Morgunblaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 26
26 Daglegt lífVIÐTAL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2008
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@mbl.is
Þ
að er ein ástæða fyrir
því að ég hætti í stjórn-
málum mjög snögglega.
Á miðstjórnarfundinum
í nóvember síðast-
liðnum sá ég að ég myndi ekki ná
þeim árangri sem ég taldi mik-
ilvægan fyrir Framsóknarflokkinn,
sem var að sundurlyndið hyrfi og
sátt og eindrægni tæki við,“ segir
Guðni Ágústsson um óvænt brott-
hvarf sitt úr íslenskum stjórn-
málum. Guðni sagði af sér for-
mennsku í Framsóknarflokknum
og þingmennsku eftir átakamikinn
miðstjórnarfund Framsókn-
arflokksins þar sem mjög var sótt
að honum.
„Ég varð formaður Framsókn-
arflokksins við sérstakar aðstæður.
Eftir tap Framsóknarflokksins í
síðustu þingkosningum sagði Jón
Sigurðsson af sér sem formaður.
Ég var varaformaður flokksins og
tveimur árum áður, þegar Halldór
Ásgrímsson ákvað að láta af for-
mennsku, urðu óvænt og óvægin
átök um persónu mína þar sem átti
að stúta mínum pólitíska ferli í
leiðinni. Ég hafði í sjálfu sér gert
mér grein fyrir því að formanns-
sætið væri ekki mitt, enda ekki
verið upptekinn af þeirri hugsun,
en þegar Jón hætti féllst ég á þau
sjónarmið margra vísra manna að
við Valgerður Sverrisdóttir ættum
möguleika á því að leiða flokkinn.
Ég lagði í þessa ferð með Valgerði
og trúði á Framsóknarflokkinn og
gildi hans.
En á þessum miðstjórnarfundi
var greinilega markmið ákveðins
hóps að sýna mér að einhverju
leyti í tvo heimana. Þarna var mér
ljóst að ég væri ekki að ná þeim
árangri sem ég vildi ná í pólitík.
Vinur minn Steingrímur Her-
mannsson sagði reyndar við mig að
ég ætti ekki að taka þessa hörðu
andstöðu of nærri mér. Þessar
óvægnu árásir væru spegilmynd af
andrúmsloftinu í þjóðfélaginu í
skelfilegu efnahagsástandi.“
Ég reiddist
Var það ekki áfall fyrir þig að
skynja þessa miklu andstöðu við
þig?
„Vissulega var þetta áfall en ég
hafði skynjað í nokkurn tíma að
eitthvað væri í aðsigi. Fyrir mið-
stjórnarfund í apríl var mér sagt
að ákveðnir menn ætluðu að beita
sér gegn mér og forystu flokksins.
Það fór á allt annan veg en þessir
menn ætluðu. Ég held að það hafi
komið þeim á óvart á þeim fundi
hversu mikla áherslu ég lagði á
samstöðu og sömuleiðis að ég
skyldi leggja fram lausnir í Evr-
ópusambandsumræðunni sem féllu
í góðan jarðveg. Þar með voru
vopnin slegin úr höndum þessara
stríðandi manna. Mér sýndist eftir
þann fund að samstaða innan
flokksins væri orðin nokkuð góð.
Ég sá svo síðla sumars og í haust
að vegferðin var hafin á nýjan leik.
Ég ætla ekki leyna því að mið-
stjórnarfundurinn olli mér gríð-
arlegum vonbrigðum og var visst
áfall sem gerði að verkum að ég sá
að ég myndi ekki ná því að binda
flokkinn saman og skapa samstöðu
innan hans.“
Er það satt að þú hafir reiðst
mjög gagnrýni ungliða á þig á
þessum miðstjórnarfundi?
