Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Qupperneq 56
54
Fjárheimtur.
Jeg- hefi á undanförnum aðalfundurn gert mjer
far um að bregða ljósi yfir fjárhagslega aðstöðu
fjelagsins, og í síðustu skýrslu ljet jeg þess getið,
að skilvísi fjelagsmanna fari stöðugt þverrandi.
Mjer þykir mjög leitt að verða að endurtaka þessa
staðhæfingu enn einu sinni.
Sem formaður fjelagsins, kemst jeg ekki hjá því,
að deila á fjelagsmenn fyrir vanrækslu á settum
reglum, er það og beinlínis tekið fram í 14. gr. fje-
lagslaganna. En ljúft er mjer það ekki, síður en
svo. Greiðsla á lögfestu iðgjaldi til fjelagsþarfa og
sjóða, sem eiga að verða meginstoðir fjelagsins, er
einhver fyrsta kvöðin, sem menn gangast undir,
þegar þeir fá upptöku í félagið. Hjá æðimörgum er
það og, af ýmsum ástæðum, einasta fórain, sem þeir
færa á altari fjelagsskaparins. Hinsvegar eru nokkr-
ir fjelagsmenn, sem greiða ekki einungis gjald sitt
skilvíslega ár eftir ár, þeir verja líka miklu af tóm-
stundum sínum til þess að vinna fjelaginu gagn.
Þeir leggja jafnvel á sig vökur og erfiði ef með
þarf, alt án endurgjalds. Að jeg ekki nefni persónu-
lega andúð sumra þeirra manna, sem framkvæmda-
mönnum fjelagsins er falið að kljást við, sem oft
getur valdið þeim erfiðleikum í eigin framkvæmd-
um. Það er síður en svo, að jeg sje með þessu að
draga úr eða telja eftir stundirnar sem bæði jeg og
aðrir vinnum í þarfir Vjelstjórafjelagsins, nje krón-
urnar sem við greiðum í sjóðinn. Jeg er nokkurn-
veginn viss um að það er gert með ánægju og fús-
um vilja. En jeg nefni þetta til dæmis um, að hjer