Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 48
48 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 ✝ Sigrún GuðnýGuðmundsdóttir fæddist 6. ágúst 1938. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 30. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson bóndi, f. 30.10. 1902, d. 11.4. 1999, og Guð- rún Guðmundsdóttir, húsfreyja á Bala á Stafnesi, f. 12.7. 1902, d. 6.3. 1987. Systkini Sigrúnar eru Kristmann, f. 30.8. 1925, Sólveig Helga, f . 21.5. 1928, d. 30.12. 1935, Guð- mundur L., f. 28.10. 1929, Sig- urður, f. 6.7. 1931, Sigurbjörg, f. 24.8. 1934, Guðlaug, f. 1.4. 1937, og Rúnar, f. 20.6. 1943. Hinn 10.5. 1958 giftist Sigrún Gunnari Jónssyni, f. 15.11. 1933, d. 6.7. 1982. Hann var sonur hjónanna Jóns Jónssonar, f. 29.10. 1900, d. 13.4. 1973 og Þjóðbjargar Daði Fannar, fyrir átti hún Þór- hildi Guðnýju. Frá árinu 1986 var Sigrún í sambúð með Guðmundi Ákasyni, f. 9.1. 1937. Börn Guðmundar eru 1) Áki, f. 7.8. 1956, 2) Helga María, f. 20.5. 1960, 3) Sigurjón, f. 1.5. 1964, 4) Guðjón, f. 25.3. 1969, og 5) Gunnar, f. 22.1. 1972. Sigrún ólst upp á Bala á Staf- nesi og gekk í barnaskólann í Sandgerði. Hún vann við ýmis störf í frystihúsunum í Sandgerði frá því að barnaskóla lauk og þar til hún kynntist Gunnari og hóf með honum búskap, fyrst á Öldu- götunni í Hafnarfirði, en lengst af á Vallargötu í Sandgerði. Sigrún var heimavinnandi húsmóðir með- an börn þeirra Gunnars uxu úr grasi, en hóf síðan störf við bóka- safnið í Sandgerði þar sem hún gegndi stöðu forstöðumanns um margra ára skeið. Sigrún og Gunnar bjuggu 6 ár í Vogum, þar sem Gunnar gegndi starfi sveit- arstjóra en fluttu síðan í nýbyggt hús sitt á Norðurtúni í Sandgerði 1981. Sigrún og Guðmundur bjuggu á Norðurtúni 8 í Sand- gerði til ársins 2007, en fluttu þá á Stapavelli í Njarðvík. Útför Sigrúnar verður gerð frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði í dag og hefst athöfni klukkan 14. Þórðardóttur frá Hafnarfirði, f. 18.11. 1891, d. 27.1. 1984. Börn Sigrúnar og Gunnars eru: 1) Guð- rún, f. 7. desember 1957, börn hennar eru Snorri, sonur hans er Sindri Snær, Sigrún Guðný og Sigurbjörg. 2) Jón, f. 26 maí 1959, maki Guðrún Gunn- arsdóttir, f. 27. apríl 1961, börn þeirra eru Gunnar og Svan- hvít. 3) Kristþór, f. 17. maí 1960, maki Ásrún Rudolfsdóttir, f. 5. september 1960, börn þeirra eru Kristrún Helga og Jóhann Þór. 4) Guðmundur, f. 4. maí 1966, maki Þórhalla Sigurðardóttir, f. 26.9 1961, synir hans eru Pétur og Jón, börn hennar eru Tinna og Davíð Þór. 5) Þjóðbjörg, f. 20. september 1971, maki Reinhard Svavarsson, f. 20. september 1964, börn þeirra Salka Lind og Eitt líf sem endar fljótt. En kærleiksverkin standa. Elsku yndislega mamma mín. Nú er sál þín frjáls frá veikum lík- ama. Ég veit að pabbi, afi og amma frá Bala og fleiri taka á móti þér opn- um örmum á betri stað í nýju lífi. Þú baðst mig að segja minnstu börnun- um að Guð væri búinn að kveikja ljós fyrir þig að rata eftir, þú varst eins og alltaf að hugsa um aðra, hvað þau héldu þegar þú værir horfin frá okk- ur. Elsku mamma mín, þú varst allt, allt sem góð og kærleiksrík móðir getur verið, þú varst eins og annað foreldri barnanna minna. Alltaf hvetjandi, hafðir fulla trú á öllu sem ég tók mér fyrir hendur, tókst þátt í öllu, aldrei nokkurn tím- ann dróstu úr draumum mínum, en hvattir mig alltaf og stóðst mér við hlið. Bjartsýni og æðruleysi voru þín aðalsmerki, og það kom sér vel í veikindum þínum. Ungur maður sem var með þér á sjúkrahúsinu sagði að þú myndir örugglega deyja úr bjart- sýni, því eins og með alla sem voru þér samtíða, hvar sem var, varstu alltaf að hvetja, alltaf að sá gullfræj- um og von, svo fylgdir þú því eftir og ef þú gast hjálpað til gerðir