„Ungliðarnir og ýmsir aðrir
komu mér á óvart og mér sárnaði
mjög, já ég reiddist. Mér fannst
hvorki að ég né kjörnir miðstjórn-
arfulltrúar ættum að upplifa þessar
aðstæður. Ég sá að þetta var
skipulagður vopnabúnaður. Daginn
áður sögðu ungliðarnir mér að þeir
myndu leggja mikla áherslu á sátt
og samstöðu flokksins og framtíð
hans. Annað kom á daginn og
öðruvísi andrúmsloft einkenndi
fundinn. Það er rétt að mér hitnaði
í hamsi. Ég veit ekki hvort ég varð
bálreiður en ég hef gríðarlega
sterka rödd og mönnum finnst oft
að rómsterkir menn séu ævareiðir
þegar þeim hitnar í hamsi.“
Afsögn þín kom mjög snögglega
og þú veittir fjölmiðlum ekki við-
töl. Af hverju?
„Ég tók þessa ákvörðun bratt og
snöggt sem mér fannst að mörgu
leyti heiðarlegt. Ég tók þessa
ákvörðun í samráði við fjölskyldu
mína strax eftir miðstjórnarfund-
inn. Við Margrét hlustuðum á ró-
andi tónlist og í einum textanum
sungu þeir Björgvin Halldórsson
og Sverrir Bergmann: Ég þarf
enga sálfræði til, engin sálfræðiráð
til að hemja minn æðandi hug,
engar afsakanir, engar útskýringar
til að sætta mig við orðinn hlut.
Við Margrét vorum sammála um
þessa niðurstöðu. Ég var jafnframt
að segja við flokksmenn: Það þolir
enga bið að skapa þá samstöðu
sem er flokknum lífsnauðsynleg.
Með því að segja af mér for-
mennsku og þingmennsku var ég
að reyna að flýta fyrir því að menn
gætu samhentir fundið nýja for-
ystu til að bjarga flokknum.
Hvað fjölmiðla varðaði fannst
mér líka heiðarlegt að þjóta ekki
beint í viðtöl. Flokkurinn minn var
sár og ég var sár. Ég hafði gott af
því við þessar aðstæður að jafna
mig á niðurstöðu minni. Flokk-
urinn hafði líka gott af því að jafna
sig á því að ég væri farinn. Mér
fannst ég verða að gefa mönnum
andrými.
Fjölmiðlarnir höfðu í sjálfu sér
engan heilagan rétt á því að tala
við mig. Ég gaf út yfirlýsingu þar
sem ég sagði allt sem mér fannst
ég þurfa að segja við þessar að-
stæður.“
Af vettvangi stjórnmálanna
Á Framsóknarflokkurinn ein-
hverja framtíð?
„Já, ef hann nær að hreinsa sig
frá þessum eilífu átökum sem við-
gengist hafa innan flokksins í mörg
ár. Ég get nefnt dæmi. Þegar ég
hef hitt þingmenn frá Norð-
urlöndum hafa þeir oft sagt við
mig að það hljóti að vera styrkur
fyrir Framsóknarflokkinn að eiga
jafn glæsilegan þingmann og Siv
Friðleifsdóttur. Ég hef tekið undir
það. En hér heima hefur staðið yfir
eilíft stríð úr einhverjum her-
búðum til að veikja hana og helst
að koma henni frá.
Innanflokksátök hafa staðið allt-
of lengi í Framsóknarflokknum.
Áður fyrr var flokkurinn eins og
systkinahópur. En þarna eru kom-
in ný vinnubrögð sem er ekki hægt
að viðhafa í neinu samfélagi eða
nokkrum flokki. Og það endist
enginn almennilegur maður til að
standa í þvílíku.“
Sérðu formannsefni í Fram-
sóknarflokknum?
„Hvað formannsefni varðar er
það svo að nú sjá flokksmenn beint
í sárið. Á miðstjórnarfundinum
sögðu margir við mig að þeir væru
að gefast upp á þessu innanflokks-
stríði. Þess vegna er spurning
hvernig til tekst við val á næsta
formanni. Framsóknarflokkurinn á
glæsilegt fólk og ég hef fulla trú á
því að flokkurinn geti end-
urskipulagt sig og fundið sig. Mér
fannst ég vera með flokkinn á
réttri leið, hann var byrjaður að
rísa, kominn í 11 prósent í Gallup-
könnunum sem var hærri tala en
sérfræðingar sögðu mér að mætti
vænta svo skjótt. En þeir töldu
þrjár ástæður mjög erfiðar gagn-
vart upprisu flokksins: Tapari í
kosningum tapar áfram, meint
spillingarumræða tengd flokknum
og innanflokksátökin.“
Sumir hafa talað um að þú
munir taka þátt í að stofna nýjan
þjóðlegan stjórnmálaflokk.
