Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 44
44 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 ✝ Tómas Karlssonfæddist á Stokks- eyri 20. nóvember 1923 Hann lést í Reykjavík 27. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Karl Frímann Magn- ússon skósmiður og útgerðarmaður á Stokkseyri, f. 4.10. 1886, d. 30.1. 1944, og seinni kona hans, Kristín Tómasdóttir húsfreyja, f. 4.6. 1888, d. 12.2. 1967. Systkini Tómasar eru: Karl Magn- ús, f. 1911, d. 1938; Sigríður Bjarn- ey, f. 1913, d. 1998; Karítas, f. 1914, d. 2001; Svanlaug, f. 1915, d. 1920; Margrímur Svanur, f. 1922; Jó- hanna Pálína, f. 1925; Ólöf, f. 1927; og Sesselja Margrét, f. 1929. Hinn 25.12. 1948 kvæntist Tómas Bjarnfríði Símonardóttur, f. 26. desember 1921, d. 11. febrúar 2007. Foreldrar hennar voru Símon Stur- laugsson útvegsbóndi og formaður á Kaðlastöðum á Stokkseyri, f. 12.2. 1895, d. 26. 9. 1957, og Vikt- oría Kolfinna Ketilsdóttir hús- freyja, f. 18.1. 1898, d. 19.10. 1993. Benna og Tómas eignuðust fimm börn, þau eru: 1) Viktor Símon, f. 10.8. 1948, maki Ásrún Sólveig Ás- geirsdóttir. Börn þeirra eru: a) Ás- laug Júlía, f. 10.9. 1974, maki Rún- ardóttir. Barn þeirra: Sólmundur Ingi., f. 13.12. 2005. Synir Þórdísar og uppeldissynir Símonar eru Magnús Bjarki og Eyþór. Sonur Símonar og Margrétar Önnu Krist- jánsdóttur er Arnar Már, f. 25.6. 1978, sambýliskona Sara S. Jóns- dóttir. Dætur Símonar og Fjólu Breiðfjörð Ægisdóttur eru: a) Benna, f. 23.12. 1983, sambýlis- maður Einar Ingi Marteinsson. b) Íris Rán, f. 15.5. 1987, barn Aníta Björg, sambýlismaður Guðmundur Birgisson. c) Álfheiður Björk, f. 29.10. 1990. 5) Hafsteinn, f. 1.11. 1960, d. 3.5. 2003. Sonur Hafsteins og Öldu Agnesar Sveinsdóttur er Stefán Ágúst, f. 23.11. 1981. Börn Hafsteins og Sóleyjar Margrétar Ármannsdóttur eru: a) Fjóla Kar- en, f. 14.3. 1988, dóttir hennar er Thelma Karen, sambýlismaður Hlynur Páll Guðmundsson. b) Tóm- as Ármann, f. 30.6. 1994. Uppeld- issonur Hafsteins og sonur Sól- eyjar var Ingibergur Friðrik, f. 1.1. 1977, d. 24.3. 2002. Tómas ólst upp í foreldrahúsum og vann þar ýmis störf til sjós og lands. Hann fór ungur til sjós með föður sínum og ævistarf hans var sjómennskan. Átti hann farsælan feril sem öruggur sjómaður og aflasæll skipstjóri. Hann og Bjarnfríður bjuggu all- an sinn hjúskap í Hafsteini. Síðast- liðið ár bjó hann á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi. Útför Tómasar fer fram frá Stokkseyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ar Þór Larssen. b) Sturla Símon, f. 16.9. 1977, maki Halla Rós Eiríksdóttir. Börn: Erika Árný og Vikt- oría Valný. Dóttir Höllu og uppeld- isdóttir Sturlu er Ólafía Gerður. c) Ás- geir, f. 1.7. 1985, unnusta Katla Sjöfn Hlöðversdóttir. d) Eyþór Bjarni, f. 12.3. 1990. 2) Karl Magn- ús, f. 28.12. 1952, maki Anna S. Páls- dóttir. Börn þeirra: a) Eygló Fríða, f. 10.4. 1973, maki Einar Jónsson, börn: Þórey og Jón Karl. b) Tómas, f. 4.2. 1975, maki Heidi M. Karls- son, dætur Helena, Anna og Isa- bella. c) Svanur, f. 16.1. 1982. d) Viktoría Kolfinna, f. 20.6. 1987, dóttir hennar er Eygló Fríða. 3) Kristín, f. 29.11. 1954, maki Guð- steinn Frosti Hermundsson. Börn þeirra: a) Margrét Harpa, f. 15.6. 