Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Síða 41
39
fall upp úr áramótunum. Átti það sinri þátt í því, að
útgerðarmönnum var ekkert áhugamál um að lúka
samningum við vjelstjórana; því á meðan ekki skarst
í odda um þann samning vissu þeir að vjelstjórarn-
ir mundu halda störfum sínum á skipunum, og stífni
af þeirra hálfu var áhrifalaus á meðan skipin voru
stöðvuð af öðrum ástæðum.
Vanst því ekkert á í samningamálinu á meðan
verkfallið stóð yfir.
Þess skal getið, að aðstaða fjelagsstjórnarinnar
var þannig, að hún sá sjer ekki fært að láta samn-
ingsmálið neitt til sín taka eins og á stóð, hún átti
engan beinan þátt í samningsuppkastinu, og svo
var samninganefndin ávalt til taks og gerði það, sem
henni var unt til þess að hrinda málinu áleiðis. Enda
hefir það verið og er enn skoðun stjórnarinnar, að
þegar nefnd hefir svona mál með höndum, þá geti
stjórnin og beri ekki að grípa inn í fyrri en viðkom-
andi nefnd er búin að gera það sem hún getur og
fær ekki meiru áorkað. Á fjelagsfundi, sem hald-
inn var í febrúar, var skift um mann í nefndinni,
Sigurjóni Kristjánssyni var bægt úr nefndinni, en í
hans stað kom Freygarður Þorvaldsson.
Þegar verkfallinum lauk í endaðan febr. kom loks
skriður- á málið. Nefndin átti fundi með útgerðar-
mönnum, en ekki gekk saman að heldur.
Jeg var staddur í bænum þessa daga og átti fund
með samninganefnd. Höfðu útgerðarmenn óskað eft-
ir því að fá að tala við einhverja úr stjóm Vjel-
stjórafjelagsins um samningsmálið. Varð samkomu-
lag um það við nefndina að jeg ásamt fleirum úr