Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is EINN af tólf liðum í áætlun sem vinnuhópur á vegum stjórnvalda vinnur að til að bæta rekstrar- umhverfi fyrirtækja er að greiða fyrir því að kröfuhafar gömlu bank- anna eignist hlut í nýju ríkisbönk- unum. Er þetta sagt vera hluti af „uppgjöri við erlenda kröfuhafa“ til þess að tryggja fjölbreyttara bankaumhverfi og greiða fyrir eðli- legum lánaviðskiptum innlendra að- ila og erlendra banka. Með setningu neyðarlaganna til að verja fjármálakerfi landsins 6. október og beitingu þeirra í kjölfar- ið freistuðu stjórnvöld þess að verja innistæður Íslendinga og halda bankastarfsemi á Íslandi gangandi en um leið að hugsa ekki um skuld- ir bankanna erlendis. Voru skilaboð um þessi markmið ítrekuð eftir setningu laganna, þegar mikillar óvissu gætti meðal almennings um hvaða afleiðingar hrun bankanna gæti haft. Eins og greint hefur ver- ið frá í Morgunblaðinu hafa fulltrú- ar margra erlenda kröfuhafa verið hér á landi undanfarnar vikur til þess að verja „eigur sínar“ eins og þeir hafa sagt við blaðamenn Morg- unblaðsins. Þar vitna þeir til þeirr- ar meginreglu í gjaldþrotalögum, hér á landi sem og annars staðar, að kröfuhafar í þrotabú séu eig- endur þess. Jafnræði og meðalhóf Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, og Þór Sigfússon, formaður stjórnar samtakanna, hafa báðir talað fyrir því að kröfuhafarnir eigi í raun bankana og verði því að fá að verða eigendur þeirra til framtíðar. Lánveitendur gömlu bankanna eru þar stærstir. Fjölmargir aðrir, inn- lendir sem erlendir, teljast einnig til kröfuhafa og ætli stjórnvöld sér að gera upp við kröfuhafa með lög- legum hætti verður ekki hjá því komist að gæta jafnræðis. Þetta vekur spurningar um hvort nú sé að koma í ljós að það mark- mið neyðarlaganna að verja inn- lenda bankastarfsemi að fullu en hugsa ekki um að tryggja starfsemi bankanna erlendis hafi verið raun- hæft. Gestur Jónsson hæstarétt- arlögmaður segir neyðarlögin ekki mega ganga lengra en nauðsyn krefji. Það sé ekki orðið ljóst enn hvort gengið hafi verið of langt, þó að kröfuhöfum virðist mismunað. Erfitt sé þó að meta mál kröfuhaf- anna sérstaklega þar sem staða hvers og eins kröfuhafa sé á sinn hátt einstök. „Á grundvelli þeirrar alvarlegu stöðu tel ég að löggjafinn hafi haft heimildir til þess að grípa til ráðstafana til að verja íslenskt fjármálakerfi með neyðarlögum og þá á grundvelli neyðarréttarsjón- armiða. Hins vegar takmarkast þær heimildir við það sem nauðsynlegt er til að ná lögmætu markmiði og þess vegna þarf lagasetningu sem byggist á neyðarréttarsjónarmiðum á því að ekki sé gengið óþarflega langt. Það virðist hins vegar vera að það séu ekki allir jafnir gagnvart neyðarlögunum og það er andstætt grunnsjónarmiðunum sem eru varin í stjórnarskrá.“ Í samtölum við Morgunblaðið hafa fulltrúar stórra kröfuhafa sagt að sú mikla „uppgufun“ á eignum bankanna erlendis sem varð eftir að neyðarlögunum var beitt gegn þeim hafi orðið til að auka þrýsting, af þeirra hálfu, um að eignast nýju ríkisbankana þrjá. Að minnsta kosti að stórum hluta. Ljóst er að margir kröfuhafanna erlendis, einkum lán- veitendur bankanna, fá ekki upp í nema lítinn hluta af kröfum sínum. Þess vegna má búast við því að þeir beiti öllum sínum mætti til að verja eigur sínar eftir fremsta megni. Þ.e. sætti sig ekki við neitt annað en að eignast nýju bankana. Neyðarlögin of víðtæk? Morgunblaðið/Kristinn Geir og Björgvin Geir H. Haarde og Björgvin G. Sigurðsson stóðu í ströngu þegar neyðarlögin og áhrif þeirra voru kynnt. Erlendir kröfuhafar, þá helst lánveitendur gömlu bankanna, vilja eignast nýju ríkisbankana.  