Morgunblaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 25
Fréttir 25ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2008
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
LEIÐTOGAR ríkja Evrópusam-
bandsins náðu í gær samkomulagi
um aðgerðir til að draga úr losun
gróðurhúsalofttegunda til að
stemma stigu við loftslagsbreyt-
ingum í heiminum.
Samkvæmt samkomulaginu eiga
ESB-löndin að minnka losunina um
20% að meðaltali fyrir árið 2020 mið-
að við það sem hún var árið 1990.
Ennfremur er stefnt að því að 20%
af orkunotkuninni komi frá end-
urnýjanlegum orkugjöfum og orku-
notkunin minnki um 20% fyrir 2020.
Samkomulagið mæltist misjafn-
lega fyrir. Sumir fögnuðu því en aðr-
ir sögðu að ekki hefði verið gengið
nógu langt og gagnrýndu tilslakanir
sem gerðar voru til að koma til móts
við Austur-Evrópulönd sem óttast
að aðgerðirnar dragi úr hagvexti.
Jose Manuel Barroso, forseti
framkvæmdastjórnar ESB, sagði að
sambandið kæmi nú fram með
„metnarfyllstu tillögur sem lagðar
hafa verið fram“ og skoraði á Barack
Obama, verðandi forseta Bandaríkj-
anna, að fara að dæmi Evrópuland-
anna. Obama stefnir að því að los-
unin árið 2020 verði jafnmikil og hún
var árið 1990, en hún hefur aukist
um tæp 17% frá því ári.
Bandaríski öldungadeild-
arþingmaðurinn John Kerry sat
þing um loftslagsmál í Poznan fyrir
hönd Obama og sagði að stjórn hans
myndi halda þeirri kröfu Bush-
stjórnarinnar að Kínverjar drægju
einnig úr losuninni. Fulltrúi Kín-
verja á fundinum gagnrýndi stefnu
Obama. „Við teljum að hún sé ekki
nógu metnaðarfull,“ sagði hann.
Obama fari að
dæmi ESB
Hvattur til að leggja fram metnaðar-
fyllri áætlun í loftslagsmálum
AP
Loftslagsfundur Angela Merkel og
Nicolas Sarkozy á fundi ESB.ÞÝSKI tréskurðarmeistarinn Jür-
gen Weinrich vinnur að píramída-
verki sínu í vinnustofunni í Glas-
hütte, skammt sunnan við Dresden
í austanverðu landinu, í gær. Tré-
skurður af þessu tagi, þar sem jólin
eru þemað, byggist á gamalli hefð á
Erzgebirge-svæðinu og eru verkin
seld um allan heim.
AP
Jólin mótuð í tré
PÁFAGARÐUR sendi í gær frá sér
32 síðna yfirlýsingu þar sem m.a. er
fjallað um helgi alls mannlegs lífs,
stofnfrumurannsóknir, glasafrjóvg-
un og fóstureyðingar. Lýst er algerri
andstöðu við að notaðir séu fóstur-
vísar við rannsóknir en stuðningi við
notkun á stofnfrumum úr fullvöxnu
fólki og sumar tegundir genalækn-
inga.
Sagt er að mannlegt líf eigi skilið
fulla virðingu „alveg frá fyrstu stig-
um tilveru þess og aldrei má gera
svo lítið úr því að aðeins sé um að
ræða þyrpingu af frumum“.
Yfirlýsingin mun hafa mikil áhrif á
afstöðu kaþólskra manna um allan
heim en hart hefur verið deilt um
stofnfrumurannsóknir.
Afstaða Páfagarðs er að líf manna
hefjist við getnað og er það grund-
völlurinn að því að kaþólska kirkjan
bannar fóstureyðingar nema líf móð-
urinnar sé í hættu. Tveir áratugir
eru síðan gefin var síðast út formleg
yfirlýsing um siðferðisleg álitamál í
tengslum við líffræði en sérstakt ráð
er sinnir kenningum kirkjunnar og
túlkun þeirra hefur rætt þessi mál.
Ítrekuð er andstaða Páfagarðs við
svokallaða daginn-eftir-pillu jafnvel
þótt hún valdi ekki fóstureyðingu en
„markmið“ hennar sé fóstureyðing.
kjon@mbl.is
Páfi segir mann-
legt líf vera heilagt
Tilraunir með stofnfrumur fullorðinna í lagi
ÚTILOKAÐ er að mannréttindi séu ávallt helsta við-
miðið þegar utanríkisstefna ríkis er mótuð, segir utan-
ríkisráðherra Frakklands, Bernard Kouchner. Hann
segist nú telja það hafa verið mistök hjá sér að fá Nicolas
Sarkozy forseta til að skipa sérstakan aðstoðarutanrík-
isráðherra mannréttinda. Tilhögunin varpi stöðugt ljósi
á þversögnina milli veruleikans og réttindanna.
Ummælin féllu á miðvikudag þegar minnst var 60 ára
afmælis mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna.
