Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 26
26 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 Laugardagur 6. desmber kl. 10.30 Í brennidepli Hrun bankanna, rannsókn og rannsóknarnefnd Birgir Ármannsson, alþingismaður, og Haraldur Ingi Birgisson, lögfræðingur Viðskiptaráðs, ræða hrun bankanna á opnum fundi í Valhöll. Vörður - Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík stendur fyrir fundinum og Rúna Malmquist, viðskiptafræðingur, og Theodór Bender, formaður Óðins, eru fundarstjórar. Nánari upplýsingar um fundinn og félagsstarf sjálfstæðismanna má finna á heimasíðu flokksins, www.xd.is, eða í síma 515 1700. Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | „Höfum trú á okkur, þá mun okkur takast allt,“ sagði Hjördís Árnadóttir, framkvæmda- stjóri fjölskyldu- og félagssviðs Reykjanesbæjar, á fundi sem bæj- arstjóri Reykjanesbæjar hélt með íbúum á fimmtudag til þess að skýra stöðu mála í ljósi efnahagskrepp- unnar og kynna verkefni sem fram- undan eru. Hjördís uppskar lófatak fyrir og óhætt að segja að þetta hafi verið einkunnarorð fundarins. Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja og bæjarfulltrúi, hóf yfirreiðina með því að kynna stöðu atvinnuleysis. Guðbrandur sagði hæsta hlutfall at- vinnulausra á Suðurnesjum, eða 9,67%. „Þetta er annað og meira en við upplifðum þegar Varnarliðið fór og gleymum því ekki að á bak við þessar tölur eru 1.047 manneskjur sem eiga erfitt og þarf að hjálpa.“ Guðbrandur sagðist áætla að at- vinnuleysi ætti eftir að aukast frekar en þegar botninum væri náð í 12 til 15% væri vonandi hægt að spyrna upp aftur. Hjördís Árnadóttir sagði frá Virkjun, samfélagsverkefni sem hef- ur það að markmiði að styrkja vel- ferð og nýsköpun með nýtingu mannauðs. Starfsemi Virkjunar á að vera sjálfbær og grundvallast á sam- hjálp og samstöðu. Unnið verður að virkjun hugmynda og lausna, að sögn Hjördísar með almennri ráð- gjöf við einstaklinga og þróun nýrra atvinnutækifæra. Hjól atvinnulífsins snúist Allar framkvæmdir í Reykja- nesbæ og öll starfsemi á svæðinu mun fyrst og fremst miðast að því að láta hjól atvinnulífsins snúast, sporna við atvinnuleysi með því að skapa ný störf og sjá til þess að fólk missi ekki húsnæði sitt og heimili. Bæði Halldór Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Húsaness, og Geir- mundur Kristinsson sparisjóðsstjóri lögðu áherslu á þessi atriði í máli sínu og nefndu að hér þyrfti stuðn- ing ríkisvaldsins. „Engin ný verkefni eru á döfinni á vegum Reykjanes- bæjar, en nóg af framkvæmdum,“ sagði Guðlaugur Sigurjónsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar, og bætti við að horft yrði til mann- frekra verkefna. Í Helguvík og á Vallarheiði eru mörg ónýtt tækifæri sem hugmynd er að nýta og þegar er byrjað að nýta. Álver í Helguvík, kísilverk- smiðja í Helguvík, gagnaver á Vall- arheiði og ný menntatækifæri hjá Keili voru meðal þess sem kynnt var á fundinum. Ný starfsemi gæti skap- að í kringum 2.000 störf í áföngum á næstu árum og nýjar námsbrautir hjá Keili skapað nýja mennt- unarmöguleika. Hins vegar hefur fjármálakreppan, þó aðallega orð- spor Íslendinga á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum, sett strik í reikn- inginn varðandi fjármögnun Helguvíkur og áður en hægt verður að taka skóflustungu