Morgunblaðið - 28.11.2008, Qupperneq 24
24 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2008
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
ÍÞRÓTTAHÖLLIN á Akureyri er
reglulega dulbúin sem skemmti-
staður og getur orðið glæsileg sem
slík. Þar verður til dæmis í kvöld
haldin árshátíð Menntaskólans á
Akureyri, sem menn þar á bæ full-
yrða að sé stærsta vímulausa hátíð
sem árlega fer fram hérlendis.
Unglingar virðast, að minnsta
kosti annað veifið, litnir hornauga,
sumir finna þeim allt til foráttu,
heilt vandamál er nefnt eftir
þeim … Stundum er reyndar líka
sagt, ekki síst á tyllidögum, að unga
kynslóð dagsins sé efnilegri, gáfaðri
og betri á allan hátt en nokkur önn-
ur sem gengið hefur um þess jörð.
Hvað um það; Íslendingar eru
áreiðanlega heppnir með sína ungu
kynslóð, enda veitir líklega ekki af!
Og MA-ingar eru sannarlega ekki
eftirbátar annarra ungmenna;
kannski meira að segja fremstir
meðal jafningja?
Merkileg samkoma
Árshátíð MA er merkileg sam-
koma og ekki bara að mati þeirra
sem þar að koma.
Rétt er að halda því til haga að
lögum samkvæmt má fólk yngra en
tvítugt ekki neyta áfengis en eins og
alþjóð veit hafa ekki allir sem í hlut
eiga á eyjunni hér í norðri framfylgt
þeim lögum hin síðari ár, og sjálf-
sagt ekki síðan lögin voru samin. Er
þar örugglega enginn landshluti
undanskilinn, en sinn er siður í sýslu
hverri – og sumir betri en aðrir.
Það er því skemmtilegur siður,
eða hefð, hjá MA-ingum að halda
árshátíð með þessum hætti. MA er
enda skóli hefða.
Leiðinlegar fréttir af skólaböllum
framhaldsskóla birtast reglulega í
fjölmiðlum og lögreglumaður á höf-
uðborgarsvæðinu sem undirritaður
ræddi við á dögunum átti satt að
segja bágt með að trúa því þegar ég
sagði honum hvers kyns væri í MA;
að á samkomunni sæist hvorki
áfengi né annað vímuefni á nokkrum
einasta manni og væru þar þó sam-
an komnir hátt í þúsund.
Undirbúningur árshátíðar MA
hófst í raun síðasta vor, segir for-
maður skólafélagsins Hugins, Anna
Elvíra Herrera Þórisdóttir, en mest
er unnið síðustu vikurnar. Sérstök
skreytingarnefnd, skipuð tugum
nemenda, sér um að skreyta höllina
og ótal aðrar nefndir koma að und-
irbúningnum.
Anna Elvíra segir að eitthvað á
níunda hundrað manns verði á
árshátíðinni að þessu sinni; nem-
endur, kennarar og annað starfsfólk
skólans ásamt gestum. Fyrrverandi
stjórn Hugins er jafnan boðið, einn-
ig stjórn Þórdunu, skólafélags Verk-
menntaskólans á Akureyri og heið-
ursgestur nú er Þórhildur
Þorleifsdóttir leikstjóri.
„Það er gífurleg vinna að und-
irbúa árshátíðina,“ segir Anna Elv-
íra formaður, „en það er ekkert mál
að halda hana þrátt fyrir efnahags-
ástandið vegna þess að nemendur
vilja ólmir hjálpa til við undirbún-
inginn þannig að við þurfum ekki að
borga fólki úti í bæ fyrir að vinna.“
Nema hvað Hljóðkerfa- og ljósa-
leiga Akureyrar sér um að setja upp
sviðið og „alvöru“ hljóðkerfi og lýs-
ingu, en með dyggri aðstoð nem-
enda.
Árum saman hefur verið boðið
upp á veislumat á árshátíðinni, hlað-
borð frá veitingahúsinu Bautanum.
Nemendur sjá um að þjóna til
borðs og skemmtiatriði eru öll
heimatilbúin; söngur, dans og fleira.
