Morgunblaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 43
Minningar 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2008
að líta eftir börnunum okkar stund
og stund, og var sú væntumþykja
gagnkvæm. Í síðustu vikunni fyrir
andlát Hilmars kom ég með fjögurra
ára son minn í heimsókn. Sá litli
gekk rakleiðis að rúminu og strauk
hönd sinni um vanga gamla manns-
ins. Viðbrögðum þínum og þeirri
birtu sem þú sendir frá þér verður
ekki lýst með orðum.
Þegar við brugðum okkur af bæ
fengum við stundum fregnir frá ná-
grönnum okkar um að þú hefðir
komið á rauða Skodanum til að
ganga úr skugga um að allar dyr
væru læstar og allt með felldu. Þetta
lýsir þér vel því þú vildir nú hafa
hlutina í lagi.
Okkar þátt í umönnun þinni
fannst okkur ljúft og skylt að veita
og þökkum við fyrir þann tíma sem
við fjölskyldan áttum með þér. Í því
sambandi verður okkur hugsað til
jólanna sem eru í nánd. Vegna veik-
inda voru síðustu jól þau fyrstu í
mörg ár sem þú gast ekki varið
heima hjá okkur á aðfangadags-
kvöldi. Um þessi jól verðurðu með
okkur í anda sem og um ókomin ár.
Við kveðjum kæran frænda með
virðingu og þakklæti í huga.
Hilmar, Kristín og „afa-
börnin“ Hanna Rún, Auð-
ur Ósk og Daði Jón.
Elsku Hilmar.
Með söknuði kveðjum við þig,
Hilmar minn, vegna þess að þú varst
stór partur af okkar fjölskyldu. Í
þau mörgu ár sem þú bjóst í Goða-
brautinni hjá okkur mynduðust
sterk bönd á milli þín og krakkanna,
sem styrktust með hverju árinu sem
leið.
Við minnumst allra góðu stund-
anna sem við höfum átt saman og
geymum þau í hjörtum okkar.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
(Höf. ók.)
Við kveðjum Hilmar með djúpri
virðingu og innilegu þakklæti fyrir
allt. Blessuð sé minning hans.
María, Guðmundur,
börn og fjölskyldur.
lakkrísreimar, ekki það að ég hafi oft
þurft að binda slíkan hnút en ég
hugsa oft til þess þegar ég var að
læra það, mér fannst þetta svo
merkilegt og ég svo merkileg að hafa
lært það.
Elsku afi, þú varst besti afi sem
hægt er að hugsa sér og meira til.
Við sem eftir stöndum munum svo
sannarlega sjá til þess að þau barna-
börn og barnabarnabörn sem ekki
voru svo heppin að kynnast þér fái að
gera það í gegnum allar skemtilegu
sögurnar sem við kunnum af þér og
uppátækjum þínum.
Æ, afi, hvar ertu? Æ, ansaðu mér.
Því ég er að gráta og kalla eftir þér.
Fórstu út úr bænum eða fórstu út á haf,
eða fórstu til Jesú í sælunnar stað?
(Höf. ók.)
Þóra Ósk og fjölskylda.
Elsku afi Palli.
Þó að góðu stundunum hafi fækk-
að með árunum hefur þú alltaf átt
svo stóran hluta af mér. Ég man svo
vel eftir öllum uppátækjunum okkar
í denn. Þegar við vorum ein að dunda
okkur fundum við alltaf eitthvað
skemmtilegt að gera og yfirleitt var
það eitthvað sem leyfði manni að
verða soldið drullugur. Við settum
niður og tókum upp kartöflur,
brenndum sinu, slógum garðinn og
gæddum okkur á rabarbara. En oft-
ast var ég að elta þig um í bílskúrn-
um þar sem þú rótaðir í alls konar
bíldruslum, auðvitað grútdrullugur.
Eftir allt erfiðið var oft mjög gott að
fá sér lúr og við komum okkur fyrir í
hægindastólum í stofunni. Ef ég vildi
prakkarast eitthvað inni gerði ég það
sem ég vildi því þú leyfðir mér allt!
