Morgunblaðið - 28.11.2008, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 28.11.2008, Qupperneq 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2008 Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is SKIPULAGSRÁÐ Reykjavíkur hefur til umfjöllunar tillögur að deiliskipulagi fyrir Glitnisreitinn á Kirkjusandi. Uppi eru metnaðarfull áform um byggingar á svæðinu en skipulagsráð hefur óskað eftir frek- ari upplýsingum frá Glitni um áformin, í kjölfar þess að bankinn fór í þrot í síðasta mánuði. Eins og fram hefur komið hér í blaðinu keypti Glitnir svokallaða stætólóð við hlið höfuðstöðva sinna af borginni árið 2006. Efnt var til al- þjóðlegrar samkeppni um skipulag á svæðinu þar sem gera átti ráð fyrir nýjum höfuðstöðvum Glitnis auk frekari skrifstofubygginga og tak- markaðrar íbúðabyggðar. Arki- tektastofan Monarken í Svíþjóð fór með sigur af hólmi. Íbúðabyggðin stækkuð Í nýrri greinargerð til skipulags á svæðinu, sem lögð er fram af Lómi ehf, dótturfélagi Glitnis, er tillög- unni breytt í þá veru, að íbúðabyggð er stækkuð umtalsvert og skrif- stofubyggingum fækkað. Batteríið arkitektar er samstarfsaðili Mon- arken á Íslandi. Í greinargerð arki- tektanna segir að meginmarkmið deiliskipulags fyrir svæðið sé að skapa ramma fyrir skrifstofusvæði („business park“) í háum gæðaflokki og með afgerandi virðuleika í bland við íbúðahúsnæði og þjónustu- starfsemi. Einnig að móta skjólsæl útirými af háum gæðum sem stuðli að öflugu mannlífi þar sem svo til öll bílastæðaþörf sé leyst í neðanjarð- argeymslum. Meginhugmynd deiluskipulagsins byggist á samfelldum garð- eða torgsvæðum þar sem einungis gang- andi og hjólandi umferð verður leyfð, segir í tillögunum. Byggðin muni einkennast formlega séð af einsleitum húsum, þar sem fjöl- breytni skapist af mismunandi hæð- um og umfangi húsanna, óreglulegri niðurröðun þeirra og fjölbreyttum sjónlínum til sjávar. Reitnum verði skipt upp í 7 bygg- ingalóðir sem hverfist um „aðalgötu“ milli Kirkjusands og Borgartúns og skipti reitnum í tvö undirsvæði. Annars vegar atvinnu- og íbúða- svæði næst Sæbraut og hins vegar hreina íbúðabyggð samsíða núver- andi íbúðabyggð við Laugarnesveg. Aðkoma að byggðinni á að vera frá Borgartúni og Kirkjusandi og innkeyrsla í neðanjarðarbíla- geymslur frá og undir Sæbraut. Yfirborð einstakra lóða á að vera samfellt göngusvæði, þar sem einungis verður leyfð aðkoma leigubíla og neyðarbíla. Íbúða- byggingarnar verða 4 til 11 hæðir og gert er ráð fyrir því að á neðstu hæðum allra bygginganna verði þjónustu- og verslunarstarfsemi áskilin eða leyfð. Í samræmi við aðalskipulag verða a.m.k. 10% íbúða 80 fermetrar eða minni. All- ar byggingarnar verða hvítar og klæddar sléttri klæðingu, múraðar og klæddar málmplötum eða flís- um. Þá segir í tillögunum að leitast verði við að hafa sjálfbæra þróun að leiðarljósi í skipulaginu. Meðal annars verði þök allra húsanna lögð grasþökum. Með verulegri íbúðabyggð á reitnum skapist skil- yrði fyrir fólk til þess að búa ná- lægt vinnustað sínum. Hvít hús við sjóinn Í nýjum tillögum um uppbyggingu Glitnisreitsins er gert ráð fyrir blandaðri byggð með takmarkaðri umferð SIGRÚN Ragna Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Nýja Glitnis, segir að framtíð Glitnissvæðisins á Kirkjusandi sé til skoðunar innan bankans. „Samkvæmt upplýsingum frá Borgarskipulagi er deiliskipulag fyrir svæðið í vinnslu. Búist er við að þeirri vinnu ljúki á næstu 6 mánuðum. Ekki hefur verið mörkuð nákvæm stefna innan Nýja Glitnis hvað varðar upp- byggingu á svæðinu. Það má vera ljóst, miðað við gjörbreyttar aðstæður á fjármálamörkuðum og þar með í starfsemi bankans, að uppbygging á svæðinu verður ekki með þeim hætti sem upp var lagt með snemma árs 2007,“ segir Sigrún Ragna. Aðstæður eru gjörbreyttar Verðlaunatillagan Öll hús á Glitnisreitnum eiga að vera hvít á litinn samkvæmt tillögu arkitektanna. VERSLUNUM Next og Noa Noa í Kringlunni hefur verið lokað tíma- bundið í kjölfar gjaldþrots félagsins Nordex ehf., sem rak umræddar verslanir. Að sögn Magnúsar Pálma Skúla- sonar hdl., skiptastjóra Nordex, er hann í viðræðum við aðila um að kaupa reksturinn en niðurstaða liggur ekki fyrir. Kveðst Magnús vonast eftir niðurstöðu fljótlega. Verslanir Next og Noa Noa hafa verið í leiguhúsnæði í Kringlunni. Nordex ehf. var dótturfélag Árdeg- is, sem einnig var tekið til gjald- þrotaskipta. Meðal eigna Árdegis voru verslanir BT, sem lokað var fyrir nokkru. Hagar keyptu helstu eignir BT af þrotabúinu, í kjölfar gjaldþrotsins. Skiptastjóri Nordex ehf. hefur auglýst eftir kröfum í búið. Skulu þær berast innan tveggja mánaða frá birtingu innköllunar. Skipta- fundur verður haldinn 6. febrúar 2009. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Valdís Lokað Tilkynning er á hurð Next um að versluninni hafi verið lokað. Verslanir Next og Noa Noa til sölu RÍKISKAUP hafa fyrir hönd heil- brigðisráðuneytis auglýst eftir rekstraraðila til að reka allt að 35 skammtíma hjúkrunarrými og allt að 30 dagdeildarrými. Heimilt er að senda inn tilboð í rekstur á færri rým- um, segir á vef Ríkiskaupa. Verkefni þetta er unnið á grund- velli undangengins þróunarverkefnis sem staðið hefur yfir í nokkrun tíma. Gert er ráð fyrir að rekstur hefjist eigi síðar en 1. febrúar 2009. Hins vegar er talið æskilegt að rekstur hefjist eins fljótt og auðið er. Rekstraraðili skal fullnægja kröf- um landlæknisembættisins um gæði þjónustu, húsnæði og tækjabúnað. Þjónustan er ætluð sjúklingum sem fá þjónustu hjá heimahjúkrun á höf- uðborgarsvæðinu og skjólstæðingum öldrunarsviðs Landspítala. sisi@mbl.is Hjúkrunarrými auglýst í útboði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.