Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Síða 58
56
ir slælega frammistöðu. Hann hefir, að því er jeg
best veit, gert sjer far um að ná inn iðgjöldunum.
Hann hefir heimsótt fjelagsmenn, suma oft, skrif-
að, boðið samning um greiðslurnar o. s. frv. Vara-
fjehirðirinn hefir og einnig unnið að innheimtunni.
Jeg er orðinn þeirrar skoðunar, að ekkert gagni í
þessu efni, hvorki „rukkarar" nje annað, sem reynt
hefir verið, nema aukinn áhugi fjelagsmanna sjálfra.
Ef vel væri, ætti ekki annars að þurfa en veita ið-
gjöldunum móttöku. Menn kæmu með þau sjálfir eða
sendu þau. Eftirrekstur og áminningar væru óþarf-
ar. Ef menn gerðu sjer það Ijóst, að fjelagið er, eða
að minsta kosti á að verða besta vátryggingarfje-
lagið, sem þeir geta sldft við, mundu þeir greiða
iðgjöldin skilvíslega. Á meðan fjármagn fjelagsins
er lítið, er erfitt að sanna þetta beinlínis. En sjá-
um til eftir nokkur ár, þegar sjóðir fjelagsins fara
að aukast, þá verður þetta viðkvæmara mál.
Sem stendur sje jeg ekki annað en að taka verði
upp reglur sumra annara fjelaga um að svifta alla
fjelagsrjettindum, sem ekki hafa sýnt full skil 1.
október árlega, og eru þeir þá um leið sviftir allri
heimild til meðeignar í sjóðum fjelagsins, sbr. eftir-
farandi: 8. gr. Styrktarsjóðslaganna byrjar svo:
„Enginn má vera eða getur orðið meðlimur sjóðs-
ins, nema hann sje jafnframt löglegur meðlimur
Vjelstjórafjelags íslands í Reykjavík o. s. frv.“. Og í
7. gr. reglugerðar fyrir styrktarsjóð vjelstjóra, sem
starfa hjá F. I. B. stendur þetta: „. . . . Enginn get-
ur verið sjóðfjelagi nema hann sje meðlimur í Vjel-
stjórafjelagi íslands“.