Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Síða 16
14
liðinn vetur í launadeilunni við togarafjelögin, gefa
og tilefni til þess að stefna fjelagsins í því máli
verði mörkuð nokkuð ákveðnar en verið hefir.
Undanfarið hefir það verið stefna fjelagsins, að
fara sem gætilegast í framsókn sinni. Gera ekki
meiri kröfur til launa eða annara fríðinda stjettinni
til handa en hægt væri að koma fram samningsleið-
ina. Þetta er einkum mikilsvert atriði vegna þess,
að stjettin er í hröðum vexti. Hún er enn skilnings-
lítil á möguleika sína og misskilin af þeim, sem störf
hennar þiggja. Viðgangur hennar og vöxtur er að
mestu háður eflingu sjáfarútvegsins, því telja má
að stjettin hafi vaxið upp með honum.
Það hefir verið skoðun vjelstjóranna á togara-
flotanum, að þeir væru afskiftir í launum í hlutfalli
við aðra yfirmenn á skipunum, og mun mikið satt
í því, enda þótt deila megi um hvernig það misrjetti
verði lagað. í því máli má segja að tvær leiðir sjeu
fyrir hendi, sem við getum valið á milli. Önnur leið-
in er sú, að nota nú tækifærið á meðan aðstaðan er
yfirleitt góð og ná því sem náð verður, með því að
fleygja sjer út í hringiðu stjettabaráttunnar og láta
kylfu ráða kasti um hvar okkur ber að landi, og
hve lengi við getum haldið fengnum, sem við að lík-
indum í bili mundum færa á land. Þess er hjer að
gæta, að stjettin er ekki nema að sumu leyti höfurid-
ur þeirrar aðstöðu sem hún hefir nú, og svo er það,
að ef tekin væri upp sú venjan að beita aflsmunum
í viðskiftunum, þá herðist mótstaðan og hættan á-
að gengið sje á snið við sanngirnina verður meiri.
Hin leiðin er að fara gætilega eins og gert hefir