Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 47
Minningar 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 ✝ Haraldur RóbertEyþórsson fædd- ist í Fremri-Hnífsdal í Eyrarhreppi í Ísa- fjarðarsýslu 6. ágúst 1927. Hann lést á Heilbrigðisstofn- uninni á Blönduósi 25. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar Haraldar voru Jón Eyþór Guðmunds- son, f. á Guðlaugs- stöðum í Blöndudal í A-Hún 19. febrúar 1894, d. 19. janúar 1979, og Pálína Salóme Jóns- dóttir, f. í Fremri-Hnífsdal í Eyr- arhreppi í Ísafjarðarsýslu 9. febr- úar 1889, d. 14. desember 1975. Haraldur ólst upp í stórum hópi systkina og eru þau: 1) Guð- mundur, f. 17. júní 1914, d. 26. desember 1982, 2) Kjartan Blön- dal, f. 19. desember 1915, d. 23. júní 1974, 3) Elín Ingibjörg, f. 19. september 1917, d. 1. júlí 1973, 4) drengur, fæddur andvana 1920, 5) Jóhann, f. 17. febrúar 1921, d. 2. september 2005, 6) Halldór Ingimundur, f. 12. mars 1924, d. 21. september 2007, og 7) Haukur Líndal, f. 18. október 1929. Áður átti Eyþór dótturina Unni, f. 18. september 1909. Haraldur kvæntist 16. júní 1950 Ritu Irmgard Bünting frá Lübeck í Þýskalandi, dóttur hjónanna Al- berts Bünting og Alwine Maria Bünting í Lübeck í Þýskalandi, þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Reinhold, f. 11. september 1950, d. 11. janúar 2008, kvæntur Edeltraut Flatau – Haraldsson ritara í Lübeck, f. 15. nóvember 194. 2) tvíburi Reinholds, and- vana fædd stúlka. 3) Eygló María – Wirth hár- greiðslukona, f. 9. mars 1956 , giftist 11. október 1974, Thomas Wirth raf- virkja í Lübeck, f. 9. október 1948. Börn þeirra eru Sven Wirth bókbindari, f. 13. maí 1975, Nicole Wirth – Scharff kennari, f. 16. apríl 1978, giftist 17. júlí 2003 Thomas Scharff kerfisfræð- ingi í Lübeck, f. 16. febrúar 1971. Dóttir þeirra er Lina Marie, f. 5. apríl 2008. Haraldur átti sína barnæsku í Fremri-Hnífsdal þar til foreldrar hans fluttu í Húnavatnssýsluna og var Haraldur þar til fullorðins- áranna þar til hann kynntist eig- inkonu sinni og þau hófu búskap sinn í Reykjavík. Haraldur stund- aði ýmsa vinnu til sjós og lands. Þar á meðal í landi hjá Póstinum, sem leigubílstjóri og síðast flutti hann aftur í Húnavatnssýsluna og réð sig sem vinnumaður hjá Guð- mundi bróður sínum, bónda í Brúarhlíð í Blöndudal í A-Hún. Þar bjó Haraldur í um 30 ár og annaðist búskap. Þar synti hann sínum hugðarefnum sem voru dýrin. Haraldur vann við búið í Brúarhlíð þar til frænka hans Guðmunda Sigrún Guðmunds- dóttir og maður hennar tóku við. Þá flutti hann til Blönduóss þar sem hann bjó til dauðadags en var þó alltaf með annan fótinn í sveitinni sinni eins og heilsa og kraftar leyfðu. Útför Haraldar fer fram frá Bólstaðarhlíðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Fugl í húmið flýgur. Flytur hann illa spá. Hann er máske að hugsa um hve hefur þú augu blá. Úti er óttans fugl. Þaggast dagsins þytur. það er að koma nótt. Fuglinn uppí fjallinu er farinn að sofa rótt. Svartur er feigðar fugl. Mjúk er hvíld í mosa. Myrkrið er að krumma sæng. Hann er að dreyma hrafnajól, með höfuðið undir væng. Sefur hinn svarti fugl. (Kristján frá Djúpalæk.) Mér var kennt snemma af afa mínum og bróður hans, frænda mín- um og fóstra, honum Halla, að það væri ávallt skynsamlegra og betra að hafa krumma sín megin heldur en á móti og fylgjast vel með honum. Eins og sagt er „Guð launar fyrir hrafninn“. Við Halli lásum í dýrin. Dýrin voru nefnilega mjög næm á Halla og var alltaf ró yfir þeim þar sem Halli var nálægt. Þetta lýsir svolítið hvernig Halli var. Hann tal- aði við þau eins og