Stundum málaði ég þig voða fínan
með varalit og öllu. Stundum fékk ég
meira að segja að klippa á þér hárið
og raka á þér skeggið þó að ég væri
bara lítil títla. Eftir allan dugnaðinn
yfir daginn var fátt betra en að fá að
kúra uppí hjá þér og hlusta á góða
sögu. Um daginn var mér sagt frá
því þegar við fórum í Veiðivötn og
fullorðna fólkið pakkaði niður í svo
miklu stressi að það gleymdist allt
dót fyrir mig (sem var þriggja ára
þá). Þú varst ekki lengi að draga
fram flugnaeitur sem ég hafði mikið
gaman af og fengu allar flugudruslur
að iðrast þess að hafa vogað sér inn
til okkar. Ég man líka eftir því þegar
ég sagði þér að ég hefði misst fyrstu
tönnina mína, alveg að springa úr
stolti. Stuttu síðar fóru fyrstu tenn-
urnar að hrynja úr þér og eftir það
byrjaði samkeppni okkar á milli. En
ég verð víst að játa mig sigraða því
að síðast þegar ég virti þig fyrir mér
var lítið sem ekkert eftir uppi í
munninum á þér.
Nú þegar ég hugsa um þig sé ég
þig alltaf fyrir mér með prakkarag-
lottið og stríðnisglampann í augun-
um, líkt og á myndinni sem ég fann
af þér þegar ég fékk að róta í dótinu
þínu í fjársjóðsleit níu ára gömul.
Það er einmitt þannig sem ég vil
minnast þín. Ég held að fáir, sem
hafa verið svo heppnir að kynnast
þér, hafi ekki heillast af persónu
þinni. Þínum frábæru kostum – og
göllum. Þú ert ólíkur öllum öðrum
sem ég hef nokkur tímann kynnst.
Þú lést ekki fara mikið fyrir þér en
varst samt alltaf hörkuduglegur og
mikill vitringur að mínu mati. Þó að
þú segðir yfirleitt ekki mikið eru þau
ófá gullkornin sem þú hefur komið
með. Þú hefur alltaf verið hógvær og
þó þrjóskur sem fjandinn – þú vissir
nákvæmlega hver þú værir og hvað
þú vildir og hafðir enga þörf fyrir að
vera alltaf í sviðsljósinu. Allir þínir
kostir og gallar eru það sem hefur
gert þig svo ómótstæðilegan og
elskulegan, besta afa sem hægt er að
hugsa sér. Elsku afi, stundum verð
ég sjálfselsk og fúl út í almættið fyrir
að hafa tekið þig frá okkur. Oftast er
ég þó glöð því að ég veit að nú halda
engin veikindi aftur af þér í að vera
gamli góði prakkarinn og ég vona að
þú sért duglegur að klípa í gömlu
kellingarnar þarna uppi. Við sjáumst
síðar.
Þín
Silja Elvarsdóttir.
Jæja Palli minn. Þá ert þú farinn
en eftir stendur minning um góðan
dreng.
Mig langar að setja nokkrar línur
á blað til að þakka fyrir liðnar stund-
ir sem voru afar eftirminnilegar. Ég
kynntist þér þegar ég hóf nám í bif-
vélavirkjun á bílaverkstæðinu á
Rauðalæk árið 1972. Mín fyrstu
kynni af þér voru í illa upplýstri
kaffistofunni í bröggunum á Rauða-
læk þar sem þú sast í kaffi ásamt
vinnufélögunum, skítugur og úfinn.
Kannski ekkert óeðlilegt við það þar
sem þú varst ósérhlífinn til verka,
vildir hvers manns vanda leysa og
hafðir lausn á flestum vandamálum.
Eða eins og ég sagði oft við þig þegar
þú varst búinn að leysa eitthvert
vandamálið: „Þú ert skýr og skyn-
samur og greindur svo undrum sæt-
ir.“ Ég vil bara þakka þér fyrir alla
hjálpina og félagsskapinn í gegnum
árin og votta aðstandendum samúð
mína. Ég vil enda þessa kveðju með
þínum fleygu orðum; „tilraunir eiga
alltaf rétt á sér“.
