Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 40
40 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 Vindsveipur eða gegnumtrekkur getur kveikt eld á ný Munið að slökkva á kertunum Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins BRÉFKORN mitt til Páls Magnússonar útvarpsstjóra með ábendingu um ábyrga ritstjórn, ekki ritskoðun, á útvarps- þætti þar sem ég skírskotaði til eðli- legra takmarkana siðlegrar umræðu í fjölmiðlum hefur ekki aðeins hreyft við viðkomandi út- varpsmanni heldur einnig sam- starfsmanni hans á Rás 1, Gauta Kristmannssyni bókmennta- gagnrýnanda. Mér er það hulin ráðgáta hvern- ig hinn skarpskyggni rýnir getur lesið kröfu um ritskoðun út úr frómri ósk minni um að útvarps- menn virði lög og siðareglur. Var það ekki þessi sami Gauti sem vildi leggja bönd á Hannes Hólm- stein Gissurarson um árið? Þá skrifaði hann í Morgunblaðið: „Það er það sorglega í þessu máli öllu, að höfundi, sem dæmt hefur sig vanhæfan með aðferðum sín- um, skuli leyfast, óhindruðum af eðlilegum takmörkunum siðlegrar umræðu í fjölmiðlum, að halda uppi linnulausum árásum á merk- asta rithöfund þjóðarinnar.“ Eyði ég nú ekki fleiri orðum á Gauta þennan. Umræddur útvarpsmaður, Hjálmar Sveinsson, kaus að snið- ganga bæjaryfirvöld í löngum þætti um skipulags- mál, að skjóta fyrst og spyrja svo. Þar með varð hann sjálfur ábyrgur og með- ábyrgur fyrir aðdrótt- unum, rangfærslum og skekkjum í þætt- inum sem er alltaf hætta á í einhliða um- fjöllun. Eftir þáttinn hefur hann gengið með grasið í skónum á eftir bæjarstjóranum í Kópavogi, bæði sent mannalega grein í Morgunblaðið og erindi með tölvupósti þar sem hann biður um viðtal. Mér líkar illa að láta skipa mér saklausum á sakamannabekk en þar sem ég er talsmaður góðs upplýsingastreymis frá Kópa- vogsbæ og nauðsynlegt reynist að rétta hlut bæjarins ákvað ég að láta undan síendurteknum óskum Rásar 1 um að tala við manninn. Ég geri það í trausti þess að hann hafi lært sína lexíu því að það var hann en ekki ég sem hefti upplýs- ingaflæðið til almennings. Ritstjórn, ekki ritskoðun Gunnar I. Birgisson svarar grein Gauta Kristmannssonar Gunnar I. Birgisson » Það var hann [Hjálmar Sveinsson] en ekki ég sem hefti upplýsingaflæði til al- mennings. Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi. REYNSLAN sýnir að í desember og fyrstu daga janúarmánaðar eru eldsvoðar tíðari en aðra mánuði ársins. Brunar þar sem kerti og kertaskreytingar eru mjög oft ástæður þess að kviknar í. Brun- ar sem koma má í veg fyrir með réttri um- gengni. Þættir sem gott er að hafa í huga: Þegar verið er með logandi kerti er mikilvægast að yfirgefa aldrei herbergið án þess að slökkva á þeim. Hafa kertaljós ekki í dragsúg. Hafa kertaljós ekki nærri efnum sem auð- veldlega getur kviknað í eins og gluggatjöldum. Hafa kertaljós ekki nærri eða ofan á rafmagnstækjum eins og sjónvarpi. Vanda val kerta en kviknað getur í húð kerta eða í hlutum sem settir eru í þau. Kerta- skreytingar þurfa að vera þannig að kertalogi nái ekki í grenigreinar eða nærliggjandi skraut. Kramarhús geta verið góð eldvörn í kertaskreyt- ingum. Úða kertaskreytingar með eldtefjandi efni en það fæst í flestum blómabúðum. Nota eingöngu þar til gerð ílát undir kerti en ekki ílát sem búin eru til með annað hlutverk í huga eins og blóma- vasa þar sem þeir geta sprungið vegna hitans. Festa kertin vel. Ekki láta kertin brenna al- veg niður. Láta börn ekki umgangast eld- færi eða logandi kerti. Brunum í desember verður ekki fækkað nema almenningur sýni andvara við notkun kertaljóss. Sýnum aðgát, skiljum ekki logandi kerti eftir án eftirlits og verum með eldvarnir heimilisins á hreinu. Öll heimili eiga að vera búin fleiri en einum reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnarteppi. Sigrún A. Þorsteins- dóttir skrifar varnaðarorð í þágu brunavarna Sigrún A. Þorsteinsdóttir » Brunum í desember verður ekki fækkað nema almenningur sýni andvara við notkun kertaljóss. Höfundur er sviðsstjóri slysavarnasviðs Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Af litlum neista verður oft mikið bál VIÐ umfjöllun Morgunblaðsins um ÍTV, Íslensku tónlist- arverðlaunin, sl. tvo daga er óhjá- kvæmilegt að bregð- ast. Til þessarar árlegu uppskeru- og yf- irlitshátíðar var stofnað af flytjendum, höfundum og útgef- endum tónlistar á Íslandi. Þessir aðilar bera sjálfir kostnað af há- tíðinni: launum framkvæmda- stjórnar, dómnefnda, kynna, tón- listarflytjenda, útsendingarstjóra sjónvarps, leigu salar, hljóð- kerfum, ljósabúnaði, verðlauna- gripum, auglýsingum o.