„Nei, ég er á engri slíkri leið. Ég
álít að Framsóknarflokkurinn sé
hið þjóðlega afl sem þjóðin þarf á
að halda. Ég er framsóknarmaður
og á mér aðeins einn draum, þann
að minn ágæti Framsóknarflokkur
rísi og verði sterkt afl í íslensku
þjóðfélagi.“
Ertu alveg horfinn úr stjórn-
málum?
„Já, ég er genginn af vettvangi
stjórnmálanna.“
Ekki til frambúðar?
„Jú, ég sækist ekki eftir pólitísk-
um frama á ný.“
Hvað ætlarðu að fara að gera?
„Ég get ekki sagt til um það. Ég
er í engum vafa um að bjartsýnum
og lífsglöðum manni opnast þannig
dyr að hann uni glaður við sitt. Ég
hlakka til morgundagsins“
Sérðu eftir einhverju?
„Nei, þingmannsstarfið er stríð-
andi starf. Ég hafði gaman af því.
Ég er sáttur við stjórnmála-
tímabilið í lífi mínu og á mínar
góðu minningar. Ráðherraárin
voru einstaklega skemmtilegur
tími og gefandi og ég vil segja ár-
angursrík. Núna sé ég að ég hefði
átt að vera langtum grimmari í
ganrýni minni á sitjandi rík-
isstjórn. Ég gagnrýndi oft og var-
aði við þessari ofurlaunatöku og
undrast í rauninni hvað mikill frið-
ur var um þessa hringavitleysu.
Stundum fannst mér ég vera hróp-
andinn í eyðimörkinni, en ég
reyndi hvað ég gat sem formaður
flokksins að vara við öllum þeim
hættum sem vofðu yfir síðustu
misseri í aðsteðjandi fjár-
málakreppu.
Jú, ef ég sé eftir einhverju þá
eru það allar þær klukkustundir
sem ég eyddi í að hlusta á sömu
fréttirnar í öllum fjölmiðlum.
Blessuð litlu barnabörnin mín voru
farin að ávarpa mig með nöfnum
eins og „afi fréttir “ og „afi sími“.
Þeim þótti alveg nóg um að ég
þurfti að hlusta á hvern einasta
fréttatíma og furðuðu sig á því að
síminn glumdi sífellt. Stjórnmála-
starf er gríðarlegur tímaþjófur frá
fjölskyldu. Nú fæ ég loksins tíma.“
Lokaður Evrópuklúbbur
Heldurðu að þú verðir alltaf
jafn harður andstæðingur aðildar
Íslands að Evrópusambandinu?
„Ég reyndi að leiða til sátta
þessa deilu í Framsóknarflokknum.
Halldór Ásgrímsson stofnaði þrisv-
ar til ríkisstjórnarsamstarfs og í
samræðum hans og Davíðs Odds-
sonar kom aldrei til umræðu að
markmiðið væri að sækja um aðild
að Evrópusambandinu. En innan
Framsóknarflokksins var þetta hin
eilífa harða umræða sem reyndi
mjög mikið á flokkinn. Sem for-
maður vildi ég finna leið til að
sætta ólík sjónarmið.
Mér finnst sérstakt hvað menn
eru harðir á því að okkur muni líða
afskaplega vel í Evrópusamband-
inu. Kannski þurfa Íslendingar að
ganga til viðræðna við sambandið
til að átta sig á tilverunni. Hvað
með þær auðlindir sem við eigum
dýrmætastar og munu gefa þessari
þjóð gull í lófa í framtíðinni?
Skyldi ekki vera að við yrðum að
fórna þeim? Skyldi ekki líka vera
Genginn
af vett-
vangi
Hættur „Ég sækist ekki eftir pólitískum frama á ný.“
Guðni Ágústsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins