Morgunblaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 46
46 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2008
Yoshihiko Tsuchiya
var einstakur vinur
okkar Íslendinga.
Hann kom til Íslands í
fyrsta sinn árið 1984,
en hann var þá forseti
öldungadeildar jap-
anska þjóðþingsins. Markmið þeirr-
ar heimsóknar var að þakka Íslend-
ingum fyrir viðbrögð og umhyggju
sem þeir sýndu þegar þrír ungir jap-
anskir jarðfræðingar fórust við
rannsóknarstörf á Íslandi það sama
ár. Það var hörmulegt slys og Íslend-
ingar vottuðu fjölskyldum ungu vís-
indamannanna dýpstu samúð.
Yoshihiko Tsuchiya, þá orðinn
fylkisstjóri í Saitama-fylki, kom síð-
an nokkrum sinnum aftur til lands-
ins, m.a. þegar haldin var viðamikil
japönsk listsýning í Reykjavík, en
síðast heimsótti hann Ísland í sept-
Yoshihiko Tsuchiya
✝ Yoshihiko Tsuc-hiya, fyrrverandi
fylkisstjóri í Saitama-
fylki í Japan, er látinn
og fór minning-
arathöfn um hann
fram í Saitama í gær,
12. desember.
ember 2006. Tilefni
heimsóknarinnar þá
var 50 ára afmæli
stjórnmálasambands
Íslands og Japans.
Jafnframt var haldið
upp á 25 ára afmæli
Japansk-íslenska fé-
lagsins með minnis-
verðri hátíð, tónlistar-
viðburði og sýningu á
japönskum menning-
arhefðum, þar sem
Yoshihiko Tsuchiya
var í heiðurssæti, hlý-
legur, spaugsamur og
hláturmildur að vanda.
Yoshihiko Tsuchiya var brautryðj-
andi vinatengsla milli Japana og Ís-
lendinga, umfram að styðja jafnan
opinber tengsl. Hann var formaður
vináttufélags japanskra þingmanna,
sem rækta vilja tengsl við Ísland.
Hann tók á móti fjölda Íslendinga í
Japan og greiddi götu þeirra eins og
honum var einum lagið. Þegar hann
kom fyrst til Íslands hreifst hann af
mörgu í fari eyþjóðarinnar, sem
hvoru tveggja í senn var lík og fram-
andi hans eigin þjóð. Hann efndi til
glæsilegrar alþjóðlegrar ráðstefnu
um jafnréttismál í Saitama árið 1994
og leitaði eftir liðsinni kvenleiðtoga
víða um heim. Ég gleymi seint áköf-
um vilja fylkisstjórans á þeirri ráð-
stefnu til að hafa áhrif í jafnréttis-
málum. Það voru forréttindi að fá að
njóta persónulegrar vináttu hans,
konu hans og fjölskyldu í Japan, þar
sem gestrisni var með þeim glæsi-
brag sem einkennir frændur okkar í
landi hinnar rísandi sólar. Vinátta í
garð Íslands og Íslendinga náði
einnig til Shinako dóttur hans, en
Shinako Tsuchiya, sem síðastliðinn
áratug hefur verið öflugur þingmað-
ur í japanska þjóðþinginu, hefur
margsinnis heimsótt Ísland, nú síð-
ast fyrir rúmum tveim árum, þegar
hún kom hér og hélt eitt lykilerinda
um japanska menningu á alþjóðlegri
ráðstefnu sem Stofnun Vigdísar
Finnbogadóttur við Háskóla Íslands
stóð fyrir.
Mér þótti vænt um að fjölskyldan
bauð mér að koma til Japans og vera
viðstödd minningarathöfnina um
Yoshihiko Tsuchiya. Því miður hafði
ég ekki tök á að þiggja það boð.
Við vinir Yoshihiko Tsuchiya
söknum vinar í stað, þökkum örlæti
hans og áhuga á að rækta vináttu Ís-
lands og Japans. Við vottum minn-
ingu hans virðingu. Orðstír hans
mun lifa með þjóðum okkar.
Vigdís Finnbogadóttir.
