Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Qupperneq 19
17
næsta aðalfundi á eftir. Af fenginni reynslu verð jeg
að álykta, að þetta hafi verið hyggilega gert, því í
fáum málum höfum við átt samleið með þeim síðustu
árin. Hitt er auðvitað jafn varhugavert að skipa
sjer að nokkru leyti í andstöðu við verkamenn og á
ekki að eiga sjer stað. Þess er líka að gæta, að á
þingum verkalýðsfjelaganna fáum við aldrei, svo fá-
mennir sem við erum, það atkvæðamagn, að í hlut-
falli sje við þau áhrif, sem við getum haft, t. d. í
launadeilum. Við gætum því, án þess að ráða við
það, orðið að einskonar bitbeini milli öfgastefnanna,
sem nú ríkja i landsmálum. Að mínu áliti, verðum
við að gæta varhuga við, að stjórnmálaflokkarnir í
landinu nái ekki tangarhaldi á okkur. Vjelstjórafje-
lagið er þannig sett, að því er áberandi nauðsyn á
því, sem fjelagi, að vera alveg laust við stjórnmála-
erjur. Með því líka að vopnaburður flokkanna er
eins og stendur, ekkert eftirbreytnisverður.
Þegar fram líða stundir, ættu allir meðlimir fje-
lagsins að vera sæmilega mentaðir menn, efnalega
sjálfstæðir og frjálsir í starfi og hugsun. Þeim
mönnum verður aldrei smalað undir ákveðinn lit
stjórnmála; þeir velja eftir eigin sannfæringu og
lenda því í ýmsum flokkum. Innbyrðis samtökum
fjelagsins gæti því orðið bein hætta búin, ef stjóm-
málaskoðanir kæmust þar að. Ætti þetta að nægja
til þess að sýna, að ákvæði þau, sem tekin voru upp
í fjelagslögin um þessi atriði, eru á fullum rökum
bygð og áberandi nauðsynleg.
Þess hefir áður verið getið í þessu riti, hve mikla
2