Morgunblaðið - 20.01.2009, Side 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2009
Eftir því sem lengra líður frábankahruninu verður gagn-
rýnin á stjórnvöld hvassari. Gylfi
Magnússon hagfræðingur kom
fram á Austur-
velli á laugardag
og sagði að
teikna þyrfti upp
nýtt hagkerfi á
Íslandi með nýj-
um leikstjórn-
endum og nýjum
leikreglum: „Um
flesta þætti þess
er líklega breið
samstaða. Flestir
vilja bæði öflugan einkageira og
opinberan geira. Sá síðarnefndi
heldur uppi velferðarkerfi og
tryggir öllum aðgang að góðri
menntun og heilsugæslu. Hið op-
inbera setur reglurnar og sér til
þess að þeim sé fylgt.“
Gylfi tók einkageirann fyrir næst:„Einkageirinn skapar verð-
mæti og skatttekjur. Hann þarf að
losna við meinsemdir útrásarvík-
inga, með öll sín eignarhaldsfélög,
„Group“, bókhaldsbrellur, vogaðar
stöður, skattaskjól, eigna- og
stjórnunartengsl, pólitísk tengsl og
hvað þetta nú allt saman heitir.
Þetta er hluti af því sem fara þarf á
öskuhauga sögunnar. Ekkert af
þessu skapaði nein raunveruleg
verðmæti.
Í stað þess getur komið blómlegtatvinnulíf með fleiri og smærri
fyrirtækjum, dreifðara en einfald-
ara eignarhaldi, meiri valddreif-
ingu, meira gagnsæi, hraustlegri
samkeppni, meiri nýsköpun, fleiri
tækifærum fyrir alla. Opið, sann-
gjarnt og heilbrigt efnahagslíf.“
Næst tók Gylfi fyrir hugarfarið:„Sú hugmyndafræði sem kom
okkur í núverandi stöðu er andlega
gjaldþrota. Þeir sem fóru fyrir
henni þurfa að víkja strax af svið-
inu og láta öðrum eftir uppbygg-
inguna. Hvort sem þeir eru í stjórn-
málum, stjórnkerfinu, fyrirtækja-
rekstri, fara fyrir hagsmunasam-
tökum eða voru bara í klappliðinu.“
Gylfi Magnússon
Gjaldþrota hugmyndafræði
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
!
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).? "
#
"
*$BC
!
"#
*!
$$B *!
$
%&'
% (
!
)
*!
<2
<! <2
<! <2
$
' +
,
- . ! /
C2
D
<7
$%
&% %
!
"#
<
'
("
)
"*"
" !
+" #
"*
, -#%
!
"#
01 !22
! ) 3(!
)! +
,
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
ÚTLIT er fyrir að mörg sveitarfélög skili fjár-
hagsáætlun fyrir árið 2009 með halla, vegna sam-
dráttar tekna og aukins kostnaðar. Aðeins eitt
sveitarfélag er þó í meðferð hjá eftirlitsnefnd með
fjármálum sveitarfélaga, Bolungarvíkurkaupstað-
ur.
Fjárhagsstaða Bolungarvíkurkaupstaðar er
slæm. Erfiður rekstur var á árinu 2007 og erf-
iðlega hefur gengið að fjármagna mikla fjárfest-
ingu sem byrjað var á í fyrra, endurbætur á fé-
lagsheimili Bolvíkinga. Elías Jónatansson
bæjarstjóri sem leiðir meirihluta sem tók við á síð-
asta ári segir að félagslega íbúðakerfið hafi valdið
bænum miklum búsifjum. Fólki var að fjölga þeg-
ar stofnað var til kerfisins og þegar aftur fór að
fækka reyndi á innlausnarskyldu sveitarfélagsins.
Bærinn sat uppi með á fimmta tug íbúða sem ekki
var hægt að leigja eða selja nema fyrir hluta af
kaupverði. Aðalsjóður bæjarins á nú um 400 millj-
ónir inni hjá þessu kerfi og reiknast Elíasi til að
bærinn beri um 700 milljóna króna bagga vegna
félagslega íbúðakerfisins. Bolungarvíkurkaup-
staður skuldaði tæpan milljarð í lok ársins 2007 og
búast má við því að skuldirnar séu nú 1,2 til 1,3
milljarðar kr. Í Bolungarvík eru liðlega 900 íbúar.
Vegna alvarlegrar fjárhagsstöðu sveitarfé-
lagsins eru stjórnendur þess og fulltrúi frá eft-
irlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga að fara í
gegnum allan rekstur og skera niður þann kostnað
sem unnt er. Tillögurnar verða lagðar fyrir bæj-
arstjórn í næstu viku. Jafnframt hefur verið sam-
þykkt að leggja sérstakt 10% álag á útsvar sem
þýðir að Bolvíkingar greiða í ár 14,61% útsvar sem
er hið hæsta á landinu. Unnið er að fleiri aðgerð-
um. Markmiðið er, að sögn Elíasar, að jafnvægi
komist á reksturinn á næsta ári. helgi@mbl.is
Bolungarvík í gjörgæslu
Miklar annir framundan hjá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
BORGARSTJÓRI afhenti Freyju
Haraldsdóttur í síðustu viku styrk
úr minningarsjóði Gunnars Thor-
oddsen, fyrrverandi borgarstjóra og
forsætisráðherra.
Freyja hefur þrátt fyrir fötlun lát-
ið drauma sína rætast og um leið
opnað augu almennings fyrir því að
það felist tækifæri í fötlun. Hún er
22 ára að aldri og stundar nám í
þroskaþjálfafræði við menntasvið
Háskóla Íslands. Í nóvember gaf
hún út bókina Postulín ásamt Ölmu
Guðmundsdótttur og fjallar bókin
um líf Freyju og viðhorf.
Með hjálp frá fjölskyldu og vinum
tekur Freyja virkan þátt í daglegu
lífi. Hún hefur heimsótt fyrirtæki,
stofnanir og alla framhaldsskóla
landsins og haldið fyrirlestra þar
sem hún lýsir því hvernig er að vera
fötluð og hvernig samfélagið oft og
tíðum bregst við fötluðu fólki.
Freyja sagðist afar þakklát,
styrkurinn myndi koma sér vel og
hún myndi nýta hann til þess að
halda áfram fræðslufyrirlestrum
sínum sem hún segir mikilvægt til
þess að opna augu fólks fyrir mál-
efnum fatlaðra.
Fyrirlesari Freyja sýnir fólki að það getur látið drauma sína rætast.
Vill opna augu fólks
fyrir málefnum fatlaðra