Árdís - 01.01.1933, Page 50

Árdís - 01.01.1933, Page 50
48 Var Mrs. Guttormsson greitt þakklætisatkvæði fyrir hennar ágæta erindi. Var erindrekum og gestum hoðið til skemtikeyrslu um bæinn Að því loknu var kveldverður framreiddur í fundarsal kirkjunnar. Skemtu konur sér við söng undir stjórn Mrs. Helgason. Fjórði fundur Fundur settur af forseta kl. 8 e. h., (>. júlí. Séra E. Fafnis stvrði bænagjörð. Fór svo fram eftirfylgjandi skemtiskrá: Piano solo, Miss B. Eyólfsson; Erindi, “The Pioneer Woman,” Mrs. H. G. Henrickson; “Lantern in Her Hand,” Bess Streeter Aldrich; Erindi, “Myndir frá Japan,” Mrs. S. O. Thorlaksson; Japanslcir söngvar, sungnir af Margarethe Thorlaksson; Piano solo, Mrs. H. Helgason, Einsöngur, Mrs. S. C. Thorsteinsson. Næst var rætt um rit félagsins. Síðasta þing gerði samjjykt um að félagið gæfi út ársrit. Fól J)að framkvæmdarnefnd framkvæmdir í því máli. Skýrði l'orseti frá að nefndin hefði kosið tvær konur til að greiða l'yrir því máli fram að þingi: Mrs. S. Olafsson í Arborg, og Mrs. B. S. Benson í Winnipeg. i fjarveru Mrs. Olafsson skýrði Mrs. Benson frá J)ví sem gjört hafði verið og gaf áætlun um kostnað er þetta hefði í för með sér. Eftir stuttar umræður var gerð uppástunga af Mrs. Pétursson, studd af Mrs. Valdimarsson, að eftirfylgandi konur séu kosnar til að hrinda Jæssu í framkvæmd eins fljótt og unt væri: Mrs. S. Olafsson, Mrs. B. S. Benson, og Mrs. F. Johnson. SamJ)ykt. Samkvæmt samþykt síðasta þings hafði framkvæmdarnefndin breytt 3 grein laga félagsins og samið aukalög er heimilaði ein- staklingum að gjörast meðlimir félagsins. Var tillaga framkvæmdarnefndar unr eftirfylgandi lagabreyt- ingu borin upp til samþyktar: 3. grein—Félöguin kvenna og konum tilheyrandi kirkjufélaginu er heimilt að gjörast meðlimir hins sameinaða kvenfélags.

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.