mannfólkið. Hann hafði svo stórt hjarta og hugs- aði alltaf fyrst um aðra á undan sér og þeim sem hann unni mest var ekkert of mikið. Ég get aldrei fullþakkað þér, Halli minn, fyrir allt sem þú gafst af þér til mín og minnar fjölskyldu, því þú áttir aldrei neitt af veraldlegum gæðum, aðeins þitt stóra hjarta. Ýmis öfl stjórnuðu þínu lífi og eitt þeirra stærsta þurftum við ástvinir þínir oft að heygja marga glímuna við í gegnum tíðina. Þegar eitt vann glímuna varstu ekki ósvipaður svarta fuglinum í kvæðinu hérna með höfuð undir væng á frosinni klettanös en þegar við ástvinir þínir höfðum þig varstu líkt og krummi krunkar úti sem fann hrygg og gæruskinn og bauð að kroppa með og veitti vel. Þú eignaðist þína fjöl- skyldu sem þér þótti afar vænt um en hún tapaði glímunni, þau fóru frá þér og slitu sambandi og þú ákvaðst að svona ættu hlutirnir að fara og þar við sat. Samt áttu þau stað í hjarta þínu. Þú komst inn í líf mitt þegar ég var aðeins 2 ára svo ég man ekki eft- ir öðru en þú værir til staðar fram til þessa. Við vorum í fyrstu 5 á heim- ilinu svo fækkaði um 2 á einu ári og þá barstu skyndilega ábyrgð á 2 frænkum þínum og þú stóðst það svo sannarlega. Það var oft erfitt fyrir þig og þá að finna þína hillu í samfélaginu en ég hef alltaf vitað að það var aðeins fyrir okkur mömmu, því ekki bar þér skyldan til þess, að- eins tryggðin. Ég hef alltaf litið á þig sem fóstra minn því þú þurftir að sinna mér frá 10 ára aldri, gekkst mér í föður og móður stað og það tókst þér. Ég vona að mér hafi tekist að launa þér aðeins með yndislegu fjölskyldunni minni sem þú vissir að þú áttir alveg jafnt með mér, elsku Halli minn. Ég horfi á Halla Palla minn sakna þín afar mikið enda voruð þið nafnarnir stundum sem eitt og þurfti þá fá orð ykkar á milli. Við erum ekkert tilbú- in að kveðja þig en svona er þetta líf. Ein huggun er þó að nú er öruggt að þú verður einhvers staðar í kringum okkur á jólunum sem hefði annars ekki verið víst eins og heilsan var orðin hjá þér. Hafðu þökk fyrir allt og allt og far vel, nú er kominn tími á frelsi þitt og þig sjálfan, elsku Halli minn. Við söknum þín afar mikið en við eigum fjársjóð, minningarnar um þig. Guðmunda (Munda) og strákarnir. Í dag ég fylgi frænda hér og finn þá minning bjarta. Fyrir allt ég þakka þér og þínu stóra hjarta. Þú áttir bæði tryggð og trú og treystir okkur hinum. Ég veit að Guð þig geymir nú hjá gengnum ástarvinum. Mig langar að skrifa nokkur orð um Halla frænda minn, föðurbróð- ur, sem óneitanlega átti mjög stóran sess í lífi fjölskyldu minnar og einn- ig stórt hólf í hjartanu í mér. Halli var nefnilega sjálfur með svo stórt hjarta og alltaf tilbúinn að hjálpa og gera það sem í hans valdi stóð til að hver dagur yrði bjartari. Halli bjó mjög lengi í Brúarhlíð og því var bara áin á milli okkar. Það var indælt og ómetanlegt að hafa frændfólkið þarna „hinumeg- in“. Við áttum yndislegar stundir saman og þar var líka svo óendan- lega gott að vita af þeim þarna. Halli var líka skemmtilegur og samtölin þeirra bræðra, hans og pabba, eru ógleymanleg. En þó að Halli byggi lengi í Brú- arhlíð kynntist ég honum auðvitað miklu fyrr. Hann kom og heimsótti okkur og það var líf og fjör í kring- um hann. Ég gleymi aldrei þegar ég fermdist og Halli gaf mér silfur- hring með rúbínsteini. Hringurinn var mjög fallegur, sá flottasti silfur- hringur sem ég hef séð, en hugurinn sem fylgdi var ekki síðri. Ég man að ég hugsaði þá að þarna hafði Halli frændi örugglega eytt öllum pening- unum í að kaupa svona fallega ferm- ingargjöf handa mér. Þannig var hann. Allt hans