þ.h. Til að mæta umræddum margmilljóna kostnaðarliðum, hefur það um ára- bil verið sjálfsagður hluti af fram- kvæmdinni að hverjum listamanni eða hverju verkefni sem lagt er fram til ígrundunar fylgi nokkur þúsund króna málamyndagreiðsla. Slíkar greiðslur hafa samanlagt mætt um 10% heildarkostnaðar við verðlaunahátíðina en einnig hafa umræddar greiðslur brýnt viðkomandi útgefendur, flytjendur og höfunda til að ígrunda vel framlög sín og benda á það sem upp úr stendur í hverju tilfelli. Í stað þess að einni dómnefnd sé gert að hlusta á og taka afstöðu til allra þeirra 2.500 verka ca. 250 listamanna sem gefin eru út árlega eru lagðar fram tillögur af þeim aðilum sem að hverju verkefni standa sem dómnefnd moðar síðan úr og velur að jafnaði 5 í hvern flokk. Sjálf verðlaunahá- tíðin beinir síðan kastljósum að einum sigurvegara í hverjum flokki. Dómnefndir skipaðar fagfólki inna jafnan störf sín af heiðarleika og kost- gæfni og það er með öllu óvið- eiagndi að ýja að því að þær nefndir stjórnist af nokkru öðru en fagmennsku. Um fyrrgreint fyrirkomulag verðlaunahátíðarinnar hefur ríkt sátt meðal þeirra sem komu ÍTV á fót og ábyrgjast framkvæmd þeirra og fjárhag. Þar til nú – eða hvað? Hver á að borga ? Menningarritstjóri Morg- unblaðsins kann að hafa reynt það á eigin skinni að ef blaðinu eru ekki tryggðir tekjustofnar með áskriftum, lausasölu og auglýs- ingum, greiðast engin laun. Verði slíkt ástand viðvarandi er sjálf- hætt. Peningarnir hrynja ekki af himnum ofan. Hvorki á Morg- unblaðið né Íslensku tónlist- arverðlaunin. Það níu þúsund króna framlag sem jafnan hefur verið látið fylgja hverri innsendingu til dómnefnda er sannarlega óverulegt í því sam- hengi sem hljóðritun, útgáfa og kynning eins hljómplötuverkefnis jafnan er. Sá ungi og lítt reyndi útgefandi í Kima sem í gegnum Mogga sendir ÍTV kaldar kveðjur á borð við að honum „hugnaðist ekki að keppa í tónlist þar sem þátt- tökugjalds er krafist“ og að hann líti á ÍTV sem „tilraun til að auka jólasölu“ getur þess ekki í viðtali við Morgunblaðið að honum hafi boðist stuðningur eigin útgefenda- samtaka vegna umræddra gjalda, né að hann hafi sjálfur varið mörgum sinnum þeim upphæðum sem hér um ræðir til að setja allar sínar hljómplötur í nýútkomin Plö- tutíðindi, væntanlega þá til að „auka jólasölu“. Útgefandinn getur þess heldur ekki að Kimi hans deilir skrifstofu með Kraumi Ólafs í Samskipum sem nýverið hélt sín eigin tónlist- arverðlaun, en mörg þeirra féllu einmitt Kima í skaut. Kannski eru peningar Ólafs „fínni“ en peningar þeirra tónlistarmanna sem úr eig- in vasa kosta stærstan hluta Ís- lensku tónlistarverðlaunanna? Menningarritsjóri Morgunblaðs- ins virðist ekki greina hið augljósa í þessu samhengi sem er blygð- unarlaus tilraun viðkomandi útgef- anda til að vekja athygli á sjálfum sér með því að veita kollegum sína e.k. „jaðar-löðrung“. Forsvarsmaður Kima hefur til þessa ekki blygðast sín fyrir betli- stafinn á tröppum Útflutnings- skrifstofu tónlistarinnar eða Reykjavíkur Loftbrúar, en bæði þessi verkefni eru að umtalsverðu leyti kostuð með framlögum sömu tónlistarmanna og útgefenda sem standa straum af ÍTV. Ummæli og skrif af því tagi sem hér hefur verið svarað eru lítt fall- in til eflingar þeirri ungu grein sem tónlistargeirinn á Íslandi er. Þeim sem þannig ganga fram er sjálfskipað í eigin kima. Aðrir taka höndum saman – með heill ís- lenskrar tónlistar að leiðarljósi. Af-kimar íslenskra tónlistarverðlauna Jakob Frímann Magnússon gerir at- hugasemdir við um- fjöllun um Íslensku tónlistarverðlaunin » Peningarnir hrynja ekki af himnum of- an, hvorki á Morg- unblaðið né Íslensku tónlistarverðlaunin. Höfundur er formaður FTT, Félags tónskálda og textahöfunda, STEFs, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar og SAMTÓNS, Sam- taka rétthafa íslenskra tónlistar. Jakob Frímann Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.