Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 UMMÆLI Matti Vanhanen, for- sætisráðherra Finnlands, um inn- göngu Íslands í ESB, voru sett fram með eindregnari hætti af fréttaveit- unni Bloomberg, heldur en tónn við- talsins gaf til kynna. Sanna Kangas- harju, hjá finnska forsætisráðu- neytinu, segir Vanhanen hafa verið mjög varfærinn í viðtalinu við Bloom- berg. Þar var haft eftir honum að hann hefði beðið Evrópusambandið að búa sig undir inngöngu Íslands og talað við Jose Manuel Barroso, for- seta framkvæmdastjórnar ESB, í haust og beðið hann að hefja undir- búning. Hver átti frumkvæðið? Morgunblaðið beindi þeirri spurn- ingu til ráðherrans hvort frumkvæði að þessu hefði komið frá Íslandi. Hvort einhver hér hefði beðið hann um að hefja þennan undirbúning. Þá var spurt hvort þetta væri mögulega of mikil ágengni, í máli sem Íslend- ingar hefðu enn ekki tekið afstöðu til á heimavelli. Ekki fengust svör við þessu í gær, þar sem ekki náðist að bera spurningarnar undir Vanhanen. Kangasharju lagði hins vegar áherslu á varfærni ráðherrans í við- talinu og fyrirvara hans á því að Ís- lendingar vildu ganga í ESB, þegar hann sagði nauðsynlegt að sýna sveigjanleika gagnvart Íslandi. „Eins og sést á tilvitnuninni í forsætisráð- herrann, leggur hann áherslu á orðin „ef Ísland vill verða meðlimur í ESB,“ sagði hún. onundur@mbl.is Vanhanen var var- færinn Setti fyrirvara um vilja Íslendinga HAGFRÆÐINGUR Bænda- samtaka Íslands segir að út frá uppgjöri búreikninga hjá Hag- þjónustu land- búnaðarins megi gera ráð fyrir að um 30% kúabænda á landsvísu hafi orðið fyr- ir umtals- verðum skakkaföllum af völdum gengisfalls krónunnar. Þetta eigi líka við bændur í fleiri búgreinum, einkum þar sem stór erlend lán hvíla á rekstrinum. Erna Bjarnadóttir, hagfræð- ingur og sviðsstjóri félagssviðs Bændasamtaka Íslands, segir að undanfarin ár hafi margir kúa- bændur ráðist í miklar fjárfest- ingar, keypt kvóta og byggt full- komin fjós. Þeir sem hafi tekið erlend lán fyrir framkvæmdunum séu í erfiðri stöðu enda hafi lán þeirra hækkað gríðarlega. Lánin hafa tvöfaldast Dæmi væru um að bændur hefðu tekið 60-80 milljóna króna lán og í einhverjum tilfellum mætti gera ráð fyrir að upphæð þeirra í ís- lenskum krónum hefði tvöfaldast, jafnvel meira. Bændur hefðu getað samið um frystingu lána, oft í 3-6 mánuði. Erna veit ekki til þess að gengið hafi verið að bændum vegna er- lendu skuldanna. runarp@mbl.is 30% kúa- bænda hafa orðið fyrir skakkaföllum E N N E M M /S ÍA /N M 36 26 5 *Tilboðið gildir meðan birgðir endast. 31fyrir Fáðu þér Sa msung U90 0 Soul og tvo Sam sung samlo kusíma í kaupbæti! SamSUNg U900 SoUl Símalán – útborgun: 1.900 kr. aðeins 4.000 kr. á mánuði í 12 mánuði. Verð: 49.900 Samsung Soul er frábær 3g sími með 5mp myndavél, myndbandsupptöku, útvarpi og tónlistarspilara. Þunnur, glæsilegur og aðeins 112 gr. Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is AÐVENTAN er háannatími fyrir rithöfunda sem þekkja það að þeysa milli kynningarstaða til að árita bækur og selja þær fyrir jólin. Hvað gerir þá barnabók- arhöfundur sem lendir í þeim ósköpum að handleggs– og fótbrjóta sig nokkrum vikum fyrir jól? Guðrún Helgadóttir rithöfundur hlær mikið þegar hún svarar þessari spurningu. „Það er lítið annað en að taka lífinu bara með ró,“ segir hún svo. „Ég hef það bara prýðilegt og var að koma heim til mín eftir að vera búin að vera heima hjá syni mínum og konunni hans í viku.“ Það er á Guðrúnu að heyra að henni finnist harla lít- ið fréttagildi í því að hún liggi heima fyrir fótbrotin en fæst þó til að lokum að segja frá slysinu, sem vildi held- ur klaufalega til, að hennar sögn. „Ég hreinlega flækti fætinum í prjónaslá sem ég var með og rúllaði niður tröppurnar upp að húsinu hjá mér.“ Afleiðingin varð sú að Guðrún brotnaði bæði á fæti og hendi, en hún segir þó handleggsbrotið minniháttar. „Nú er ég öll að skána og er komin heim á Túngötuna. Ég fékk afskaplega góða hjúkrun hjá þessu yndislega fólki á deild 5A á Borgarspítalanum og hef yfir engu að kvarta. Það er vel um mig hugsað, bæði af vandalausum og skyldum.“ Konan að skemma bókina Nýjasta bók Guðrúnar, Bara gaman, er komin í bóka- búðir en rithöfundurinn sjálfur hefur litlar áhyggjur af því að vera heftur í því að fylgja henni eftir, né að brot- in hönd verði honum til trafala við bókaráritanir. „Ég hef gert lítið af því að árita bækur, alveg síðan eitt barnið horfði furðulostið á mig gera það og sagði svo við mömmu sína: „Konan er að skemma bókina!“ Enda er það ekki mitt hlutverk að selja bækurnar, þótt ég skrifi þær. Ég held líka að salan á bókunum mínum hafi sinn gang þótt ég sé í hálfgerðu maski heima fyr- ir.“ Tvíbrotinn rithöfundur tekur lífinu með ró Rúllaði niður útidyratröppurnar heima hjá sér Morgunblaðið/Kristinn Brotin Aðventan verður róleg hjá Guðrúnu Helgadóttur rithöfundi sem á ekki heimangengt þessa dagana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.