Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Page 9
7
allra, sem hlut eiga að máli er að tefla. En takist
okkur hjer að vinna í sameiningu er sigurinn vís.
Annað áhugamál f jelagsins fyrstu árin var stofn-
un vjelstjóraskóla í Reykjavík, enda nátengt lögun-
um um vjelgæslu. Átti þetta mál í fyrstu nokkurri
andúð að mæta sökum þess, að slík stofnun hlaut að
hafa allmikinn kostnað í för með sjer fyrir ríkis-
sjóðinn. Hinsvegar um mjög fáa nemendur að ræða
fyrstu árin. Var sú leið farin, að stofnuð var sjerstök
vjelfræðideild við Stýrimannaskólann. Tók hún til
starfa haustið 1912 og starfaði 3 næstu árin. Tóku
burtfararpróf þaðan aðeins 21 nemandi. Árið 1915
voru samþykt lög um sjálfstæðan vjelstjóraskóla í
Reyikjavík. Tók hann til starfa þegar um haustið
með 13 nemendum. Starfar skóli þessi nú með fullu
fjöri og vaxandi aðsókn, og má vænta hins besta úr
þeirri átt.
Eins og fundarbækur fjelagsins bera með sjer,
vann fjelagið mikið starf til þess að koma skólamál-
inu í framkvæmd. En margir mætir menn utan fje-
lagsins lögðu þar og hönd á plóginn; enda sýndu
löggjafar þjóðarinnar fullan skilning á málinu. Má
fjelagið vera í fyllsta máta ánægt með árangurinn
og úrlausn þessa máls. Sjeu aðstæður allar teknar
til greina, er það næstum undravert, hve fljótt tókst
að koma á fót skóla jafn fullkomnum, fyrir svo fá-
menna stjett. Hygg jeg, að íslendingar hafi hjer
stigið hlutfallslega stærra spor en nágrannaþjóð-
irnar gerðu á sínum tíma.
Má því segja, að vandinn sje öllu meiri hjá ís-