Morgunblaðið - 28.11.2008, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 28.11.2008, Qupperneq 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2008 „LAUNAMUNURINN í þessari rannsókn er síst minni en í öðrum könnunum,“ seg- ir Lára V. Júl- íusdóttir, hdl. og formaður ráð- gjafahóps sem skýrslan var unn- in fyrir, „Á ein- stökum sviðum er hann meira að segja sláandi mikill eins og þegar launamun- ur á landsbyggð- inni er skoðaður,“ segir Lára. Nefndin eigi hins vegar eftir að fara yfir skýrsluna og greina upp- lýsingarnar sem í henni sé að finna. „Við erum bara rétt að byrja þá vinnu því rannsóknin vekur upp margar spurningar.“ Hún segir líka nauðsynlegt að fólk átti sig á því hversu slæm stað- an er. „Þessa dagana er mikið um uppsagnir og endurráðningar á fólki og þá er brýnt að bæði þeir sem eru að ráða sig í vinnu og þeir sem eru að ráða fólk í vinnu séu meðvitaðir um stöðuna og skyldur sínar í þessum efnum. Það eru, og hafa verið um ára- tugaskeið, lög um launajafnrétti í landinu. En samt er eins og menn geti alltaf skautað fram hjá regl- unum.“ Skautað fram hjá reglunum Lára V. Júlíusdóttir „OPINBERI geirinn kemur tölu- vert betur út á höfuðborgar- svæðinu, en hann kemur illa út á landsbyggðinni,“ segir Heiður Hrund Jóns- dóttir, verkefn- isstjóri Félagsvísinda- stofnunar HÍ. En könnunin sýnir að konur á lands- byggðinni eru að jafnaði með 27,5% lægri heildarlaun en karlar á landsbyggðinni sem eru með sam- bærilega menntun og í sambæri- legu starfi. „Þetta eru tölur sem ég hef ekki séð áður og ég held að það sé hrein- lega vegna þess að þetta hefur ekki verið skoðað áður,“ segir Heiður Hrund. Landsbyggðin hafi ekki verið skoðuð sérstaklega áður, til að mynda í samanburði við höfuðborgarsvæðið. Þegar launamunur kynjanna á landinu í heild sé skoðaður komi í ljós svipaðar tölur og í fyrri könn- unum, jafnvel þó að þær teljist ekki fyllilega sambærilegar. „Þetta sýn- ir hins vegar að það skiptir mikli máli hvert við lítum upp á það hver munurinn er.“ Tölur sem ekki hafa sést áður Heiður Hrund Jónsdóttir Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is KONUR á höfuðborgarsvæðinu standa betur að vígi í launamálum en stallsystur þeirra á landsbyggðinni. Eru þær með 86% af heildar- tímalaunum karla, en á landsbyggð- inni er hlutfallið 77%. Þetta kemur fram í ítarlegri rannsókn sem Fé- lagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði á launum karla og kvenna, fyr- ir félags- og tryggingamálaráðu- neytið, og kynnt var í gær. Rannsóknin, sem unnin var úr 2.000 manna úrtaki á aldursbilinu 18-67 ára sem tekið var úr þjóðskrá, er sú fyrsta sem nær yfir íslenska vinnumarkaðinn í heild sinni. Þykir hún veita greinargóða mynd af ís- lenskum vinnumarkaði í heild, en auk þess gefur hún tækifæri á að bera saman ólíka hópa s.s. opinbera markaðinn og einkageirann, höfuð- borgarsvæðið og landsbyggðina. Hallar á landsbyggðina Tölurnar af landsbyggðinni þykja sláandi. Séu heildarlaun í höfuðborg og á landsbyggð skoðuð sést að launamunurinn er 12%. Séu heildar- tímalaun hins vegar skoðuð, þ.e. þegar tekið er tillit til vinnuframlags er meðallaun eru skoðuð hækkar tal- an upp í 19%. „Þetta segir okkur að fólk á lands- byggðinni vinnur að jafnaði lengri vinnudag en fólk á höfuðborgar- svæðinu,“ segir Heiður Hrund Jóns- dóttir, verkefnisstjóri Félags- vísindastofnunar HÍ sem vann könnunina ásamt Einari Mar Þórð- arsyni. Karlar á höfuðborgarsvæð- inu voru þannig með 16% hærri heildartímalaun en karlar á lands- byggðinni. Launamunurinn jókst svo enn frekar þegar horft var til kvenna, en konur á höfuðborg- arsvæðinu reyndust vera með 29% hærri heildartímalaun en konur á landsbyggðinni. Og líkt og áður sagði voru konur með 77% af heild- artímalaunum karla á landsbyggð- ina. Á höfuðborgarsvæðinu var hlut- fallið 86%. Launahlutfallið sýndi sig líka vera höfuðborginni í hag þegar skoðaður var launamunur milli opinberra starfsmanna. Þannig reyndist eng- inn munur á tímalaunum karla og kvenna í opinbera geiranum á höf- uðborgarsvæðinu. Á landsbyggðinni voru konur hjá hinu opinbera hins vegar með að jafnaði 69% af launum karla. Í einkageiranum voru konur síðan að jafnaði með 84% af launum karla á höfuðborgarsvæðinu og reyndist hlutfallið svipað á landsbyggðinni. Í opinbera geiranum var síðan á mörkum þess að mælast marktækur munur hjá þeim sem voru með grunnskólamenntun og hjá þeim sem voru með háskólamenntun var hann enginn. Meðal framhaldsskóla- menntaðra reyndust karlar hins vega hafa 28,4% hærri laun í op- inbera geiranum. Hlutfall þessa menntahóps var 22,4% í einkageir- anum. Þegar horft er til landsins í heild sést að konur í fullu starfi eru með 77% af grunnlaunum karla í fullu starfi. Séu heildarlaunin skoðuð er hlutfallið 74%. Er tekið hafði verið tillit til þess að karlar vinna að jafn- aði lengur mældust laun kvenna 84% af heildartímalaunum karla. Var meðalfjöldi vinnustunda í febrúar 2008 á meðal þeirra sem voru í fullu starfi 192 klukkustundir – 203 meðal karla og 176,6 meðal kvenna. Karlar með 19,5% hærri laun Til að ná raunsannri mynd af launamuni kynjanna var hins vegar líka reiknaður út leiðréttur launa- munur kynjanna. Var þá tekið tillit til vinnutíma, starfs, menntunar, aldurs, atvinnugeira, þess hvort við- komandi væri sjálfstætt starfandi eða launþegi og svo ábyrgðar í starfi. Mátu rannsakendur síðastnefnda þáttinn með því að búa til ábyrgð- arkvarða þar sem tekið var tillit til þess hvort viðkomandi hefði starfs- menn undir sinni stjórn, bæri fjár- hagsleg ábyrgð, bæri ábyrgð á verkefnistjórn og bæri ábyrgð á ör- yggi og velferð einstaklinga. Mátu karlar í könnuninni ábyrgð sína meiri. Eftir að þessar breytur voru tekn- ar inn í myndina reyndust karlar að jafnaði með 19,5% hærri heildarlaun en konur. Á höfuðborgarsvæðinu var munurinn 10,3%, en 38% á lands- byggðinni. Minni munur á óskalaununum Í rannsókninni voru svarendur þá einnig beðnir að nefna tölu um það sem þeim þættu sanngjörn grunn- laun fyrir vinnu sína. Reyndust óskalaun kvenna þar vera næstum því nákvæmlega jafnhá raunverulegum launum karla. Karl- arnir stefndu hins vegar enn hærra. Munurinn á leiðréttum kynbundnum óskalaunum karla og kvenna reynd- ist þó minni en sá munur sem er nú til staðar. „Konur eru nær körlum hvað óskalaunin varðar en þær eru í veruleikanum,“ segir Heiður Hrund. Morgunblaðið/Kristinn Skiptir kynið máli? Illa virðist ganga að vinna bug á launamuni kynjanna. Staðan er þó mun verri úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Fá 86% af hlut karla  Vinnudagur fólks á landsbyggðinni er lengri en á höfuðborgarsvæðinu  Verulegur launamunur er milli kvenna á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi                                                        Af hverju er þessi launa- munur milli höfuðborg- arinnar og landsbyggðar? Vera kann að starfaflokkarnir hafi eitthvað með það að gera. Lilja Mósesdóttir hagfræðingur og Heiður Hrund Jónsdóttir hafa velt upp þeirri spurningu hvort það geti verið að skipt- ing sérfræðingastarfa úti á landi sé önnur en höfuðborg- arsvæðinu. Þannig séu líklega fáir sér- fræðingar á sviðið félags- vísinda á landsbyggðinni mið- að við höfuðborgarsvæðið. Sérfræðingar með náttúruvís- inda- og verkfræðimenntun geti hins vegar verið fleiri á þeim hlutum landsins og það séu oft karlastörf. Ekki sé svo ólíklegt að hinn hópur sér- fræðinga á landsbyggðinni sé kennslu- og uppeldisfræðingar. Það kann líka að vera, að mati Lilju, að meira sé um að störf- um úti á landi sé skipt upp í hefðbundin kvenna- og karla- störf en gert sé á höfuðborg- arsvæðinu. S&S Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is VERÐ áfengis og tóbaks hefur áhrif á vísitölu neysluverðs eins og fjölda- margir aðrir liðir vöru og þjónustu. Í síðasta mánuði hækkuðu áfengi og tóbak um 6,5% og hafði það 0,17% áhrif á hækkun vísitölunnar. Þar af vó hækkun á áfengi 0,09% og ef tekið er mið af 20 milljóna króna verð- tryggðu láni frá Íbúðalánasjóði hækkaði þessi verðbreyting á áfengi höfuðstól lánsins um 18 þúsund krónur. Á fimmtudag tók gildi verðbreyt- ing í vínbúðunum sem er að meðaltali 4,38% til hækkunar. Verð breyttist á 1023 tegundum af þeim 1706 tegund- um áfengis sem eru í boði í Vínbúð- unum, 160 tegundir lækkuðu í verði, 863 hækkuðu en verð verður áfram óbreytt á 683 tegundum. Með verðbreytingunni koma Vín- búðirnar til móts við óskir innflytj- enda um tíðari verðbreytingar vegna ástandsins í efnahagsmálum og mik- illa gengisbreytinga, segir á heima- síðu ÁTVR. Álagningarprósenta helst óbreytt eins og áður og áfeng- isgjöld, sem vega þungt í útsöluverð- inu, breytast ekki heldur. Vínhækkun eykur skuldir heimila               !" #$%&     &'"() "   ) *'#"+" ") "  & , !" #$%)-  ./ 0    '    ./                           !"" ##$% #&$$ '$! (! $ #%$% ))) )(' )&& #(*& )!*% !)*( #%*) )&*( !!*' )(*" !$*$ !&*)  „ÞETTA var ágætur fundur. Það var ákveðið að fólk ræddi málin nánar í baklandi sínu og hittist aftur eftir tvær vikur,“ segir Ingibjörg R. Guð- mundsdóttir, varaforseti ASÍ. Fulltrúar helstu samtaka launþega og vinnuveitenda, jafnt á almenna vinnumarkaðnum og hinum opinbera, hittust í gær á fundi til að ræða mögu- leika þess að móta sameiginlega launastefnu til næstu ára. Fundurinn var haldinn að frumkvæði ASÍ, í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru í efna- hagsmálum. helgi@mbl.is Hittast eftir tvær vikur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.