Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Side 34
32
að vjelstjórar verði fluttir upp reglulega eftir þjónustu-
aldri, ef þeir að öðru leyti teljast til þess hæfir.
Að því er fyrirspurn yðar snertir, um eftirlaun starfs-
manna á e. s. „Esju“, þá hefir oss ekki enn tekist að fá
endanlegt bindandi svar frá Stjórnarrdðinu viðvíkjandi
þessu, fram yfir það, sem vjer höfum áður tilkynt yður,
en nú munum vjer skrifa á ný til Stjórnarráðsins til þess
að fá fullnaðarsvar um málið, og síðan láta yður vita.
Virðingarfylst,
H.f. Eimskipafjelag íslands.
Emil Nielsen.
Þannig stendur þá þetta mál nú. Stjómin er sam-
mála um að segja samningunum við E. 1. upp í sum-
ar til þess að geta fylgt fram áminstum kröfum.
Vil jeg því hjer með leyfa mjer að mælast til þess
við vjelstjóra E. í., að þeir snúi sjer til stjórnar-
innar sem fyrst, ef þeir kynnu að hafa nýjar tillögur
fram að bera, svo að þær verði teiknar til yfii*veg-
unar 1 tæka tíð.
Því máli hefir verið haldið vakandi
Sænska og nokkrar tilraunir gerðar til þess
frystihúsið. að tryggja íslenskum vjelstjórum at-
vinnu við húsið, þegar því er lokið.
Engin ákveðin loforð hafa fengist, en ekki er von-
laust um, að 1—2 íslenskir menn komist þar að at-
vinnu þegar til kemur.
Loksins tókst þó að binda enda á
Styrktarsjóður þetta mikla velferðarmál fjelagsins.
F. í. B. Má hiiklaust telja hinn 22. nóv. 1928
(daginn, sem reglugjörðin var undir-