Morgunblaðið - 20.01.2009, Page 14
14 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2009
● TAP af reglu-
legri starfsemi
breska bankans
Royal Bank of
Scotland á
árinu 2008
kann að verða
allt að 8 milljarðar punda, eða um 1.500
milljarðar íslenskra króna. Þar til við-
bótar er hugsanlegt að viðskiptavild
bankans, vegna kaupa á hollenska
bankanum ABN Amro, að fjárhæð um
20 milljarðar punda, verði afskrifuð. Frá
þessu var greint í tilkynningu frá bank-
anum í gær. Ef þetta verður niður-
staðan yrði það mesta tap eins fyrir-
tækis í sögu Bretlands.
Hlutabréf bankans féllu um rúmlega
60% í kjölfar þessara frétta í gær.
gretar@mbl.is
Mesta tap á Bretlandi
Gordon Brown
!
"
#
$
ÞETTA HELST ...
FRÉTTASKÝRING
Björgvin Guðmundsson
bjorgvin@mbl.is
TVEIR stórir samningar, sem
voru ávísun á mikinn fjárhagslegan
ávinning án áhættu, voru gerðir við
útvalda viðskiptavini Kaupþings
vikurnar áður en bankinn fór í þrot.
Annar samningurinn var í eigu
Ólafs Ólafssonar, sem var annar
stærsti hluthafinn í bankanum.
Kaupþing lánaði félögum á hans
vegum í fyrstu 125 milljónir evra,
jafnvirði 21 milljarðs króna, þegar
samningnum var komið á. Þýski
Deutsche Bank, sem einnig var aðili
að samningnum, lánaði félögum
Ólafs aðrar 125 milljónir evra. Fyr-
ir samtals 250 milljónir evra var
fjárfest í ákveðnum skuldabréfa-
vafningum (Credit Linked Note).
Félögin sem tengjast Ólafi heita
Harlow Equities SA og Partridge
Management Group.
Allt lánið til Kaupþings
Vegna ákvæða í samningnum
þurfti Kaupþing að leggja fram við-
bótartryggingar til þýska bankans
fyrir Ólaf þegar skuldatrygg-
ingarálag á Kaupþing hækkaði eftir
fall Lehman Brothers 15. septem-
ber á síðasta ári. Bankinn þurfti
tvisvar til viðbótar að leggja fram
viðbótartryggingu, síðast á mánu-
deginum þegar Alþingi samþykkti
neyðarlögin svokölluðu. Á þeim
tímapunkti var öll áhætta vegna
þessa samnings komin til Kaup-
þings, sem hafði þurft að reiða fram
samtals 250 milljónir evra eða um 42
milljarða króna.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins gat Ólafur ekki tapað á
þessum samningum. Kaupþing bar
áhættuna þar sem Deutsche Bank
hafði tryggingar fyrir sínum lánum.
Ólafur hefði hins vegar notið ávinn-
ings af samningnum, sem búið var að
reikna út að væri 60 milljónir evra.
Til stóð að greiða stærstan hluta af
áætluðum hagnaði samningsins út
fyrirfram, um 50 milljónir evra. Það
náðist ekki því Kaupþing féll.
Annar samningur til
Alveg eins samningur var gerður
sameiginlega við þrjú önnur félög,
sem voru í eigu viðskiptavina Kaup-
þings. Skúli Þorvaldsson fjárfestir
var stærstur í einu félagi, Kevin
Stanford og Karen Millen áttu annað
félag og það þriðja var í eigu við-
skiptavinar Kaupthing Singer &
Friedlander í London. Félögin sem
um ræðir eru Charbon Capital,
Trenvis Ltd. og Polly Beach SA.
Með sama hætti og í tilviki Ólafs
endaði öll fjármögnun samningsins í
fangi Kaupþings eða 250 milljónir
evra. Viðkomandi viðskiptamenn
áttu að njóta ávinnings af fjárfest-
ingunni án þess að bera áhættuna.
Ekki fyrir lánanefnd
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins voru öll þessi lán greidd út
áður en þau voru afgreidd í lána-
nefnd bankans. Vegna þess hve
áhættan var stór á valda aðila þurfti
að samþykkja þessar lánveitingar í
lánanefnd stjórnarinnar. Vikuna áð-
ur en Kaupþing féll var lagður fyrir
langur listi af óafgreiddum málum,
sem mörg hver höfðu þó þegar verið
afgreidd. Þar á meðal voru lán vegna
ofangreindra samninga. Lánin voru
því veitt án formlegs samþykkis.
Í lánanefnd stjórnar á þessum
tíma sátu Sigurður Einarsson,
stjórnarformaður, Bjarnfreður
Ólafsson og Gunnar Páll Pálsson
ásamt Hreiðari Má Sigurðssyni for-
stjóra.
120 milljarðar úr hirslunum
Í Morgunblaðinu í gær mátti sjá
lista yfir þessi félög og fjárhæðir
sem fluttar voru til þeirra úr Kaup-
þingi fyrir hrun, meðal annars til að
mæta veðkalli Deutsche bank.
Til viðbótar þessum 84 milljörðum
króna sem greiddir voru úr bankan-
um fyrir 8. október fóru um 29 millj-
arðar til félags í eigu Robert
Tchenguiz og 6,4 milljarðar til
Sjeiksins Al-Thani. Samtals fóru því
um 120 milljarðar króna úr hirslum
Kaupþings vikurnar fyrir fallið.
