Morgunblaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 56
56 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2008 Fólk Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is DAGUR íslenskrar tónlistar var haldinn hátíð- legur í gær og sérstaklega tileinkaður minn- ingu G. Rúnars Júlíussonar. Í tilefni dagsins gáfu íslenskir tónlistarmenn og útgefendur þjóðinni tónlistargjöf, því hægt var að sækja í gegnum mbl.is á sjöunda tug laga af nýjum ís- lenskum hljómplötum öllum að kostnaðarlausu. Fjölmargir tónlistarmenn stóðu að gjöfinni og einnig útgáfufyrirtækin Geimsteinn, Blá- nótt, Samyrkjubúið, Skýmir, Dimma, JPV, Kimi Records, ITM, Sena, Smekkleysa, Sögur, Zonet og 12 tónar. Tónlistin var úr öllum áttum, allt frá fram- úrstefnulegu rafrokki í sígilda tónlist. Hægt var að nálgast tónlistina í gegnum mbl.is, en Tónlist.is annaðist dreifinguna. Sam- kvæmt upplýsingum þaðan höfðu um 70.000 lög verið sótt seinni partinn í gær og til við- bótar höfðu 13.000 notendur sótt lögin öll þannig að alls hafa menn sótt ríflega 900.000 lög. Hægt var að sækja lögin til miðnættis í gær- kvöldi. Kimi Records gefur einnig sérstaka safn- plötu með átján lögum af plötum sem fyr- irtækið gefur út og dreifir. Þá plötu er hægt að sækja á vefsíðuna kimi.grapewire.net/. Smekkleysa hyggst einnig gefa lag í skóinn á hverjum degi á vefsetrinu smekkleysa.net. Hátt í milljón lög voru höluð niður Jeff Who? Gáfu lag sitt Congratulations í gær.  Fimmtán þúsund eintök hafa selst af mynddisknum Laddi 6- tugur sem kom út fyrir tæpum tveimur vikum. Að sögn útgefand- ans Bravo! er diskurinn uppseldur á Íslandi en þegar hafa verið pönt- uð önnur fimm þúsund eintök sem koma vonandi til landsins strax eft- ir helgi – þ.e.a.s. ef Davíð Oddsson félagar hans í Seðlabankanum ákveður að Laddi sé nógu fyndinn til að fá undanþágu frá þeim gjald- eyrishöftum sem nú eru við lýði. Lokasýning á Laddi 6-tugur í Borgarleikhúsinu fer fram næsta laugardag en þann 20. janúar næst- komandi verður Laddi 62ja ára sem þýðir að heil tvö ár eru frá því að Laddi steig fyrst á svið í Borg- arleikhúsinu með þá hugmynd að fara yfir ferilinn í einni afmælissýn- ingu.Vegna ótrúlegrar eft- irspurnar hefur nú verið ákveðið að halda eina sýningu í viðbót í tilefni þessara tímamóta og verður hún haldin á 62ja ára afmælisdegi Ladda, hinn 20. janúar á nýju ári. Laddi 6-tugur upp- seldur á Íslandi  Nú eru þeir búnir að fylla heilan áratug með myljandi, spikfeitu rokki, þeir fóstbræður í Brain Po- lice. Engin frónversk sveit hefur veifað fána hins alameríska og eld- bakaða eyðimerkurrokks af jafn miklum krafti og þessi, að stofni til, dalvíska sveit og margur svitadrop- inn hefur runnið í rennur á knæp- um og rokkbúllum höfuðstaðarins og víðar á þessum umliðnu árum. Þessu verður að sjálfsögðu fagn- að með stæl í kvöld, en blásið verð- ur í sandi lagða herlúðra á Café Amsterdam í kvöld. Sérlegir au- fúsugestir munu rokka frá sér allt vit af tilefninu, fyrrverandi meðlim- irnir Vagn Leví og Búi Bendtsen. Foreign Monkeys og Cliff Clavin sjá um hrista upp í afmælisgestum í upphafi teitis sem hefst stundvís- lega (NOT!) kl. 22.00. Þá kostar bara þússara inn. Það gerist varla betra, eða hvað? Tíu ára eyðimerkurganga Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is HÚN var lágstemmd, stemningin í Þjóðleikhúskjallaranum í hádeginu í gær þegar Bjarkarlaufið var afhent. Um er að ræða verðlaun sem Sam- tónn veitir á degi íslenskrar tónlistar og eru þau hugsuð sem viðurkenn- ing til einstaklinga sem hafa stutt ís- lenska tónlist í gegnum þykkt og þunnt. Verðlaunin voru afhent í skugga fráfalls Rúnars Júlíussonar sem var jarðsunginn í gær, og bar athöfnin í Þjóðleikhúskjallaranum þess glögg merki. Þannig var Óttar Felix Hauksson, vinur Rúnars til margra ára, fenginn til að flytja stutta tölu og minnast vinar síns. Þá fluttu þeir Gunnar Þórðarson og Kristján Kristjánsson eitt lag hvor, og voru þau bæði til minningar um Rúnar. Sá síðarnefndi flutti hið und- urfallega og jafnframt táknræna lag „When I Think Of Angels“ og breytti textanum lítillega – í stað þess að syngja „with your flaming red hair“ söng hann „with the smile in your eyes“ og átti þar augljóslega við Rúnar. Með hjarta úr gulli