Morgunblaðið - 20.01.2009, Qupperneq 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2009
SVEFNLYFINU Imovane var oftast ávísað á lands-
menn á árinu 2007. Alls fengu 20.130 landsmenn ávísun á
lyfið, eða 65 á hverja þúsund íbúa. Þetta má sjá í skýrslu
landlæknisembættisins sem kallast Ávísanir á lyfseðils-
skyld lyf á Íslandi 2007.
Konur taka heldur lyf en karlar
Tæplega 72% landsmanna fengu ávísun á lyf, sem er
svipað hlutfall og þrjú árin á undan. 65% karla og 79%
kvenna. Kristján Oddsson, aðstoðarlandlæknir, segir
konur sækja meira til lækna, sem skýri kynjamismuninn.
„Það er ein skýringin. Þá er til dæmis getnaðarvarn-
arlyfjum og hormónalyfjum nær eingöngu ávísað til
kvenna.“ Margar konur beri einnig mikla ábyrgð bæði á
vinnu og heimili. Þær séu taldar opnari með sín vandamál
á meðan karlar leiti síður lækninga, en samkvæmt
skýrslunni taka konur einnig heldur þunglyndislyf en
karlar eftir tvítugt. Sjá má að á milli þrítugs og sextugs
taka konur um helmingi meira af þunglyndislyfjum en
karlar. Notkun þunglyndislyfja eykst með aldrinum og á
aldursbilinu 85-89 ára taka rúmlega 200 af hverjum þús-
und körlum og um 260 konur þunglyndislyf.
Munur milli landshluta
Athygli vekur að sjá má mikinn mun á lyfjaávísunum
milli landshluta. Þannig skera Austurland og Suðurnes
sig úr og ávísa minnst af lyfjum. Kristján bendir á að á
Austurlandi voru á árinu 2007 margir karlmenn í verka-
mannavinnu, sem geti skýrt hve fáir þar fengu ávísun á
lyf miðað við annars staðar á landinu. Á Suðurnesjum búi
margt ungt fólk og líklegt sé að það sæki í einhverjum
mæli læknisþjónustu til Reykjavíkur.
Langmestu er hins vegar ávísað af lyfjum á Norðvest-
urlandi. Kristján segir að taka verði niðurstöðum skýrsl-
unnar með fyrirvara því ávísanir á vistmenn öldrunar-
heimila séu ekki alltaf teknar með í útreikningana. Það sé
gert á Norðvesturlandi, sem skýri muninn. „Skýringin er
því aldurssamsetning og hvernig skráningin er en ofan í
hana hefur ekki verið kafað í þessari skýrslu.“
gag@mbl.is
Svefnlyf vinsælast lyfja
Svefnlyfi oftast ávísað á landsmenn árið 2007 Um 72% landsmanna fengu
ávísað lyfjum Yfir 20% fólks á aldrinum 85-89 ára taka þunglyndislyf
Í HNOTSKURN
»Imovane var oftast ávísaðá Íslandi árið 2007 en hins
vegar var blóðfitulækkandi
lyfjum mest ávísað.
»Blóðfitulækkandi lyf sitjaí 2., 4. og 5. sæti yfir þau
lyf sem oftast var ávísað á
landsmenn.
» 65% karla og 79% kvennafengu ávísun á lyf.
»Milli þrítugs og sextugstaka konur helmingi
meira af þunglyndislyfjum en
karlar.
ALÞINGI kemur
saman á morgun
eftir jólaleyfi.
Þingfundur hefst
kl. 13.30 á óundir-
búnum fyrir-
spurnartíma.
Samkvæmt upp-
lýsingum frá Al-
þingi verða fimm
ráðherrar við-
staddir fyrir-
spurnartímann. Þeir eru Geir H.
Haarde forsætisráðherra, Þorgerð-
ur Katrín Gunnarsdóttir mennta-
málaráðherra, Árni M. Mathiesen
fjármálaráðherra, Þórunn Svein-
bjarnardóttir umhverfisráðherra og
Björgvin G. Sigurðsson viðskipta-
ráðherra.
