Morgunblaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 36
36 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2008 ✝ Böðvar MagnúsGuðmundsson fæddist á Efri-Brú í Grímsnesi 8. nóv- ember 1935. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suðurlands á Selfossi 4. desem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru Arn- heiður Böðvarsdóttir frá Laugarvatni, f. 14.7. 1904, d. 27.3. 2000 og Guðmundur Guðmundsson bóndi á Efri-Brú í Grímsnesi, f. 3.10. 1898, d. 10.5. 1982. Systkini Böðvars eru Steinunn Anna, húsfreyja í Hvammi í Hvít- ársíðu, f. 1931, Ingunn, bókasafns- fræðingur í Reykjavík, f. 1934 og Guðmundur, grunnskólakennari í Reykjavík, f. 1950. Dóttir Böðvars og Álfheiðar Gísladóttur frá Mýrum í Dýrafirði er 1) Guðrún, ljósmóðir í Reykjavík, f. 10.10. 1955, gift Hafsteini Jóns- syni deildarstjóra, f. 1956. Börn þeirra eru a) Ingólfur, f. 1980, í sambúð með Sólveigu Alfreðs- dóttur, f. 1978, sonur þeirra er Pálmi Gunnar, f. 2008. b) Álfheiður, f. 1987 og c) Guðrún Una, f. 1988. Hinn 13.4. 1963 kvæntist Böðvar Steinunni Ingvarsdóttur, sjúkraliða, frá Þrándarholti í Gnúpverja- hreppi, f. 13.10. 1934. Synir Böðv- ars og Steinunnar eru: 2) Guð- mundur Örn, húsasmiður, f. 5.9. 1961, kvæntur Kristínu Fjólu Berg- þórsdóttur kennara, f. 1965. Synir þeirra eru Bergþór Bjarki, f. 1993, Tómas Tjörvi, f. 1995, Böðvar eldrum sínum félagsbú á Efri-Brú og þremur árum síðar stofnuðu þau Steinunn nýbýlið Brúarholt úr landi Efri-Brúar. Böðvar var alla tíð mikill aðdáandi íslenska hests- ins og árið 1962 keypti hann helm- inginn í jörðinni Mýrakoti í Gríms- nesi og byrjaði eftir það fyrir alvöru ræktun kynbótahrossa. Ár- ið 1971 keyptu þau hjónin allan bústofn foreldra hans og hefur hann stundað búskap allar götur síðan, lengst af með sauðfjár- og hrossarækt. Árið 1989 kom hann á fót, ásamt seinni konu sinni, Hil- degard, bændagistingu að Efri- Brú og starfrækti hana til ársins 2003. Böðvar var alla tíð virkur í fé- lagsstörfum sveitarinnar. Hann var félagi í Lionsklúbbnum Skjald- breiður og um hríð í stjórn rækt- unarsambandsins Ketilbjarnar. Hann var stofnfélagi hestamanna- félagsins Trausta, sem stofnað var árið 1960, var varaformaður þess frá stofnun til 1970 og formaður frá 1970-1980. Í formannstíð sinni kom hann félaginu m.a. upp ein- stökum útskornum verðlaunagrip- um sem enn eru veittir fyrir efstu hesta í A- og B-flokki gæðinga. Ár- ið 2006 var hann tilnefndur heið- ursfélagi hestamannafélagsins. Böðvar var félagi í kirkjukór Mos- fellsprestakalls til síðasta dags, ásamt því að vera virkur félagi í kór eldri borgara á Selfossi. Öll þessi áhugamál sín, þ.e. söng, hestamennsku og sauðfjárrækt, sameinaði Böðvar í smalamennsk- unni á haustin, en hann fór fyrst á fjall 13 ára gamall og eftir það samfellt næstu 40 árin, þar af sem fjallkóngur frá 1974-1988. Útför Böðvars fer fram frá Sel- fosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður að Búrfelli í Grímsnesi. Breki, f. 2001 og tví- burarnir Baldvin Barri og Snorri Sveinn fæddir 2008. 3) Óli Fjalar, vélfræð- ingur og rafvirki, f. 15.12. 1962, kvæntur Margarethe Th. Andreassen, flug- freyju, f. 1968. Dætur þeirra eru Sunna Kristín, f. 1988, Stein- unn Eva, f. 1991 og Móeiður Kara, f. 1998. 4) Ingvar, f. 27.10. 1963, d. 10.9. 1976. 5) Birkir, hagfræðingur, f. 31.7. 