1977, sambýlismaður Guðmundur Ómar Helgason, barn Kolfinna Sjöfn. b) Hermundur, f. 10.12. 1980, sambýliskona Ása Berglind Hjálmarsdóttir, barn Ragnheiður Sól. c) Bjarnfríður Laufey, f. 24.3. 1982, maki Ólafur Þór Jónsson, barn Jón Finnur. d) Tómas Karl, f. 21.3. 1990. 4) Símon Ingvar, f. 11.1. 1959, maki Þórdís Sólmund- Elsku Tómas afi, nú er ljósið þitt bjarta slokknað, en ljós þitt mun ætíð lifa í minningu okkar. Nú ertu kominn til þinnar heittelskuðu Bennu ömmu og erum við viss um að hún hefur tekið vel á móti þér. Þær eru margar góðu og skemmtilegu minningarnar sem hafa rifjast upp síðustu dagana. Maður gæti enda- laust talið upp. Afi sem alltaf var svo góður og tilbúinn að taka á móti barnabörnunum. Við kveðjum þig með söknuð í hjarta elsku afi. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Gegnum Jesú helgast hjarta í himininn upp ég líta má. Guðs míns ástar birtu bjarta bæði fæ ég að reyna og sjá. Hryggðarmyrkrið sorgar svarta sálu minni hverfur þá. (Hallgrímur Pétursson) Áslaug, Sturla, Ásgeir og Eyþór. Nú er afi á Stokkseyri fallinn frá og eigum við systkinin margar ljúfar minningar um hann. Afi var traustur, rólegur og athug- ull maður, hafði góða nærveru og bárum við mikla virðingu fyrir hon- um. Afi var sjómaður í húð og hár og var alltaf spennandi þegar hann var að koma í land. Amma leit þá oft út um eldhúsgluggann til að athuga hvort Hólmsteinn væri nokkuð sjá- anlegur og upplifði maður kátínuna með henni þegar báturinn sást. Þá máttum við stundum fara niður á bryggju og taka á móti afa og oftar en ekki fengum við að fara um borð og sýndi hann okkur þar ýmsar furðuskepnur. Heima í Hafsteini máttum við svo ekki hafa hátt því afi þurfti að hvíla sig eftir róðurinn. Afi var mjög vinnusamur og kom hann, ásamt ömmu, mörg sumur og haust heim að Egilsstöðum að hjálpa til við baggaheyskap og kartöfluupp- tekt. Hundarnir heima voru sérstak- lega hændir að afa og ömmu, sem komu iðulega með eitthvað matar- kyns handa þeim, og þekktu þeir bambann og bláus í margra kíló- metra fjarlægð. Eftir að afi hætti að róa eyddi hann ófáum stundum í bíl- skúrnum að gera við hitt og þetta og grobbuðum við systkinin okkur af því að eiga afa sem gæti lagað allt, enda var hann mjög handlaginn. Afi var mikill bílaáhugamaður og átti alltaf mjög flotta bíla. Okkur þótti ógurlegt sport að fá að fara í bíltúr með honum og ömmu á bambanum og var þá „Jónas og fjölskylda“ gjarnan sett í tækið og hækkað vel í. Þegar kom að því að við keyptum okkur bíla fannst okkur nauðsynlegt að sýna afa þá, hversu miklir skrjóð- ar sem þeir voru, og oftar en ekki var afi hafður í ráðum með bílakaup- in. Tedrykkja var eitt af sérkennum afa og fengum við oft sem börn te hjá honum. Eftir að við eldri systkinin stofnuðum heimili fannst okkur nauðsynlegt að eiga Melrose’s te ef hann skyldi nú koma í heimsókn. Afi var mikill húmoristi og notaði marga frasa sem eru minnisstæðir eins og „þú gerir það víst“, „jæja, ég er til“, „hvað heldur þú að kötturinn segi?“ „og hvur segir það?“ og „hva, hann er kaldur“ er hann var að borða ís. Afi var listakokkur og gekk maður alltaf að því sem vísu að fá fisk hjá honum í hádeginu og graut á eftir og hélt hann þeirri rútínu líka eftir að hann varð einn í heimili. Afa þótti gaman að ráða krossgátur og er okk- ur minnisstætt að amma réð gjarnan Vikukrossgáturnar fyrst og strokaði síðan lausnina út svo afi gæti ráðið þær er hann kæmi í land. Samband afa og ömmu var mjög innilegt og var eftirtektarvert hve mikil vænt- umþykja var þeirra á milli. Við erum viss um að amma strýkur nú afa á ný um vangann. Afi kunni ógrynni af vísum og safnaði hann m.a. vísum afa síns, Magnúsar Teitssonar, er orti eftir- farandi og afi fór oft með: Íslenskt er skapað í mér blóð, íslenskum kem ég frá. Íslenskan brúka mun því móð mér þegar liggur á. Íslenskan þykir öllum góð, íslenskir hrósið fá. Eins er það víst að íslensk þjóð ílengist Guði hjá. Elsku afi, við þökkum fyrir þann tíma sem við áttum með þér og von- um að við náum að miðla visku þinni áfram til komandi kynslóða. Gott er að eiga góðs að minnast. Margrét Harpa, Hermundur, Benna Laufey og Tómas Karl. Elsku afi. Þegar ég kveð þig nú verður mér hugsað til allra stund- anna sem við áttum saman. Þegar þú kenndir mér að dansa, eða þegar þú varst í bænum með bátinn í slipp og gistir hjá okkur. Það var mjög eft- irsóknarvert hjá okkur systkinunum að fá að gista hjá ömmu og afa á Stokkseyri þar sem við fengum að vera í góðu yfirlæti, gátum leikið okkur í fjörunni og ekki skemmdi að það var nóg af bakkelsinu handa honum bróður mínum. Eða þegar við hlupum niður á bryggju til að taka á móti þér þegar þú komst í land, og eins að við feng- um að kúra hjá ömmu í afabóli þegar þú varst úti á sjó. Tómas Karlsson ✝ Garðar Rafn Ás-geirsson fæddist í Reykjavík 15. janúar 1929. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 24. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Jónína Páls- dóttir frá Arnhóls- stöðum í Skriðdal, f. 21.6. 1906, d. 5.7. 1965 og Ásgeir Ein- arsson frá Holtahól- um í Hornafirði, f. 6.5. 1906, d. 12.3. 1992. Systkini Rafns eru Ásta Sigrún, f. 31.5. 1930 og Reynir, f. 25.2. 1935. Eiginkona Rafns er Ragnhildur Einarsdóttir, f. í Selhaga 14.3. 1924. Foreldrar hennar voru Helga Jóns- dóttir og Einar Helgason. Fóstur- foreldrar hennar frá 1930 voru Jós- ef Björnsson og Jóhanna S. Magnúsdóttir á Svarfhóli í Stafholt- maki Hafdís Thelma Ómarsdóttir, f. 27.3. 1980. Börn þeirra eru Aníta Jasmín, f. 16.11. 2000 og Alexander Jón, f. 25.8. 2004. 3) Ásgeir, f. 12.2. 1956, maki Rebekka Guðnadóttir, f. 16.2. 1953. Börn þeirra eru: a) Guðni Rafn, f. 14.11. 1977, maki Freyja Guðjónsdóttir, f. 5.11. 1980. Börn þeirra eru: Gabríel Rafn, f. 28.5. 2000 og Rebekka, f. 30.10. 2004. b) Jóhanna, f. 30.5. 1984, sam- býlismaður Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, f. 22.1. 1982. c) Ásgeir Yngvi, f. 24.1. 1986, sambýliskona Berglind Þorsteinsdóttir, f. 23.7. 1986. d) Davíð, f. 14.10. 1993. 4) Hrafnhildur Jónína, f. 29.11. 1967, sambýlismaður Nelson Patricio De Brito f. 17.3. 1981. Börn Hrafnhild- ar og Björgvins H. Bjarnasonar eru Rafn Hlíðkvist, f. 27.12. 1989, og Kolbrún Ellý Hlíðkvist, f. 20.5. 