Morgunblaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 39
Minningar 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2008 ✝ Hallur Ólafsson,fyrrverandi sjó- maður og múrari, Dynskógum 22 í Hveragerði, fæddist á Þverá í Hallárdal í A- Hún. 3. október 1931. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suður- lands á Selfossi 5. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Ólafur Ólafsson bóndi, f. 24. maí 1905, d. 4. ág. 2001 og Hall- bera Guðbjörg Guð- jónsdóttir frá Furufirði á Ströndum, f. 23. sept. 1891, d. 3. júlí 1981. Tví- burasystir Halls er Þórey Margrét, f. 3. október 1931. Systkini Halls samfeðra eru: Stúlka, f. 12. mars 1931, d. 12. mars 1931, Fríða, f. 11. janúar 1933, Jónmundur Friðrik, f. 3. maí 1934, Olga Ingibjörg, f. 29. maí 1935, Eiðný Hilma, f. 5. júlí 1936, Ólafur, f. 3. nóvember 1939 og Guðríður Fjóla, f. 19. janúar 1941. Bróðir Halls, sammæðra er Sig- urbjörn Guðjón Björnsson, f. 3. október 1928, d. 31. mars 2002. Hallur kvæntist 21. feb. 1963 Guðlaugu Berglindi Björnsdóttur, kaupkonu og húsmóður, f. á Sjón- arhóli í Hafnarfirði 21. feb. 1937. Foreldrar hennar voru Björn Ei- ríksson, skipstjóri og síðar bifreið- arstjóri, f. 9. september 1894, d. 7. maí 1983 og Guðbjörg Jónsdóttir, kaupkona að Sjónarhóli í Hafn- arfirði, f. 20. okt. 1894, d. 21. nóv. 1993. Dóttir Halls og Guðlaugar er kvæntur Kristrúnu Steinunni Jóns- dóttur, f. 14. mars 1972, börn þeirra eru: Fanney Þóra, f. 1. ág. 1998 og Matthías Ragnar, f. 8. jan. 2002. 2) Anna Linda, f. 28. nóv. 1958, var í sambúð með Ragnari Guðna Þórssyni, f. 3. júlí 1964. Börn þeirra eru: a) Bjarni Helgi, f. 21. ág. 1984. b) Egill Yngvi, f. 17. nóv. 1987. c) Alma Björk, f. 30. mars 1989 og d) Þórhallur Örn, f. 13. ág. 1997. Dóttir Önnu Lindu og Sigurgeirs Hrólfs Jónssonar, f. 31. maí 1955 er Sigrún Sigurgeirs- dóttir, f. 21. júlí 1977. Börn hennar og Stig Lauridsen, f. 6. okt. 1973 [sambúð slitið] eru: Indíana Rán B. Lauridsen, f. 27. mars 1999 og Sig- ríður Anna B. Lauridsen, f. 16. feb. 2001. 3) Stúlka, f. 1. mars 1960, d. 28. janúar 1961. 4) Hallfríður Jó- hanna, f. 31. maí 1961, gift Ægi Bergssyni, f. 13. júlí 1965. Sonur þeirra er Kormákur Ægisson, f. 1. júlí 1996. Hallur fór ungur til sjós. Hann stundaði sjóinn í tuttugu ár eða allt frá fermingu og þangað til hann hóf nám í múrverki í lok sjöunda áratugarins við Iðnskólann í Hafn- arfirði. Þaðan útskrifaðist hann árið 1971 og var iðnmeistari hans Sveinn Pálsson. Hallur var farsæll í starfi og vann við iðn sína í tæp- lega fjörutíu ár. Hann hafði yndi af því að ferðast um landið og var virkur meðlimur í Útivist frá stofn- un þess og á meðan heilsan leyfði. Hann var ástríðufullur steinasafn- ari, starfaði í Félagi áhugamanna um steinafræði og bjó yfir mikilli þekkingu á jarðsögu Íslands. Útför Halls fer fram frá Kot- strandarkirkju í Ölfusi í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Anna Halla, f. 15. ágúst 1964, giftist Reyni Harðarsyni, f. 2. okt. 1961. Þau skildu. Þeirra börn eru Freyja, f. 7. nóv. 1989 og Hallur, f. 2. júlí 1991. Sambýlis- maður Önnu Höllu er Stefán Karl Lúðvíks- son, f. 23. mars 1971. Sammæðra Önnu Höllu og fósturdóttir Halls er Alda Sigurð- ardóttir, f. 3. jan. 1960, gift Jóni Özuri Snorrasyni, f. 24. sept. 1961. Börn þeirra eru Nökkvi, f. 3. des. 1997 og Vala Guðlaug, f. 25. júlí 2001. Sonur Jóns og fóstursonur Öldu er Völundur Jónsson, f. 6. apríl 1984. Faðir Öldu var Sigurður Jón Ólafs- son, bæjarverkfræðingur í Hafn- arfirði, f. 