Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is LJÓST er að nokkrir bankar munu kaupa Kaupþing í Lúxemborg takist að selja bankann. Þetta segir Friðjón Einarsson, talsmaður Kaupþings í Lúxemborg. Búist var við að bindandi kauptilboð yrðu gerð í bankann í gær, föstudag, en það gekk ekki eftir. Friðjón segir að salan sé flókin. „Bankinn er á þrennum vígstöðvum: Belgíu, Lúx- emborg og Sviss og hann er í greiðslustöðvun. Þetta tek- ur lengri tíma en menn áætluðu.“ Yfirvöld í Lúxemborg beita sér fyrir því að selja bank- ann með aðstoð PricewaterhouseCoopers, þar sem bank- inn sé lúxemborgískur og dótturfyrirtæki Kaupþings hér heima, og segir Friðjón ekki ljóst fyrr en í næstu viku hvort það takist. Að sögn blaða í Lúxemborg og Belgíu eru Keytrade Bank, dótturfélag franska bankans Credit Agricole, þýski bankinn Landesbank Nord og fjárfestingarsjóður Líbýu meðal þeirra sem hafa sýnt bankanum áhuga. Það staðfestir Friðjón en hrekur það að Sigurður Einarsson, stjórnarformaður gamla Kaupþings, leiði hóp fjárfesta. „Hvorki Sigurður Einarsson né aðrir starfsmenn bankans hafa með kaup á bankanum að gera,“ segir hann. „Eftirlit með bankastarfsemi í Lúxemborg er mun meira en gengur og gerist. Núna síðastliðnar níu vikur hafa yfirvöld grandskoðað bankann og ekkert misjafnt fundið.“ Friðjón vísar því á bug að bankinn seljist á spottprís. „Ef af kaupunum verður þarf að leggja honum til um tuttugu milljarða króna í nýtt hlutafé svo hann verði starfhæfur aftur.“ Þá segir hann skuldbindingar þeirra sem kaupi bankann gríðarlegar. „Hagsmunir Íslendinga í málinu eru þeir að okkur takist að greiða öll innlán við- skiptavina okkar í Evrópu. Við erum að tala um allt að 800 milljónum evra. Það er von okkar að það takist. Þá skaðast ekki ímynd Íslendinga hér ytra.“ 280 starfa í bankanum, þar af átján Íslendingar. Frið- jón segir að takist að selja bankann verði hann end- urskipulagður. „Ég tel að starfsmönnum fækki.“ Bankinn bútaður niður  Nokkrir bankar kaupa Kaupþing í Lúxemborg takist að selja bankann  Tutt- ugu milljarða króna kostar að hefja aftur rekstur hans og búist er við uppsögnum Í HNOTSKURN » Kaupthing Bank Lux-embourg S.A. hlaut nafnið eftir að hafa fengið almennt bankaleyfi árið 2000. »Bankinn var dótturfyr-irtæki Kaupþings hér heima. Hann var stofnaður snemma á árinu 1998, þá sem verðbréfafyrirtæki. Hann er fyrsti erlendi bankinn í eigu Ís- lendinga. »Átján Íslendingar starfa viðbankann sem var með útibú í Sviss og Belgíu. Magnús Guð- mundsson var þar bankastjóri. ÞAÐ hafði snarar hendur, starfsfólk Players og iðnaðarmenn frá Stálnesi, eftir að eldur kviknaði í olíublautum tuskum á skemmtistaðnum í gær- morgun. Eftir að slökkvilið hafði lokið við að reykræsta var tekið til við þrif og parketlögn svo að tryggja mætti að hægt yrði að opna staðinn um kvöldið, þar sem Stuðmenn áttu að skemmta. Að sögn Jóhannesar Bachmann rekstrarstjóra lögðu 40 manns hönd á plóg svo þetta mætti ganga eftir. Þegar rætt var við hann um hálf átta leytið í gærkvöld var búið að þrífa hvern krók og kima staðarins og leggja nýtt parket á 300 fermetra gólfflöt auk þess sem yfirvöld höfðu tekið staðinn út. Var því ekkert að van- búnaði að opna einum og hálfum tíma síðar. Enginn blettur undanskilinn þrifum Morgunblaðið/RAX ALLS hefur 304 lóðum verið skilað á árinu en 178 út- hlutað. Þar af eru 62 einbýlishúsalóðir, 58 rað- og par- húsalóðir og 184 fjölbýlishúsalóðir. Allar eru