Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Page 12
10
unnu. Þá eiga og togaraeigendur eigi síður þökk
skilið fyrir að láta undan kröfum fjelagsins í þessu
efni. Þess ber að geta sem gert er.
Um hina almennu innbyrðis starfsemi og starfs-
hætti, mætti rita langt mál, en þar sem þetta er að-
eins yfirlit yfir starfsemi margra ára, verður það
ekki gj ört hjer.
Oft hafa verið skiftar skoðanir um hin ýmsu mál-
efni, sem fjelagið hefir haft með höndum; jafnvel
háðar harðar deilur á stundum og ýmsum veitt
betur, eins og gengur. Eru dæmi til að fjelagið hefir
beðið hnekki af þessum ástæðum, í missi góðra og
gegnra meðlima, sem gengið hafa úr fjelaginu. Er
þetta eitt af því leiðinlega, sem fyrir fjelagið hefir
komið. Ættu menn að hafa það vel hugfast, að vekja
ekki deilur að óþörfu, eða út af smámunum einum.
Þrátt fyrir alt og alt, þá má segja fjelagsmönn-
um það til verðugs lofs, að þeir hafa jafnan orðið
á það sáttir, að deilurnar skyldu jafnaðar innan vje-
banda fjelagsins. Ýmist með gjörðardómi eða úr-
skurði fjelagsstjórnarinnar. Að menn hafa aldrei
farið með deilur sínar út fyrir fjelagið, sýnir, að
heiður þess og heill, hefir jafnan verið látin sitja í
fyrirrúmi. Fátt er líklegra til sundrungar en opin-
berar deilur manna á meðal. Er það vel farið að
tekist hefir að stýra fram hjá þeim.
Um starfsemi fjelagsins í launamálinu skal jeg-
vera stuttorður. Yrði það langt mál, ætti að lýsa
henni ýtarlega. Vil jeg þó geta þess, að allmikill