þú það, og uppskeran varð góð eins og sán- ingin. Þú áttir jafn auðvelt með að umgangast börn, unglinga og þá sem eldri voru, sýndir öllum virðingu og hlýju, allir voru jafnir. Það voru for- réttindi að fá að alast upp hjá þér, allt gert að ævintýrum, hvort sem það voru húsverk, garðvinna, eggja- leit eða að fara í berjamó, það fannst ósjaldan súkkulaði eða annað góð- gæti í lynginu. Þú áttir alltaf auðvelt með að gefa, hvort sem var góðvild eða gjafir, en erfiðara reyndist að þiggja og standa með sjálfri þér. Þetta ræddum við mjög oft í veikindum þínum, þú varst svo óeigingjörn, aðrir áttu ekki að vera að eyða sínum tíma í að hugsa um þig og hlúa að þér. En það er bara þannig að það flæði verður að liggja í báðar áttir. Og þú mamma mín áttir svo sannarlega alla okkar ást, virðingu, hjálpsemi og um- hyggju inni. Það uppsker hver eins og hann sá- ir. Ég finn fyrir þér í hjarta mínu hverja stund og veit að sálir okkar hittast og mætast á ný í kærleika og ást. Innilegar þakkir fyrir allt, þín elskandi dóttir Guðrún. Guðrún Gunnarsdóttir. Elsku mamma mín, þá er þessari þrautagöngu lokið og ég trúi því að nú líði þér betur og getir gert það sem þig langar til. Ég veit ekki á hverju ég á að byrja. Þú varst sú yndislegasta móð- ir sem nokkur getur hugsað sér. Þú studdir mig í öllu því sem ég tók mér fyrir hendur og lést mig alltaf finna hvað þú varst stolt af mér og öllu sem ég gerði. Þegar ég sagði þér frá einhverju sem ég var að hugsa um að gera þá hvattir þú mig alltaf og hafð- ir óbilandi trú á að ég gæti allt sem ég ætlaði mér. Þegar ég fékk góðar einkunnir var alltaf það fyrsta sem ég gerði að sýna þér þær. Það verður skrýtið að klára skólann án þess að þú fylgist með og hvetjir mig áfram. Þegar pabbi dó og ég var tíu ára var ég svo hrædd um þig. Var alltaf að hugsa um hvað gæti komið fyrir þig. Í mínum verstu hugsunum gat ég þó ekki ímyndað mér það sem þú þurftir að ganga í gegnum. Á þrem- ur árum fórstu í þrjár heilaaðgerðir og í þeirri síðustu lamaðist þú og gast ekki gert alla þá hluti sem þig langaði til að gera. Alltaf hélstu samt í bjartsýnina og sagðir að þetta myndi allt lagast og þú ætlaðir að láta þér batna. Þú barðist allt til enda. Eftir andlát pabba vorum við alltaf saman. Ég svaf í pabba stað og oft lásum við langt fram á nótt, sér- staklega á jólunum. Mér var alltaf boðið í veislur með þér í staðinn fyrir pabba. Það breyttist þegar þú kynntist Guðmundi. Það var mjög gaman að sjá ykkur saman og þið voruð mjög hamingjusöm. Þú blómstraðir og ég var ánægð fyrir þína hönd þó að afbrýðisemin gerði stundum vart við sig. Eins og vin- konur mínar vilja meina var eins gott að þú kynntist honum því ann- ars hefði ég orðið piparkerling. Minningarnar eru margar og margt sem fer í gegnum hugann á þessum tímamótum. Ógleymanleg Hollandsferð í tilefni af sextíu og fimm ára afmælinu þínu. Þar naust þú þess að vera með barnabörnun- um og hafðir svo gaman af. Það er leiðinlegt að Salka og Daði fá ekki að njóta þess að eiga svona yndislega ömmu í framtíðinni en ég lofa þér að ég mun láta minninguna um þig lifa. Elsku mamma. Þetta eru lítilfjör- leg orð sem eru aðeins brot af öllu því sem ég gæti skrifað um hversu góð manneskja þú varst. Ég veit ekki hvernig jólin verða án þín, því þú varst svo mikið jólabarn. Ég mun aldrei gleyma þér og ætla að hafa þig mér til fyrirmyndar í öllu sem ég geri. Láttu þér líða vel þangað til við hittumst aftur. Þín dóttir, Þjóðbjörg. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Við systkinin viljum með nokkr- um orðum minnast þeirrar góðu konu Sigrúnar Guðnýjar Guð- mundsdóttur sem nú er látin eftir erfið veikindi. Við kynntumst henni fyrst fyrir rúmum tuttugu árum þegar hún og faðir okkar, Guðmund- ur Hjörtur Ákason, hófu sambúð. Frá fyrstu stundu tók hún okkur öll- um vel og sýndi okkur og fjölskyld- um okkar mikinn kærleik. Sigrún var einstaklega hlý og ljúf og ætíð stafaði frá henni væntum- þykja til allra. Allt lék í höndum hennar, hvort sem það var matar- gerð, handavinna eða garðrækt. Bar fallegi garðurinn hennar því gott vitni. Áhugi hennar á garðrækt var það smitandi að hún fékk meira að segja pabba til þess að taka til við garðræktina. Nokkuð sem hann hafði, þar til hann kynntist Sigrúnu, sýnt lítinn áhuga. Saman ræktuðu þau svo fallega garðinn við Norð- urtún í Sandgerði og höfðu mikla ánægju af. Sigrún var einnig skap- andi og listræn og bera því vitni fal- legar flíkur og aðrir hlutir sem hún bjó til og færði okkur og börnum okkar. Börn voru sérlega hænd að Sigrúnu enda var hún mikil barna- gæla og alltaf tilbúin til að gefa þeim sinn tíma. Þegar Sigrún veiktist af krabba- meini, fyrir tæpum þremur árum, tókst hún á við veikindin af sama æðruleysi og allt annað sem hún gerði. Með sinni einstöku jákvæðni lagði hún sig fram við að reyna að sjá bjartar hliðar allra mála. Það var þó orðið erfitt undir það síðasta þeg- ar hún fékk aðeins slæmar fréttir af veikindunum. Pabbi og Sigrún tók- ust saman á við veikindin og voru mjög samtaka í því, eins og svo mörgu öðru. Það var gaman að geta verið með Sigrúnu í sjötugsafmæli hennar í ágúst síðastliðnum. Hún var þá orð- in það veik að hún var bundin við hjólastól en gladdist í veislunni með sinni stóru og samheldnu fjölskyldu. Þar var svo greinilegt hve öll barna- börnin voru hænd að ömmu sinni og góð við hana. Það er okkur öllum einnig dýrmætt í minningunni að Sigrún gat verið með okkur þegar sú yngsta í fjölskyldunni var skírð nú í ágúst. Pabbi hélt þeirri litlu undir skírn og gladdi það Sigrúnu mjög. Það er erfitt að sætta sig við að nú sé lífsgöngu Sigrúnar lokið en hugur okkar er ríkur af góðum minningum um hana og þær munum við ávallt varðveita. Við viljum senda börnum Sigrúnar þeim Guðrúnu, Jóni, Didda, Mumma og Böggu og þeirra fjölskyldum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Þeirra missir er mikill. Einnig er missir föður okkar mikill því Sigrún var hans besti vinur og reyndist honum svo vel. Með þakk- læti og virðingu kveðjum við elsku Sigrúnu. Blessuð sé minning henn- ar. Áki, Helga María, Sigurjón, Guðjón, Gunnar og fjölskyldur. Nú er komið að leiðarlokum hjá minni kæru tengdamóður, Sigrúnu Guðnýju Guðmundsdóttur. Seinustu misserin hafa verið henni nokkuð erfið og ströng, en eins og títt er um konur af hennar kynslóð tókst hún á við erfiðleikana af einstakri hug- prýði og andlegum styrk sem tekið var eftir. Silla, eins og hún var alltaf kölluð, varð ung móðir og eignaðist með tímanum 5 börn. Hún var sjó- mannskona til margra ára og varð síðan ekkja tiltölulega ung að árum. En hún brotnaði ekki, heldur bogn- aði um stund og hélt síðan áfram. Allt skyldi gera til að börnin kæmust sem best í gegnum lífið. Velferð af- komendanna var það sem öllu skipti. Það að yrkja garðinn sinn var hennar leið til að eiga stund í næði og hún talaði oft um það hvað það væri gott að fara út í garð á fögrum sum- arkvöldum eftir langan dag við vinnu og umsýslu heimilis. Eiga stund úti við ýmiss konar sýsl og finna angan af gróandanum. Enda hafa garðarn- ir við húsin hennar Sillu, þar sem hún bjó hverju sinni, vakið gleði og aðdáun þeirra sem þá sáu. Við Silla áttum samleið í gegnum lífið í nánast aldarfjórðung og aldrei bar nokkurn skugga á okkar samskipti í allan þann tíma. Það er ekki langt síðan við sátum saman og býsnuðumst yfir því hvað tíminn liði hratt, okkur fannst báðum að gamlárskvöldið 1984, þegar við hittumst fyrst, hefði nú bara verið „í gær“. Ég vil þakka þér, Silla mín, fyrir árin öll og fyrir alla umhyggjuna sem þú hefur sýnt mér og mínum. Ég veit að þú situr nú á góðum stað, kannski með gítarinn góða og spilar og syngur af hjartans lyst fyrir alla þá sem þar eru komnir á undan þér og hafa tekið vel á móti þér. Þín tengdadóttir, Ásrún. Elsku amma mín Nú, þegar þú ert farin finnst mér gott að vona að nú sért þú komin á betri stað. Hver sem sá staður gæti verið, eru ábúendur hans heppnir að fá konu eins og þig í sínar raðir. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa haft þig í lífi mínu til að líta upp til, styðja mig og styrkja. Fjölmarg- ar minningar hafa skotist upp í koll- inn á mér síðastliðna daga og ég hef horft mikið til baka á liðna tíma sem við áttum saman. Bara við það að hugsa til þín, elsku amma, finn ég umhyggjuna og hlýjuna sem ein- kenndi þig umlykja mig. Það var alltaf svo gott að koma til ömmu Sillu í Sandgerði. Í hvert sinn sem við systkinin fórum í pössun í Norðurtúnið fór rútínan okkar í gang. Ég man ekki hvenær þessi rútína varð til, en þá var alltaf pönt- uð pizza, leigð spóla og hjónasæng spiluð langt fram eftir kvöldi. Ég mun aldrei gleyma þessum kvöldum þar sem ég, Jóhann og amma sátum inni í eldhúsi og veltumst um af hlátri. Ég lék mér að því að gefa ömmu Sigfinn í Spaugstofunni, og oftar en ekki enduðu þau harðgift í hreysinu sínu með barnaher. Og við hlógum öll þar til okkur varð illt. Það var því engin furða að maður neitaði að fara heim eftir helgi hjá ömmu. Þar var einfaldlega svo gott og gam- an að vera. Með söknuði kveð ég þig nú, elsku amma mín. Minning þín mun ávallt lifa í hjarta mér. Kristrún Helga Kristþórsdóttir. Sigrún Guðný Guðmundsdóttir  Fleiri minningargreinar um Sig- rúnu Guðnýju Guðmundsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför ástkærrar eiginkonu, móður, tengda- móður, ömmu og systur, ÁSU THURID NICLASEN, Skipalóni 4, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á bráðadeild Landspítalans við Hringbraut. Jón Egill Sigurjónsson, Sófus Olsen, Anetta Olsen, Sigríður María Jónsdóttir, Þröstur Sverrisson, barnabörn og aðrir aðstandendur. Ég ætlaði að sigla út í lönd og eftir mér skipið beið, en síðbúnir verða sumir að heiman. Ég sá ei að tíminn leið. Því vorsins langdegi og ljósu nætur Þóra Gunnarsdóttir Ekbrand ✝ Þóra Gunn-arsdóttir Ek- brand fæddist á Æsu- stöðum í Langadal í Austur-Húnavatns- sýslu, 19. júní 1929. Hún lést á sjúkrahús- inu í Kungälv í Sví- þjóð 4. nóvember síð- astliðinn og var jarðsungin frá Rödbo- kirkju í Gautaborg 28. nóvember. liðu svo undur skjótt. Sumarsins gestir svifu á braut og svo fór að lengja nótt. En nú er ég loks að leggja af stað. – Enn liggur mitt skip í höfn – Loftið er orðið ösku- grátt og úfin hin kalda dröfn. Veistu þegar ég held á hafið haustnóttin fylgir mér ein? Skilurðu, hverju hverflynda báran hvíslar að votum stein? (Jónas Tryggvason.) Hlýja og umhyggja fyrir þeim er minna máttu voru ljósir mann- kostir Þóru Gunnarsdóttur. Ung hljóp hún á Blöndueyrum en átti fullorðinsár sín flest úti í Svíaríki. Eitt ár kom hún heim til Íslands og hittist þá svo á að ellefu ára strákstubbur norðan úr dölum fékk húsaskjól á heimili fjölskyldu hennar og masgjarn stubburinn kynntist þar þessari langtaðkomnu og fórnfúsu konu. Hugur hennar hvarflaði löngum norður til æskuslóðanna, fréttir af kórnum heima, sveitungunum eða öðru því er við bar í grónum hún- vetnsku dölunum þótti henni gott að heyra. Margt bar á góma á fjölmennu menningarheimili og þangað lað- aðist margt gesta. Málþing voru mörg og góð í því húsi. Ríkur er sá er góðan eignast vin. Guð blessi Þóru Gunnarsdóttur. Ingi Heiðmar Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.