Ekki enn fullkomlega ljóst hvort neyðarlögin gengu lengra á eignarréttindi en nauðsyn krafði, segir Gestur Jónsson  Kröfuhafar eiga eignir gömlu bankanna samkvæmt grundvallaratriðum laga Í HNOTSKURN » Íslenska ríkisstjórnin hef-ur áréttað að allar inni- stæður í bönkum á Íslandi séu tryggar. Öðruvísi er því farið í útibúum íslensku bankanna erlendis. » Meðal stórra lánveitendaKaupþings, Glitnis og Landsbankans voru þýsku bankarnir Deutsche Bank og Commerzbank. Þeir eru meðal fjölmargra kröfuhafa í eignir gömlu bankanna þriggja. Fulltrúar erlendra kröfuhafa gömlu bankanna, Landsbankans, Glitnis og Kaupþings, hafa viðrað þau sjónarmið við fulltrúar stjórnvalda og skilanefndanna að eignarhalds- félag verði stofnað um eignir gömlu bankanna og að kröfum þeirra á hendur bönkunum verði breytt í hlutafé í félaginu. Það fyr- irkomulag telja þeir best til þess að fallið að tryggja hag sinn, það er að verja eignir. Fulltrúar kröfuhafanna hafa fundað með ýmsum hér á landi að undanförnu. Einn viðmælandi Morgunblaðsins sagði það alveg ljóst að stjórnvöld yrðu að láta nýju bankanna í hend- urnar á þeim, annars yrði „Ísland eins og Kúba“, og vitnaði þar til orða sem einn fulltrúa kröfuhaf- anna lét falla. Átti hann við það að Ísland gæti einangrast frá um- heiminum, líkt og viðskiptabann gagnvart Kúbu hefur gert í við- skiptalegu tilliti. Aðalatriðið snýr að því að end- urreisa traust á íslenskt efnahags- líf erlendis. Það telja kröfuhafarnir einungis vera hægt með því að fallist verði á kröfur þeirra. Þannig geti viðskiptasamband íslensks atvinnulífs við útlönd náð betri fótfestu, en það hefur í raun verið í uppnámi síðan gömlu bankarnir hrundu. Segja Ísland geta orðið eins og Kúba INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, ut- anríkisráðherra, tók í gær og fyrra- dag þátt í sextánda ráðherrafundi Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu, ÖSE, sem fram fór í Helsinki í Finn- landi. Um 50 ut- anríkisráðherrar sóttu fundinn að þessu sinni. Jafnframt átti utanríkisráð- herra sérstaka tvíhliða fundi með starfssystkinum frá Þýskalandi, Frakklandi, Spáni, Bretlandi, Sví- þjóð, Danmörku og Hollandi. Ísland á góða stuðningsmenn í hópi utanrík- isráðherra, skilningur er á stöðu Ís- lands og vilji til að greiða fyrir lausn útistandandi mála gagnvart vina- þjóð, segir í frétt frá utanríkisráðu- neytinu. Í ávarpi Ingibjargar Sólrúnar á ráðherrafundinum kom fram að ÖSE hefði gegnt mikilvægu hlutverki þeg- ar átök hófust í Georgíu síðsumars. Ráðherra áréttaði mikilvægi þess að eftirlitsmenn ÖSE þar hefðu einnig fullan aðgang að landsvæðum Suður- Ossetíu og Abkasíu og að ÖSE reyndi að leysa þær deilur sem enn eru óleystar í Evrópu. Ráðherra sagði að öryggi til langs tíma væri best tryggt með virðingu fyrir lýð- ræði, réttarríki og mannréttindum. ÖSE leysi deilur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.