún þjáist af búlimíu,“ sagði góður vinur eins af lífvörðum hennar í sam- tali við bandaríska tímaritið Star. Þá mun því einnig hafa verið hald- ið fram að hin 26 ára gamla söng- kona noti hin ýmsu lyf til að halda kílóunum í lágmarki. Reuters Góð fyrirmynd? Britney Spears. Britney með lyst- arstol?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.