Morgunblaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 44
44 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2008 Elsku afi. Nú eruð þú og amma bæði farin frá okkur. Þið áttuð langa og viðburðaríka ævi en nú er henni lokið. Fjögur börn, fimm- tán barnabörn, fjórtán barnabarna- börn og fyrirtæki sem þið byggðuð upp frá grunni. Það eru ekki margir sem geta státað af slíkri arfleifð. Þegar við hugsum aftur í tíman um allar minningar sem við eigum með þér þá eru þær alveg gríðarlega margar og góðar. Hvað það var gott að koma heim til ykkar, sögurnar sem þú sagðir okkur af hinum og þessum skipum og frá gamla tíman- um, að takast á við þig í krumlu og þegar þú kreistir hendurnar okkar til að athuga hvort við hefðum ekki traust handtak og svo auðvitað jóla- og áramótafjölskyldusamkomurnar heima hjá ykkur. En alltaf standa sumrin uppi í bú- stað upp úr. Dagarnir sem við vorum þar með ykkur eru sumar af bestu æskuminningunum okkar. Þið tókuð okkur jafnaldra frændurna tvo og tvo saman og við nutum þess að vera útí náttúrunni, að arka um landið þitt, troðnar og ótroðnar slóðir. Svo átt- irðu nokkra hnífa og nóg af timbri og við skemmtum okkur við að tálga allskonar vopn og hluti, og þú varst alltaf að setja nýjar og nýjar reglur um tálgunina. Þú lagðir svo mikla vinnu í að sinna jörðinni og það er al- gjör synd að yngsti bróðir okkar fékk ekki tækifæri til að njóta þess að vera þar með ykkur. Sú minning um þig sem situr best eftir hjá mér persónulega er þegar ég heimsótti þig og ömmu einu sinni. Hún amma var ekki heima og þú sast inni á skrifstofunni þinni, sem var frammi á gangi. Ég fór inn til þín og spurði þig um alla minjagripina sem þú áttir. Og þú sagðir mér frá. Fyrir þetta hafðirðu alltaf bara verið hann afi. En eftir þetta spjall sá ég þig allt- af með allt öðrum augum, hvað þú varst merkilegur maður. Hvíldu nú í friði, elsku afi. Við munum eiga minningarnar um þig að eilífu og þú og amma fylgist með okk- ur einhversstaðar saman. Þínir dóttursynir, Halldór Ingvi, Hrannar Jón og Helgi Hrafn. Elsku afi okkar. Við höfum alltaf hugsað um afa okkar sem mikinn merkismann. Í gegnum tíðina þá hef- ur þú getað sagt okkur hina ótrúleg- ustu hluti og kennt okkur margt. Það var mjög spennandi að koma í heim- sókn þegar þú og amma voruð ný kominn frá útlöndum og heyra hvar þið höfðuð verið og hvað þið höfðuð séð. Einnig var nú alltaf eitthvað handa öllum krakkahópnum í töskun- um, oftar en ekki mættu síðan barna- börnin í skólann daginn eftir í alveg eins fötum. Ein af betri minningum okkar er frá aðfangadegi jóla er þú mættir og tókst öll barnabörnin með þér út í kirkjugarð. Við vitum það nú að for- eldrar okkar hafa verið nokkuð fegin að fá þennan frítíma rétt áður en jólin gengu í garð. Við tróðum okkur öll í bílinn hjá afa og farið var í kirkju- garðinn og sett greni á öll leiðin hjá ættingjum og vinum. Þú sagðir okkur sögur af fólki og rifjaðir upp gamla tíma. Þetta er hefð sem við gætum al- veg hugsað okkur að taka upp þegar við sjálfir verðum afar. Það er gott að hugsa til þess að nú ertu hjá ömmu, enda eruð þið saman í öllum okkar minningum. Það voru ótal ferðirnar sem við fórum með ykkur upp í sumarbústað og lékum okkur í kjarrinu og kringum trén sem þið höfðu plantað. Það var ótrúleg þolinmæðin sem þú og amma höfðuð Tómas Þorvaldsson ✝ Tómas Þorvalds-son fæddist að Eiði í Grindavík 26. desember 1919. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja 2. desember síðastlið- inn og var jarðsung- inn frá Grindavík- urkirkju 9. desember. þegar þið vorum með okkur fyrir austan. Þú og amma hugsuðuð vel um fólkið í kringum ykkur og eftir að þú fórst á Víðihlíð höfðu margir áhuga á að vita hvernig þú hefðir það, greinilegt er að það er mikið af fólki sem þyk- ir vænt um þig. Þau munu minnast þín sem manns sem lét vellíðan fólks í kringum þig mikið varða og þess góða starfs sem þú skilaðir til samfélagsins.Við kveðjum þig með miklum söknuði en vitum að þú og amma vakið yfir okkur og gerið það sem þið getið til að okkur líði vel, eins og þið hafið alltaf gert. Í okkar augum verður þú alltaf afi okkar sem hafðir mikinn áhuga á því að fjöl- skyldunni liði vel og gladdist yfir sigrum okkar, stórum sem smáum. Við munum fylgja þér síðasta spöl- inn hér í Grindavík, í bænum sem þér var mjög kær eins og þú lýstir í ævi- minningum þínum: Hér er minn staður. Hér er mitt fólk. Hingað leitar hugurinn hvert sem ég fer. Heiðar, Tómas, Gunnlaugur, Gunnar og fjölskyldur. Ég veit ekki hvar ég á að byrja þegar ég hugsa mág minn Tómas, Todda eins og ég kallaði hann alltaf. Ég var svo ung þegar þau kynntust, Hulda systir mín og hann. Ég var yngst fimm systra. Toddi var mér eins og annar faðir og Hulda var mér eins og önnur móður. Ég gleymi aldrei þegar ég fór fyrst að heimsækja þau til Grindavíkur. Við mamma fórum saman í vörubíl og ég sat með pissudúkkuna mína sem ég hélt mikið upp á, hún var svört. Það var alltaf að springa á bílnum. Það tók allan daginn að komast þang- að, það er annað en núna. Ég var átta ára þegar ég var heilt sumar í Grindavík að passa Eirík frænda minn, það var skemmtilegt sumar, ég var í leikjanámskeiði sem einhver maður var með, hann kenndi okkur krökkunum allavega leiki. Svo hjálp- uðust allir að að sólþurrka fiskinn á reitunum. Það var sett upp rautt flagg þegar var að koma rigning, þá hlupu allir út að setja fiskinn í stæð- ur, það hjálpuðust allir að að bjarga fiskinum. Ég gæti skrifað heila bók um minningar mínar úr Grindavík. Toddi reyndist móður minni mjög góður, og góður var saltfiskurinn sem hann sendi henni. Mömmu dreymdi draum og draumurinn rættist svo sannarlega og sagði Todda, að hann væri búinn að byggja yfir hálfa Grindavík. Tómas varð stórútgerðar- maður, dugnaðarforkur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og voru það mörg störf. Enda ól hann börnin sín vel upp og eru þau tekin við fyrirtæk- inu – hann vildi að við lærðum að vinna. Ósjaldan hrósaði hann mér fyrir dugnað. Hulda systir mín lést um jólin í fyrra – það er ekki ár á milli þeirra, núna eru þau saman á ný. Guð blessi minningu þeirra. Elsku Eiríkur, Gunnar, Stefán og Gerður Sigríður og fjölskyldur, ég votta ykkur inni- lega samúð mína. Gerður J. Ben. Mig langar til að skrifa nokkrar línur um mág minn Todda, eins og hann var kallaður af þeim nánustu. Tómas var stórbrotinn persónuleiki. Hann var ákveðinn og fastur á sínum skoðunum. Toddi kom inn í líf mitt þegar ég var sex ára og hann trúlof- aðist Huldu systur minni. Við vorum þrjár systur, allar sín á hverju árinu svo það fór svolítið fyrir okkur. En þegar Toddi kom að heimsækja kær- ustu sína var okkur sagt að hann væri prestur svo við þorðum ekki að láta heyra bofs í okkur. Toddi var höfðingi í lund og mátti ekkert aumt sjá og þar stóðu hjónin saman. Ég tók Todda sem pabba minn enda siðaði hann mig til ef með þurfti og bar ég mikla virðingu fyrir honum. Ég var mjög trúgjörn þegar ég var barn og Toddi sagði mér ótrúlegar sögur sem ég gleypti alveg í mig. Hann gat ekki skrökvað að mér. Ég var á vertíð í Grindavík þegar ég var sextán ára gömul. Ég bjó þá hjá þeim hjónunum. Þar leið mér vel og hef ég búið að því alla ævi. Ekki má gleyma samveru- stundunum sem við hjónin áttum með þeim Huldu og Todda í sumarbústað þeirra og svo í okkar líka. Þá var glatt á hjalla, grillað, sagðar sögur og þá var það Toddi sem sagði lífssögu sína, þegar hann byrjaði í útgerð sem ung- lingur að aldri og kallaði hana Þor- björn. Margt væri hægt að segja meira, en það verður ekki sagt hér. Minningu um góðan dreng, geymi ég í hjarta mínu. Við hittumst bráð- um vinur minn við sólarströndu bjarta. Elsku vinir okkar, Gerður, Gunnar og Stefán. Guð blessi ykkur á þessari erfiðu stundu. Þóra og Lúðvík. Látinn er í Grindavík heiðursmað- urinn Tómas Þorvaldsson, í okkar huga Toddi frændi á Gnúpi. Hann var móðurbróðir okkar og okkur afar kær, hann var alltaf boðinn og búinn til að veita okkur lið í smáu sem stóru. Þegar mamma var ung og ein með Stellu nýfædda þá fluttust þær að Gnúpi og bjuggu þar í tvö ár undir hans verndarvæng. Þarna myndaðist strengur á milli Stellu og Todda sem aldrei slitnaði og þegar hún var ung- lingur í Reykholtsskóla og hann á ferðum sínum um heiminn þá keypti hann á hana árshátíðarkjóla í Car- naby Street sem svo sannarlega vöktu lukku. Við minnumst sumar- daga þar sem fjölskyldurnar fóru saman í sunnudagsferðir bæði austur fyrir fjall og í Reykholt til frænd- fólksins, skautaferða á Seltjörn þar sem Toddi sýndi listir sínar á skaut- um og við spreyttum okkur á því að leika þær eftir. Síðasta ár hefur verið erfitt fyrir fjölskylduna frá Gnúpi, báðir foreldr- arnir fallnir frá en eftir eru ljúfar minningar um góðar manneskjur sem skipuðu stóran sess í lífi okkar allra. Við systur, ásamt Valgerði móður okkar, þökkum fyrir tryggð og góð- mennsku í okkar garð og vottum systkinunum og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð. Stella og Dröfn. Elsku Tómas minn! Það eru blendnar tilfinningar sem bærast í brjósti mínu þegar ég sest niður og skrifa þessar línur til þín, annarsveg- ar sorg vegna þess að þú ert horfinn úr lífi mínu, hinsvegar gleði, nú líður þér vel, kominn til Huldu þinnar og annara ástvina í Drottins helgidóm. Ég sit hér með myndina af ykkur hjónum fyrir framan mig, búin að kveikja á kerti og hugsa um allar okk- ar góðu samverustundir. Þið hjónin voruð mér afar kær og ég sakna ykk- ar af öllu hjarta. Andlát þitt kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, ég er ekki ennþá búin að meðtaka það. Ég ætla að kveðja þig með sálmi eftir M. Joch. Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum föðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu föðurhjarta. Þín líknarásján lýsi dimmum heimi, þitt ljósið blessað gef í nótt mig dreymi. Í Jesú nafni vil ég væran sofa og vakna snemma þína dýrð að lofa. Elsku Gessa, Eiríkur, Gunnsi, Stebbi og fjölskyldur. Guð geymi ykkur og blessi á sorgarstund. Takk fyrir allt, Tómas minn. Þín, Ester. Mig langar að þakka Tómasi Þor- valdssyni fyrir hlýhug, virðingu og alla þá hvatningu sem hann veitti mér meðan ég starfaði í forystu fyrir Knattspyrnudeild UMFG. Kynni mín af Tómasi urðu fljótlega eftir að ég flutti til Grindavíkur 1974. Nokkru síðar, 1981 hóf ég störf á skrifstofu Þorbjarnar hf. sem er í eigu fjöl- skyldu Tómasar. Tómas var giftur Huldu Björnsdóttur frá Kjalvarar- stöðum í Reykholtsdal, hún lést 12. janúar sl. Eignuðust þau fjögur börn, Eirík, Gunnar, Stefán og Gerði Sig- ríði. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast þessum merka manni sem stóð alla tíð vörð um sína heima- byggð, Grindavík þar sem hann fæddist 1919. Tómas var einn af stofnendum Íþróttafélags Grindavík- ur 3. feb. 1935 ásamt nokkrum ung- um mönnum. Síðar var nafni félags- ins breytt í Ungmennafélag Grindavíkur, UMFG. Tómas var for- maður Íþóttafélags Grindavíkur 1948 til 1963. Honum var mjög annt um fé- lagið og tengslin voru aldrei rofin, Gunnar sonur hans tók við for- mennsku UMFG nokkru síðar og hélt m.a. utan um Svartsengishátíðir sem voru haldar til ársins 1976 og voru stór þáttur í fjáröflun UMFG. Eiríkur er í varastjórn Knattspyrnu- deildar UMFG og hefur verið áhrifa- maður þar. Eftir að Tómas hætti dag- legri stjórn í Þorbirni hf. 1985 tóku börnin hans við og hefur fyrirtækið verið einn stærsti stuðningsaðili Knattspyrnudeildar UMFG ásamt öðrum útgerðar- og fiskvinnslufyrir- tækjum hér í Grindavík. Að leiðarlokum vil ég þakka sam- fylgdina og mun í huganum geyma minninguna um einstakan mann og votta börnum hans og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Jónas Karl Þórhallsson. Tómas Þorvaldsson var um ára- tugaskeið einn af helstu máttarstólp- um íslensks sjávarútvegs. Hann var einn af þeim mönnum, sem hvað mest áhrif höfðu á mótun, uppbyggingu og þróun íslensks sjávarútvegs, bæði veiði og vinnslu, á mikilvægustu framfaratímum greinarinnar, eftir miðja síðustu öld. Hvarvetna var hann í fararbroddi, ekki síst í upp- byggingu á sölumálum íslenskra sjávarafurða, sem hann lét sig miklu varða, ekki síður en almenna hags- munagæslu útgerðar og fiskvinnslu. Tómas var einstakt glæsimenni og framkoma hans, fas og málafylgja með þeim hætti að ekki kom óvart, að til hans væri leitað um forystu bæði í leik og starfi. Hvar sem hann kom að starfi lagði hann sig allan fram, at- kvæðamikill og fórnfús í öllu, sem hann tók sér fyrir hendur. Þrátt fyrir miklar annir við rekstur eins af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og þátttöku í stjórnum hags- muna- og sölusamtaka í sjávarútvegi, gaf hann mikið af sér í alls kyns fé- lagsstarfsemi í heimabyggðinni, þar sem upp úr stendur áratuga forysta í Björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík. Ég var svo lánsamur að kynnast Tómasi, þegar ég ungur maður árið 1976, kom beint úr háskóla til starfa hjá Síldarútvegsnefnd, í upphafi síld- aráranna hinna síðari. Sjálfur á ég rætur og uppvöxt að rekja í lítið, en atkvæðamikið sjávarpláss og varð Tómasi fljótt ljós áhugi minn og metnaður fyrir hagsmunum sjávarút- vegsins. Segja má að ég hafi komið inn í greinina, þegar í hönd fóru tölu- verð kynslóðaskipti. Sameiginleg áhugamál okkar Tómasar og vilji hans til að styðja og fræða ungan mann, sem var að stíga sín fyrstu spor í greininni leiddu til góðrar vin- áttu, sem ég hef metið mikils alla tíð síðan. Eigum við Maja ýmsar góðar minningar af samveru okkar með þeim Tómasi og Huldu, bæði hér- lendis og erlendis, sem við minnumst með gleði. Við Maja sendum börnum Tómas- ar og fjölskyldum þeirra okkar ein- lægustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Tómasar Þorvaldssonar. Einar Benediktsson. Kynni okkar Tómasar hófust fyrir tæpum fjörutíu árum er undirritaður gerðist stýrimaður á einu af skipum Þorbjarnar hf., Hrafni Sveinbjarnar- syni Vetrarvertíðirnar á Hrafninum og öðrum bátum útgerðarinnar urðu gjöfular á þessum árum og saltfisk- stæðurnar í húsum Þorbjarnar hf. miklar að vöxtum í vertíðarlok, enda fyrirtækið þá stærsti saltfiskfram- leiðandi landsins. Þetta var blómatími athafna- mannsins Tómasar Þorvaldssonar og það fór ekki fram hjá okkur sem hjá honum unnum að maðurinn hafði mikla starfsorku, sem ekki veitti af. Þótt Tómas hefði með höndum um- fangsmikinn atvinnurekstur með út- gerð og fiskverkun í Grindavík og gegndi samtímis fullu starfi sem stjórnarformaður í Sölusambandi ís- lenskra fiskframleiðenda, lét hann það ekki aftra sér frá því að vera í góðu sambandi við fólkið sem vann hjá honum til sjós og lands. Við sáum honum daglega bregða fyrir á bryggjunni og ekki aðeins það heldur kom hann oft um borð til þess að heyra í okkur hljóðið og spjalla um daginn og veginn. Það kunnum við skipverjar hans vel að meta og það var líka gott að leita til hans um að- stoð. Skömmu fyrir jólin árið 1975, rúmu ári eftir að ég hætti hjá útgerðinni, hringdi Tómas í mig. Ég hafði rösk- um mánuði áður sótt um það starf að gerast erindreki fyrir Slysavarna- félag Ísland og Tómas vildi vita hvort ég hefði einlægan áhuga á starfinu, sem hann taldi mikilvægt skilyrði. Ég tjáði honum að svo væri. Fáum dögum síðar var ég ráðinn í starfið og við tók nýr kafli í samskipt- um okkar Tómasar Þorvaldssonar. Tómar var þá í forustu fyrir björg- unarsveitinni Þorbirni í Grindavík og var í hópi áhrifamestu manna innan Slysavarnafélags Íslands, enda frétti ég síðar að hans liðsinni réð úrslitum um ráðningu mína. Það var gott og gefandi að fá tæki- færi til þess að kynnast þessari hlið á Tómasi. Saga björgunarsveitarinnar Þor- bjarnar og þau mörgu afreksverk sem sveitin hefur unnið við björgun manna úr sjávarháska markar mik- inn og merkan kafla í sögu Slysa- varnafélagsins og raunar þjóðarinnar allrar. Þar var Tómas forustumaður í sveitinni um áratugaskeið. Í ræðu sem hann hélt í mjög fjöl- mennu sextugsafmæli sínu, kom skýrt fram hve björgunar- og slysa- varnamál voru honum hjartfólgin. Síðar tóku synir hans við sem for- ystumenn í björgunarsveitinni Þor- birni og fyrirtækinu einnig. Ég minnist Tómasar Þorvaldsson- ar með þakklæti í huga fyrir öll okkar góðu samskipti og sendi fjölskyldu hans hugheilar samúðarkveðjur. Óskar Þór Karlsson. Glæsimenni sem geislaði af vinar- þeli og hlýju. Hvar sem Tómas Þor- valdsson kom fyllti hann herbergin af persónuleika sínum, persónuleika sem einkenndist af festu, tillitssemi og markvísi til árangurs. Tómas Þor- valdsson skilur eftir sig eftirminnileg spor, enda lagði hann hönd á plóginn í svo mörgu er varðar hag og heill sam- félagsins. Hann var sjómaður á tíð opnu bátanna á fjórða áratug síðustu aldar. Það var harður skóli og hann kom víða við í störfum. Glæsilegt er fyrirtæki fjölskyldunnar Þorbjörn í Grindavík, eitt af grónustu útgerðar- og vinnslufyrirtækjum landsins. Það var sama hvar Tómas kom að verki, árangur náðist. Hann lagði mikið af mörkum í björgunarmálum, íþrótta- málum og þannig mætti lengi telja á þeim vettvangi sjálfboðaliða sam- félagsins sem drifmikið starf byggist oft á. Tómas Þorvaldsson var í rauninni eins og sólskinsstund því af nærveru hans stafaði svo góðum anda, trausti, skynsemi, baráttugleði þar sem hugsað var stórt en siglt með seigl- unni. Tómas Þorvaldsson er einn af at- hafnamönnum Íslands sem skiluðu íslensku samfélagi til heilla inn í framtíðina. Ekkert kom af sjálfu sér, vinna var á bak við allan árangur, verðmæti sem fylgja þurfti eftir með handverki og hugans útsjónarsemi. Það var alltaf gott að hitta Tómas Þorvaldsson og reyndar er það að- alsmerki ættar hans að búa yfir slík- um töfrum. Hvað er betra en hitta fólk sem veitir jákvæða návist, yfir- vegaða, æðrulausa og létta í bragði. Það er söknuður að svipmiklum manni eins og Tómasi, afkastamanni í svo mörgu, en minningin er sterk og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.