Árdís - 01.01.1950, Qupperneq 11
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
9
vikuferð. Svo var farið upp í fjóra stóra bíla (buses) og lagt af
stað til Reykjavíkur.
Þegar ég var að ferðast hina löngu leið frá Akureyri til Reykja-
víkur, var efst í huga mínum, ekki hvað vegurinn er mjór og
þröngur svo að bílar verða að mætast á vissum stöðum til að geta
komist áfram, heldur hvaða framfarir það eru að geta ekið í gasbíl-
um nú þar sem áður var ferðast á hestbaki yfir heiðarnar, eða fót-
gangandi. Auðvitað getur maður flogið milli Reykjavíkur og Akur-
eyrar á lx/2 kl.st.; en með bíl er ferðin 13 kl.st.
☆ ☆ ☆ ☆
Þegar fátækir íslendingar komu til Vesturheims til að byrja á
ný búskap á erlendan hátt, komu þeir flestir með tvær hendur
tómar og lítinn gjaldeyri. En þeir höfðu þjóðar einkenni sem voru
meira virði en dollarar. Ótakmarkað þrek sem hjálpaði þeim í
gegnum erfiðleika hinnar nýju heimsálfu; þeir voru vandvirkir við
vinnu sína, prúðir í framkomu, flestir; en aðal einkenni þeirra var
að þeir voru áreiðanlegir í viðskiptum; þeir elskuðu söng og músik
og ljóð og sögur, og síðast en ekki sízt — þeir voru guð-elskandi
fólk. Alt þetta fluttu þeir með sér frá íslandi og það varð eign hins
nýja lands.
En þegar Vestur-lslendingar fara „heim“, hvaða gjafir hafa
þeir meðferðis til að leggja við fætur Fjallkonunnar? Ást til ætt-
jarðarinnar og virðing fyrir þeim söguríku stöðum sem landið hefir
að geyma í skauti sínu; tryggð til tungunnar og bókmenta fjársjóðs
landsins, því eftir 75 ár er ennþá strítt við að halda henni við líði —
sem bersýnilegast er í þeirri fjársöfnun sem nú á sér stað til stofn-
unar kenslu við háskóla Manitoba í íslenzkri tungu og íslenzkum
bókmentum. — Kærleikur til heimahaga og frænda, jafnvel þeir
aem aldrei hafa ísland litið fyrr en þeir komu „heim“. Alt þetta, og
margar fleiri andans gjafir leggjum við á altari Fjallkonunnar, og
biðjum hana að þiggja. — „Þú bláfjalla geimur með heiðjökla hring“
var uppáhalds lag föður míns, og þegar ég fyrst steig á grundu ís-
lands, var mér klökkt í huga — þó ég sé Vestur-íslendingur, fædd í
Nýja-íslandi. En hugur minn söng þetta lag: „Þetta er land feðra
þinna, þetta blárra tinda blessað land“.
☆ ☆ ☆ ■ ☆
Það er ekki mikil fegurð í kringum Keflavíkur flugvöll vegna
hraunanna alstaðar, en Amerískir verkfræðingar völdu þennan