Á barnaskólaárum
mínum (1958-1965)
dvaldi ég oft á sumrin
hjá afa mínum og
ömmu á Akureyri, þeim Stefáni
Ágústi Kristjánssyni og Sigríði Frið-
riksdóttur. Stefán Ágúst, afi minn,
var fæddur á kirkjujörðinni
Glæsibæ, sem er næsti bær sunnan
við Dagverðareyri, og móðir hans,
Guðrún Oddsdóttir, var frá Dag-
verðareyri. Þannig var náinn skyld-
leiki milli Gunnars Kristjánssonar,
bónda á Dagverðareyri, og Stefáns
afa míns, en Gunnar og kona hans,
Fjóla Pálsdóttir, voru að auki bestu
vinahjón afa míns og ömmu. Leið afa
og ömmu lá því oft um kortérs ferð
út með firðinum að vestanverðu til
Dagverðareyrar og slóst ég þá í för
með þeim.
Heimasætan á bænum, hún Silla
Maja, tók yfirleitt á móti okkur úti á
hlaði, glaðbeitt með hundinn Snata
sér við hlið, en hestarnir Jarpur og
Rauður fylgdust með úr nærstaddri
girðingu. Oddur, bróðir hennar, var
oftast niðri á engjunum við sláttinn,
en mætti um síðir í kaffið með gest-
unum. Hann var hnarreistur og lið-
legur unglingsstrákur, dökkur yfir-
litum og með stríðnisglampa í
augum, enda gerði hann oft að gamni
sínu við okkur. Þau Gunnar og Fjóla
voru höfðingjar heim að sækja og
borðin svignuðu undan kræsingun-
um hennar Fjólu.
Það sem einkenndi þó fólkið á
Dagverðareyri fyrst og fremst og
raunar einnig frændfólk þess á
Glæsibæ var áhugi þess á garðrækt
og skógrækt. Árangurinn er sá að
Dagverðareyri og Glæsibær eru
meðal mestu skógræktarjarða í
Eyjafirði.
Ég átti því láni að fagna að geta
styrkt og endurnýjað kynni mín við
frændfólk mitt á Dagverðareyri
sumarið 1980, þegar ég gegndi lækn-
isstörfum á Dalvík. Afi og amma,
sem þá voru flutt suður fyrir tíu ár-
um, ætluðu að heimsækja mig og
fjölskyldu mína norður en amma
veiktist skyndilega þegar þau afi
voru að leggja af stað og lést hún
daginn eftir. Þá kynntist ég því vel
hve sterk og einlæg vinátta fólksins
á Dagverðareyri var í okkar garð.
Það gleymist ekki.
Oddur Gunnarsson
✝ Oddur Gunn-arsson fæddist á
Dagverðareyri við
Eyjafjörð 4. janúar
1943. Hann varð
bráðkvaddur á heim-
ili sínu 30. nóvember
síðastliðinn og fór út-
för hans fram frá Ak-
ureyrarkirkju 9. des-
ember.
En ég fylgdist líka
stoltur með því á þess-
um árum hve ötullega
þeir feðgar, Gunnar og
Oddur, börðust gegn
þáverandi fyrirætlun-
um um álver við Eyja-
fjörð. Þeir sýndu það
og sönnuðu að áhugi
þeirra á ræktun lands-
ins, fegurð náttúrunn-
ar, hreinleika um-
hverfisins og
umhyggjan fyrir vel-
sæld og hamingju
komandi kynslóða við
Eyjafjörð var greypt í erfðavísa
þeirra. Ég átti síðar samskipti við
dætur Odds, þegar uppi voru áform
um að urða sorp í landi þess fræga
sögustaðar, Gáseyrar við Eyjafjörð,
sem er raunar næsti bær fyrir norð-
an Dagverðareyri. Þar sýndu þær
svo sannarlega að þeim er ekki úr
ætt skotið.
Ég votta Gígju, eiginkonu Odds,
dætrum þeirra og fjölskyldum, Sillu
Maju og fjölskyldu hennar, samúð
mína við fráfall þess mæta drengs,
sem Oddur var. Ég kveð Odd með
fyrsta erindinu úr ljóði, sem Stefán
Ágúst, afi minn, orti við fráfall Egg-
erts Kristjánssonar, föðubróður
Odds, í desembermánuði árið 1974.
Ljóðið lýsir vel þeim hugsunum sem
við hér fyrir sunnan sendum frænd-
fólki okkar á Dagverðareyri, á sorg-
arstundu í lífi þeirra.
Harmur er kveðinn hópi frænda og
vina
hrokkinn er fagur ættarmeiðsins
strengur.
Skammdegið yfir ættarlandi liggur
lokið er ævi, hniginn góður drengur.
Ólafur F. Magnússon.
Við fráfall Odds Gunnarssonar er
mikill harmur að mér kveðinn og sár
söknuður að auki. Hann kom inn í
fjölskyldu mína, þegar hann giftist
Gígju systur, fyrir tæpum fjörutíu
árum. Það var strax eins og við
systkinin hefðum eignast nýjan
bróður og foreldrar okkar nýjan son.
Jafnvel uppáhaldsson. Oddur var sá
eini, sem faðir okkar vann með (í
byggingarvinnu auðvitað) og fékk þá
á honum afar miklar mætur, bjó líka
inni á heimilinu meðan á byggingu
íbúðarhússins stóð. Móður okkar
hefur hann líka frá fyrstu tíð reynst
betri en enginn og nú hefur hún í
hárri elli átt heimili hans og dóttur
sinnar sem annað heimili og dvalið
þar um helgar og hátíðir.
Eitt af helstu einkennum Odds var
forvitni. Hann vissi á flestu skil og
hafði áhuga á næstum öllum hlutum.
Hann gerði við traktora, þvottavélar,
bíla, mjaltavélar og haugsugur.
Hafði brennandi áhuga á búskap og
landbúnaði með skógrækt og öllu.
Hann hafði ódrepandi áhuga á póli-
tík, heims og lands og sveita. Hann
hafði áhuga á fólki. Ekki bara ná-
grönnunum, heldur öllu fólki. Eng-
inn var svo aumur, að Oddur vildi
ekki vita á honum deili. Hann átti af-
ar auðvelt með að umgangast fólk,
ræða málin og karpa og þannig leysa
vandamál og ná ásættanlegri mála-
miðlunum um ágreiningsmál. Þess
vegna var hann náttúrulega í sókn-
arnefnd sveitarinnar og í hrepps-
nefndinni, þangað til hreppurinn var
gerður að Hörgárbyggð. Hann sat
líka mörg búnaðarþing og virkur var
hann í skógræktarfélaginu og sam-
tökum kúabænda.
Hann var sívinnandi. Alla daga
upp klukkan sjö og líka flesta sunnu-
daga. Þau eru fjölbreytt störf bónd-
ans og í öll verk gekk Oddur, oftast í
góðu skapi, því hann hafði mikið
jafnaðargeð. Hann hafði áhuga á að
vinna og aðgerðarleysi var böl í hans
augum. Ekki vanrækti hann heldur
fjölskylduna. Þau hjónin eignuðust
fjórar fallegar og góðar dætur og
Oddur skipti sér af uppeldinu eins
mikið og hann fékk leyfi til. Á Dag-
verðareyri er mikið rausnarheimili
og dágóður gestagangur á sumrin.
Svo réðst hann í það á efri árum að
byggja nýtt fjós. Sagði of dýrt að
lappa upp á það gamla. Þetta varð
náttúrlega fjós eins og þau eru
byggð í dag og eru ekkert lík þeim
gömlu að öðru leyti en því, að það eru
í þeim kýr,sem eru mjólkaðar. Húsið
rúmar meira en hundrað hausa og
fjögur hundruð spena. Harla gott.
En eftir að kreppan skall á, kostaði
það stjarnfræðilegar upphæðir fyrir
bónda sem bjó við látlausar hækk-
anir á áburði og fóðurbæti. Og þar
með fékk hann það sem hann hafði
einmitt engan áhuga á. Stórar skuld-
ir og áhyggjur.
Um leið og við hjónin þökkum
Oddi samfylgdina biðjum við Guð að
styrkja fjölskylduna á erfiðum tíma-
mótum.
Húnn Snædal.
Fráfall Odds Gunnarssonar,
fyrsta oddvita Hörgárbyggðar, er
mikið áfall fyrir byggðarlagið. Hann
var alla tíð mjög virkur þátttakandi í
félagsstörfum sveitarinnar, auk þes
að vera með umfangsmikinn bú-
rekstur. Hann var snemma kosinn í
hreppsnefnd Glæsibæjarhrepps,
varð síðan oddviti hreppsins árið
1994 og gegndi því embætti til loka,
þ.e. þangað til hreppurinn samein-
aðist Skriðuhreppi og Öxnadals-
hreppi 1. janúar 2001, þegar sveitar-
félagið Hörgárbyggð varð til. Oddur
var lykilmaður í sameiningarferlinu,
m.a. sem formaður sameiningar-
nefndarinnar. Hann var svo kosinn
fyrsti oddvitinn í Hörgárbyggð og
var það fram að kosningunum 2002.
Hann gegndi þó áfram trúnaðar-
störfum fyrir sveitarfélagið og var
m.a. formaður skipulags- og um-
hverfisnefndar þess frá síðustu
kosningum. Með störfum sínum í
nefndinni átti hann mjög stóran þátt
í að móta fyrsta aðalskipulag Hörg-
árbyggðar.
Oddvitastörfum sínum sinnti Odd-
ur alla tíð frá heimili sínu á Dagverð-
areyri. Það hefur valdið miklu álagi á
heimilið og þar með á eiginkonu
Odds, Gígju Snædal, sem studdi
mann sinn dyggilega í öllum störfum
hans. Í fundargerð sveitarstjórnar
Hörgárbyggðar frá 4. júní 2002 segir
að Gígja, ásamt Oddi, bjóði fundar-
mönnum til veislu á heimili þeirra að
loknum fundi. Það er gott dæmi um
rausnarskap þeirra hjóna.
Sveitarstjórn Hörgárbyggðar
þakkar Oddi Gunnarssyni fyrir mik-
ið og fórnfúst starf í þágu sveitarfé-
lagsins og héraðsins alls. Gígju og
fjölskyldunni allri er vottuð hin
dýpsta samúð.
Fyrir hönd sveitarstjórnar Hörg-
árbyggðar,
Guðmundur Sigvaldason.
Það var haustið 1973 sem við hjón-
in hófum búskap á næsta bæ við
Dagverðareyri. Við vorum ung,
ókunnug og á byrjunarreit hvað
varðaði búrekstur. Mikið var gott að
hafa þaulvanan búhöld að leita til, á
næsta bæ.
Á Dagverðareyri hefur sama ætt-
in búið framúrskarandi í marga ætt-
liði. Oddur ásamt Gígju sinni, hefur
svo sannarlega haldið heiðri og sóma
þessarar jarðar hátt á lofti, með óbil-
andi elju og dugnaði fram á síðasta
dag. Við nutum þess í ríkum mæli í
31 ár að eiga góða granna á Dagverð-
areyri og er það ekki sjálfgefið en
dásamleg uppbót á lífið.
Oddur var einstaklega hjálpsamur
maður. Man ég t.d. eftir því þegar
við vorum að byggja íbúðarhúsið
okkar, kominn 20. október, allra
veðra von og gamla húsið ekki íbúð-
arhæft vegna kulda og rottugangs.
Þá birtist Oddur á vörubílnum sínum
með mannskap og hjálpaði okkur að
flytja í hálfklárað húsið okkar. Ann-
að dæmi ætla ég að nefna. Gylfi fór í
fermingu dóttur sinnar í Borgarnesi
og tók eldri strákana með sér. Ég lá
heima með hettusótt en taldi mig
geta haft hjá mér litlu börnin sem
voru 3 og 4 ára. Mér elnaði sóttin er á
daginn leið. Um kvöldið gat ég varla
lyft höfðinu frá koddanum, og Gylfi
ókominn. Litlu börnin mín fengu nú
að leika lausum hala. Þá er bankað
hraustlega og gengið inn. Þetta var
Oddur, það þekkti ég. Ég get aldrei
gleymt því, hann háttaði börnin,
þvoði, burstaði tennurnar og kom
þeim í rúmið af ótrúlegri natni. Þeir
sem lítið þekktu Odd vissu ekki af
þessum miklu mannkostum hans. En
við á Gásum nutum þeirra oft. Hafi
hann þökk fyrir allt.