Samkvæmt dagskránni á m.a. að
ræða lagafrumvarp viðskiptaráð-
herra um vátryggingastarfsemi,
lagafrumvarp félags- og trygginga-
málaráðherra um greiðslur til líf-
færagjafa, þingsályktunartillaga
Ögmundar Jónassonar um áhrif
markaðsvæðingar á samfélagsþjón-
ustu og lagafrumvarp Steinunnar
Valdísar Óskarsdóttur um kynja-
hlutföll í stjórnum fjármálafyr-
irtækja. silja@mbl.is
Alþingi
kemur
saman
Þingið Af þaki
Alþingishússins
Byrjað á óundirbún-
um fyrirspurnartíma
RADDIR fólksins hafa boðað til
mótmælastöðu við Alþingishúsið í
dag kl. 13.00. Í fréttatilkynningu frá
Röddum fólksins kemur fram að
með þessu móti vilji samtökin verða
við óskum almennings um að standa
fyrir háværum en friðsamlegum
mótmælum í miðri viku.
„Fólk er hvatt til að hafa með sér
söngbækur, sleifar, potta og pönnur,
hrossabresti og flautur og allt hvað-
eina sem nota má til að framleiða há-
vaða. Gera má ráð fyrir að mót-
mælastaðan taki rúman klukkutíma.
Íslendingar verða að vekja þingheim
af þyrnirósarsvefni. Nauðsynlegt er
að lýðræðiskjörnir fulltrúar fólksins
hætti að hunsa kröfur mikils meiri-
hluta þjóðarinnar. Stjórnir Seðla-
bankans og Fjármálaeftirlitsins
verða að víkja tafarlaust og ríkis-
stjórnin verður að segja af sér og
boða til kosninga hið fyrsta,“ segir í
tilkynningu. silja@mbl.is
Boða
mótmæli
með hávaða
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
NORÐURLÖNDIN gætu átt með
sér mun öflugra og árangursríkara
samstarf innan Evrópusambandsins
en utan ef þau kysu svo. Reynslan
sýnir að ESB hafi sýnt fullan skiln-
ing á nánu samstarfi Norður-
landanna allt síðan Danir gengu inn í
sambandið. Þetta var meðal þess
sem fram kom í máli Alyson Bailes,
gestaprófessors við Háskóla Íslands,
á fyrsta fundi í fundaröð Samfylk-
ingarinnar um Evrópumálin. Á þess-
um fyrsta fundi var sjónum beint að
friðar- og öryggismálum ESB.
Í máli sínu gerði Bailes hin svo-
nefndu mjúku völd ESB að umtals-
efni. Benti hún á að eðli, uppruni og
gildi ESB leyfði ekki að hervaldi
væri beitt í árásarskyni. Mjúku völd-
in fælust hins vegar í efnahags-
áhrifum og óáþreifanlegum hlutum
eins og góðri ímynd, miklum áhrifum
og trausti almennings sem ESB nýti
í miklum mæli.
Að sögn Bailes eru margir haldnir
þeirri ranghugmynd að aðild að ESB
þýði sjálfkrafa andstaða gegn NATO
og Bandaríkjunum. Minnti hún á að
21 af 27 aðildarríkjum ESB væru
líka aðilar að NATO.
Þórunn Sveinbjarnardóttir um-
hverfisráðherra gerði norðurslóða-
stefnu ESB að umtalsefni á fund-
inum. Minnti hún á að á norður-
slóðum væru öryggismál umhverfis-
mál og öfugt. Benti hún á að norður-
skautið hefði fengið aukið
hernaðarvægi að undanförnu þar
sem margir vildu slá eign sinni á þau
auðæfi sem þar væri að finna, þ.e.
stærstu ónýttu olíu- og gasauðlindir
veraldar.
Borgaraleg uppbygging
Árni Páll Árnason þingmaður
gerði utanríkisstefnu ESB að um-
talsefni. Minnti hann á að þar sem
ESB væri friðarbandalag en ekki
hernaðarbandalag legði það mikla
áherslu á borgaralega uppbyggingu
á vettvangi friðargæslu, sem kall-
aðist mjög vel á við áherslu íslenskra
stjórnvalda. Sagði hann ESB stuðla
að góðum grannatengslum þjóða auk
þess sem það væri öllum ríkjum opið
sem aðhylltust lýðræðislegar reglur
og vinnubrögð.
Eva Bjarnadóttir, framkvæmda-
stjóri Ungra jafnaðarmanna, ræddi
friðarhlutverk ESB. Sagði hún að-
ferðir ESB til að viðhalda friði aðrar
en þekktust víða þar sem í stað þess
að byggja á hernaðarmætti væri
byggt á lýðræði, samskiptum og
jafnræði ríkja.