Það kom í hlut Péturs Grét- arssonar, framkvæmdastjóra Ís- lensku tónlistarverðlaunanna, að til- kynna hver hlyti Bjarkarlaufið í ár, en Árni Matthíasson, blaðamaður á Morgunblaðinu, hlaut verðlaunin fyrstur manna á síðasta ári. Það kom í hlut Andreu Jónsdóttur, útvarps- konu á Rás 2, að feta í fótspor Árna. Andrea átti alls ekki von á verðlaun- unum, og kom af fjöllum. „Ég er alveg hissa, Óli Palli sagði mér ekkert af þessu, þannig að ég vissi ekkert af þessu. Ég vona bara að ég hafi verið sæmilega til fara,“ sagði Andrea þegar blaðamaður náði tali af henni strax að athöfninni lok- inni. Líkt og öðrum sem viðstaddir voru athöfnina var Rúnar Júlíusson henni ofarlega í huga. „Þetta er mjög merkilegur dagur, enda var Rúnar fyrirmynd allra tónlistar- manna – töffari með hjarta úr gulli. Hans viðskilnaður var náttúrlega líka mikið rokk,“ segir Andrea og bætir því við að hún hafi verið mikil Hljóma-grúppía, þótt hún hafi þó ekki farið „alla leið“ í þeim efnum, eins og hún orðar það sjálf. „Maður fór stundum á puttanum á sveitaball með þeim, og fékk svo far með þeim í rútunni til baka,“ rifjar hún upp. Aðspurð segir Andrea mikinn heiður að hljóta Bjarkarlaufið. „Þetta hvetur mann til dáða, en ég hef einhvern veginn aldrei ætlað að verða neitt þannig séð – ég festist bara í kringum þetta. En ég er svo heppin að mitt áhugamál varð mín vinna, þannig að ég er lukkunnar pamfíll,“ segir Andrea sem hefur haldið merkjum íslenskrar tónlistar á lofti á löngum ferli sínum í úvarpi. „Stundum hef ég reyndar verið með þætti þar sem er meiri erlend tón- list. En ég er bara svo stolt af ís- lenskri tónlist, hún er fjölbreytt og á alveg sérstaklega háum standard.“ Áhugamálið varð vinnan  Andrea Jónsdóttir hlaut Bjarkarlaufið á degi íslenskrar tónlistar í gær  Segir íslenska tónlist mjög fjölbreytta og alveg sérstaklega vandaða Morgunblaðið/Árni Sæberg Verðlaunahafinn „Þetta hvetur mann til dáða, en ég hef einhvern veginn aldrei ætlað að verða neitt þannig séð – ég festist bara í kringum þetta.“ Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „VERKIÐ er umdeilt vegna þess að það setur á svið ákveðinn raunveru- leika sem hefur kannski ekki sést mikið í leikhúsi áður,“ segir Kristín Eysteinsdóttir, leikstjóri leikverks- ins Rústað (e. Blasted), sem frum- sýnt verður á Nýja sviði Borgarleik- hússins hinn 30. janúar nk. Verkið er eftir breska leikskáldið Sarah Kane sem var aðeins 24 ára gömul þegar það var frumsýnt í Lundúnum árið 1995, og olli gríðarlegum deilum. „Verkið spyr nefnilega eldfimra spurninga um eðli manneskjunnar, það skoðar hvar mörk siðferðisins liggja og hvað við erum tilbúin til að gera til þess að lifa af,“ segir Kristín og bætir því við að vissulega sé um ofbeldisfullt verk að ræða. „En samt ekki á tilgangslausan hátt. Það er til dæmis verið að skoða hvað ofbeldi í borgarastríði og of- beldi innan veggja heimilisins eiga sameiginlegt. Við vesturlandabúar eigum svo auðvelt með að fría okkur ábyrgð og ímynda okkur að ákveðnir hlutir geti bara gerst í stríði erlend- is. Sarah Kane stillir hér upp tveim- ur heimum sem eiga kannski við fyrstu sýn ekki mikið sameiginlegt en þegar líður á verkið neyðumst við að horfast í augu við að þeir eru mun líkari en við viljum viðurkenna.“ Með aðalhlutverkið fer Ingvar E. Sigurðsson, sem hefur fremur lítið sést á leiksviði að undanförnu. „Hann hefur lengi dreymt um að leika þetta hlutverk, enda er þetta verk sem situr í manni,“ segir Krist- ín og bætir við að það sé mikill heið- ur fá Ingvar í hlutverkið. „Enda er hann frábær listamaður.“ Umdeildasta leikrit seinni ára á svið Borgarleikhússins Morgunblaðið/Frikki Ingvar E. „Alveg æðislegur listamaður,“ að sögn Kristínar. Stórleikarinn Ingvar E. Sigurðsson fer með aðalhlutverkið Andrea hóf störf sem próf- arkalesari á Þjóðviljanum snemma árs 1972 meðfram því sem hún stundaði nám í ensku við Háskóla Íslands. Andrea hafði lengi haft mikinn áhuga á tónlist og var því fengin til að skrifa um hana í blaðið. Rás 2 var svo stofnuð hinn 1. desember árið 1983 og skömmu síðar, eða um vorið 1984 byrjaði Andrea með þætti á rásinni þar sem hún hefur starfað æ síðan við góð- an orðstír. Langur ferill
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.