Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 28
28 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 ÞETTA HELST ... ● Heildarvelta með hlutabréf var 335,6 milljónir króna í Kauphöllinni í gær. Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,29% og endaði í 651,9 stigum. Bréf í Atorku hækkuðu mest, eða um 27,7%, en veltan var aðeins 590.000 kr. Bréf í Bakkavör hækk- uðu um rúm 11%. Bréf Össurar voru þau einu sem lækkuðu, fóru niður um 0,84%. thorbjorn@mbl.is Heildarveltan 335 milljónir í Kauphöll ● FORSTJÓRAR stóru bílafram- leiðenda þriggja í Bandaríkjunum, Chrysler, Gener- al Motors og Ford, mættu í gær fyrir þing- nefnd í þinghús- inu Washington í fjórða skiptið á tveimur vikum. Voru þeir að fylgja beiðni fyrirtækj- anna um samtals 34 milljarða dollara neyðarlán til handa fyr- irtækjunum eftir. Enn er óljóst hvort þingið mun samþykkja beiðni fyrirtækjanna en andstaða við því er mikil. Segir í bandarískum vefmiðlum að næsta víst sé að Chrysler og GM verði gjaldþrota fái fyfirtækin ekki að- stoð. Ford sé í betri stöðu. gretar@mbl.is Fjórða tilraun bílafyrirtækjanna ● ICELANDAIR Group hefur und- irritað samkomulag um hlutafjár- viðskipti við meðeigendur sína að flugfélaginu Travel Service í Tékk- landi. Í því felst að eignarhlutur Ice- landair í Travel Service minnkar úr 80% í 66% af hlutafé félagsins. Unimex Group og Roman Vik/ GTO sem fyrir áttu 20% eignarhlut munu kaupa 14% hlutafjár og auka sinn hlut í 34% samtals. Í tilkynn- ingu segir að með þessu sam- komulagi sé verið að tryggja annars vegar fjármögnun Travel Service og hins vegar treysta samstarfið við meðeigendur. thorbjorn@mbl.is Hlutur Icelandair í Tra- vel Service minnkar ● HLUTABRÉF á Wall Street í New York féllu fyrst í verði í gær þegar í ljós kom að störfum í Bandaríkjunum fækkaði um 533 þúsund í nóv- embermánuði. Þetta er mesta fækkun starfa þar í landi á ein- um mánuði frá árinu 1974, eða í 34 ár, að því er fram kemur á fréttavef New York Times. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum jókst með þessu úr 6,5% í 6,7%. Segir í frétt NYT að spár geri ráð fyrir fram- haldi þar á. gretar@mbl.is Atvinnuleysi eykst enn í Bandaríkjunum STJÓRN Vinnslustöðvarinnar ætl- ar ekki að birta níu mánaða upp- gjör eins og að var stefnt. 21. október birtist tilkynning í Kauphöll Íslands um að uppgjörið yrði birt í seinasta lagi 21. nóv- ember. 11. nóvember var fresturinn framlengdur til 28. nóvember. Í gær var svo tilkynnt að uppgjörið yrði ekki birt. Var það rökstutt þannig að Vinnslustöðin hefði verið afskráð úr Kauphöllinni 14. nóv- ember og þyrfti því ekki að birta uppgjör ársfjórðungslega lengur. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðv- arinnar, segir að þessi ákvörðun hafi verið tekin í samráði við stjórn- endur Kauphallarinnar og Fjár- málaeftirlitsins. „Við erum að fara yfir stöðuna og munum auðvitað birta ársreikn- ing fyrir þetta ár fljótlega eftir ára- mót. Eitt af því sem fyrirtækjum verður væntanlega heimilt, sam- kvæmt nýlegri yfirlýsingu rík- isstjórnarinnar, er að færa uppgjör í evrum í stað króna. Það mun gefa aðra og gleggri mynd af rekstri fé- laga sem eru með lán og tekjur í er- lendri mynt. Þetta erum við að fara yfir því markmið stjórnarinnar er að gefa sem réttasta mynd af eign- um félagsins og skuldum á hverjum tíma,“ segir Sigurgeir. bjorgvin@mbl.is Birta ekki uppgjör Vinnslustöðin skoðar uppgjör í evrum ÞEKKING sérfræðinga á þeim erf- iðu málum sem finna hefur þurft lausnir á hefur ekki verið nýtt sem skyldi. Þetta var önnur af meginnið- urstöðum frummælenda og þeirra fundargesta sem létu skoðanir sínar í ljós í gær á hádegisverðarfundi Fé- lags viðskiptafræðinga og hagfræð- inga, FVH, undir yfirskriftinni Heimskreppan, Ísland og framtíðin, að sögn Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar skipulagsfræðings, sem var fundarstjóri. Sigmundur segir að hin meginnið- urstaða fundarins hafi verið sú, að stjórnvöld þyrftu að veita mun meiri og betri upplýsingar um stöðu mála en þau hafi gert til þessa. „Í því felst mikið gildi fyrir stjórnvöld,“ segir Sigmundur. „Betri upplýsingagjöf ýtir frekar undir úrlausn á vandan- um en hitt.“ Sigmundur segir að fram hafi komið á fundinum, að fundarmönn- um hafi fundist sem ekki sé leitað til hæfasta fólksins varðandi úrlausn þeirra mála sem séu efst á baugi í þjóðfélaginu. Gamaldags pólitík virðist of mikið ráða ríkjum. Frummælendur á fundinum voru Jón Daníelsson, Guðrún Johnsen og Katrín Ólafsdóttir. gretar@mbl.is Nýta sérþekkinguna betur Morgunblaðið/Kristinn Í ræðustól Guðrún Johnsen lektor flutti erindi á fundi FVH í gær. Aðrir ræðumenn voru Jón Daníelsson dósent og Katrín Ólafsdóttir lektor. Kreppan var rædd á fundi FVH STRAUMUR- Burðarás Fjár- festingarbanki lauk í gær fjár- mögnun upp á 133 milljónir evra. Það svarar til liðlega 21 milljarðs ís- lenskra króna. Í tilkynningu frá Straumi segir að fjármögnunin styrki lausafjárstöðu bankans og geri honum kleift að standa skil á sambankaláni að fjárhæð 200 millj- ónir evra, sem er á gjalddaga hinn 9. desember næstkomandi. Gjald- daginn á nýju fjármögnuninni er hins vegar í maí á næsta ári. Þá seg- ir í tilkynningunni að Straumur telji að bankinn sé nú í stöðu til að standa við allar fjárhagsskuldbind- ingar sínar. „Þessi fjármögnun er mikilvægur áfangi fyrir Straum, sérstaklega við núverandi aðstæður á mark- aði,“ segir William Fall, forstjóri Straums, í tilkyningunni. Þá segir hann þetta jákvætt skref fyrir ís- lenskan fjármálamarkað. gretar@mbl.is Lausafjár- staðan lagast William Fall Straumur tekur 133 milljónir evra að láni &'( &'(     # # &'( )(    # # *+, -+  ./0    # # 1234 *5(     # # &'( &'(      # #                 !     5 6 7 % 5+ 8+"9 7 % )  8+"9 7 % 4:  7 % ; % 4  9 <! =/ >6 /  8+"9 7 % ?"9$ ! ) 7 % '  7 % 3@A&. 3"")" 1  %B% 7 % C" 7 % !"" #$%&  5 6 5 ,D 5 6 @ + " @E1 4  ) 1F+D ) .G7  7 %  ' %( ") H "D 5" " H+% ;) 8/ 7 % ;9   7 % * &+ , -&                                I  9 /!  2 B+ + /!J ?"9 3   % % %   % %%   % %    % %    %  %%                                      1 /  9               *!  ! %  % % % % % %  % % % % % % % % % %  % % 52 52 52 52 52 52 ● GENGI krónu styrktist verulega í gær og nú kostar t.d. evran 153 kr. Visa- og Mastercard-gengið er samt hærra, en á vef Valitor og Borgunar kostar evran um 188 kr. Að sögn Val- itors er ástæðan sú að alþjóðlega greiðslunetið, sem kortafyrirtækin eru aðilar að, er hægt í vöfum og því séu áhrifin lengur að koma í gegn. Þegar menn noti greiðslukort í við- skiptum erlendis þá berist greiðslan allajafna til Íslands einum til þremur dögum síðar. Sumar færslur geti jafnvel borist enn síðar. jonpetur@mbl.is Styrking lengur að skila sér á kortin Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is KRÓNAN hélt áfram að styrkjast í gær eins og í fyrradag þegar Seðla- bankinn opnaði millibankamarkað með gjaldeyri á nýjan leik. Nam styrkingin í gær rúmum 11% en gengisvísitalan endaði í 204 stigum. Evran kostar nú um 153 krónur, Bandaríkjadollar kostar um 121 krónu og dönk króna tæplega 21 krónu. Í fyrradag styrktist krónan um rúm 8%, en það var mesta styrking hennar á einum degi frá því krónan var fyrst sett á flot á árinu 2001. Það met stóð stutt því styrkingin í gær sló því við. Viðmælendur blaðamanns hjá bönkunum sögðu eins og í fyrradag að allt bendi til þess að erlendur gjaldeyrir útflytjenda sé að skila sér til landsins. Og þar sem hann skili sér inn í meira mæli en útstreymið segir til um hafi krónan styrkst, eins og að var stefnt með þeim að- gerðum í gajdleyrismálum sem gripið hefur verið til að undanförnu. Hins vegar ber að hafa í huga að höftin á gjaldeyrismarkaðinum eru mikil og þeir sem til þekkja segja að þau hafi mikið að segja um þró- unina. Gæti tekið dýfu Hvort krónan heldur áfram að styrkjast á næstu dögum eða ekki er eðlilega erfitt að segja til um. Margir bjuggust ekki við því að hún myndi styrkjast í fyrradag. Í Morgunkorni Greiningar Glitnis segir að óvissa ríki um hvenær, og hvernig, núverandi gjaldeyrishöft- um verði aflétt. Gengi krónunnar gæti tekið hressilega skammtíma- dýfu á næstu mánuðum ef erlendum fjárfestum verði gert kleift að færa skammtímastöður sínar úr íslensku krónunni. Krónan styrkist áfram  Frá því krónan var aftur sett á flot í fyrradag hefur hún styrkst um tæp 20%  Innstreymi á gjaldeyri virðist meira en útstreymið en höft skipta einnig máli Í HNOTSKURN » Ef gengisvísitalan lækk-ar styrkist krónan en hún veikist hins vegar ef vísitalan hækkar. » Krónan styrktist um rúm11% í gær og er geng- isvísitalan komin niður í um 204 stig. Þetta er mesta styrking krónunnar á einum degi frá því hún var sett á flot fyrir sjö árum á árinu 2001. » Talið er að krónan getiveikst nokkuð þegar er- lendum fjárfestum verður gert kleift að færa skamm- tímastöður sínar úr íslensku krónunni, hvenær sem það annars verður. "/% "/%             '. )--/#-   0122# 0.# 2344
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.