Morgunblaðið/Golli
Skrafað um Evrópu Fundarstjórinn Guðríður Arnardóttir (önnur frá vinstri) ásamt þremur frummælenda, þeim
Evu Bjarnadóttur, Þórunni Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra og Árna Páli Árnasyni þingmanni.
Samstarf Norður-
landa gæti eflst
Í stað hernaðarmáttar er byggt á lýðræði og samskiptum
Í HNOTSKURN
»Í Evrópusambandinu erunú 27 ríki með nærri 500
milljónir íbúa.
»Alls 21 af 27 aðildarríkjumEvrópusambandsins eru í
NATO.
»Evrópusambandið varstofnað sem frið-
arbandalag á sínum tíma.
ÖSSUR Skarp-
héðinsson, iðn-
aðarráðherra og
starfandi utanrík-
isráðherra, segir á
bloggsíðu sinni að
stjórnvöld í Ísrael
hafi tilkynnt utan-
ríkisráðuneytinu
að ekkert verði af
komu ísraelska
menntamála-
ráðherrans. Sex ráðherrar Ísraels-
stjórnar hafi verið gerðir út af örkinni
til að hafa áhrif á skoðanir ríkis-
stjórna á loftárásunum á Gasasvæð-
inu. „Ég tók þá ákvörðun sem starf-
andi utanríkisráðherra að frábiðja
mér heimsókn ísraelska ráðherrans
við þær aðstæður að loftárásir ísr-
aelska hersins gengu yfir Gasasvæð-
ið, þar sem 100 börn hafa dáið á viku.
Með því vildi ég undirstrika harða
fordæmingu íslenskra stjórnvalda,“
skrifar Össur. annaei@mbl.is
Afboðar
komu sína
Össur
Skarphéðinsson
ÁRIÐ 2008 var metár í kjötsölu en
alls seldust 25.833 tonn af kjöti sem
svarar til 81,5 kg á íbúa og er það
að því er fram kemur á vef Bænda-
blaðsins tveimur kg meira á mann
en árið áður.
Mest reyndist aukning vera í sölu
á kindakjöti. Alls seldust 7.481 tonn
af kindakjöti í fyrra og er það 7,8%
aukning frá 2007. Er salan sú mesta
frá því árið 1993 er sölutölur voru
8.088 tonn. Hefur kindakjötið nú
aftur náð þeirri stöðu að vera vin-
sælasta kjöttegund landsmanna.
Laufey Ólöf Lárusdóttir, varafor-
maður Landssamtaka sauðfjár-
bænda, telur kreppuna eiga sinn
þátt í þessu enda hafi aukningin í
sölu á kindakjöti verið mest í haust.
Mikið um að fólk keypti heila
og hálfa kindaskrokka
„Hún varð líka mjög sterk krafan
um að kaupa íslenskt og það var
óvenjumikið um að fólk tæki slátur
og keypti heila og hálfa kinda-
skrokka,“ segir Laufey.
Sauðfjárbændur geti ekki verið
annað en ánægðir með þessa þróun
sem gefi vissulega nokkurt tilefni
til bjartsýni. „En annars fellur út-
flutningsskyldan á kindakjöti niður
í ár þannig að maður veit svo sem
ekki hvernig mál eiga eftir að
þróast. Það getur vel farið svo að
kindakjöt eigi eftir að hríðfalla í
verði.“ annaei@mbl.is
Kindakjötið
í sókn í
kreppunni
Morgunblaðið/ÞÖK
Sauðkindin Meira er nú um að fólk
kaupi heilu og hálfu skrokkana.
BROT 89 ökumanna voru mynduð
í Hvalfjarðargöngum frá fimmtu-
degi til mánudags. Vöktuð voru
8.590 ökutæki og vekur lögreglan
athygli á að mjög lítill hluti öku-
manna eða 1% ók á ólöglegum
hraða. Meðalhraði hinna brotlegu
var 84 km á klst. en hámarkshraði
er 70 km. Alls fóru 127.200 öku-
tæki um göngin í desember sem er
2,7% samdráttur frá sama tíma í
fyrra.
Fáir á ólögleg-
um hraða