Morgunblaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2008 BANDARÍSKA R&B söng- konan Beyoncé Knowles er þessa dagana á þönum út um allan heim við kynningu á nýj- ustu breiðskífu sinni I Am ... Sasha Fierce. Platan er þriðja sóló-plata söngkonunnar en fyrir hefur hún sent frá sér Dangero- usly in Love (2003) og B’Day (2006). Beyoncé er eins og flestir vita fyrrverandi aðalsöngkona stúlknasveitarinnar Destiny’s Child sem naut gríðarlegra vin- sælda í lok tíunda áratugarins en sveitin hafði selt meira en 50 milljónir platna áður en hún lagði upp laupana. Beyoncé er í dag án efa ein þekktasta og vinsæl- asta söngkona heims og líklega er Madonna eini kventónlistarmað- urinn sem stenst henni snúninginn þegar kemur að alheimsvinsældum. Auk tónlistarinnar hefur Beyonce reynt fyrir sér á leiksviðinu og hlaut meðal annars tilnefningu til Golden Globe verðlaunanna fyrir leik sinn í kvikmyndinni Dreamgirls. Beyoncé var á þriðjudaginn tón- listargestur morgunþáttarins Today Show þar sem hún kom fram í þess- um níðþrönga samfestingi sem vakti óneitanlega athygli heimspress- unnar. hoskuldur@mbl.is Beltið bráðnauðsynlegt FREGNIR herma að bandaríska söngkonan Britney Spears misnoti laxerolíu og kasti upp eftir hverja máltíð. Að und- anförnu hefur Britney þótt líta betur en hún hefur gert um langt skeið, og í viðtölum hefur hún þakkað þann árangur góðu mataræði og reglulegri hreyfingu. Nú hefur hins vegar einn lífvarða hennar sagt að hún þjáist af lystarstoli. „Hún borðar mest á skyndibita- staðnum Taco Bell, og skolar matn- um niður með Red Bull-orkudrykk. Svo kastar hún upp eftir hverja mál- tíð, hvort sem hún er heima hjá sér eða á veitingastöðum, og hún er ekk- ert að reyna að fela það. Nánustu ættingjar hennar og vinir telja að hún þjáist af búlimíu,“ sagði góður vinur eins af lífvörðum hennar í sam- tali við bandaríska tímaritið Star. Þá mun því einnig hafa verið hald- ið fram að hin 26 ára gamla söng- kona noti hin ýmsu lyf til að halda kílóunum í lágmarki. Reuters Góð fyrirmynd? Britney Spears. Britney með lyst- arstol?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.