Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 34
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Ég ólst upp við handverkfrá blautu barnsbeini,móðir mín var mikilhandavinnukona og við systurnar vorum farnar að sauma út fimm ára gamlar. Þessi þörf virð- ist vera í puttunum á nánast öllum konum í móðurættinni. Sigurrós amma mín og nafna vann á næturn- ar við að gera við kjóla af fínu frún- um á Ísafirði, en hún var orðlögð fyrir að vera flink að gera við án þess að það sæist,“ segir Guðrún Sigurrós Poulsen, betur þekkt sem Rósa, en hún opnaði nýlega Gall- eríið Rósina, í bílskúrnum heima hjá sér í Biskupstungum. Þar selur hún hverskonar handverk sem hún og Lena systir hennar hafa búið til, lopapeysur, sokka og vettlinga, skartgripi, mósaíkvörur, dúka, sáp- ur, kerti og fleira. Féll í stafi í Jökuldalnum „Ég hef lengi alið með mér draum um að opna mitt eigið gall- erí. Sá draumur lét fyrst á sér kræla fyrir um fimmtán árum þeg- ar við hjónin fórum í ferðalag aust- ur á firði eftir að heyskap lauk og við vorum hætt með kýrnar. Þá heimsóttum við hjónin á Klaust- urseli í Jökuldalnum og þegar ég kom inn í heimagalleríið hennar Ólafíu varð ég alveg dáleidd og hef stefnt að því allar götur síðan að koma mér upp svona aðstöðu. Ég geri þetta fyrst og fremst fyrir ánægjuna. Ég ætla að koma mér upp brennsluofni hér og bæta að- stöðuna enn frekar.“ Handsaumaður skírnarkjóll Rósa er fædd og uppalin í Grindavík og þar ók hún um á rús- sajeppa á sokkabandsárunum. Hún fór í húsmæðraskóla á Varmalandi í Borgarfirði þegar hún var 19 ára og þar voru kröfurnar miklar í handa- vinnunni. „Allt þurfti að vera rosa- lega vandað, saumar á náttfötum þurftu til dæmis að vera lokaðir, sem var mikil vinna. En þarna lærði ég að sauma barnaföt sem nýttist mér vel, því ég saumaði mikið á börnin mín fjögur þegar þau voru lítil,“ segir Rósa sem handsaumaði líka forláta skírnarkjól í húsmæðra- skólanum en öll börnin hennar og barnabörn hafa verið skírð í þessum kjól, sem og fjöldi annarra skyldra barna. Þrjóska og örlög í fríi „Það var mikil reynsla fyrir mig að fara alein í þennan skóla, ég hafði aldrei farið að heiman áður. Ég var með rosalega heimþrá. En ég hef alltaf gert það sem ég ætla mér, svo ég þraukaði. Þrjóskan getur stundum komið sér vel,“ segir Rósa sem skrapp heim til Grinda- víkur í páskafríinu. „Ég vann í frystihúsinu í þessu páskafríi og það reyndist örlagaríkt. Þar hitti ég manninn minn í fyrsta sinn, bóndason héðan úr Tungunum sem hafði skroppið suður með sjó á ver- tíð. Við höfum verið saman síðan og erum búin að eignast fjögur börn og fimm barnabörn.“ Og auðvitað sá hún sjálf um að sauma á sig brúðarkjólinn sem hún klæddist þegar þau gengu upp að altarinu. Skrapp á Ólafsvöku Þær eru ófáar flíkurnar sem runnið hafa undan fingrum Rósu og lopapeysurnar skipta hundruðum. „Þegar ég var nýflutt hingað í Bisk- upstungurnar fyrir rúmum þrjátíu árum og var rétt skriðin yfir tvítugt, þá bjó amma manns- ins míns hjá okkur og hún kenndi mér að prjóna lopapeysur. Hún hafði ekki undan að prjóna upp í pantanir fyrir jólin og fékk mig til að hjálpa sér. Við vorum aðallega að prjóna fyrir Þjóðverja sem þýsk nágrannakona okkar hafði milli- göngu um. En við prjónuðum líka mikið fyrir fyrirtækið Hildu og sjoppuna á Geysi,“ segir Rósa sem prjónar enn lopapeysur eftir pönt- unum. Þessi mikla handverkskona er hálfur Færeyingur. Faðir hennar Níels Poulsen kom ungur maður hingað til lands og settist að. „Ég hef ekki farið nema einu sinni til Færeyja, við systurnar skruppum á Ólafsvöku sama ár og ég fór á hús- mæðraskólann. Það var rosalega gaman. Amma mín bjó í Örevík á Suðurey og þar er ennþá hús sem stendur ævinlega opið fyrir mig og mína.