1996. Rafn ólst upp í Reykjavík en kom að Svarfhóli 1945 sem vinnumaður, þá á sautjánda ári. Hann tók við búi á Svarfhóli ásamt Ragnhildi konu sinni árið 1954 og hefur búið þar allar götur síðan. Útför Rafns fer fram frá Reyk- holtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. stungum. Börn Rafns og Ragnhildar eru: 1) Jósef Jóhann, f. 7.9. 1950, maki Líney Traustadóttir f. 9.10. 1952. Börn þeirra eru: a) Heiðrún Hödd, f. 29.7. 1972, b) Trausti, f. 14.2. 1976, c) Helga Björk f. 15.5. 1981, sambýlismaður Raul Gutierrez Mart- inez, f. 6.2. 1980. Son- ur þeirra er Mikael Jósef, f. 16.11. 2005. 2) Sólrún Anna, f. 22.11. 1953, maki Jón Finnsson, f. 12.9. 1946. Börn þeirra eru: a) Hugrún Íris, f. 28.7. 1972, maki Rafn Jóhannesson, f. 18.7. 1974. Börn þeirra eru: Arnór Daði, f. 18.6. 2002 og Heiða Rakel, f. 29.7. 2006. b) Hildur, f. 8.4. 1976, sambýliskona Karen Hauksdóttir, f. 4.2. 1973. c) Finnur, f. 14.6. 1979, Elsku pabbi minn er farinn. Und- anfarnar vikur eru búnar að vera erfiðar. Þann 20. október síðastlið- inn datt hann pabbi heima og lær- brotnaði og þá hófst sjúkrahúslega sem stóð í fimm vikur. Stór aðgerð og allt sem fylgdi í kjölfarið var of mikið fyrir hann með sína undir- liggjandi sjúkdóma, hann barðist en að lokum þraut krafta og hann and- aðist á Sjúkrahúsi Akraness mánu- daginn 24. nóvember síðastliðinn. Allt í einu var pabbi orðinn svo lít- ill og ég svo stór, hann sem ég treysti alltaf á var orðinn svo veikur og þá fannst mér ég verða að vera svo óskaplega sterk til að hann gæti treyst á mig. Svona skiptust hlut- verkin á. Söknuðurinn er mikill, eftir honum, liðnum tímum, lífinu í sveit- inni, en við verðum að trúa því að við komum sterkari út úr sorginni. Hugurinn leitar til baka, við pabbi á leiðinni í fjárhúsin að vetri til, ég sit á skíðasleðanum, hann ýtir mér á ísilögðum veginum niður eftir, svo er farið niður að á, brotin vök og vatn flutt í tveimur fötum á grind sem borin er á herðum hans heim í fjárhús og kindurnar ryðjast að til að fá sopann sinn. Síðan farið í hlöð- una, stunginn stabbinn og gefið á garðann, talið inn í húsin, 25 í hverja kró. Svona leita minningarnar á þetta haustið, fjárhúsin horfin og kindurn- ar líka. Ég man líka þegar pabbi kenndi mér að draga til stafs, skrif- aði forskrift og ég vandaði mig eins og ég gat að herma eftir. En svo kom að því að ég hjálpaði honum að skrifa, þá var þróttur hans þverr- andi og ég gat endurgoldið skrift- arkennsluna. Pabbi kom ungur að Svarfhóli, hann tók ástfóstri við sveitina og mömmu sem var heima- sætan á bænum. Hann elskaði sveit- ina, hestana, vornóttina, að vitja um netin í ánni og svo mætti lengi telja. Á Svarfhóli átti hann sitt líf, þar var allur hans fjársjóður. Minningin um Rabba á Svarfhóli eins og hann var alltaf kallaður lifir með okkur af- komendum hans um ókomna tíð. Takk fyrir allt, elsku pabbi minn. Guð geymi þig. Sólrún. Elsku hjartans pabbi minn, nú eru þrautir þínar á enda. Lífsganga þín var ekki alltaf auðveld. Þú fædd- ist með hjartagalla sem olli því að þú bjóst við heilsubrest lengst af. Þú varst fallegur og góður maður jafnt innan sem utan. Hjartagæska þín var mikil og alltaf gat pabbastelpan leitað til þín ef henni leið illa og þú þerrað tárin af litlum vanga og seinna meir stórum vanga. Oft og tíðum svaf ég í holunni hjá þér