Þórður Pálmason.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur
samúð og hlýju við fráfall og útför ástkærs eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður, sonar og
afa,
HARALDAR RAGNARSSONAR,
Auðbrekku 32,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Landspítalans og
heimahjúkrun, sem sinntu honum í veikindum
hans.
Perla María Hauksdóttir,
Harpa Lind Haraldsdóttir,
Berglind Haraldsdóttir,
Ragnar Haraldsson,
Halla Ósk Haraldsdóttir, Róbert Örn Albertsson,
Sigrún Elín Haraldsdóttir,
Sigrún Einarsdóttir, Ragnar Haraldsson
og barnabörn.
✝
Eiginmaður minn,
ÖRN CLAUSEN
hæstaréttarlögmaður,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni að kvöldi
fimmtudagsins 11. desember.
Útförin verður auglýst síðar.
Guðrún Erlendsdóttir.
✝
Elskulegur sonur okkar og bróðir,
ODDUR JÓNSSON,
Sunnuhlíð 19b,
Akureyri,
er látinn.
Ólöf Oddsdóttir, Jón Laxdal Jónsson,
Stefán M. Jónsson, Halla Sif Svavarsdóttir,
Elín J. Jónsdóttir, Anton Helgason,
Kolbrún Ósk Jónsdóttir,
Jón Már Jónsson, Anna Þóra Árnadóttir.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SIGURLÍNA HÓLMFRÍÐUR SIGFÚSDÓTTIR,
Villingadal,
Eyjafjarðarsveit,
sem lést fimmtudaginn 4. desember, verður jarð-
sungin frá Hólakirkju, Eyjafjarðarsveit laugardaginn
20. desember kl. 13.30.
Blóm og kransar afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hennar láti líknarstofnanir njóta þess.
Ingibjörg Jónsdóttir,
Gunnar Jónsson, Rósa Eggertsdóttir,
Guðrún Jónsdóttir, Árni Sigurlaugsson,
Hjálmar Sigurjón Gunnarsson, Ingveldur Sigurðardóttir,
Eggert Rúnar Gunnarsson,
Jón Þorlákur Árnason,
Sigurður Tómas Árnason,
Gunnar Hólm Hjálmarsson.
✝
Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð við andlát og útför elskulegrar móður okkar,
BÁRU GUÐMUNDSDÓTTUR,
Kirkjuvegi 5,
Keflavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hvíldarinnlagnar-
deildar og D-álmu Heilbrigðisstofnunar
Suðurnesja.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður og afa,
HELGA ÞORSTEINSSONAR
fyrrum skólastjóra og bæjarritara á Dalvík,
Skálagerði 4,
Akureyri.
Guðrún Bergsdóttir og fjölskyldur.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
BJARNI SIGURÐSSON
bifreiðarstjóri og ökukennari,
Heiðargerði 56,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Grensáskirkju mánudaginn
15. desember kl. 13.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem
vildu minnast hans er bent á Kristniboðssambandið.
Kristín Ólafsdóttir,
Fríða Bjarnadóttir,
Kristín Bjarnadóttir,
Ólafur Bergmann Bjarnason, Ólafía Aðalsteinsdóttir,
afa- og langafabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
SIGURÐUR SIGURÐSSON,
Gnoðarvogi 60,
Reykjavík,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 11. desember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Stefanía Guðrún Þorbergsdóttir,
Sigurður Þ. Sigurðsson, Steinunn Sæmundsdóttir,
Jórunn Anna Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Dóttir mín,
ÞÓRUNN KRISTÍN ÁSGEIRSDÓTTIR,
Skúlagötu 64,
Reykjavík,
lést á heimili sínu sunnudaginn 7. desember.
Fyrir hönd aðstandenda,
Oddfríður B. Magnúsdóttir.