lóðirnar sem skilað hefur verið á árinu 2008 í Úlfarsárdal og við Reyn- isvatnsás, en nokkrum lóðum við Reynisvatnsás var end- urúthlutað í sumar, samkvæmt upplýsingum fram- kvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar. Í fyrra var 856 lóðum úthlutað og aðeins 16 skilað. Níu einbýlishúsalóðum og tveimur lóðum fyrir fimm íbúðum í rað- og parhúsum var skilað til Reykjavíkur- borgar í nóvembermánuði. Það er langtum minna en skil- að hefur verið í nágrannasveitarfélögunum Hafnarfirði og Kópavogi, en þar voru fleiri byggingarlóðir í boði. Óskar Bergsson, formaður borgarráðs og fram- kvæmda- og eignaráðs, segir að þær reglur sem kynntar hafi verið um lóðaúthlutanir og skil hafi mælst vel fyrir. „Við lengdum í lánum, lækkuðum vextina og lengdum framkvæmdatímann, þannig að við höfum gert það sem í okkar valdi stendur til að auðvelda húsbyggjendum.“ Í nýju reglunum er lóðarhöfum, sem úthlutað var lóð- um á föstu verði, heimilt að skila þeim og fá endur- greiðslu, séu framkvæmdir ekki hafnar á lóðinni. Þeir sem keyptu lóð í útboði geta ekki skilað henni aftur. Í október og nóvember var 33 lóðum undir 202 íbúðir skilað, eða um 2/3 hlutum íbúðafjöldans á árinu. Lóð fyrir 109 íbúða fjölbýlishús var meðal þeirra sem var skilað. Á síðustu árum hefur 2.679 lóðum verið úthlutað. Þær voru 428 árið 2004, 606 árið 2005 en á þeim árum var engri lóð skilað, 611 árið 2006 og 69 skilað. gag@mbl.is Borgin úthlutaði 178 lóð- um á árinu og fékk 304 Morgunblaðið/hag Úlfarsárdalur Úlfarsfell byggist ekki eins hratt upp og stefnt var að. Fjöldi hefur hætt við og skilað lóð sinni. LÖGREGLAN á höfuðborgar- svæðinu hefur auglýst eftir á þriðja tug lög- reglumanna. Að sögn Stefáns Ei- ríkssonar lög- reglustjóra er þetta mögulegt vegna hagræðingaraðgerða innan embættisins. Stefán segir ástæðuna fyrir aug- lýsingunni einfaldlega þá að það vanti lögreglumenn til starfa. „Við erum búin að skila okkar rekstrar- áætlun til ráðuneytisins en hún gerir ráð fyrir ýmsum hagræðingarað- gerðum sem leiða til þess að við eig- um að geta ráðið í þessar stöður. Það er auðvitað með þeim fyrirvara að við vitum ekki nákvæmlega hvaða fjárveitingar verða til embættisins, frekar en nokkur annar.“ Auglýst er eftir 22 lögreglumönn- um. Stefán segir fyrst og fremst vanta fleiri menn í almenna deild lögreglunnar og á ekki von á öðru en að viðbrögð við auglýsingunni verði góð enda séu rúmlega 30 manns að útskrifast úr Lögregluskólanum í næstu viku. ben@mbl.is Fjölgað hjá lög- reglunni Auglýst eftir 22 lögreglumönnum „BRÝNT er að TM komist í hendur nýrra eigenda,“ segir Júlíus Þor- finnsson, talsmaður Stoða, félags í greiðslustöðvun til 20. janúar. „Það sé brýnt fyrir hagsmuni lánar- drottna Stoða og mikilvægt að eyða óvissu starfsmanna TM og viðskipta- vina þess,“ segir hann. Landsbank- inn fari nú yfir forsendur sem Stoðir vilji horfa til við söluna. Bæði Kaldbakur og félag í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur höfðu áhuga á að eignast TM og var sam- þykkt á hluthafafundi að það fengi Kaldbakur. Landsbankinn hafnaði tilboði þess um yfirtöku á 42 millj- arða króna lánum TM. „Báðir hóp- arnir ætluðu sér að setjast niður að samningaborði við Landsbankann og finna flöt á skuldum og framtíð fjármögnunar á TM,“ segir Júlíus. Stoðir áttu ráðandi hlut í Glitni og eiga einnig 40% í Landic Properties. gag@mbl.is Brýnt að eyða óvissu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.