“ Skapandi sveitakona Hún er með færeyskt blóð í æðum og henni fellur aldrei verk úr hendi. Hún var farin að sauma út fimm ára gömul og hefur verið að skapa með fingrunum allar götur síðan. Kerti og skart Þessi kerti hefur Rósa gert jólaleg með ýmsum myndum. rosin@visir.is Glerenglar Þess- ir sóma sér vel á vegg eða hang- andi í glugga. Morgunblaðið/Kristín Heiða Í gættinni Rósa er mikill dýravinur og hér gefur hún heimaln- ingnum Dúllu að drekka úr pela í sumar. Fjölbreytni Enginn hlutur er eins í galleríinu Rós- inni. Þennan spegil bjó Rósa til eftir að hafa farið á námskeið í mósaíkgerð. Lopinn Ein af ótal lopaflíkum sem Rósa hefur prjónað um dagana. 34 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 Eftir Jón Sigurðsson Blönduós | Ásgeir Þorvaldsson, gamall Blönduósingur sem nú býr í Vestmannaeyjum, sýnir þessa dag- ana myndir sínar á kaffihúsinu Við árbakkann. Um er að ræða olíu- málverk sem unnin hafa verið und- angengin tvö ár og er landslag meginviðfangsefnið. Þessi sýning mun standa yfir til áramóta og er jafnframt síðasta myndlistarsýn- ingin sem verður á kaffihúsinu því það mun hætta rekstri um áramót- in. Ásgeir Þorvaldsson er eins og fyrr greinir fæddur og uppalinn á Blönduósi en fluttist þaðan árið 1969. Þorvaldur faðir hans sem kallaður var Tolli varð frægur á sínum tíma því nafn hans kom fyrir í þekktri vísu eftir Valgarð bróður hans en vísan hljómar svona: Uppi í Hæli voru tveir./ Jón og Tolli heita þeir./ Ef að annar þeirra deyr/ þá eru þeir ekki lengur tveir. Ásgeir sem oftast er kallaður Geiri múr hefur lengi fengist við að mála og er þetta þriðja einkasýning hans en áður hefur hann sýnt á Selfossi og í Vestmannaeyjum. Ásgeir Þor- valdsson sýnir á Árbakkanum Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Sýning Ásgeir sýnir verk sín á kaffihúsinu Við árbakkann. Þórir Jónsson vekur athygli á þvíað í jólablaði Morgunblaðsins sé sagt frá því að allir fái sagir í Hjalladal í Heiðmörk „til að höggva trén“. Miklu orkar höndin hög, held að seint því linni. Höggvin tré með Sandvik sög suðrí Heiðmörkinni. Hjálmar Freysteinsson undraðist þetta: Ýmislegt á ævi minni undrast hefi mjög. Nú er hægt í Heiðmörkinni að höggva tré með sög. En Friðrik Steingrímsson kippti sér ekkert upp við það, enda ýmsar sagir til í Mývatnssveitinni: Úrval virðist orðið glæst engin höft né þyrnar, ef að höggsög hefur bæst við hinar tegundirnar. Hermann Jóhannesson rekur þetta til tækninnar, kannski Ís- lenskrar erfðagreiningar? Gríðarvel er grenið ræktað og genabætt svo mjög að nú er, ef þér hentar, hægt að höggva það með sög. Þá Kristján Eiríksson: Nú, lokið skal raunanna rexi, um rangt mál ei lengur neinn pexi, annars höndin mín hög þá heggur með sög eða sagar þá sundur með exi. Loks Davíð Hjálmar Haraldsson: Rangfærslur rétt er að laga. Í Reykholti í eldgamla daga framið var morð, þá féllu svo orð við ódæðið: „Eigi skal saga.“ Sög til að höggva tré? VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.