var ekki of mikið fyrir þá sem honum þótti vænt um. Þannig var það líka árin hans í Brú- arhlíð, líf hans var að hugsa um Steinu og Mundu. Það er yndislegt að hugsa til baka og sjá þau þrjú fyrir sér sem höfðu misst svo mikið en stóðu svo þétt saman og alltaf fór allt vel. Þegar Munda var komin með mann breyttist lífið í Brúarhlíð auð- vitað. Þór kom inn í litlu fjölskyld- una og gerði hana enn sterkari. Það er mér líka minnisstætt þegar frum- burðurinn hennar Mundu var skírður. Það var örugglega dýrðleg- asta stund í lífi Halla, þegar þessi litli drengur var skírður Haraldur Páll, í höfuðið á honum og móður hans. Þetta var ógleymanlega falleg gjöf enda urðu þeir nafnarnir bundnir órjúfanlegum böndum. Munda og strákarnir voru ljósin í lífi Halla. Þannig var það allt til enda. Um leið og ég þakka gömlum og góðum vini farsæla samferð votta ég Mundu minni og fjölskyldunni henn- ar samúð mína. Halli er kominn til allra hinna ástvinanna sem eru farn- ir. Guð blessi hann og okkur öll. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Birgitta H. Halldórsdóttir. Haraldur Róbert Eyþórsson Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi, GUNNAR MATTHÍASSON, Grenimel 25, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 30. nóvember, verður jarðsunginn frá Neskirkju þriðjudaginn 9. desember kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Karitas, hjúkrunar- og ráðgjafaþjónustu. Theodóra Ólafsdóttir, Ingibjörg Þóra Gunnarsdóttir, Elín Kristín Gunnarsdóttir, Dóra Björk Guðjónsdóttir, Þorvaldur Hrafn Yngvason. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og kveðjur við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, PÁLÍNU RAGNHILDAR BENEDIKTSDÓTTUR frá Hrafnagili. Við þökkum starfsfólki Kristnesspítala, dvalarheimilisins Hlíðar og handlækningadeildar FSA fyrir frábæra umönnun. Sérstakar þakkir sendum við Hörpu fyrir bókina góðu. Með ósk um gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári. Bergur Hjaltason, Guðrún Júlía Haraldsdóttir, Þóra Guðrún Hjaltadóttir, Sigurjón Hilmar Jónsson, Ingibjörg Hjaltadóttir, Þorsteinn Pétursson, Benedikt Hjaltason, Margrét Baldvina Aradóttir, Ragnhildur Hjaltadóttir, Alfreð Garðarsson og fjölskyldur. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og frændi, HILMAR FRIÐÞÓRSSON fyrrum vélstjóri, lést á dvalarheimilinu Dalbæ, Dalvík, fimmtudaginn 4. desember. Útför hans fer fram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 13. desember. Magnús Þór Hilmarsson, Anna Þ. Ingólfsdóttir, Gunnar Jón Hilmarsson, Hildur I. Sölvadóttir, barnabörn, barnabarnabörn, frændfólk og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR KR. JÓHANNSSON, Háagerði 2, Akureyri, sem lést 27. nóvember, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 8. desember kl. 13.30. Ingibjörg Dan Kristjánsdóttir, Jóhann Guðmundsson, Erla Valsdóttir, Inga Guðmundsdóttir, Haraldur Ó. Tómasson, Kristján Þorgeir Guðmundsson, Erna Viggósdóttir, Eydís Ýr Guðmundsdóttir, Friðrik Rafnsson, Fjölnir Freyr Guðmundsson, Jónína Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HREIÐAR JÓNSSON klæðskerameistari, Norðurbrú 5, Garðabæ, lést miðvikudaginn 3. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Þórdís Jóna Sigurðardóttir, Sigurður Arnór Hreiðarsson, Kristín Ragna Pálsdóttir, Guðrún Erna Hreiðarsdóttir, Valdimar Hreiðarsson, Thanita Hreiðarsson, Birna Hreiðarsdóttir, Pétur Gunnar Thorsteinsson, Guðlaug Dröfn Hreiðarsdóttir, Ásgrímur Skarphéðinsson, Sólveig Sif Hreiðarsdóttir, Ólafur Arnarson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.