að húsnæði kís- ilverksmiðju verður að tryggja raf- orkusamning. Gagnaverið þarf fleiri sæstrengi áður en hægt verður að gangsetja það, en lagning þeirra er á döfinni. Einnig er fyrirhuguð frekari uppbygging auðlindagarðs á Reykjanesi á vegum Hitaveitu Suð- urnesja. Þá býður nálægðin við al- þjóðaflugvöll upp á mikla möguleika, því áfangastaðir eru margir beggja vegna Atlantshafs, eins og fram kom hjá Elínu Árnadóttur, forstjóra FLE ohf. Sautján flugfélög tengdust starfsemi Leifsstöðvar og þótt ís- lensku ferðafólki ætti eftir að fækka á næstu árum gerir Elín ráð fyrir að árið 2013 verði fjöldi ferðafólks bú- inn að ná tölu ársins í ár. „Á tímum breytinga sest fólk oft niður og horfir á hlutina upp á nýtt,“ sagði Runólfur Ágústsson, fram- kvæmdastjóri Keilis. „Okkar verk- efni er að opna dyr,“ sagði Runólfur Einar Bárðarson, verkefnisstjóri í ferðaþjónustu Reykjanesbæjar, s.s. Hljómahallar, Víkingaheima og Blue diamond, lauk sínu máli hins vegar á því að segja að íbúar svæðisins gætu farið inn í hátíðina með glöðum hug, því tækifærin væru augljóslega hér. „Höfum trú á okkur, þá tekst okkur allt“ Horft fram á veginn á fjölmennum íbúafundi í Reykjanesbæ Morgunblaðið/Svanhildur Eiríkdóttir Virkjun Hjördís Árnadóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og félagsmála- sviðs, sagði frá þróun nýrra atvinnutækifæra með virkjun hugmynda. Í HNOTSKURN »Hæsta hlutfall atvinnu-lausra er á Suðurnesjum, eða 9,67%. »Á bak við þessar tölur eru1.047 manneskjur. »Ný starfsemi í Reykja-nesbæ gæti skapað í kring- um 2.000 störf í áföngum á næstu árum og nýjar náms- brautir hjá Keili skapað nýja menntunarmöguleika. „MÉR líst afskaplega vel á þessar hugmyndir með kísilverksmiðju, en það vantar enn og aftur orku- öflun til þess að þetta verkefni geti farið af stað. Það er eiginlega sama sagan með Helguvík- urverkefnið. Þar stendur á iðnaðarleyfi til þess að þeir geti farið í fram- kvæmdir á sínum áætl- unum. Þannig að það stendur pínulítið upp á stjórn- völd að hægt sé að hrinda þessum verkum í framkvæmd og það er brýnt,“ sagði Skúli Thorodd- sen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, þeg- ar hann var inntur eftir því af blaðamanni hvernig honum litist á þær hugmyndir sem verið væri að kynna á fundinum. Skúli sagði ljóst að á svæðinu væru ýmis framtíð- artækifæri sem menn gætu ekki látið framhjá sér fara. „Ég dreg það hins vegar í efa að hægt verði að byrja á þessum framkvæmdum á næsta ári, eins og áætlanir kveða á um. Við verðum sennilega að bíða fram til ársins 2010 til þess að sjá einhvern árangur. Hér hafa verið mikil tækifæri og þau eru enn fyrir hendi. Ég bind miklar vonir við Helguvíkurverkefnið.“ Bindur vonir við Helguvíkurverkefnið Vongóður Skúli Thorodd- sen segir tækifærin mörg. MEÐAL gesta á íbúafund- inum voru vinkonurnar Hildur Hauksdóttir og Elín Arnbjörnsdóttir. Hildur er atvinnulaus og vinnur að því að skapa sér atvinnutæki- færi en Elín sagðist heppin að vera í vinnu. Þær voru mjög áhugasamar um það sem fram kom á fundinum og sumt kom greinilega á óvart. „Það hefur ýmislegt kom- ið hér fram sem mér líst ágætlega á og væri sniðugt, en ég hef ekkert mikla trú á því að það virki akkúrat núna,“ sagði Elín. Hún tók fram að sér fyndist málin vera borin á borð helst til léttvægt, eins og