Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Page 8
6
Stendur vjelstjórastjett landsins í þakklætisskuld
við hann fyrir mikið og gott starf í hennar þágu.
Áminst frumvarp var síðan lagt fyrir Alþingi.
Náði það samþykki þingsins með nokkrum breyt-
ingum árið 1911. Er óhætt að fullyrða, að lögin hafa
orðið til ómetanlegs gagns fyrir stjettina, og þá vjel-
skipaútveginn ekki síður. Enda var þetta fyrsta spor-
ið til skipulagsbundinnar og lögverndaðrar starfsemi
við vjelgæslu hjer á landi.
Illu heilli er nú búið að rýra mjög gildi þessara
laga, með því að þingið hefir síðar lög"fest undan-
þáguheimildir fyrir erlenda menn til vjelgæslustarfs
á hjerlendum skipum. Stafar vjelstjórastjettinni
mikil hætta af þessum heimildum. Verður því hver
einstaklingur eigi síður en ráðandi menn stjettar-
innar, að vera vel á verði til þess að áminstum heim-
ildum verði ekki beitt gegn henni. Hinsvegar er
það naumast vansalaust fyrir ísl. skipaútgerð að eigi
hefir enn tekist að hæna það marga dugandi menn
að þessu starfi, að skipin verði mönnuð innlendum
mönnum eingöngu.
Verði aftur á móti horfið að því ráði, að flytja
inn erlenda menn svo nokkru nemi, er mjög hætt við,
að það hnekki stórlega starfsemi félagsins, sem öll
hefir miðað að því að hjer myndaðist sjálfstæð og
dugandi vjelstjórastjett. Að hjer verði sem fyrst
gnægð valinna vjelstjóra á hverju skipi, og til hvers-
konar starfsemi, sem með þarf á landi.
Hjer dugir því ekki að sleppa sjónum af settu
marki, en vinna í sameiningu og svigna hvergi. Hjer
er fyrir góðan málstað að vinna.því um gagnsemi