7. feb. 1919, d. 5. okt. 1960. Dætur Halls og Sigurbjargar Jónsdóttur, húsfreyju frá Siglu- firði, f. 16. sept. 1928, d. 9. jan. 2001 eru: 1) Sigríður Þóra, f. 28. mars 1956, gift Ragnari Ágústi Kristinssyni, f. 21. apríl 1956. Börn þeirra eru: a) Jón Kristinn, f. 10. apríl 1981. b) Karen, f. 5. okt. 1983, í sambúð með Friðriki Böðvari Guðmundssyni, f. 2. júlí 1977 og eru börn þeirra: Ragnar Kristinn, f. 20. júlí 2005 og Guðmundur Leó, f. 18. apríl 2007. c) Halla Björg, f. 28. ágúst 1988. Sonur Sigríðar og Vig- gós Pálma Jónssonar, f. 20. ágúst 1957 er Rúnar, f. 24. sept. 1973, Pabbi er dáinn. Hann mætti örlög- um sínum eins og við var að búast af honum, gafst ekki upp fyrr en orrust- unni lauk. Verk sem þurfti að klára og leggja allt sitt í. Heljarmenni allt til loka. En pabbi var meira en það. Þegar ég var tveggja ára varð hann pabbi minn og ég dóttir hans. Þannig hefur það alltaf verið. Nú er komið að tímamótum og ég get ekki annað en þakkað þá góðu samfylgd. Pabbi hafði marga góða eiginleika. Hann var heiðarlegur og góður mað- ur, barngóður, samviskusamur og ósérhlífinn, greiðvikinn og sérlega fróðleiksfús. Ég held að pabbi hafi verið sannur eðalgrúskari í öllu sem hann fékk áhuga á. Hann var sólginn í bækur um alls kyns fróðleik. Lá í jarðfræði og sögu, alfræðibókum og sagnfræði, listasögu, ferðasögum og átthagafræði og síðast en ekki síst ættfræði. Pabbi var líka safnari, hann safnaði gömlum bókum, frí- merkjum og steinum en þar samein- aðist söfnunaráráttan áhuga hans á jarðfræði. Pabbi var líka flinkur í höndunum og vandvirkur og því vin- sæll verkmaður. Bækurnar sem hann batt inn eru hrein völundar- smíð, hann lærði útskurð, sótti nám- skeið í listmálun og var laginn að teikna. Hann hafði næmt auga fyrir hinu smáa og eins hinu stórbrotna og hafði gaman af að taka ljósmyndir. Hann unni náttúrunni og landinu, sögunni og Sögunum. Pabbi og mamma ferðuðust mikið um landið, bæði með okkur systurnar og líka með ferðafélögum. Hornstranda- ferðirnar voru ófáar og ekki allar auðveldar. Heimilið okkar var alltaf notalegt og þar ríkti jafnræði og kyrrð. Þau unnu í garðinum sínum sem var eins og skrúðgarður með ógrynni blóm- tegunda í fallegu hraungjótunni sem húsið kúrði í. Síðustu ár ræktuðu þau garðinn sinn í Hveragerði og sóttu þangað í kyrrðina og fyrir ári síðan fluttu þau þangað. Við höfum misst góðan vin og ferðafélaga í lífinu og enginn getur fyllt það skarð, en í hjarta mínu geymi ég minninguna um stóra hlýja faðminn hans og allt það sem hann gaf mér. Alda. Fyrsta orðabókarmerking manns- nafnsins Hallur er steinn og í tilfelli tengdaföður míns Halls Ólafssonar á hún vel við því hann var í senn þögull maður og harður af sér til allra verka ásamt því að vera ástríðufullur steinasafnari. Á ferðalögum hans um landið í leit að steinum uppgötvaðist tvennt sem var svo sterkt í fari hans: næmi og áhugi á náttúru Íslands og glöggskyggni til rannsókna. Þannig fetaði hann í fótspor hinna þekktu vísindamanna sem skráðu ferðir sín- ar og uppgötvanir á bók og voru ferðalýsingar Eggerts og Bjarna, Þorvaldar Thoroddsen og Sveins Pálssonar í sérstöku uppáhaldi hjá honum og alltaf innan seilingar í bókaskápnum. Hallur Ólafsson fæddist í Hallár- dal á Skaga á fjórða áratug 20. aldar. Stuttu síðar er hann tekinn í fóstur og um níu ára aldur er hann kominn á Sauðárkrók með kjörforeldrum sínum. Fljótlega liggur leiðin áfram til Siglufjarðar og meira sjálfstæðis. Þar elur hann manninn í tvo áratugi, eignast börn, stundar sjóinn og