1973, kvæntur Guðrúnu Ei- ríksdóttur, tölvunarfræðingi, f. 1974. Börn þeirra eru Kolfinna, f. 1998 og tvíburarnir Ingvar og Haf- steinn, fæddir 2000. Böðvar og Steinunn slitu samvistum. Seinni kona Böðvars var Hilde- gard María Durr, f. 17.10. 1938. Þau giftu sig hinn 28. apríl 1990 en slitu síðar samvistum. Böðvar fæddist á Efri-Brú og ólst þar upp við hefðbundin sveita- störf á stóru búi foreldra sinna. Hann var mikill áhugamaður um íþróttir og veturinn 1952-1953 var hann í Íþróttaskólanum í Haukadal hjá Sigurði Greipssyni. Eftir það lá leiðin í bændaskólann á Hvanneyri þaðan sem hann útskrifaðist sem búfræðingur árið 1955. Eftir að heim kom aðstoðaði Böðvar for- eldra sína við búskap á Efri-Brú, en vann jafnframt því ýmis önnur störf, m.a. um árabil á vélum Rækt- unarsambandssins Ketilbjarnar. Árið 1958 stofnaði hann ásamt for- „Þetta er nú meira heilsuleysið á manni. Það er engu líkara en að það sé skollin á heimsstyrjöld!“ Þetta sagði hann afi Böðvar, en það var hann alltaf kallaður á þessu heimili, í síðasta skiptið sem hann stóð upp úr stólnum sínum heima á Efri-Brú. Tíu dögum síðar var „heimsstyrjöldinni“ lokið og nú er hann afi Böðvar horf- inn okkur úr þessari jarðvist. Ekki grunaði okkur, þegar við fengum fyrstu fréttir af veikindum hans nú í september, að tíminn væri svo naumur. Það er erfitt að horfa upp á ástvini sína veikjast og vita að engin leið er fær til hjálpar, einungis spurning um tíma. Afi Böðvar var hæglátur maður, dulur á tilfinningar en gat, þegar það átti við, verið hrókur alls fagnaðar. Þessi orð hans svo skömmu áður en hann dó segja okkur því glöggt hvernig honum leið þó að ekki kvart- aði hann. Ekkert verður nú eins og áður. Það verður tómlegt að koma heim í litla kotið að Efri-Brú, því að þar verður enginn afi Böðvar. Minning- arnar um hann verða hins vegar áfram í húsinu og þangað verður því áfram gott að koma, – þrátt fyrir allt. Elsku afi Böðvar, með þessu fal- lega ljóði kveðjum við þig og þökkum þér samfylgdina á þessari jörð. Þín verður sárt saknað. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Guðmundur Örn, Kristín Fjóla, afastrákarnir þínir, Bergþór Bjarki, Tómas Tjörvi og Böðvar Breki, og litlu kútarnir sem varla fengu að kynnast þér Baldvin Barri og Snorri Sveinn. Elsku afi. Það er svo margt sem rifjast upp á þessari stundu en hér ætla ég bara að rifja upp eina góða minningu. Ég man þegar ég var lítil, svona í kringum 6 ára, og áhugi minn á hestunum var að aukast. Þá sat ég ein úti í minkahúsi og beið eftir að þú færir með hestaleiguna. Þegar þú komst inn og byrjaðir að beisla hest- ana spurði ég voða sakleysislega hvort ég mætti nokkuð fá að fara með. Þegar ég sá að beisli var sett á Grímsa gamla varð ég svo glöð því þá vissi ég að ég fengi að fara með. Mér fannst ég eiga besta afa í heimi. Þú varst ávallt reiðubúinn að lána okkur krökkunum hesta til að fara á bak. Þú áttir stóran þátt í að auka áhuga minn á hestamennsku. Það voru ófár ferðir fjölskyldunnar í sveitina til að snúast í kringum hrossin og oft var setið tímunum saman í eldhúsinu og rætt um hesta. Ég vil þakka þér fyrir allar þær hestaferðir sem við höfum farið sam- an og þá sérstaklega seinustu ár þar sem ferðirnar fóru að lengjast og verða skemmtilegri. Þú varst nú reyndar farinn að „trússa‘‘ fyrir okk- ur þá og gæta smáfólksins sem ekki var orðið reiðfært. Ég vil þakka þér fyrir allar góðar minningar sem þú hefur gefið mér og nú verður heldur tómlegt að koma í sveitina þar sem þú og Gutti eruð báðir farnir. Ég vona að nú líði þér vel og að þið Gutti séuð saman á ný. G. Una. Í morgunljómann er lagt af stað. Allt logar af dýrð, svo vítt sem er séð. Sléttan, hún opnast sem óskrifað blað, þar akur ei blettar, þar skyggir ei tréð. – Menn og hestar á hásumardegi í hóp á þráðbeinum, skínandi vegi með nesti við bogann og bikar með. Betra á dauðlegi heimurinn eigi. Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og hest og hleyptu á burt undir loftsins þök. Hýstu aldrei þinn harm. Það er best. Að heiman, út, ef þú berst í vök. Það finnst ekki mein, sem ei breytist og bætist, ei böl sem ei þaggast, ei lund sem ei kætist við fjörgammsins stoltu og sterku tök. Lát hann stökkva, svo draumar þíns hjarta rætist. (Einar Benediktsson.) Engin orð fá lýst betur grunntón- inum í lífssinfóníu Böðvars bróður míns eða hughrifum hans á því, sem honum var kærast, fósturjörðinni og hestinum. Þrátt fyrir að fimmtán ár skildu okkur að voru samskipti okkar ætíð náin og einlæg. Í uppvexti mínum var hann mér í senn stóri bróðir og fyrirmynd. Ég ætlaði að stjórna ýtum og vörubílum, eignast úrvals hesta, ná góðum árangri í kringlukasti, stökkva hæst og verða góð refa- skytta. En ekkert af þessu hefur átt fyrir mér að liggja. Böðvar var ljúfmenni sem sjaldan skipti skapi. En honum gat mislíkað mannanna verk og jafnvel sárnað væru þau unnin gagnstætt vilja hans. Oftar lét hann ranglæti yfir sig ganga án þess að hafa stór orð um það. Hann lét smáatriðin sjaldan trufla sig. Hann var glaðsinna að eðlisfari, maður andartaksins. Hann var manns gaman, blés í glæður gáska með vel sögðum frásögnum, smelln- um vísum eða við að leiða söng. Á öðrum stundum var hann lítillátur og jafnvel of hógvær. Því nýttust honum ekki eiginleikarnir til fulls, sem fólgnir voru í greind hans og hugarfylgsnum. Böðvar var einstakur dýravinur. Hann umgekkst allar skepnur af til- finningu, virðingu og nærgætni. Þó áttu hestarnir hug hans mestan allt til lokastundar. Böðvari tókst vel hvers kyns ræktun, hvort sem í hlut átti fjárstofn hans, gæðingar eða að breyta útjörð í akur. Hann var mað- ur framkvæmda og allt lék í höndum hans. En laun heimsins eru vanþakk- læti. Bróðir minn fékk að finna fyrir mótlæti í lífinu. En hann bar tilfinn- ingar sínar jafnan í hljóði. Á slíkum stundum kallaði hann gjarnan gæð- ingana til sín „og hleypti á burt undir loftsins þök“. Það var gæfa bróður míns að vera vinmargur. Aðeins mánuði áður en veikindi Böðvars komu í ljós fór hann hringferð um landið ásamt skólabróður sínum frá Hvanneyri, og heimsóttu þeir alla skólafélaga sína, sem þeir fundu. Kæri bróðir: Í æsku minni naut ég þess að sitja við hlið þér í Land-Ro- ver-jeppanum og hlusta á söng þinn eða við þögðum saman. Tveimur dögum fyrir andlátið sat ég við rúm- stokk þinn og áttum við þá líka gott samtal án orða. Við kvöddumst þakklátir. Og nú ertu allur. Systkini þín þakka þér samfylgdina með ósk- um um frið og blessun á guðs vegum. Börnum og afkomendum þínum sendum við innilegar samúðarkveðj- ur. Guðmundur Guðmundsson. Í þessum fátæklegu orðum langar mig til að minnast míns kæra frænda og vinar Böðvars Guðmundssonar sem nú er fallinn frá allt of fljótt. Böðvar var góður félagi og vinur í mörg