Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Page 33
31
Fyrirspurn.
Er svo ráðstafað eftirlaunareglum og aldursfestu vjel-
stjóranna á e.s. Esju, að þeir geti talið sig sem starfandi
hjá Eimskipafjelagi íslands?
Hvernig fer ef útgerðarstjórn hennar verður tekin af
Eimskipafjelagi Islands?
Þegar jeg kom heim í byrjun febrúar, átti jeg svo
tal við framkvæmdarstjóra E. í. Árangur þess sam-
tals má sjá af eftirfarandi brjefi, sem fjelaginu
barst nokkru seinna:
Reykjavík, 4. mars 1929.
Vjelstjórafjelag Isiands,
Reykjavík.
Útaf samtali framkvæmdastjóra vors og forrnanns yðar
út af breytingum á nokkrum atriðum í samningi vorum
við yður, viljum vjer taka þetta fram.
1. Vjer staðfestum að laun vjelstjóranna lialdist óbreytt
þetta ár eins og þau voru fyrir árið 1928.
2. Að því er vísitöluna snertir þá munum vjer biðja Hag-
stofuna að taka vísitöluna til athugunar um næstu
áramót, og verði hún síðan ákveðin til framlniðar eftir
því sem vjer komum oss nánar saman um.
3. Að því er 3. samningsatriðið snertir, um að vjelstjóri
útvegi annan i sinn stað meðan hann er í sumarfríi,
falli burt, þá óskum vjer að það biði þar til samn-
ingur verður gerður á ný.
4. Sömuleiðis óskum vjer að 4. samningsatriðið, um ein-
kennisbúninga vjelstjóra bíði næstu samninga.
Vjer staðfestum ennfrenmr að vjer munum sjá svo um