Morgunblaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2008
FRÉTTASKÝRING
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is„
ÞAÐ ER þungbært fyrir stjórn og
stjórnendur sjóðsins að færa sjóð-
félögum slík tíðindi og boða jafn-
framt óhjákvæmilega skerðingu
lífeyrisgreiðslna á næsta ári til
þeirra sem hafa hafið útgreiðslu.
Þetta hörmum við innilega.“
Þetta segir í bréfi sem forsvars-
menn Íslenska lífeyrissjóðsins,
Ingólfur Guðmundsson stjórn-
arformaður og Davíð Harðarson
framkvæmdastjóri, sendu við-
skiptavinum sjóðsins fyrr í vik-
unni. Rekstraraðili sjóðsins er
Landsbanki Íslands en við-
skiptavinir hans greiddu viðbót-
arlífeyrissparnað sinn í sjóðinn.
Rýrnun á sparnaðarleiðum sjóðs-
ins, sem eru frá I til IV og skiptast
eftir aldri og völdum áherslum
hvers og eins, við fall bankanna er
misjöfn. Sú leið sem átti að vera
áhættuminnst og var ætluð fyrir
65 ára og eldri rýrnaði mest af öll-
um eða um ca. 30 prósent. Aðrar
leiðir rýrnuðu litlu minna. Leið I,
sem er ætluð fólki á aldrinum 16 til
44 ára, rýrnaði um 27 prósent, Líf
II fyrir 45 til 54 ára um 26 prósent
og Líf III fyrir 55 til 64 ára um 29
prósent, sé mið tekið af var-
úðarniðurfærslu og lækkun að
nafnvirði.
Davíð segir neyðarlögin frá 6.
október hafa gjörbreytt lagaum-
hverfi sem fjárfestingarstefna líf-
eyrssjóða taki mið af. Því hafi for-
sendur ávöxtunar kollvarpast í
einni svipan. „Þetta eru hlutir sem
ekki er hægt að búa sig undir með
neinu móti. Undanfarna 15 mánuði
höfum við dregið úr áhættu, meðal
annars með því að fjárfesta meira í
skuldabréfum. Það var lögfest að
bankainnstæður skyldu njóta for-
gangs og vera tryggðar að fullu en
ekki skuldabréf í bönkum. Áður en
þessi lög voru samþykkt var mikið
óöryggi fólgið í því að vera með
allt fé í innlánum, þar sem lág-
markstryggingin nam aðeins um
þremur milljónum. Reglunum sem
við unnum eftir var þannig breytt
eftir á og skerðing á lífeyrissparn-
aði okkar viðskiptavina skýrist af
þessu, öðru fremur,“ segir Davíð.
Meðaltalsávöxtun síðustu fimm
ára á sparnaðarleiðum Íslenska líf-
eyrissjóðsins hefur verið frá 4,9 til
7 prósent.
Í ljósi gjörbreyttra markaðs-
aðstæðna í kjölfar hrunsins og ný-
settra laga um gjaldeyrisviðskipti
hefur stjórn Íslenska lífeyrissjóðs-
ins ákveðið að breyta áherslum í
fjárfestingarstefnu sjóðsins fyrir
næsta ár. Breytingarnar miða að
því að draga til muna úr áhættu í
öllum deildum og auka hlutdeild
innlána í ljósi þess að innlánin eru
að fullu trygg samkvæmt ákvörðun
ríkisstjórnarinnar. Sparnaðarleið I
verður áfram áhættumest og leið
IV áhættuminnst. Sjóðurinn hefur
gert samning sem tryggir hag-
stæða ávöxtun á innlánum sjóðs-
ins. Raunvextir innlána eru nú 7,55
prósent. Í bréfi sem sent var við-
skiptavinum er áréttað að hag-
kvæmt sé að halda áfram viðbót-
arlífeyrissparnaði enda greiði
vinnuveitandi mótframlag gegn
framlagi sjóðfélaga.
Íslenski lífeyrissjóðurinn heldur
kynningarfund um stöðu sjóðsins á
Grand Hótel í Reykjavík 16. des-
ember klukkan 20:00 fyrir við-
skiptavini.
Allt að 30% rýrnun
/
.(
0
1 0
1(
0
1&
1
.
0
1 (
/
1
1
1
2
(.
"
"
#
##
" #
"
!#
!
+*"*1
%'"'1
%("1
%"+1
&"/1
"%1
&"1
&"&1
"*1
(".1
!
"
#
"!"
#
#
!
+/"&1
".1
/
"%1
%"(1
&"+1
%&"1
&"+1
&"&1
."1
%&"%1
#
#
"
"
/."*1
'".1
'/"/1
/"%1
&".1
%".1
&"&1
&"&1
+"&1
"/1
"
/("(1
&"&1
/"%1
/"+1
&"+1
%."1
&"&1
&"&1
&"&1
&"&1
""
!
"!!
#
##
#
!
+'".1
".1
/*"+1
%"1
&"1
%&"%1
&"+1
&"&1
."&1
%&"%1
!"
,
,)
1
"3 3 "3)&3 "3 3 "3)&3 "3 3 "3)&3 "3 3 "3)&3 "3 3 "3)&3
4/ 4// 4/// 4/ 0
...
Sparnaðarleiðir Íslenska lífeyrissjóðsins rýrnuðu mikið
Mesta rýrnunin þar sem áhættan átti að vera minnst
Í HNOTSKURN
»Virkir sjóðsfélagar Ís-lenska lífeyrissjóðsins
voru 20.251 í fyrra en voru
18.014 í ársbyrjun.
» Sjóðurinn var í heild um30 milljarðar króna að
stærð í lok árs í fyrra.
»Vinnuveitandi greiðirsömu upphæð í viðbótarlíf-
eyrissparnað og sá sem greið-
ir í hann. Val er um hvort það
eru tvö eða fjögur prósent af
launum.
HRÍFANDI BÓK
SKRUDDA
Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík
s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is
www.skrudda.is
HHHH
Ljúfsár ... hrífandi
... dramatísk og
einlæg.
Einar Falur Ingólfsson,
Lesb. Mbl.
Unaðslegt að lesa
þetta ... virkilega
góð bók.
Kolbrún Bergþórsdóttir,
Kiljan
AÐ DREPA MANN ...
ÆVISAGA DAGS
ÖRLAGASÖGUR
Mögnuð
skáldsaga um
glæframenni
og glæpi
þeirra.
„Glæpasaga handa
hugsandi fólki.“
Katrín Jakobsdóttir,
Mannamál.
Ævisaga Dags
Sigurðarsonar
eins umdeildasta
listamanns
þjóðarinnar
á 20. öld
fær frábæra dóma
gagnrýnenda.
Áhrifamiklar
frásagnir
íslenskra kvenna
af örlagaríkum
atburðum í lífi
þeirra.
Ógleymanleg
bók.
„ÞAÐ lá fyrir að við myndum hætta
útsendingum um áramótin. Við átt-
um bara efni út desember en ekki
fyrir janúar,“ segir Sigríður Mar-
grét Oddsdóttir, sjónvarpsstjóri
SkjásEins. Nú hefur verið ákveðið
að SkjárEinn muni halda áfram út-
sendingum og að flestir starfsmenn
verði endurráðnir.
„Við tökum þessa ákvörðun að því
gefnu að umsvif Ríkisútvarpsins á
auglýsingamarkaði verði takmörk-
uð. Okkur skilst að það eigi að af-
greiða frumvarp þess efnis fyrir ára-
mót,“ segir Sigríður.
Hún tekur það þó fram að í frum-
varpinu sé ekki gengið jafnlangt og
hún hefði viljað. „Það er meðal ann-
ars þess vegna sem við gátum ekki
boðið öllum endurráðningu. Við er-
um að fara inn í verkefni næsta árs
án þess vera fullmönnuð.“
Alls fengu 45 starfsmenn upp-
sagnarbréf í vetur. Fjórir þeirra fá
ekki endurráðningu og tveimur
verður boðin tímabundin ráðning
fari allt sem horfir.
Með takmörkun aðgangs Ríkisút-
varpsins að auglýsingamarkaði er
þess vænst að tekjur SkjásEins, sem
eingöngu reiðir sig á auglýsinga-
tekjur, aukist. Jafnframt hefur tek-
ist að lækka efniskostnað með end-
ursamningum við birgja. Sigríður
segist treysta á að takmarkanirnar
verði raunverulegar.
ingibjorg@mbl.is
Uppsagnir dregnar
til baka á Skjánum
Morgunblaðið/Golli
Áfram sent út Ekki verður full-
mannað á SkjáEinum.
EFNT verður til jólaballs á Ingólfs-
torgi í dag kl. 16 á vegum Ölgerð-
arinnar. Ómar Ragnarsson, Helga
Möller og Maggi Kjartans stjórna
jólaskemmtun með söng og dansi
við tréð á torginu.
Jólasveinar og jólaálfur munu
líta í heimsókn og sögur herma að
sjálf Grýla gæti skotið upp koll-
inum. Á ballinu verður jafnframt
safnað fé til styrktar Hjálparstarfi
kirkjunnar og mæðrastyrksnefnd
með sölu á hvítölsbrúsum frá Öl-
gerðinni. Fást brúsarnir, sem eru
2,5 lítra, gegn 500 króna gjaldi.
Ballinu lýkur um fimmleytið.
Jólaball á
Ingólfstorgi
Gunnþór er
sóknarprestur
Vegna fréttar í Morgunblaðinu í gær
um þá hópa sem falla ekki undir við-
mið félagslega kerfisins um aðstoð
skal það tekið fram að Gunnþór Þ.
Ingason er sóknarprestur Hafn-
arfjarðarkirkju. Þórhallur Heim-
isson er prestur í Hafnarfjarð-
arkirkju.
LEIÐRÉTT