Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Page 80
78
13. gr.*
Aðalfundur er því aðeins lögmætur að 15% af fje-
iagsmönnum sjeu mættir; en aukafundir þá mættir
eru 1Q%. Skal stjórninni skylt að boða til þeirra með
nægum fyrirvara.
14. gr.
Formaður skal stjórna fundum og sjá um að þeir
fari reglulega fram, gæta þess, að lögum og sam-
þyktum fjelagsins sje hlýtt, hafa eftirlit með at-
'kvæðagreiðslu og birta úrslit hennar, ávísa reikning-
um og staðfesta gjörðabók fjelagsins með nafni sínu;
ennfremur gæta þess, að aðrir starfsmenn fjelagsins
gegni skyldu sinni.
15. gr.
Ritari skal halda rjettorða gjörðabók, ennfremur
skal hann annast allar skriftir í þarfir fjelagsins, og
halda greinilega skrá yfir meðlimi þess. Á aðalfundi
skal hann leggja fram skýrslu yfir meðlimafjölda
fjelagsins.
16. gr.
Fjehirðir skal halda rjetta og óhlutdræga bók yfir ■
tekjur og gjöld fjelagsins, hann veitir móttöku öll-
um tekjum þess og greiðir reikninga þá, sem for-
maður hefir ávísað til útborgunar. Fyrir hvern aðal-
fund, skal hann gefa greinilega skýrslu yfir alt það
fje, sem hann hefir veitt móttöku. Á aðalfundi skal
* þessari grein var breytt á aðalíundi 0. júlí 1929.