slarkar. Í einu af hinum siglfirsku síldarævintýrum kynnist hann tengdamóður minni, Guðlaugu Berg- lindi Björnsdóttur, ljóshærðri, ein- stæðri móður, snaggaralegri, heillandi ungri hafnfirskri stúlku sem vann á netaverkstæði í bænum. Aðeins nokkrum dögum áður hafa orðið hvörf í lífi Halls þegar hann ásamt 25 öðrum í áhöfn Elliða frá Siglufirði bjargast frá drukknun, en skipið ferst ásamt tveimur mönnum í aftakaveðri í febrúar 1962. Eftir það beinist hugur hans frá sjómennsku og endirinn verður sá að hann heldur á brott úr heimkynnum sínum fyrir norðan. Leiðin liggur til Hafnar- fjarðar þar sem sjópokanum er lagt og hann lærir múrverk í lok sjöunda áratugarins. Þá hafa hin nýgiftu hjón fest kaup á litlu húsi á skjólgóðum stað í vesturbæ Hafnarfjarðar sem stendur eins og hús organistans í At- ómstöðinni á bak við stóru húsin og „sést ekki frá neinni götu og aungv- um dettur í hug að sé til.“ Þar búa þau í fjóra áratugi eða allt þangað til þau flytja í Hveragerði fyrir rúmlega ári. Hallur var stór og myndarlegur maður, rómsterkur, herðabreiður með voldugar axlir og hendur sem nægja til að halda minningu hans á lofti. Stundum var yfirborð hans hrjúft en undir niðri bjó næm tilfinn- ing fyrir öllu sem lífsanda dró. Hann var þeirrar gerðar að hann kveinkaði sér aldrei og vann oftast sleitulaust, þrautseigur, úrræðagóður og vand- virkur í öllu handverki. „Aldrei að uppgefast“ var oftast viðkvæði hans þegar hann sá þolinmæði mína bresta í sameiginlegu húsaviðhaldi okkar hin síðari ár á Selfossi og í Hveragerði. Aldrei sá ég tengdaföður minn liggja í sófa. Það var bara ekki hans háttur. Þegar hann slakaði á þótti honum notalegra að sitja og grúska í bókum. Hann sótti alla tíð í lestur, var fróðleiksfús og minnisgóður um náttúruvísindi, sagnfræði, fornsögur og ættfræði. Hann var fræðimaður á líkan hátt og þeir sem unna viðfangs- efni sínu en hafa ekki fengið tækifæri til að mennta sig. Steinasafnið hans er óræk sönnun þess og vitnar um hversu margfróður og nákvæmur al- þýðuvísindamaður hann var. Jón Özur Snorrason. Ég kynnist Halli Ólafssyni árið 1985 þegar hann gerðist meðlimur í Félagi áhugamanna um steinda- fræði. Hann féll strax vel inn í hópinn enda mjög opinn fyrir öllu er viðkom fræðunum. Við tengdumst fljótt góð- um böndum þótt að hann væri eilítið eldri en ég og fórum við, innan skamms, að ferðast saman til að sinna sameiginlegu áhugamáli okk- ar, steinasöfnuninni. Hallur var mik- ill göngugarpur og víðförull og naut ég ómældrar leiðsagnar hans í meira en áratug eða þar til að fætur hans gáfu sig. Við ferðuðumst víða, þó einkum um Vesturlandið. Margs er að minn- ast, en mér eru þó einkum hugstæð- ar ferðir okkar um Austurlandið, en þær ferðir vöruðu frá viku upp í tíu daga. Var oftast tjaldað í Lóninu við gömlu vegamótin upp á Lónsheiði, þaðan fórum við árla morguns og ók- um að rótum þess svæðis sem við ætluðum að ganga um og skoða, síð- an var gengið daglangt, með býsna misjöfnum árangri, því við vorum ólatir við að skoða áður ókönnuð gil, kletta og skriður. Það sem vakti helst fyrir okkur var að fylla upp í teg- undasöfn okkar. Lögðum við stund- um mikið á okkur við að leita uppi ákveðnar steindir, í það gátu farið margar ferðir og drjúgur tími áður en árangur næðist. Ég minnist einnar tegundar zeó- líta (geislasteina) sem heitir cowlesít, hún er mjög smágerð og afar fágæt. Við fórum margar ferðir í uppsveitir Borgarfjarðar að leita hennar, þar hafði hún fundist í gili einu, en leit okkar bar ekki árangur, það