Stéttaskipting er að mestu leyti
hefðbundin; 1. bekkingar taka til í
Höllinni eftir ballið, nemendur 2.
bekkjar þjóna til borðs, 3. bekkingar
leggja á borð og raða stólum „en 4.
bekkingar fá frí; fá að vera sætir og
fínir,“ eins og Anna Elvíra sagði.
Útskriftarárgangurinn gengur í
salinn klæddur þjóðbúningum eftir
að aðrir hafa komið sér fyrir og þen-
ur raddböndin; skólasöngurinn,
Undir skólans menntamerki, hljóm-
ar þá sem og Gaudeamus igitur.
Fjórðubekkingar æfa sönginn sér-
staklega vikuna fyrir árshátíð!
Kvöldinu lýkur svo með dansleik
en þar leika hljómsveitirnar Land
og synir og Sometime í aðalsalnum
og á efri hæðinni leika Þuríður og
hásetarnir fyrir gömlu dönsunum.
Anna Elvíra segir mikla árshátíð-
arstemningu alla vikuna. Tónlist
með hljómsveitunum sem spila á há-
tíðinni er leikin í Kvosinni, þar sem
nemendur koma saman í frímín-
útum, og smám saman byggist upp
mikil tilhlökkun. „Það fer algjör
sælutilfinning um mann þessa síð-
ustu daga,“ sagði Anna Elvíra.
Formaðurinn segir félagslíf í MA
mjög öflugt sem fyrr. Um 400
manns hafi til að mynda mætt á
fyrstu kvöldvökuna í haust og mjög
mörg félög séu starfandi í skólanum.
Og þátttakan í árshátíðinni er
jafnan góð. „Í skólann voru skráðir
748 nemendur í september og 720
koma á árshátíðina. Sumir komast
ekki af einhverjum ástæðum, en ég
veit um tvo, íþróttamenn, sem koma
þó þeir geti ekki stoppað lengi. Þeir
mæta klukkan 7 en þurfa að fljúga
suður klukkan 9 því þeir þurfa að
vera mættir á landsliðsæfingu
morguninn eftir.“
„Alvöru“ vímuleysi
Anna Elvíra segir mikinn einhug í
skólanum um að árshátíðin sé vímu-
laus. „Þegar við byrjum að selja
miða förum við inn í alla bekki, í
árshátíðardressinu, og ræðum við
nemendur og ég hef ekki orðið vör
við annað en allir séu mjög sáttir.“
Lögreglan hefur lánað Hugin
áfengismæla til þess að hafa við inn-
ganginn en þá hefur ekki þurft að
nota. „Það getur vel verið að þetta
sé orðið að þrjósku, að halda svona
árshátíð, af því að margir krakkar í
öðrum skólum segjast ekki trúa
okkur; segja að það sé ekki hægt að
halda svona árshátíð í framhalds-
skóla. Þess vegna leggjum við svona
mikla áherslu á að halda vímulausa
árshátíð; við viljum sýna að það sé
víst hægt!“
Anna Elvíra segir sér ekki detta í
hug að halda því fram að enginn
nemandi skólans noti áfengi en hug-
takið vímulaus hátíð þýðir í MA að
þátttakendur hvorki neyta áfengis
né annarra vímugjafa á hátíðinni né
koma þangað eftir að hafa neytt
þeirra annars staðar.
„Stundum er sagt í öðrum skólum
að í MA drekki ekki nokkur maður
en málið er að hér getur enginn
hugsað sér að skemma þessa hefð,“
segir formaður Hugins.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Heimatilbúin skemmtiatriði Meðlimir í dansfélagi MA, PRÍMA (sem stendur fyrir Prímadonnur í MA!) æfðu í gærdag af kappi dansatriði sem sýnt verður á árshátíðinni í kvöld.
Sýnum að þetta er víst hægt!
Inspectrix Scholae Anna Elvíra Þórisdóttir er formaður Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri.
Fægja silfrið Katrín Þöll Ingólfsdóttir, Karítas Ríkharðsdóttir, Jenný
Gunnarsdóttir og Gunnhildur Daðadóttir, verða í fyrsta skipti á árshátíð
MA í kvöld. Þær eru allar í 1. bekk A og fengu að fægja hnífapörin í gær.