Morgunblaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 16
16 FréttirALÞINGI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2008 ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 35 20 0 12 /0 6 í jólapakkann Esprit sportfatnaður 1.990 6.990 6.990 Bolir frá Peysur frá Buxur frá HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is ALÞINGI samþykkti í gær lög um sérstaka þriggja manna rannsókn- arnefnd sem á að fara yfir aðdrag- anda og orsakir falls íslensku bank- anna. Allsherjarnefnd gerði nokkrar breytingar á frumvarpinu í samræmi við athugasemdir sem komu fram. Þannig mun forsætisnefnd Al- þingis velja hæstaréttardómara til að sitja í rannsóknarnefndinni en upphaflega var gert ráð fyrir að Hæstiréttur gerði það. Sætti sú til- högun nokkurri gagnrýni og óttast var að ekki yrði sátt um þann nefndarmann. Ekki sakamálarannsókn Eitt af því sem var gagnrýnt var að starf nefndarinnar gæti á ein- hvern hátt skarast við rannsókn sérstaks saksóknara sem verður skipaður. Væri ekki passað upp á réttindi mögulegra sakborninga gætu gögn sem nefndin aflaði ónýst. Allsherjarnefnd leggur því áherslu á að rannsóknarnefndinni sé aðeins ætlað að skoða ástæður bankahrunsins og hvort mistök hafi verið gerð við stjórn efnahagsmála eða eftirlit með bönkum. Hinn sér- staki saksóknari á hins vegar að annast alla sakamálarannsókn og ekki verður heimilt að nota upplýs- ingar sem einstaklingur veitir fyrir nefndinni sem sönnunargagn í sakamáli gegn honum. Rannsókn- arnefndinni ber þó að tilkynna til ríkissaksóknara möguleg refsiverð brot. Komist hún hins vegar að því að ráðherra hafi gert mistök eða sýnt vanræskslu í starfi á að gera grein fyrir því í skýrslu til Alþingis, sem fer með ákæruvald gagnvart ráðherrum og metur hvort tilefni sé til að þeir sæti ábyrgð. Dómari úrskurði Lögmannafélag Íslands lýsti yfir miklum áhyggjum af því að ákvæði frumvarpsins gætu brotið í bága við mannréttindi, s.s. friðhelgi einka- lífsins. Var m.a. vísað til þess að rannsóknarnefndin átti að fá heim- ildir til að birta upplýsingar, sem annars væru háðar þagnarskyldu, teldi hún það nauðsynlegt til að styðja niðurstöðu sína. Allsherjar- nefnd áréttar að einungis eigi að birta slíkar upplýsingar vegi al- mannahagsmunir þyngra en hags- munir viðkomandi einstaklings. Þá lagði nefndin einnig til breyt- ingar þess efnis að lögmönnum, endurskoðendum og öðrum starfs- stéttum sem hafa trúnaðarskyldur gagnvart skjólstæðingum sínum verði ekki gert að greina frá upp- lýsingum um einkahagi manna nema dómari úrskurði svo. Morgunblaðið/Kristinn Samþykkt Nefndin má birta persónulegar upplýsingar ef almannahagsmunir vega þyngra en einstaklingsins. Hrunið rannsakað  Forsætisnefnd velur hæstaréttardómara í nefndina  Dómari úrskurði um upplýsingaskyldu lögmanna o.fl. Í HNOTSKURN » Frumvarpið fluttu forsetiAlþingis og allir formenn stjórnmálaflokkanna. » Rannsókn sem þessi hefuraldrei verið gerð á Íslandi. ÞINGBRÉF Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is Þ ingvikan fór af stað með miklum látum þegar hópur fólks ruddist inn í þinghúsið og vildi á þing- palla. Þingverðir reyndu að varna þeim inngöngu og uppskáru marbletti og bólgnar hendur. Tveir mótmælendur komust inn og gerðu hróp að þingmönnum en aðrir voru í stigaganginum og þaðan heyrðust mikil læti. Mótmælendur fyrir utan þinghúsið sögðu að þeir hefðu bara viljað komast inn en verið stöðvaðir. Lýðræðið virkaði ekki og lögreglan væri fasísk. Reiðin var mikil, mætti jafnvel tala um heift. Nú hef ég orðið vitni að því að ein- staka lögreglumaður bregðist hrana- lega við, fremur en vinalega, í skyldustörfum og það getur fengið blóðið til að þjóta í reiðum mótmæl- endum. En þegar kemur að þing- vörðum þá þykist ég vel geta fullyrt að þeir eru seinþreyttir til vandræða og fara sannarlega ekki fram með látum. Það verður líka að segjast að árás á Alþingishúsið mun seint bæta lýð- ræðið. Hingað til hefur fólk getað komið á þingpalla hvenær sem þing- fundur er í gangi án þess að þurfa að fara í gegnum stranga öryggisgæslu. Og þannig viljum við hafa það. Óðagot í áfengismáli Á fimmtudag stefndi í að ég kæm- ist úr vinnu á kristilegum tíma og ég hugsaði mér gott til glóðarinnar að ná að lyfta mér aðeins upp á jólagleði rithöfunda. En þegar ég hélt að slíta ætti þingfundi var honum frestað og litlar upplýsingar