var svo einhverjum árum síðar að við upp- götvuðum tegundina, nánast við borgarmörkin, þ.e. í Hvalfirði á stað sem við höfðum heimsótt oft á hverju ári, án þess þó að rekast á hana fyrr en þá og reyndust Hvalfjarðarein- tökin mun betri en þau sem áður höfðu fundist hér á landi. Hallur var kraftmikill og ósérhlíf- inn, hann dró aldrei af sér á ferðum okkar, hvort sem var í göngu, kletta- príli eða við að brjóta berg til að ná góðu sýni. Mér þótti öruggast að hafa ávallt sjúkrakassa í bílnum því oft var ákafinn svo mikill hjá honum. Það kom stundum fyrir að í stað meitilsins urðu fingur eða hönd fyrir þungum höggum hamarsins, enda ekkert gefið eftir og kom sjúkrakass- inn þá að góðum notum. Náttúrustofnun Íslands naut góðs af ferðum okkar, við létum henni í té sýni og ýmsar upplýsingar um nýja fundarstaði, ný afbrigði og nýjar teg- undir, á móti leiðbeindi forstöðumað- ur jarðfræðideildarinnar, Sveinn J. Jakobsson, okkur á margvíslegan hátt. Samstarf sem reyndist okkur öllum mjög farsælt. Þetta voru svo sannarlega góðir tímar sem við Hall- ur nutum svo innilega og ég verð æv- inlega þakklátur fyrir. Hallur fór með mér í nokkra leið- angra eftir að hnén gáfu sig, hann studdist við langan staf, líkt og Gilja- gaur, en komst aldrei langt frá bíln- um, sem voru honum mikil vonbrigði því hann taldi sig geta gert svo miklu meira í upphafi ferða. Fyrir nokkr- um árum gaf Hallur Flensborgar- skóla góðan hluta af sínu einstaka steinasafni. Blessuð sé minning Halls. Ég votta Guðlaugu, börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum og öðrum ástvinum mína dýpstu samúð. Hermann Tönsberg. „Blessaður og sæll, Gísli! Blessað- ur, Hallur minn!“ Það var mikil hlýja í þessu svari Gísla Jónassonar, skip- stjóra á b/v Elliða sem var hrjúfur að eðlisfari og segir líka mikið um þann hug sem Gísli bar til Halls sem há- seta. Um borð vorum við Hallur hvor á sinni vakt og höfðum því lítil sam- skipti meðan á veiðum stóð en þegar skipið var í landi lágu leiðir saman. Það sýna myndir sem teknar voru á Ljósmyndastofu Kristfinns á Siglu- firði en venja togarasjómanna var að fara á ljósmyndastofuna eftir að Æg- ir rakari var búinn að snyrta okkur til. Hallur var náttúrlega stærstur og myndarlegastur, þannig að við hurf- um í skuggann af honum. Á sumrin var Siglufjarðartogurun- um lagt vegna þess að skipverjar fóru að vinna í síld. Við Hallur réðum okkur á síldarbátinn Sæfinn EA 9 sem gerður var út frá Akureyri. Við ákváðum að fara með leigubíl frá Siglufirði til Akureyrar en þegar komið var í Skagafjörð rigndi eins og hellt væri úr fötu. Hafði áin flætt yfir veginn rétt hjá brúnni yfir Héraðs- vötn og komumst við ekki lengra. Við fórum að næsta bæ, Völlum en þar voru margir strandaglópar. Síðar vorum við ferjaðir á hestum yfir á brúna og ekið að Varmahlíð þar sem við gistum. Daginn eftir vorum við fluttir yfir á Sauðárkrók ásamt öðru fólki. Þaðan fórum við með flugvél til Akureyrar. Í hópnum var fatlaður maður í hjólastól sem bað um aðstoð til að komast um borð. Hallur tók hann í fangið og bar hann inn í vélina og þá sagði maðurinn: „Ekki svíkja þau, skagfirsku handtökin.