ár. Margar hestaferðir fórum við saman og var ætíð mikið sungið enda var hann góður söngmaður og alltaf tilbúinn að taka lagið með ferðafélögum. Ferðir okkar á Lyng- dalsheiði, jafnt nóttu sem á degi, voru ófáar enda lágu æskuslóðir okkar síns hvorum megin heiðar. Eftirminnilegar voru Jónsmessu- ferðir sem við félagarnir fórum í ár- lega ásamt fleiri sveitungum og ylja þær í minningunni. Í sleppiferðum á vorin hefur veðurspáin oft brugðist en alltaf hægt að treyst á hlýjar mót- tökur húsbóndans á Efri Brú og ilm- andi kjötsúpu og ef vel stóð á reið hann áleiðis yfir heiðina með okkur næsta morgun. Böðvar var mikill höfðingi heim að sækja, hann hafði sterkan persónuleika og mikið að- dráttarafl og því eftirsóttur fé- lagsskapur enda var alltaf glatt á hjalla þar sem Böðvar var. Hann var viðræðugóður og margfróður og gaman að ræða við hann um alla hluti. Hann var mikill sagnamaður og unun að hlusta á hann lýsa at- burðum, gömlum sem nýjum. Að öðrum ólöstuðum held ég að hann hafi verið fremstur meðal jafningja. Hann tók sjálfan sig ekki of hátíð- lega og gat séð skoplegu hliðarnar á sjálfum sér jafnt og samferðamönn- um án þess þó að særa. Böðvar var ósínkur, ósérhlífinn og tryggur vin- ur. Þórdís konan mín, börn okkar, tengdabörn og barnabörn fengu einnig að njóta vinskapar Böðvars og minnast þau hans með virðingu og þakklæti fyrir allar góðu stund- irnar sem þau fengu að njóta með honum. Með þakklæti og hlýhug kveð ég kæran vin. Far þú í friði. Valur Guðmundsson frá Efra Apavatni. Það var dimmt yfir Efri-Brú fimmtudaginn 4. desember sl., eitt- hvað lá í loftinu sem við höfðum ekki skýringu á. Daginn eftir kom Guð- mundur frá Efri-Brú í heimsókn. Böðvar á Efri-Brú hafði látist á Heilsustofnun Suðurlands kvöldið áður. Kynni mín af Böðvari og fjöl- skyldu hans hófust þegar ég sem lítil stelpa kom í heimsókn til þeirra hjóna með foreldrum mínum, en Steina og mamma voru skólasystur frá Varmalandi. Við systurnar dvöldum hjá þeim sumarlangt og mamma seldi fyrir þau egg í bænum og við vorum ekki lengi að koma þeim í réttar hendur enda margir fastir kaupendur að eggjunum. Hundurinn okkar Hringur var send- ur í vist til Böðvars og Steinu, en hann var ekki allur þar sem hann var séður, lagðist á hænsnin og þurfti því að lóga honum en ekki var hægt að segja litlum ungfrúnum úr Reykjavík það heldur var sagan sett í það form að mjólkurbílinn hefði ek- ið yfir hann einn daginn. Ljúfar minningar um dvöl mína að Brúarholti sem barn hjá Böðvari og Steinu gleymast ekki og er ég þeim þakklát fyrir að hafa kynnst sveit- armennsku hjá þeim áður en hefð- bundinn búskapur lagðist af. Árin líða og aftur er ég komin í kaffi til Böðvars en nú með eigin- manni mínum Guðmundi Tómassyni frænda Böðvars en þeir voru bræðrasynir. Við komum iðulega við hjá þeim Böðvari og Hildó um helgar í kaffi hvort heldur var sumar eða vetur og var notalegt að sitja í gamla eldhúsinu að Efri-Brú og spyrja tíð- inda úr sveitinni . Það kom einnig fyrir að leita þurfti aðstoðar Böðvars til að fá start eða draga okkur út úr snjósköflum. Ein ferð stendur upp úr er við í bjartsýni okkar fórum Vatnsvíkina á fólksbíl í byrjun jan- úar til að halda þrettándann hátíð- legan að Hamri. Vitanlega sátum við kolföst í miðri Vatnsvíkinni. Var þá auðvitað hringt í Böðvar eins og endranær þegar vandræði steðjuðu að og var Böðvar ekki lengi að koma sér af stað til að bjarga vinum sínum. Guðmundur dvaldi oft sem barn hjá foreldrum Böðvars að Efri-Brú, þegar foreldrar hans brugðu sér í bæinn en þau dvöldu yfirleitt sum- arlangt í húsi Tómasar við Sogið. Hann sagði mér sögu af atburði þeg- ar hann var sex ára gamall þar sem Böðvar kemur við sögu. Austan við Efri-Brú er mýri og var Guðmundur að þvælast þar og kunni sem oftar ekki fótum sínum forráð. Áður en hann vissi af var hann sokkinn upp fyrir hné í mýrina. Böðvar var ekki langt undan frekar en síðar á lífsleið- inni, sterklegir armar gripu um Guð- mund og kipptu honum upp úr. Er þetta fyrsta æskuminning hans um frænda sinn. Sonur okkar,Tómas var fermdur í Búrfellskirkju og vantaði mig kór til að syngja við athöfnina. Datt mér þá í hug að hringja í Böðvar og spyrja hann ráða. Er ekki að orðlengja að hann mætti með kórfélaga sína úr sveitinni þangað. Veislan var haldin að Efri-Brú og þótti okkur Guð- mundi vænt um þann vinarhug sem þau hjónin Böðvar og Hildigaard sýndu okkar þennan dag . Ekki munum við lengur heyra í traktornum hans Böðvars silast út á Kvíanes til að gefa hestunum eða standa í stafni bátsins þegar hann fór út á vatn á sumrin til að leggja og vitja um netin. Við kveðjum Böðvar með söknuði og vottum aðstandendum hans sam- úð okkar. Guðmundur, Guðrún, Tómas og Ragnar. Í dag verður til grafar borinn jafn- aldri minn og vinur, Böðvar Magnús Guðmundsson frá Efri-Brú í Gríms- nesi. Við Böðvar fæddumst með 3ja daga millibili í nóvember 1935. Við vorum skírðir saman, gengum í barnaskóla saman, vorum fermdir saman og gengum báðir síðan í sömu skólana, íþróttaskólann í Haukadal og Bændaskólann á Hvanneyri, þó ekki samtímis öll árin. Við vorum bjartsýnir ungir menn og ætluðum okkur að verða stórbændur í okkar sveit með mikinn bústofn og til ynd- isauka vaninhyrnda sauði og góða hesta. Böðvar var afar dagfarsprúð- ur, kátur, kvartaði aldrei og sagði aldrei styggðaryrði við nokkurn mann. Að lokinni skólagöngu okkar var ráðist í fjósbyggingar á jörðum for- eldra okkar og fengum við okkur báðir vörubíla og hjálpuðum hvor öðrum að draga að byggingarefni vegna framkvæmdanna. Síðar feng- um við okkur nýjan vörubíl og ætl- uðum okkur auðvitað að verða ríkir en eitthvað gekk það ekki eftir. Ég hætti búskap eftir fá ár en Böðvar bjó á Efri-Brú í félagi við for- eldra sína og svo með konu sinni, Steinunni Ingvarsdóttur frá Þránd- arholti í Gnúpverjahreppi, og eign- uðust þau fjóra drengi en einn þeirra er látinn. Böðvar átti fyrir eina dótt- ur. Böðvar og Steinunn skildu. Böðv- ar bjó áfram á Efri-Brú með seinni konu sinni Hildigaard Dürr og ráku þau þar um tíma hótel og veitinga- stað, bæði vandað og glæsilegt. Það dró úr sambandi okkar Böðvars þeg- ar ég flutti úr sveitinni en vinátta okkar slitnaði aldrei. Síðast í sumar vitjuðum við saman um net í Úlf- ljótsvatni en þá voru veikindi hans ekki orðin ljós. Hann kvartaði aldrei um sína hagi. Ég kveð í dag vin minn til margra ára og ef okkar barnatrú reynist rétt, sem við skulum trúa, þá sjáumst við áður en mjög langt um líður á grænum túnum almættisins, kannski leggjum við á klárana og ríðum upp á háheiðina. Ég sendi fjöl- skyldu og vandamönnum Böðvars mínar innilegustu samúðarkveðjur. Magnús Björgvinsson frá Klausturhólum. Böðvar Magnús Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.