Gígju, dætrum, barnabörnum,
tengdasonum, Sillu systur og öllum
þeim sem eiga um sárt að binda,
sendum við innilegar samúðarkveðj-
ur. Guð blessi ykkur og styrki nú og
ævinlega.
Björk og Gylfi frá Gásum.
Látinn er um aldur fram Oddur
Gunnarson bóndi og skógræktar-
maður á Dagverðareyri. Ég minnist
Odds sem aflvaka ýmissa góðra
mála. Ávallt og alltaf þegar á reyndi
var hann tilbúinn að leggja framfara-
málum lið, ósérhlífinn, áræðinn og
beinskeyttur. Fjölbreytt reynsla
bóndans af félagsmálum og ræktun
nýttist stjórn Skógræktarfélags Ey-
firðinga sérstaklega vel á þeim árum
þegar svigrúm var að skapast fyrir
virkri þátttöku bænda í skógrækt.
Þegar uppbygging Gróðrarstöðv-
arinnar í Kjarna hófst árið 1976 var
Oddur í senn ráðgjafi og hvatamað-
ur. Hann sat í stjórn félagsins í mörg
ár og var formaður á árunum 1980-
1983. Á 70 ára afmæli Skógræktar-
félags Eyfirðinga sem haldið var á
Akureyri árið 2000 var Oddur gerð-
ur að heiðursfélaga.
Vísast var áhugi Odds á málefnum
skógræktar honum í blóð borinn. Afi
hans Kristján Sigurðsson og amma
Sesselía Eggertsdóttir hófu trjá-
rækt við bæinn Dagverðareyri árið
1919. Foreldrarnir Gunnar Krist-
jánsson og Fjóla Pálsdóttir héldu
áfram ræktunarstarfinu og Oddur
og Gígja bættu um betur. Á Dag-
verðareyri er núna einn af glæsileg-
ustu bændaskógum Íslands og skjól-
beltarækt á túnum þar til mikillar
fyrirmyndar.
Skógræktin á Dagverðareyri er
öðrum bændum hvatning og merki
um hvernig hægt er að nýta jarðir til
búskapar með fjölbreyttri ræktun.
Fyrir utan reynslu og þekkingu í
ræktun var Oddur ávallt feti framar í
umhirðu og grisjun skógarins. Fyrir
mörgum árum kom hann sér af
framsýni upp eigin tækjum og bún-
aði til þess að nýta þær afurðir sem
til féllu í skóginum.
Odds nýtur ekki lengur við en
verkin tala skýru máli um fram-
kvæmdamann sem eygði möguleika í
ræktun jarðar sinnar og kom þeim
áformum í framkvæmd með stuðn-
ingi eiginkonu sinnar Gígju Snædal.
Fyrir hönd Skógræktarfélags Ey-
firðinga, Skógræktar ríkisins og
gamalla og nýrra samherja sendi ég
Gígju og fjölskyldu innilegar samúð-
arkveðjur.
Blessuð sé minning Odds á Dag-
verðareyri.
Hallgrímur Indriðason.
Okkur systkinin langar að minn-
ast Odds með nokkrum orðum. Við
Elsku frændi.
Þar sem englarnir
syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
Sigurður Heiðar
Þorsteinsson
✝ Sigurður HeiðarÞorsteinsson
fæddist á Landspít-
alanum í Reykjavík 2.
mars 1988. Hann lést
14. nóvember síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík
26. nóvember.
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að
morgni
vekja hann með sól að
morgni.
Drottinn minn réttu sorg-
mæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harma-
bál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að
morgni.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Þín frænka
Elva Hlín og fjölskylda.