fengust um hvað stæði til. Ég skrapp glorhungruð nið- ur í mötuneyti þar sem unnið var hörðum höndum að því að setja snarl á borð og súpu í pott. Starfskonurnar þar voru hins vegar í sömu sporum og ég og höfðu ekki haft hugmynd um að til stæði að funda fram á kvöld. Í ljós kom að keyra átti frumvarp um áfengishækkun í gegn og í leið- inni hækka ýmiss konar gjöld sem snúa að bifreiðum. Mér skildist að til- gangurinn með leyndinni hefði verið að koma í veg fyrir örtröð í vínbúð- um. Síðan kom í ljós að hækkanir taka ekki gildi fyrr en nýjar vörur koma í vínbúðirnar. Og þá má spyrja: Hvers vegna þetta óðagot? Helstirnið varð dauðastirni Sjaldan finnst mér eins gaman á Alþingi og þegar íslenskt mál er til umfjöllunar. Þá víkja stóryrði um efnhagsvandann fyrir umræðum um tilvísunarsetningar og góðar þýð- ingar. Þannig var það í vikunni þegar menntamálaráðherra mælti fyrir þingsályktunartillögu um íslenska málstefnu. Ragnheiður Ríkharðs- dóttir viðraði áhyggjur sínar af er- lendum áhrifum þegar kemur að of- notkun nafnorða og rangri meðferð tilvísunarsetninga. Tók hún eftirfar- andi dæmi úr fjölmiðlum: „Fundur var haldinn hjá óþekktum stjórn- málamanni, sem stóð í sex klukku- stundir.“ Katrín Jakobsdóttir gerði þýð- ingar að umtalsefni og rifjaði upp sín fyrstu kynni af Stjörnustríðsmynd- unum þar sem aðalpersónurnar voru Logi, Lilja og Hans Óli. Eftir að myndirnar voru endurhljóðbland- aðar fór hins vegar metnaðurinn úr þýðingunni. Helstirnið varð Dauða- stjarna, Væringjarnir urðu Jedi- riddarar og til sögunnar komu Luke, Han Solo og Leia. Ekki gaf Katrín mikið fyrir þessar nýju þýðingar, eða öllu heldur þýðingarleysi. Þetta minnir á samtal sem ég varð vitni að þar sem 5 ára snáði var að skrifa bréf til jólasveinsins og kallaði á föður sinn og sagði: „En pabbi, það stendur starvars hérna en ekki star- vors, mig langar í starvors-kall.“ Faðirinn útskýrði að Starwars væri enskt orð og þ.a.l. skrifað svona. Auðvitað hefði ég átt að grípa inn í og útskýra fyrir feðgunum að ís- lensku jólasveinarnir tala íslensku og vita að líkindum ekkert hvað Star- wars er. Íslenskt mál, áfengi og Stjörnustríð Hik gagnvart Bretum Of mikið hik hefur verið á stjórnvöld- um hvað varðar mögulega málsókn gegn Bretum vegna beitingar hryðjuverkalaga gegn íslenskum fyrirtækjum, að mati Bjarna Bene- diktssonar, for- manns utanrík- ismálanefndar. Valgerður Sverr- isdóttir og fleiri stjórnarand- stöðuþingmenn kölluðu eftir skýrum svörum í gær um hvort leita ætti til dómstóla. Kærufrestur rynni út 7. janúar nk. og fyrirvarinn því stuttur. Bjarni sagði stjórnvöld þó meðvituð um tímafrestinn en að ákveðin rétt- aróvissa ríkti um hvort bankarnir ættu að höfða mál eða íslenska rík- ið. 1,7 milljónir á mánuði Forstjóri Fjármálaeftirlitsins fær 1,7 milljónir króna í mánaðarlaun og að- stoðarforstjóri rúmlega 1,25 millj- ónir. Þetta kemur fram í svari við- skiptaráðherra við fyrirsuprn Atla Gíslasonar. Þá eru föst mánaðarlaun sviðsstjóra innan Fjármálaeftirlitsins milli 850 og 970 þúsund krónur á mánuði. Lægri dráttarvextir Dráttarvextir verða 7% í stað 11% samkvæmt frumvarpi sem fjár- málaráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær. Er þetta liður í aðgerðaáætlun stjórnvalda í þágu heimilanna og gert er ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs lækki um tæpar 700 milljónir vegna breyt- ingarinnar. Betra fyrir blinda Félagsmálaráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi um stofnun sérstakrar þjónustu- og þekking- armiðstöðvar fyrir sjónskerta, blinda og daufblinda. Með því verða verkefni þriggja ráðuneyta færð undir eina stofn- un og mun hún m.a. veita þjón- ustu á sviði ráð- gjafar og endurhæfingar og stuðla að bættri þjónustu og framförum. Fylgst með tekjum Fjármálaráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi um tekjuskatt en sam- kvæmt því verður bönkum og spari- sjóðum gert að senda skatt- yfirvöldum árlega upplýsingar um bankainnstæður og vexti. Mark- miðið er að fylgjast betur með fjár- magnstekjum en úrræði til þess hafa verið takmörkuð. Í greinargerð segir að árið 2008 hafi 92 þúsund einstaklingar verið með tekjur yfir skattleysismörkum en ekki gert grein fyrir innstæðum sínum í fjár- málastofnunum. Bjarni Benediktsson Jóhanna Sigurðardóttir ÞETTA HELST …
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.