þetta væri ekkert mál. Hildur sagðist setja spurningarmerki við af hverju væri verið að ræða þetta núna, flestar hugmyndirnar væru búnar að vera svo lengi í farvatninu. „Nema þessi Virkjun, sem Hjördís Árnadóttir var að kynna, samfélagsverkefni sem sprettur upp vegna ástandsins. Þó að þetta sé hugsað sem sjálfbær starfsemi og litlir peningar lagðir í þetta þá er það félagslegi þátturinn sem skiptir máli,“ sagði Hild- ur. Hildur er sjálf að vinna að virkjun tækifæris, er að þróa hugmynd að félagsmiðstöð og hefur fengið til þess styrk frá Atvinnumálum kvenna og þar með viðurkenningu á hugmyndinni. Flest búið að vera lengi í farvatninu Vinkonur Hildur og Elín. Á TÓLF mánaða tímabili til loka október sl. hefur kaupmáttur al- mennra launa minnkað um 6,1%. Hann er nú svipaður og fyrir um þremur árum eða undir lok árs 2005. Hagdeild ASÍ segir að ástæð- an fyrir minnkandi kaupmætti sé fyrst og fremst mikil og vaxandi verðbólga. Þannig mældist 12 mán- aða verðbólga í október 15,9% og hún fór yfir 17% í nóvember. Kaup- taxtar og greidd laun hafi engan veginn náð að fylgja verðbólgunni eftir sem sést af því að 12 mánaða breyting launavísitölu í október var aðeins 8,8%. „Þar sem verðbólga gæti enn átt eftir að aukast er hætt við að kaup- máttur haldi áfram að minnka á næstunni. Þetta er áhyggjuefni þar sem heimilin í landinu hafa safnað upp miklum skuldum með innlend- um verðtryggðum lánum og lánum í erlendri mynt. Mörg þeirra eiga á hættu að lenda í greiðsluerfiðleik- um,“ segir í umfjöllun ASÍ um þessa þróun kaupmáttar launa. Kaupmáttur minnkaði um 6,1%         !"        #       $ " %  # $% !&   !& #$  ! & KLUKKAN á Lækjartorgi er aftur komin á sinn stað en hún var sett upp í gær eftir viðamikla viðgerð vegna skemmda sem urðu á henni fyrir í sumar. Tengja á rafmagn í klukkuna í dag svo hægt verði að stilla hana og setja hana í eðlilegan gang. Það er Kiwanisklúbburinn Katla sem sér um viðhald og rekstur klukkunnar sem var í daglegu tali kölluð Persil-klukkan en henni var komið þar fyrir af framleiðanda Per- sil-þvottaefnis. Skv. upplýsingum forsvarsmanns Kötlu var það á gamlárskvöld árið 1929 sem úrsmið- irnir Sigurður Tómasson og Sig- urður Ingólfsson auk rafvirkja lögðu lokahönd á uppsetningu og frágang klukkunnar, sem hóf síðan að ganga um miðnætti þegar árið 1930 gekk í garð. Kiwanisklúbburinn Katla gekk frá samkomulagi við Reykjavíkurborg 1. maí 1980 um að Katla myndi sjá um viðhald og rekstur klukkunnar, en mætti afla tekna með auglýs- ingum á hliðum hennar. „Ýmsir að- ilar hafa sýnt okkur skilning með því að auglýsa á klukkunni, enda með- vitaðir um að það fé sem inn hefur komið hefur farið, að undanskildum rekstrarkostnaði, til ýmissa líkn- armála,“ segir í frétt frá Kötlu- félögum. „Á þessum 28 árum hefur orðið að endursmíða klukkuna tvisvar að mestu leyti. Þá hefur hún orðið fyrir ýmsum skakkaföllum, svo sem í sumar að verktaki varð fyrir því að aka á hana og er hún því nú í viðgerð sem lýkur fljótlega. Undanfarin ár hefur Landsbank- inn auglýst hjá okkur en sá samn- ingur rennur út nú um áramótin. Okkur mun því vanta velviljaðan að- ila til samstarfs.“ Persil-klukkan komin á sinn stað á torginu Í tæp 80 ár Klukkan á Lækjartorgi hóf sinn gang í ársbyrjun 1930.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.