“ Skip- stjóri á Sæfinni var Páll Gestsson og voru flestir um borð frá Siglufirði og Sauðárkróki, ungir og lífsglaðir pilt- ar. Minnast margir vatnsslags sem hófst með því að skipstjórinn, sem staddur var í bassaskýlinu, tók að henda í mannskapinn rúgbrauðs- kögglum sem snerist síðan upp í vatnsslag og voru allar tiltækar fötur notaðar. Urðu þar flestir rennblautir nema Hallur. Hann var frammi í lúk- ar að lesa bækur. Gamlir Siglfirðing- ar bera Halli söguna þannig að hann hafi verið góður félagi en aldrei tekið þátt í prakkarastrikum. Í febrúar 1962 var Hallur báts- maður á b/v Elliða þegar hann sökk undan Snæfellsnesi. Tveir af skip- verjunum fórust en tuttugu og sex var bjargað um borð í Júpíter. Ég vil vitna í orð Birgis Óskarssonar loft- skeytamanns: „Það var með ólíkind- um, eftir allt sem á undan var gengið, að línan sem Júpítersmenn ætluðu að nota til að draga gúmbátinn til sín, festist í skrúfu Elliða. Þá var til lítils barist ef Elliði hefði dregið gúmbát- inn með öllum mannskapnum niður í djúpin. Snarræði Halls Ólafssonar kom í veg fyrir það. Yfir okkur gapti skrúfan á Elliða þegar skipið lyfti sér að aftan en Hallur náði að ýta gúm- bátnum með handhafli frá togaran- um“ og skar á línuna sem varð skip- verjum til bjargar. Þetta minnir mig á ljóðið um Jón tröll sem Guðmundur Jónsson söng svo fallega. Ég hef reynt að lýsa persónuleika Halls sem tók gjarnan upp hanskann fyrir lítilmagnann. Að lokum vil ég votta Guðlaugu, dætrum, barnabörn- um, barnabarnabörnum og öðrum ástvinum mína dýpstu samúð. Guðmundur Arason. Hár maður og vörpulegur, sístarf- andi og allt lék í höndunum á honum. Þannig sé ég Hall Ólafsson fyrir mér þegar hann og Gulla gerðust næstu nágrannar foreldra minna fyrir meira en fjörutíu árum. Þau settust að á Vörðustíg 9 eða í Valhöll, eins og húsið var jafnan kallað þá. Gulla, ið- andi af fjöri og Hallur, stilltur, ekki orðmargur en kíminn og einstaklega hlýr, urðu umsvifalaust sjálfsagður hluti af lífinu í hrauninu upp af höfn- inni. Löngu seinna þegar ég kom aft- ur á bernskuslóðirnar naut ég þess að eiga þau sem granna á ný – þar til skipulagsyfirvöld tóku upp á því að fela gömlu byggðina okkar svo ræki- lega að hluti hennar hvarf bókstaf- lega í skugga nýbygginga og Hallur og Gulla hurfu burt úr Firðinum. Síðasta hluta ævinnar átti Hallur við mikil veikindi að stríða. Það var erfitt fyrir mann sem hafði unun af ferðum um landið og var vanur því að stilla saman af öryggi hönd og hug. En samferðamönnum sínum veitti hann sömu hlýjuna og fyrr. Ég og mitt fólk þökkum honum nærveru hans góða öll ár og sendum Gullu, Öldu, Höllu og öðrum aðstandendum samúðarkveðjur. Bergljót S. Kristjánsdóttir Hallur Ólafsson Brynja mín. Þú varst og verður alltaf besta frænka mín. Ég mun sakna þess að þú ert ekki lengur hér, þegar ég kem í heimsókn til Íslands. Þú varst meginástæða þess að ég vildi alltaf koma. Mér þykir vænt um allar góðu minningarnar um þig, nú síðast þegar ég, fyrir þremur árum, kom og var hjá þér. Það var yndislegt. Ég er þakklát fyrir allt sem þú gerðir með mér og fyrir mig. Brynja Ragnarsdóttir ✝ Brynja Ragn-arsdóttir fæddist á Akureyri 14. apríl 1952. Hún lést á líkn- ardeild LSH miðviku- daginn 22. október síðastliðinn og fór út- för hennar fram frá Grafarvogskirkju 31. október. Þú sagðir alltaf að ég ætti að vera glöð og já- kvæð og það mun ég vilja vera. Ég mun allt- af varðveita þín góðu ráð. Þú varst svo skyn- söm og lifðir lífinu á svo heilbrigðan hátt. Þess vegna skil ég ekki hvernig stendur á því að skyldir verða svona veik og að lokum deyja. Ég dáist að því hversu dugleg þú varst síðustu tvö árin í veikindum þínum. Ég mun sakna þín alla tíð. Ég elska þig ótrúlega mikið, ynd- islega frænka, ég mun aldrei gleyma þér. Ástarkveðja frá Bjarka Þór bróður mínum. Þín Bryndís Emilía Qvarfot.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.