og mömmu og þú sagðir mér rebbasög- ur og sögur af svaðilförum bænda í leitum á heiðum, sögum af skepnum í háska, björgunarleiðöngrum og fleira. Þá varst þú ættrækinn og sagðir mér oft frá dvöl þinni hjá ömmu þinni og afa fyrir austan og sögur af foreldrum þínum og frænd- fólki. Lífsstarf þitt var að vera bóndi og það orð fór af þér að þú fóðraðir all- ar skepnur af alúð og natni og spar- aðir aldrei neitt við þær enda var Svarfhólsbúfénaðurinn þekktur fyr- ir að vera í góðum holdum. Hestar voru þér sérstaklega hugleiknir og áttir þú góða hesta. Má þar helstan nefna Blakk sem þú fékkst ungan og efnilegan en varðst svo að selja því peninga vantaði í búið og til marks um gæði Blakks þá fékkst bílverð fyrir hestinn. Þú sagðir mér oft hversu þungbær sú stund var er þú kvaddir Blakk. Seinna þegar Blakk- ur var á 14. vetri eignaðist þú hann aftur og þá urðu fagnaðarfundir og áttuð þið saman góðar stundir eftir það. Þú varst góður söngmaður og hafðir dálæti á fallegum söng. Þú varst félagsvera og fannst þig best innan um fólk og á mannamótum í vinahópi. Ég mun seint gleyma reið- túrunum og hestaferðunum sem ég fór með þér í, hvort sem það var að vitja um netin suður að Hvítá eða ferðir á hestamót, réttir og fleira. Á bæi fór ég oft með þér til að spjalla við fólk og fá kaffi og kökur, stund- um fórum við ríðandi eða jafnvel á traktornum. Það fór ekki fram hjá neinum sem þig þekktu að Bakkus var oft á tíðum þinn förunautur með sínum kostum og göllum sem honum fylgja. Þér þótti einstaklega vænt um börnin þín, barnabörnin og seinna barnabarnabörnin og hændust þau mjög að þér. Þú fylgdist náið með þeim í lífi og starfi og hlakkaðir til að fá þau í heimsókn til þín í sveit- ina. Þá áttir þú það til að gefa þeim lamb eða jafnvel folald sem gladdi lítil hjörtu ómetanlega. Árið 2003 fórum við Sólrún systir með þér til Ameríku að heimsækja systur þína hana Ástu og fjölskyldu hennar í Ohio og var það ógleym- anleg ferð. Þar naust þú þín svo sannarlega og nutum við gestrisni hennar og fjölskyldu hennar. Það var erfið kveðjustund er þú kvaddir systur þína þá í síðasta skiptið sem þið sáust í þessu lífi. Elsku pabbi, nú er komið að lokum og nýr kafli tekur við. Þú verður alltaf í hjarta mínu allt þar til við hittumst á ný og þá lofa ég því að við skellum okkur á góða gæðinga sem ég veit að bíða til- búnir eftir endurfundum við okkur og þá verður gaman. Þín dóttir, Hrafnhildur Jónína. Elskulegur tengdafaðir minn er látinn og er hans sárt saknað. Hann Rafn var mikill karakter, yndislegur tengdafaðir og mjög góð- ur afi og langafi, enda bæði hlýr og skemmtilegur. Það var sama hvenær við fjöl- skyldan komum að Svarfhóli, alltaf var okkur jafn vel fagnað og börnin fundu hvað afa þótti vænt um þau. Hann var alltaf jafn stoltur af þeim og ekki spar á hólið þegar honum fannst þau hafa afrekað eitthvað. Söngelskur var hann með afbrigð- um, enda sjálfur söngmaður góður. Ég minnist einnar ferðar okkar Garðar Rafn Ásgeirsson frá langafabörnum Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Elsku langafi, hvíl í friði. Aníta Jasmín og Alex- ander Jón, Arnór Daði og Heiða Rakel. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.