Þeir sem Morgunblaðið hefur rætt
við segja það furðulega ákvörðun
stjórnenda bankans að hreinsa
lausafé út úr bankanum á sama tíma
og fjármálafyrirtæki börðust fyrir
lífi sínu.
Milljarðalán án trygginga
Ólafur Ólafsson, annar stærsti hluthafi Kaupþings, fékk tugi milljarða að láni án trygginga
Lán afgreidd til útvalinna viðskiptavina áður en þau voru tekin fyrir í lánanefnd Kaupþings
%&
'& '&
()$*+,&&-./01
!
"
#
$
+2 %+,&&-0,3
+2 %+,&&-0,3
&
'(
*
+
,
$-
.
*#
/ 0$
$
1
2%
+,&&-03
&45,,,6
-4+&,
2%
+,&&-0,
3
2%
+,&&-0
3
3./&&4
72 89
/
2%
+,&&-03
&45,,,6
-4+&,
2%
+,&&-0,
32%
+,&&-0
3
3./&&4
72 89
/
● ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR hefur ákveðið
að halda útlánsvöxtum sínum óbreytt-
um. Ákvörðun þessi var tekin í kjölfar
útboðs á íbúðabréfum. Lán með upp-
greiðsluákvæði verða áfram 4,9% en
5,4% af íbúðalánum án uppgreiðslu-
ákvæðis.
Vaxtaákvörðun Íbúðalánasjóðs bygg-
ist á ávöxtunarkröfu í útboði íbúðabréfa
sem haldið var 16. janúar 2009 ásamt
vegnum fjármagnskostnaði upp-
greiðslna svonefndra ÍLS-veðbréfa.
Vegnir vextir í útboðinu og uppgreiddra
ÍLS-bréfa eru 4,44%.
Vaxtaálag vegna rekstrar er 0,25%,
vegna útlánaáhættu 0,20% og vegna
uppgreiðsluáhættu 0,50%.
Óbreyttir vextir
hjá Íbúðalánasjóði
Fjármögnun Kaupþings í
tengslum við kaup sjeiksins frá
Katar á 5% í bankanum er ekki
hluti af þessum lánveitingum.
Hins vegar stóð til að sjeik Al-
Thani myndi fá samskonar
samning og fyrirheit um fjár-
hagslegan ávinning og lýst er
hér á síðunni. Var meðal annars
búið að greiða félagi í hans
eigu, Brooks Trading Ltd, 50
milljónir dollara vegna þess.
Sú upphæð, ásamt 50 millj-
ónum evra sem fóru til
Deutsche Bank, var greidd
sama dag og Seðlabanki Íslands
ákvað að veita Kaupþingi lán
upp á 500 milljónir evra gegn
veði í danska bankanum FIH.
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins var greiðslan til
sjeiksins fyrirframgreiddur
hagnaður vegna væntanlegs
samnings. Það hefur ekki feng-
ist staðfest.
Sigurður Einarsson, fyrrv.
stjórnarformaður Kaupþings,
sagði í yfirlýsingu í gær að engir
fjármunir hefðu farið úr Kaup-
þingi vegna fjármögnunar á
kaupum sjeiksins.
Hins vegar fóru 50 milljónir
dollara til sjeiksins sem hann
notaði í tilbúnum gjaldeyris-
viðskiptum við Kaupþing Lúx-
emborg til að hagnast og losna
undan persónulegri ábyrgð
vegna hlutabréfakaupanna. Eins
hafði Kaupþing keypt bréfin af
fjárfestum en fékk enga
greiðslu á móti frá sjeiknum.
Milljarðar til sjeiks
LANDSVAKI, dótturfélag Lands-
bankans sem rekur peningamark-
aðssjóði bankans, gæti þurft að
bera ógreiddar skattskuldir gamla
Landsbankans. Þessar skuldir fyr-
irtækisins munu þó ekki hafa áhrif
á eignir sjóðseigenda, enda standa
þær sjálfstætt.
Skattskuldirnar eru til komnar
þar sem Landsvaki, sem dóttur-
félag gamla Landsbankans, var
samskattað með bankanum ásamt
öðrum dótturfélögum. Ógreiddur
tekjuskattur gamla bankans, sem
nú er farinn í þrot, var umtals-
verður. Hugsanlega falla skuldir
bankans á dótturfélögin en það er
óvíst á þessari stundu. Tryggvi
Tryggvason, nýr framkvæmda-
stjóri Landsvaka, segir að stjórn-
endur fyrirtækisins vinni með
stjórnvöldum að lausn málsins.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins er verið að skoða þann
valkost að færa rekstur peninga-
markaðssjóðanna í nýtt félag en
málið er örlítið snúið því Landsvaki
hefur sérstakt leyfi hjá Fjármála-
eftirlitinu [FME] til þess að reka
verðbréfasjóði og það getur tekið
langan tíma að fá nýju leyfi út-
hlutað. Hefur fyrirtækið óskað eftir
flýtimeðferð hjá FME, samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins.
Tryggvi vill ekki staðfesta þetta.
Ekki fékkst uppgefið í gær hversu
há skuldin er. Ekki er mögulegt að
sækja fjármagn í sjóðina til þess að
standa straum af opinberum gjöld-
um og eiga því umræddar skuldir
ekki að hafa áhrif á viðskiptavini.
thorbjorn@mbl.is
Skattskuldir lenda
mögulega á Landsvaka
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Vandræði Ógreiddir skattar gamla Landsbankans gætu lent á Landsvaka.