Hinn 69 ára gamli Kouchner hefur áratugum saman ver-
ið þekktur baráttumaður fyrir mannréttindum.
kjon@mbl.is
Réttindi í baráttu við ríkið
Bernard Kouchner
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
MIKILL ótti ríkir nú í Bandaríkj-
unum um að milljónir manna muni
missa vinnuna ef bílarisarnir Gene-
ral Motors og Chrysler fara á haus-
inn. Þriðja bílafyrirtækið, Ford, mun
standa heldur betur en hin tvö en er
samt í miklum vanda. Öldungadeild-
in hafnaði aðfaranótt föstudags
frumvarpi um að fyrirtækjunum
yrðu lagðir til 14 milljarðar dollara
sem neyðarlán en áður hafði full-
trúadeildin samþykkt hugmyndina.
Var frumvarpið fellt með 52 at-
kvæðum með en 35 á móti og vantaði
því nokkuð upp á þau 60 atkvæði sem
þarf til að frumvörp verði afgreidd
sem lög. Talsmenn stjórnvalda í
Washington gáfu í gær í skyn að til
greina kæmi að nota hluta af 700
milljarða dollara pakkanum handa
fjármálafyrirtækjunum til að að-
stoða bílarisana.
Auk mörg hundruð þúsunda
manna sem starfa í sjálfum verk-
smiðjunum vinna fjölmargir í fyrir-
tækjum sem eru háð bílaframleiðsl-
unni með einum eða öðrum hætti.
Bæði General Motors og Chrysler
segja að handbært fé fyrirtækjanna
verði á þrotum eftir fáeinar vikur.
Stéttarfélög starfsmanna í bílaverk-
smiðjunum höfnuðu kröfu repúblik-
ana um verulega launalækkun.
Bílarisarnir GM og
Chrysler riða til falls
Öldungadeildin hafnaði tillögu um að veita þeim neyðarlán
Í HNOTSKURN
»Lífeyrisréttindi starfs-manna eru þungur baggi á
fyrirtækjunum og samningar
þeirra við bílasala um landið
eru einnig dýrir fyrir fram-
leiðendurna.
»Gagnrýnendur bílarisannasegja að þeir hafi staðnað,
hafi t.d. ekki lagt áherslu á
umhverfisvæna bíla. Bent er á
að japönskum fyrirtækjum
eins og Toyota og Honda
gangi vel vestra.
ÞÓRUNN Sveinbjarnardóttir
umhverfisráðherra, sem sat
þing aðildarríkja Loftslags-
samnings
Sameinuðu
þjóðanna í
Poznan,
sagði að
markmiðið
með
þinginu
hefði verið
að undirbúa
vinnuáætl-
un fyrir
samninga-
viðræður um nýtt samkomulag
á næsta ári. Ekki hefðu því kom-
ið fram neinar efnislegar nið-
urstöður. Hinar eiginlegu samn-
ingaviðræður gætu nú hafist og
gert væri ráð fyrir fjölda samn-
ingafunda sem hæfust um mán-
aðamótin mars/apríl og tækju
margar vikur. Ljóst væri að að-
ildarlöndin þyrftu að leggja sig
fram til að samkomulag gæti
náðst fyrir leiðtogafund í Kaup-
mannahöfn í lok næsta árs.
Vinnuáætlun samin
Þórunn
Sveinbjarnardóttir
Kaupþing banki hf.
Fundur með lánardrottnum
Þann 24. nóvember 2008 veitti Héraðsdómur Reykjavíkur Kaupþingi banka hf., kt. 560882-0419,
Borgartúni 19, 105 Reykjavík, heimild til greiðslustöðvunar.
Ólafi Garðarssyni hrl. var falið að gegna starfi aðstoðarmanns á greiðslustöðvunartímabili.
Af þessum sökum og með vísan til 13. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. er
boðað til fundar með lánardrottnum bankans. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn
5. febrúar 2009 kl. 10:00 árdegis á Hótel Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2,
Reykjavík.
Þar verða lagðar fram upplýsingar um eignir Kaupþings banka hf. og áætlað andvirði þeirra.
Einnig verða lagðar fram upplýsingar um skuldir bankans og skuldbindingar. Þá verður greint frá
því hvort sótt verði um áframhaldandi greiðslustöðvun.
Rétt til fundarsóknar eiga þeir sem eiga kröfu á hendur Kaupþingi banka hf. Farið er fram á að
kröfuhafar tilkynni um mætingu og geri grein fyrir kröfu sinni í síðasta lagi þann 15. janúar 2009.
Nánari upplýsingar er að finna á vefnum kaupthing.com.
Jafnframt tilkynnist það hér með að þinghald um heimild Kaupþings banka hf. til greiðslustöðv-
unar verður háð í Dómhúsinu við Lækjartorg, Reykjavík, föstudaginn 13. febrúar 2009 kl. 14:00,
en samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur stendur heimild bankans til greiðslustöðvunar
fram til þess tíma.
Ólafur Garðarsson hrl.,
aðstoðarmaður Kaupþings banka hf. við greiðslustöðvun.
Lögfræðistofa Reykjavíkur